Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Minning: GUNNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR Fædd 17. ágúst 1904 Dáin 24. september 1987 í dag, laugardaginn 3. október 1987, verður Gunnhildur Guðmunds- dóttir lögð til hinstu hvíldar frá Landakirkju í Vestmannaejrjum. Hún lést { sjúkrahúsinu á Selfossi 24. september. Gunnhildur Guðmundsdóttir fæddist árið 1904 í Grindavík, dóttir hjónanna Guðmundar Magnússonar, sjómanns, og Gyðríðar Sveinsdóttur frá Bjömskoti, Vestur-Eyjafjöllum. Gunnhildur missti snemma föður sinn og flyst að Þorvaldseyri ellefu ára gömul. Hún var á Þorvaldseyri í tíu ár og kynntist þar ungum manni, Björgvini Pálssyni, (bróður Jóns Pálssonar frá Hlíð), sem átti eftir að verða eiginmaður hennar. Gunnhildur fór tuttugu og eins árs gömul til Vestmannaeyja og giftist þar 3. desember 1927. Hún og Björgvin bjuggu síðan í Vestmanna- eyjum í 46 ár. En eftir gosið 1973 fluttust þau til Hveragerðis og bjuggu þar síðan. Við hjónin áttum því láni að fagna að búa í Hvera- gerði í næsta húsi við Björgvin og Gunnhildi. Og við, eins og aðrir ngrannar þeirra hér, eigum þeim margt gott að gjalda. Hógvær fram- koma þessara sæmdarhjóna ein- kenndist alltaf af hlýleika og hjálpsemi. Gunnhildur var glæsileg kona. Hún kom frá Eyjafjöllum og í fasi hennar og svip var alltaf ein- hver andblær þessarar fögru byggðar. Gunnhildur var ljóðelsk og orti sjálf sér til skemmtunar og þá jafnan undir lagi. Margar sögur voru sagðar yfir kaffibolla. Frásagnarlist hennar var meðfædd. Þegar hún sagði okkur sögur af Fjallafólki og uppvaxtarárum sínum opnaðist óvænt nýr heimur, þar sem brauð var bakað á steinhellu yfir opnum eldi, fávitinn var settur í einangrun í afhýsi og ríki bóndinn lagði gildrur fyrir vesalinga til að ná eigum þeirra. Lífsbaráttan var miskunnarlaus, sultur, kuldi og allsleysi var sjálfsagt hlutskipti hins umkomulausa ungl- ings. En alltaf var frásögnin um þessa grimmu veröld þeirra, sem einskis máttu sín, krydduð kímni og gamansögum. Og sögusviðið ein feg- ursta sveit á fslandi með fjallið og jökulinn í baksýn. Þessar sögur urðu okkur minnisstæðar og ekki síður hitt að við þessar aðstæður mótaðist björt lífstrú þessara ungmenna, sem fékk þau til að finna sína leið og bijótast undan oki gamallar kúgunar til sjálfstæðis og mannlegrar reisn- ar. Og nú er komin önnur öld. Stórglæsilegur hópur afkomenda þeirra Björgvins og Gunnhildar lifir nú í betri heimi og enn eru hinir gullnu dagar framundan en ekki að baki. Gunnhildur og Björgvin eignuðust þijú börn. Guðmundu, Þóreyju Guðr- únu og Óskar. Guðmunda giftist Sigurði Auð- unssyni og þau eignuðust fimm börn, Björghildi, Jónu, Auði, Maríu og Petrínu. Björghildur er gift Stefáni Jónassyni, málarameistara í Þor- Iákshöfn. Þeirra böm eru Guðrún Hrönn, Sigurður Freyr og Stefanía Þöll. Jóna er gift Guðna Þór Ágústs- syni, vélstjóra í Þorlákshöfn. Þeirra böm em Emma Kristín, Sigríður Guðný og Gunnar Már. Auður lést fyrir nokkmm ámm. Hún var gift Kára Jakobsen, sjómanni í Færeyj- um. Þeirra böm em Guðmundur, Sólberg og Maæbritt. María giftist Jóni Hauki