Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 31 Tillaga til þess létta spennu Þá lagði Gorbachev fram tillögu í sex liðum, sem hann taldi geta orðið til þess að létta á spennu á Norðurhöfum. í fyrsta lagi yrði að lýsa yfir kjarn- orkuvopnalausu svæði í Norður- Evrópu. Sagði hann að Sovétríkin væru, eins og fyrr hefði komið fram, tilbúin til þess að bera ábyrgð á slíku svæði. Hann sagði að það væri svo undir viðkomandi ríkjum komið hvernig þeirri ábyrgð yrði fyrir kom- ið — með marghliða sáttmálum eða með einhliða yfirlýsingum ríkis- stjóma. Sagði Gorbachev að Sov- étríkin væru tilbúin til viðræðna við hvem sem væri um tilurð slíks svæð- is og sagði að Sovétmenn væm jafnvel tilleiðanlegir til þess að fjar- lægja kafbáta sína, sem innihalda langdrægar kjamorkuflaugar, af Eystrasalti. Sagði hann ennfremur að uppræting eldflauga af Kóla- skaga og í grennd við Leníngrad væri til slökunar á svæðinu ætluð. í öðru lagi sagðist Gorbachev fagna tillögu Mauno Koivisto, Finn- landsforseta, um takmörkun flotaað- gerða á Norðurhöfum og benti á að fyrir sitt leyti hefðu Sovétríkin stungið upp á viðræðum milli Var- sjárbandalagsins og Atlantshafs- bandalagsins um dregið yrði úr hernaðarbrölti á Eystrasalti, Norð- ursjó og Grænlandshafi. Sagði Corbachev að viðræður væru nauð- synlegar og stakk upp á fundi í Leníngrad um mál þessi. Þá sagði Gorbachev að til greina kæmi að Sovétmenn hættu kjamorkutilraun- um sínum á Novaja Zemlía, en slíkt væri þó háð vilja Bandaríkjamanna til þess að hætta tilraunum sínum. Auk þessara tveggja megintil- lagna stakk Gorbachev upp á að Sovétríkin og önnur ríki á Norður- höfum tækju upp samstarf í orku- nýtingu, vísindarannsóknum, umhverfisvemd og könnun á því hvort unnt er að opna skipaleið yfir Norðurheimskautið til Kyrrahafsins. Viðbrögð við ræðu Gorbachevs: Bandaríkja- menn sýna lítinn áhuga Brussel, Washington, Kaupmannahöfn, Helsinki, Reuter, Ritzau. Atlantshafsbandalagið mun athuga gaumgæfilega tillögur Mikhail Gorbachevs um minni hernaðarleg umsvif í Norður- Evrópu en „vörnum þessa hernaðarlega mikilvæga svæðis verður ekki fórnað,“ sagði tals- maður NATO í gær. Talsmaður varnarmálaráðuneytis Banda- ríkjanna, Phyllis Oakley, sagði Bandaríkjamenn hafa lítinn áhuga á tillögum Gorbachevs. Uffe Ellemann-Jensen, utanríkis- ráðherra Danmerkur, sagði að danska stjómin tæki tillögum Gorbachevs mjög alvarlega og hún myndi vilja ræða málið innan NATO. Anker Jörgensen sem lætur af formennsku í Jafnaðarmanna- flokknum í dag, segir á hinn bóginn að þing norðurlandaþjóðanna ættu að fjalla um málið. Mauno Koivisto, forseti Finn- lands, hafði þau orð um ræðu Gorbachevs í Murmansk að hún hefði verið þýðingarmikið og víðtækt innlegg í umræður um ör- yggi Norður-Evrópu. Hann sagðist einkum kunna að meta þá virðingu sem tillögum Finnlands um kjam- orkuvopnalaust svæði á Norður- löndum hefði verið sýnd í ræðunni. Almennt séð tóku stjórnir NATO-ríkja ræðu Sovétleiðtogans með varkárni en norska stjómin sagðist fagna þessu framkvæði. Reuter Violetta Chamorro, útgefandi La Prensa, heldur sigri hrósandi á fyrsta eintaki blaðsins eftir að það hóf göngu sína á ný. Efsta á forsíðunni segir: „Sigur fólksins - La Prensa kemur út óritskoðað. La Prensa hefur göngu á ný með gagnrýni á Ortega Managua, Reuter. BLAÐ stjórnarandstöðunnar í Nicaragua, La Prensa, hóf göngu sína að nýju í gær eftir 15 mánaða útgáfubann. Blaðið hóf göngu sína með gagnrýni á stjórn sandinista. „Ibúar Nicaragua munu aldrei sætta sig við harðstjóm," sagði í leiðara blaðsins. „Sex ára styrjöld hefur leitt okkur fram á barm glöt- unar. Þjóðin geldur nú pólitískra mistaka og stefnubreytinga Þjóð- frelsisfylkingar Sandinista (FSLN) með sulti og seyru.