Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Minning: 00 Bjarni Ossurar- son, Keflavík Fæddur 24. nóvember 1914 Dáinn 30. september 1987 Vegna kunnugleika ætti það að vera auðvelt að minnast síns eigin bróður við hans dægrahvörf, ef ein- hver hæfileiki væri fyrir hendi að minnast annars manns á slíkri stundu, svo marktækt væri. Fyrir mig er það ekki auðvelt, svo að þar verði hvorki of eða van. Hvers vegna ég þó geri það má enginn spyija mig um, því að ég get ekki svarað því. Bjami var fæddur Dýrfirðingur. Nánar til tekið í Árholti í Haukadal í Dýrafirði. Foreldrar okkar, Jófríð- ur Gestsdóttir og Össur Kristjáns- son, stofnuðu til hjúskapar í kvistherbergi einu saman í þessu húsi, sem nefndist Árholt. Þar fæddist Bjami. — Það var sums staðar búið þröngt á íslandi árið 1914. Um það Ieyti sem Bjami er árs- gamall flytjast foreldrar okkar með hann til Bolungavíkur. Hvað olli því að þau gerðu það, veit ég ekki. Sennilega atvinnuspursmál. Eftir skamma dvöl í Bolungavík kem ég í heiminn, með þeim ósköpum, að segja má að móðir okkar gjaldi mitt líf með sínu. Óþægileg tilfinn- ing það. Hún veiktist heiftarlega af afleiðingum bamsburðarins. Er flutt á sjúkrahús á Ísafírði og kemst tii nokkurs bata, en þá fær hún spönsku veikina þar og var ekki hugað líf af völdum hennar. Þá er hún 27 ára gömul. Skemmst er því að segja að hún lifir engu lífi, við enga heilsu, í 12 ár eftir þetta og deyr 14. júlí 1928,39 ára að aldri. Foreldrar Jófríðar, móður okkar, voru þau Ingibjörg Einarsdóttir og Gestur Jónsson, sem þá bjuggu á Skálará í Keldudal. Þau áttu bæði allar sínar ættir að rekja vestur í Dalabyggðir og við Breiðafjörð. Það er sannast að segja rómantískur ævintýrablær yfir því með hvaða hætti hjúskap þeirra bar að. All- löngu eftir að þau voru bæði látin var mér sögð sú saga, að Gestur hafi ekki mátt, af einhveijum ástæðum, taka Ingibjörgu sér fyrir konu. Hafi þau þá, sem ungmenni, hún 16 en hann 20 ára, brugðið á það ráð að stijúka. Hreinlega að stijúka úr sinni fögru dalabyggð norður yfír fyöll og allt til ísafjarð- ar. Ég fæ mig ekki til þess að trúa því að Gestur, afi minn, hafi verið svo skeleggur að stofna til þessa ævintýris, vegna þess hver hæglæt- ismaður hann var og alls ekki uppreisnargjam. Ég tel að hann hefði mildað hlutina með öðmm hætti. Aftur á móti skil ég það vel að þama hafi Ingibjörg, amma mín, ráðið för, því að hún var kvenskör- ungur að upplagi, þótt hún ætti alltaf örðugt uppdráttar vegna landlægrar fátæktar. En 12 böm komu út úr þessu ævintýri. Það er afrek útaf fyrir sig. Ég er hreykinn af þessari formóður okkar Bjama fyrir tiltækið. Við skulum hafa það í huga, að það eru meira en 100 ár síðan ævintýri þetta gerðist. Mér þykir það miður, mjög leitt, að mér hefir ekki tekist að hafa upp á ættemi eða uppmna þessarar mætu konu, sem Ingibjörg var. Hún var þó sannarlega þess virði, að ættingjar hennar vissu úr hvaða jarðvegi hún var sprottin. Ég veit það eitt, að hún átti ættingja í Purkey á Breiðafirði, með hvaða hætti sem það svo er, eða hvemig sem þeirri frændsemi er varið. Gestur var fæddur á Harrastöð- um í Miðdölum, sonur Jóns Þor- geirssonar frá Stóra-Galtardal og Halldóm, konu hans. Hann átti þijá bræður og eina systur. Tveir bræðr- anna fóm til Vesturheims, Halldór og Jens, en Skarphéðinn bjó á Odds- stöðum í Miðdölum. Katrín hét systir þeirra. Ekki veit ég hvar hún bjó eða hver maður hennar var. En hún er mikil formóðir þeirra Dala- manna, því að hún átti 12 böm eða 13. Það sem var einkennandi fyrir þessi systkini öll — sérstaklega Skarphéðinn — var hagleikur þeirra, smekkvísi og snyrtimennska í störfum þeirra. Skarphéðinn var sérstakur völundur. Hann vann það þrekvirki að smíða pijónavél með verkfæmm sem hann smíðaði einn- ig til þeirra nota. Einhveija fyrir- mynd að pijónavél hlýtur hann að hafa haft, en þær vom ekki algeng- ar á þeirri tíð. Það verður að teljast