Guðlaugssyni, Gíslason- ar, alþingismanns. Jón er skrifstofu- stjóri hjá Orkustofnun. Þau eiga tvær dætur, Sigurlaugu og Andreu. Petrína giftist Jóni Reykjalín, verka- manni í Vestmannaeyjum. Þeirra böm em Lilja Björk og Elín Rut. Næstelsta dóttir Gunnhildar og Björgvins er Þórey Guðrún. Hún er gift Olafi Pálssyni, fiskmatsmanni í Garðabæ. Þeirra böm em Þyrí, Björgvin, Gunnhildur, Guðrún, Ólaf- ur Þór og Anna María. Þyrí Ólafs- dóttir giftist Snorra Jónssyni, rafvirkja, þau eiga fimm böm, Olaf Þór, Jón Kristinn, Hafdísi,_ Hafþór og Bryndísi. Björgvin Ölafsson, verslunarmaður í Reykjavík, kvænt- ist Ásdísi Emu Guðmundsdóttur. Þau eiga tvær dætur, Ólöfu og Aldísi. Áður hafði hann eignast eina dóttur. Þóreyju Guðrúnu. Gunnhild- ur Ólafsdóttir giftist Ragnari Guðjónssyni, vélstjóra í Vestmanna- eyjum. Dætur þeirra em Heiða Guðrún og Elfa Björk. Ólafur Þór Ólafsson er verslunarmaður í Reykjavík. Yngst systkinanna er Anna María Ólafsdóttir, hún stundar nú _nám í Englandi. Óskar Björgvinsson, Ijósmyndari í Vestmannaeyjum, er yngstur bama Gunnhildar og Björgvins. Óskar er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Magnea Magnúsdóttir. Þau eignuð- ust einn son, Þráin. Seinni kona Óskars er Dagbjört Steina Frið- steinsdóttir. Þau eiga tvo syni, Amar og Snorra. Auk bamanna þriggja var systur- sonur Gunnhildar, Bragi Ásbjöms- son, múrarameistari, í sjö ár hjá Björgvini og Gunnhildi. Gunnhildur og Björgvin vom vina- mörg. Gömlu vinimir þeirra frá Vestmannaeyjum héldu alltaf tryggð við þau eftir að þau vom flutt til Hveragerðis og það var oft mann- margt á heimili þeirra. Það em Ijúfar minningar sem streyma um hugann við fráfall Gunnhildar Guðmundsdóttur. Kær vinur er kvaddur um stund og þakk- að fyrir þá birtu og þann yl sem hún bar með sér inn í líf okkar. Við vin- ir hennar hér í Hveragerði eigum minningu um einstæða manneskju og við emm þakklát fyrir að hafa fenjgið að kynnast henni. I þakklætisskyni fyrir þessa kynn- ingu og elskulegt viðmót hennar við okkur hjónin sendi ég henni eitt sinn þessa vísu, og læt hana verða að kveðjuorðum. Orð milli vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér. Sem lítið fræ það lifír og verður að blómi. Og löngu seinna góðan ávöxt ber. Eg bið guð að styrkja og blessa mann hennar og aðra ástvini. Gunnar Dal í dag verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum Gunnhildur Guðmundsdóttir, ömmusystir mín. Hún fæddist 17. dag ágústmán- aðar 1904 á Akrahóli í Grindavík, dóttir hjónanna Gyðríðar Sveins- dóttur (1862—1946) og Guðmundar Magnússonar (1867—1911), sjó- manns og síðar verkamanns. Foreldrar Guðmundar vom Magnús Magnússon fæddur um 1838 og Gunnhildur Pálsdóttir, fædd um 1842. Var Guðmundur elstur bama þeirra en þau munu hafa verið 4 að tölu. Móðir Gunnhildar heitinnar, Gyðríður, var komin af Jóni Steingrímssyni prófasti, sem fyrir löngu er þjóðkunnur af merkri ævi- sögu sinni. Var hún dóttir Sveins Pálmasonar (1816—1896) bónda í Bjömskoti, hjáleigu frá Ásólfsskála undir Eyjafjöllum, og konu hans Gyðríður Bjamadóttur. Sveinn var sonur Pálma Jónssonar, hvers móð- ir