“ La Prensa er elzta dagblað Nic- aragua, en útgáfa þess hófst 1926. Það gagnrýndi Anastasio Somoza, fyrram einræðisherra, sem sandin- istar hröktu frá völdum árið 1979. Blaðið hikaði heldur ekki við að gagnrýna stjórn sandinista og þeg- ar Daniel Ortega setti neyðarlög árið 1982 setti hann ritskoðara yfir blaðið. Sætti það harðri ritskoðun þar til Ortega lét loka því í júní í fyrra. Hélt hann því fram að blaðið væri áróðurssnepill fyrir Banda- ríkjastjórn. Útgáfa La Prensa var síðan heimiluð fyrir hálfum mánuði, en það var skilyrði í friðarsamkomu- lagi, sem forsetar fimm Mið- Ameríkuríkja undirrituðu í Guatemala í ágúst síðastliðnum. Að sögn Violettu Chamorro var blaðið, sem kom út í gær, ekki rit- skoðað af fulltrúum stjómarinnar. „Við erum í sjöunda himni,“ sagði Violetta Chamorro, útgefandi La Prensa og höfundur leiðarans þegar hún hampaði blaðinu í gær. Vio- letta er ekkja Pedro Joaquin Chamorro, fyrram ritstjóra blaðs- ins. í forsíðugrein þess í gær segir að Anastasio Somosa, einræðis- herra Nicaragua, hafi látið myrða Pedro Joaquin árið 1978. Verður fjármálaráðherrum EB stefnt? Brussel, Reuter. RÁÐHERRAR Evrópubanda- lagsins (EB) eiga hugsanlega yfir höfði sér málshöfðun þar sem þeim mistókst að ná samkomu- lagi um fjárlög bandalagsins. Framkvæmdastjóm EB hefur nú ■ hyggju að steftia ráðherranum fyrir rétt komist þeir ekki að sam- komulagi fyrir mánudagskvöld. Þá rennur út sá frestur, sem þeir hafa til að semja fjárlög, og nái þeir ekki saman yrði það í fyrsta sinn í sögu bandalagsins sem það sæti uppi' án fjárlagaframvarps. Verði ráðherranum stefnt fengju þeir tæknilega tveggja mánaða frest til að koma fjárlögum saman. Sá frestur rynni því út í desember, rétt eftir leiðtogafund EB í Kaup- mannahöfn. Akveði leiðtogamir að fram skuli fara algjör endurskoðun og uppstokkun á fjármálum EB og að framlög aðildarríkja skuli aukin gæti það haft í för með sér að fall- ið yrði frá málaferlum gegn ráð- herranum. Burtséð frá því hvað gerist á Kaupmannahafnarfundinum þykir nær öraggt að starfsemi EB hefjist á næsta ári á neyðarfjárlögum. Gæti það haft í för með sér stór- lækkun niðurgreiðslna á landbún- aðarvöram. Veiðimenn! Nú er tækifærið Útsala á veiðfatnaði, þar á meðal jakkar, vesti, kuldafatnað- ur, regnfatnaður, peysur o.m.fl. 20-40% afsláttur Verslunin Opiðfrá kl. 09.00-16.00. eiðivi Langholtsvegi 104 Reykjavík ) 6870'90 (m AFMÆLISHÁTÍÐ a) Pjetur Þ. Maack, formaöur SÁÁ, flytur stutt yfirlit um sögu SÁÁ. b) Jón Baldvin Hannibalsson, c) Ávarp landlæknis, fjármálaráðherra, flytur ólafs Ólafssonar. ræðu. d) Egill Ólafsson og félagar flytja tónlist. e) Flosi Ólafsson flytur SÁÁ f) Bjami Arason g) Magnús Pétursson flytur h) Ólöf Kolbrún Harðardóttir kveðju sína. i) Sigurður Guðmundsson, settur biskup, þenur látúnsbarkann ræðu. syngur við undirleik Jóns Stefánssonar Stjórnandi og kynnir verðurJónasJónasson. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. SÁÁ þætti vænt um að sem flestir kæmu og fögnuðu með samtökunum merkum áfanga. slitur samkomunni. Einnig verður kafflsamsæti milli kl. 14.00 og 16.00 í húsakynn- um SÁÁ í Síðumúla 3-5, 2. hæð, sunnudaginn 4. október. Þangað eru velkomnir allir vinir og velunnarar SÁÁ fyrr og nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.