frábært afrek að smíða pijónavél, með ekkert í höndunum til þess. Það var reyndar fleira en hag- leikur, sem bjó með þessu fólki. Það var mjög næmt fyrir músík. Tón- elskandi fólk, með góða söngrödd, margt af því. Bjarni hlaut í arf bæði hagleik og músík frá þessu fólki. Hann tálg- aði fugla úr ýsubeinum með unga á baki, eins og Gestur afi okkar gerði, en var þó ekki nema 8 ára gamall. Ég man að ég ætlaði að leika þennan sama leik, en það tókst aldrei betur til en svo, að það vant- aði alltaf á þá hausinn. Við ungana á bakinu reyndi ég aldrei við. Músíkin var Bjama í blóð borin. Það var snemma til einföld harmon- ika á heimilinu sem móðurbræður okkar áttu, Jens og Jóhannes. Þeir léku báðir á hana. Bjami var langt innan við fermingu þegar hann hafði náð góðum tökum á henni. Síðar lék hann bæði á fiðlu og saxó- fón. Hvemig hann lærði það veit ég ekki. Ég veit bara að hann sótti aldrei tónlistartíma neins staðar. Hann lék í hljómsveit á dansleikjum í Keflavík með Bjama Gísla, Jóa Guðmunds, Kidda á Sólvöllum, Óla Elís og e.t.v. einhveijum fleirum. Músíkin var hans „hobbý" eða tóm- stundaiðja. Föðurfólk okkar Bjama er allt - úr Dýrafirði, langt um ættir fram, þótt ég kunni ekki skil á henni, nema til Péturs Péturssonar, lang- afa okkar. Þessi Pétur var mjög kynsæll maður. Ekki veit ég hvar hann bjó eða hveija konu hann átti. En hann mun hafa fengist við sinn- ar tíðar útveg og komist sæmilega af. Meðal bama hans voru þær syst- ur Petrína og Ragnheiður. Dóttir Petrínu var Kristín Kristjánsdóttir, sem síðast átti heima á Byggðar- enda á Þingeyri og var gift Aðal- steini Aðalsteinssyni, skipstjóra. Kristín var afgerandi kvenskörung- ur, sem ég á mikið gott upp að unna og var aldrei maður til að iauna þeim hjónum í neinu. Ragnheiður Pétursdóttir var amma okkar Bjama. Hún átti fyrir mann Krisiján Össurarson, sem var sonur Össurar Magnússonar og bjó hann í Hvammi fyrir 150 til 200 árum. Ragnheiður og Kristján settu bú saman í Múla í Dýrafírði. Þau eignuðust fjögur böm. Össur, Guð- mund, Kristján og Sigríði. Þegar bömin eru ennþá ung að ámm ferst Kristján í brimlendingu við Fjalla- skaga, hinum megin í firðinum. Þar var þá nokkur árabátaútvegur og urðu menn alltof oft að gjalda þann útveg með lífi sínu, vítt og breitt um landið. Þegar Ragnheiður miss- ir mann sinn með þessum hætti, á hún fárra kosta völ með bömin sín. Heimilið tvístrast og þau verða hvort fyrir sig að bjarga sér eftir því sem þroski þeirra og geta leyf- ir. Öll komast þau þó vel til manns, þótt ekki væri vandlega undir þau mulið, fremur en svo marga á þeirri tíð. Össur vann alla sína ævi við land- búnaðarstörf. Fór orð af honum sem góðum og glöggum fjármanni, heyrði ég. En aðallega fékkst hann við byggingar, úr því þjóðlega byggingarefni, torfí og gijóti, sem öll húsagerð í sveitum byggðist á, auk túngarða og vamargarða, sem vom einu girðingamar á þeim tíma. Mér er sagt að honum hafi farist það vel úr hendi og má ennþá sjá merki um handbragð hans eftir meira en 100 ár. En eins og áður segir var það á ijúfum grandum Bolungavíkur, sem við Bjami hefjum leik saman, með kjálka, leggi og skeljar. Fyrst hvor við annan og síðan við lífið sjálft, sem ekki strauk alltaf blítt um vangann, að okkur fannst, og munu margir einnig þekkja til þess af eig- in raun. í okkar fyrstu leikjum höfðum við engan þroska til þess að bera, að gefa því gaum, hvers vegna móðir okkar klæddist aðeins um miðjan daginn og stundum alls ekki, dögum saman. Við skildum ekki veikindi hennar. Mörg banabáran barst að strönd víkurinnar áður heldur en brim- bijótnum tókst að vetja hana fyrir þeim. En banabárar rísa víðar held- ur en á hafinu. Þær rísa hvenær og hvar sem er og falla oft með miklum þunga að viðkvæmri strönd. Ein slík reis okkur Bjama til handa á haustmánuðum — og féll — þegar hann er sex ára og ég fjögurra. Össur, faðir okkar, veikist af lungnabólgu og deyr. Þá