var Guðný, dóttir Jóns „eld- klerks". Systkini Gunnhildar vom: María Kristín Ágústa, f. 1894, dó ung af berklum, Guðmundur Max á Rangá, f. 1898, d. 1975, Svein- bjöm, f. 1901, d. um 1940, Petrína f. 1908 í Reykjavík en hin í Grindavík. Gyðríður eignaðist dóttur, Gróu Sesselju að nafni, áður en hún kynntist eiginmanni sínum. Foreldrar Gunnhildar fluttu með bömin til Reykjavíkur 1907. Bjuggu þau á Lindargötu 5, en það hús mun hafa staðið á auðu lóðinni milli hæstaréttarhússins og íþrótta- húss Jóns Þorsteinssonar. í byijun aldarinnar hefur mikill uppgangur verið í atvinnulífi landsmanna og ekki síst í höfuðborginni. Skútuöld- in svonefnda í algleymingi en nýir tímar í augsýn. Skútumar höfðu gefið góðan arð, „en ekki vom þær þó til þess fallnar að verða að al- mennri lyftistöng undir betri efnahag landsmanna", segir Agnar Kl. Jónsson í riti sínu um Stjómar- ráðið. Eigi var hafin vinna við hafnargerð í Reykjavík fyrr en 1913, og mun það hafa verið mjög erfið vinna að ferma og afferma skip á þessum ámm. Að sögn Bjöms Jónssonar, síðar ráðherra, er lýsing aðalbryggju Reykjavíkur heldur ólaglag: „. .. viðgerðinni... er lokið fyrir skömmu með þeim piýðilega árangri, að hálfklofinn er frá og siginn austuijaðarinn á henni (bryggjunni) að framan alllangt uppeftir og hitt þó verra, að nú er fullyrt, að alls ekki sé við hana lend- andi nema í blíðviðri og sjóleysu," (ísafold 5. tbl. 34. árg.). Svona var ástand hafnarinnar árið sem Guð- mundur fluttist til Reykjavíkur. Margir hafa lýst hafnarvinnunni og eitt er víst að allt það strit við kolaburð, saltburð, útskipun á fiski ar í Vatnsdal í þann sama reit. Sextugur gaf hann sveit sinni land- spildu úr Hofslandi til skógræktar er nú prýðir dalinn ásamt öðmm skógarlundum á Hofi og víðar í Vatnsdal. Er skógurinn á Hofí lif- andi minnisvarði um Ágúst. Hann tók mikinn þátt í allri umsýslu sveit- armála í Vatnsdal og bera sveit- arbækur hreppsins þess ljósan vott. Máll héraðsins lét hann einnig til sín taka, s.s. samvinnumál þar sem hann sat alllengi I stjóm o.fl. Að jafnaði lét hann stjómmál til sín taka, sem faðir hans, en var mikið fijálslynd- ÁgústB. Jónsson á Hofi - Minning Fæddur 9. júní 1892 Dáinn 28. september 1987 Ágúst var fæddur á Gilsstöðum í Vatnsdal 9. júní 1892, en dó þann 28. þ.m. að Héraðshælinu á Blöndu- ósi. Foreldrar Ágústs vom þau Val- gerður Einarsdóttir skálds Andrés- sonar í Bólu í Blönduhlíð og Jón Jónsson Jóelssonar í Saurbæ í Vatnsdal. Standa ættir Ágústs djúp- um rótum um Húnavatnsþing og Skagafjörð þótt ekki verði rakið hér frekar. Ágúst Böðvar var einkabam for- eldra sinna, sem hófu búskap á hluta Gilsstaða vorið 1891, en fluttu þaðan vorið 1896 að Hofí í Vatnsdal. Þau Jón og Valgerður bjuggu á hluta Hofs fyrstu árin, en vorið 1901 fengu þau alla jörðina til ábúðar, en eignuðust hana alla síðar og bjuggu þar æ síðan meðan kraftar entust. Bæði vom þau Jón og Val- gerður sterkir persónuleikar, mótuð af harðri lífsbaráttu fólks á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Fóm þau vel með efni og búnaðist eftir því. Varð Hofsheimilið fljótt eitt af mátt- arstólpum vatnsdælsks samfélags á þesjum árum. Skipaði Jón á Hofí sér fljótlega í fomstusveit Vatns- dælinga, sat í hreppsnefnd, þar sem hann þótti nokkuð íhaldssamur, en mest lét hann til sín taka fjallskila- mál upprekstrarfélagsins, þar sem hann hélt mjög um stjómvölinn um nieira en hálfrar aldar skeið. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir í pólitík, var mikill spilamaður og veitti gestum sínum brennivín á góðri stund. Hafði hann mjög í heiðri siði góðbænda um veitingar, en hafði þó hóf á, svo að til gleðiauka var. Varð Hofsheimilið á ámm þeirra Jóns og Valgerðar mjög samkomu- staður Vatnsdælinga þar sem fólk, bæði eldra og yngra, naut lífsins og gerði sér dagamun. í þessu umhverfí ólst Ágúst upp. Sem ungur maður var hann mjög hlutgengur og mótandi í félags- og skemmtanalífí sveitar sinnar og sýs]u. Ágúst fór á bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal haustið 1911 og var þar í tvo vetur. Varð námið á Hólum honum mikil hvatning að taka til hendi á þeim sviðum, sem honum vom í blóð borin, en þau rúmuðust öll innan bóndastarfsins, þótt fjöl- mörg yrðu. Hefir sá er þetta ritar pft ságt a6 Ágúst á Hofi væri §öl- hæfastur samtfðarmanna í Vatnsdal. Munu ýmsir listrænir hæfíleikar hans hafa verið mnnir í eðli hans frá móðurfeðrum sem margir höfðu þá í ríkum mæli. Ágúst var þó ekki skáldmæltur svo vitað væri eða söngmaður, en fegurðarskyn hafði hann fjölhæft og tilfinningu fyrir hinni lifandi náttúm og fólkinu, sem hann umgekkst. Reyndist þessi eig- inleiki Ágústs honum sjálfum og mörgum öðmm sístreymandi við- fangsefni og gleðigjafi lengst af. Fór hann ekki dult með þessa hneigð sína. Hann talaði um gróður jarðar- innar, fuglana, fénaðinn og fólkið í kring um sig af miklu innsæi og þekkingu o'g tregaði það fyrst og fremst er hann fékk þess lítið og síðast ekki notið undir lok æviskeiðs- ins vegna sjóndepm og þverrandi krafta. Ágúst naut lystisemda lífsins í ríkari mæli en allur þorri bænda. Kom þar margt til. Hann var eftir- læti vel stæðra foreldra í einni af góðsveitum landsins, einmitt á því tímabili í lífí þjóðarinnar er bænda- stéttin var að opnast sýn til nýrra framfara, en stóð þó föstum fótum í traustum hefðum frá fyrri tíð. Heimilin vom mannmörg og mikið félagslíf ungs fólks heima í Vatns- dal. Hann naut menntunar sem gaf honum góða undirstöðu undir lífs- starfið og glæddi eðlisborið víðsýni hans. Hann varð ræktunarmaður, bæði á gróður og búfé. Ekki aðeins til arðs heldur líka til yndis. Nýkom- inn úr Hólaskóla tók hann að rækta kartöflur heima á Hofi og árið 1915 setti hann niður fyrstu trjáplontum- o.fl. o.fl. hefur ábyggilega gert út af við margan alþýðumanninn á mettíma. Vinnutíminn hlýtur að hafa verið bæði langur og strang- ur, aðstæður fyrir neðan allar hellur og engin tæki fyrir hendi að létta fólki vinnuna. Eftir 4 ára búsetu í höfuðstaðnum fellur Guðmundur frá, sjálfsagt útslitinn um aldur fram. Hann hafði framfleytt fjöl- skyldu sinni þessi síðustu ár sín af þrældómnum við höfnina. Heldur hafa áttir verið óvissar hjá ekkjunni með bamahópinn, Gunnhildur 7 ára gömul. Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Ættfólk og vinir austur í sveitum munu hafa leyst sem best úr, eftir því sem aðstæður og efni hafa leyft. Eyjafjöllin fögur og gróðurrík með „silfurbláan Eyjaijallatind" eins og skáldið komst að orði, urðu heimkynni Gunnhildar. Þaðan er Björgvin Pálsson sem Gunnhildi hefur verið traustur lífsförunautur í jrfir 60 ár. Snemma fluttu þau til Vestmannaeyja þar sem Björgvin starfaði við verkstjóm í áraraðir. í Eyjum undu þau sér vel, bömin og síðar bamabömin uxu þar skjótt úr grasi. Það urðu mikil tíðindi er fréttist um eldgos svo að segja við bæjar- djrr Vestmanneyinga aðfaranótt 23. janúar 1973. Þau Björgvin og Gunnhildur urðu sem aðrir að leita undan þessum hrikalegu náttúru- hamfömm. Það hljóta að hafa verið þeim erfið spor að slíta sig upp frá þeim stað sem þeim hafði lengi verið kær. í annað sinn settu þau saman heimili í Hveragerði, sem ætíð stóð vegmóðum ættingja opið. Ómæld birta og ilur stafaði þaðan langt, langt, yfír fjöll og heiðar. Hjartagæskan og kærleikurinn ásamt regluseminni og látlausri lífsstefnu var hvarvetna í fyrirrúmi. Gunnhildi var ýmislegt til lista lagt. Hún setti saman vísur við hin ólíklegustu tækifæri. Má rétt ímjmda sér hversu oft léttist fólki brún og brá, þegar Gunnhildur fór með vísumar sínar. — „nú er skarð fyrir skildi, nú er svanurinn nár á tjöm“. Það em góðar minningar tengdar Gunnhildi Guðmundsdóttur. Björgvini, bömunum og bama- bömunum sem og öllum vanda- mönnum er vottuð innilegust samúð. Með þeirri einlægu ósk að góðar minningar um góða konu megi draga sem mest úr támm og trega. Guðjón Jensson, Mosfellssveit. ari í þeim efnum. Sóttist Ágúst aldrei til metorða á hinu pólitíska sviði, en skemmti sér oft við „að setja málin á svið“ eins og hann orðaði það. í öllum þessu stillti Ágúst hörpu sína og lét hana hljóma á ýmsan hátt. Líkaði _ mönnum það stundum misvel en Ágúst skemmti sér og mörgum öðmm með orðaleikj- um sínum. Líklega má telja að Ágúst á Hofi sé sá bóndi landsins, sem kynntist stærstum hópi bændafólks á því ára- tuga skeiði, sem hann ferðaðist um landið þvert og endilangt á svoköll- uðum mæðiveikisámm. Undmna- rvert er að ólærðum bónda skyldi vera trúað fyrir því af þekktum læknum að vera trúnaðarmaður hins opinbera um að dæma um útbreiðslu sauðfjársjúkdómanna. Ungur að ámm tileinkaði Ágúst sér dýralækn- ingar, sem leikmaður, og varð um árabil hjálparhella sveitunga sinna í því efni. Af ferðalögum sínum varð Ágúst landskunnur og mörgum eft- irminnilegur. Allt til þessa dags spyr eldra fólk víðs vegar að eftir Ágústi á Hofi. Af ferðalögum varð hann mjög fróður um menn og málefni. Nýttist þá vel sá hæfileiki hans að skoða viðbrögð viðmælanda og hafði hann af því mikla ánægju. Einn var sá þáttur í skaphöfn Ágústs á Hofi, sem var öðmm flest- um stærri, en það var hversu hann unni alla tíð heiða- og afréttarlönd- um sveitar sinnar og öllum þeim störfum, sem notum þeirra em tengd. Hann fór ungur að ámm í göngur með föður sínum. Tók síðar við gangnastjóm og gangnastjóri 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.