var enginn sá brimbijótur til sem gat varið fólk fyrir þeim banabáram, sem bárast að lífi þess á þennan hátt. Svokölluð fúkkalyf vora þá með öllu óþekkt og þessi veiki þess vegna mjög mannskæð. Þá er Össur 48 ára gamall. Við Bjami náðum því ekki að muna það nákvæmlega, hvemig við komumst af næsta vet- ur. Bjami fullvissaði mig þó um að hann myndi það vel, að það var aðeins fyrir hjálpsemi, samúð og mannkærleika þess fólks, sem þá byggði Bolungavík, sem það gat gerst. Sérstaklega minntist hann Guðfinnu á Hóli, sem hann sagði að hefði borið þetta umkomulausa fólk mjög fyrir bijósti og hún hafi fengið aðra til þess að vinna þama miskunnarverk. Við bræður eigum þess vegna þessu fólki stóra þökk að gjalda og biðjum því velfamaðar á sínum leiðum. Flest eða allt er það látið, en það á hlýjan hug okk- ar, samt sem áður. Það hefir alltaf verið vitað, að Bolvíkingar eiga sterka skapgerð og stórt hjarta. Vorið 1921 flytur móðir okkar tii foreldra sinna og systkina að Skálará í Keldudal í Dýrafírði, með okkur Bjama. Mér er ýmislegt minnisstaett úr því ferðalagi. Við fóram með gamla Willemóes frá Bolungavík til Þingeyrar. Þar er skipstjóri Pétur Bjömsson, frændi okkar. Hann var sonur Petrínu, systur ömmu okkar, Ragnheiðar, eins og áður er getið. Mér býður í gran, að hann hafí ekki látið okkur greiða fargjald eða þá greitt það sjálfur, hafi hann ekki getað komið t Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Hvammstanga, Knarrarbergi 1, Þorlákshöfn, sem andaðist í Vífilsstaðaspítala 27. september, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30. Jóhannes Lárusson, Kristrún Guðjónsdóttir, Matthildur Óskarsdóttir, Árni V, Árnason, Jóhanna Óskarsdóttir, Kári Böðvar, Björk Lind Óskarsdóttir, Pálmi Aðalbergsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Systir mín, mágkona og föðursystir okkar, SARA ÞORBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Bergþórugötu 51, frá Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð, lést á öldrunardeild Landspítalans, Hátúni 10b, 21. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kærar þakkir til starfsfólks á öldrunardeildinni fyrir góða umönnun. Fyrir hönd ættingja, Sigurður Árnason, Hildur Árnason og börn. t Systir okkar, ÞÓRDÍS GUÐJÓNSDÓTTIR, Slovacek, Los Angeles, andaðist 29. fyrra mánaðar. \ Kjartan Guðjónsson, Benóný Guðjónsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI ÖSSURARSON, Noröurtúni 2, Keflavfk, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Ólöf Pálsdóttir, Gestur A. Bjarnason, Sigrfður G. Birgisdóttir, Páll V. Bjarnason, Sigrfður Harðardóttis og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS VILHJÁLMSSON, Hamragerði 7, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30. Jarðsett verður að Svalbarði. Kristfn Hólmgrímsdóttir, Margrót H. Magnúsdóttir, Gunnar Blöndal, Arndís H. Magnúsdóttir, Ingólfur Bragason, Þórey B. Magnúsdóttir, Magnús Þ. Haraldsson, Gfsli H. Magnússon, Ásta Sverrisdóttir og barnabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI KRISTJÁNSSON, Minni Grund, áður tíl heimilis á Nýbýlavegi 42, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 5. október kl. 13.30. Dagbjört Árnadóttir, Ragnar V. Ingibergsson, Eysteinn Árnason, Friðbjörg Ingibergsdóttir, Kristján Árnason, Sigrún Guðmundsdóttir, Ingimar Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir okkar, SIGURGEIR JÓNSSON bifvélavirki, Bræðraborgarstfg 13, sem lést 25. september, verður jarösunginn frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 8. október kl. 13.30. Magnús, Baldur og Gunnlaugur Sigurgeirssynir. t Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og jarðarför sonar okkar, dóttursonar, föður og bróður, PÉTURS ÞÓRS MAGNÚSSONAR. Ingibjörg Pétursdóttir, Magnús Karl Pétursson, Guðrfður Kristjánsdóttir, Pétur Sigurðsson, börn og systkini.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.