Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar fær 200 þús-
und krónur að gjöf
Stjórnendur fyrirtækjanna
Pharmaco hf. og Delta hf. færðu
nýlega Rannsóknarstöð Hjarta-
verndar tvö hundruð þúsund
krónur að gjöf í tilefni tuttugu
ára afmælis rannsóknarstöðvar-
innar, en hún tók til starfa i
október 1967. Á myndinni er
Werner Rasmusson stjórnar-
formaður fyrirtækjanna að
afhenta Nikulási Sigfússyni yfir-
lækni Rannsóknastöðvar Hjarta-
verndar gjöfina.
Furugrund
Mjög góð 4ra herb. íb. á 5. hæð
í lyftublokk. Bílskýli. Suðursv.
Frábært útsýni.
Engihjalli
Mjög góð 90 fm (nettó) 3ja herb.
íb. á 6. hæð i lyftublokk. Tvenn-
ar svalir. Þvottahús á hæðinni.
Ákv. sala.
114120-20424
Sýnishorn úr söluskrá l
Garðabær - raðhús
Bráðvantar fyrir ákv. og traustan
kaupanda ca 150-200 fm raðhús
í Garðabæ. Óvenju góðar greiðsl-
ur fyrir rétta eign. Önnur stað-
setning kemur til greina.
Sjá auglýsingu með f jölda eigna
í Mbl. á morgun, sunnudag
HEIMASIMAR:
622825 - 667030
miðstöðin
HATUNI 2B- STOFNSETT 1958
Sveinn Skúlason hdl. B
SIMAR 21150-21370
S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS
L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL
Bjóðum til sölu meðal annars :
Suðuríb. i Vesturborginni
Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar 3ja herb. íb. á 4. hæð um 70 fm
nettó. Vel skipul. ágæt sameign. Sólsvalir. Mlkið útsýni. Skuldlaus.
Ákv. sala.
Rúmgóðar íbúðir í smíðum
3ja og 4ra herb. v. Jöklafold í Grafarv. Fullb. u. trév. næsta sumar.
Sameign fullgerð. Byggjandl Húnl sf. Fokheldar á næstunni. Kynnið
ykkur nánar frábær greiðslukj.
Á vinsælum stað í Kópavogi
Steinh. á einni hæð. 135 fm nettó auk bílsk. 26 fm nettó. 4 góð svefn-
herb. Falleg ræktuð lóö. Beln sala eöa skiptl fyrir góöa 3ja herb. íb.
Ákv. sala. Teikn. á skrifst.
í Hafnarfirði - hagkvæm skipti
Til kaups ðskast góö 4ra herb. íb. helst í Noröurbæ eöa nágr. Skipti
mögul. á hæð og rish. í Kinnunum með 6-8 herb. glæsil. íb. Svalir og
snyrting á báöum hæðum. Rúmg. bílsk. Glæsileg eign á góöu veröi
Nú þegar
Fullb. u. trév. 5 herb. glæsll. íb. 127 fm nettó á 1. hæö í suðurenda,
á besta stað i Seljahv. Sárþvhús. Öll sameign fullfrág. Bflhýsi fylgir.
Teikn., myndir og nánari uppl. á skrifst.
Fjöldi fjársterkra kaupanda
aö einbhúsum, raöh., sérh. og Ib. Marglr bjóða útborgun fyrir rátta
eign. Ennfremur getum við boðið margskonar eignaskipti.
Opið i dag laugardag
kl. 11.00-6.00.
AIMENNA
FASTEI6HASAIAH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Sinfóníuhljómsveit íslands:
Fyrstu tónleikamir
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Efnisskrá:
Haustkvöld
Vorið
Orð hennar
Trönurnar
Aría Tatjönu úr
Eugene Onegin
Sinfónia nr. 7
J. Sibelíus
E. Grieg
T. Rangström
J. Sibelius
P.Tsjaíkovskí
A Bruckner
Einsöngvari:
Elísabet Söderström
Stjórnandi: Frank Shipway
Tónleikamir hófust með þrem-
ur söngatriðum, er Söderberg
flutti frábærlega vel, bæði Haust-
kvöld eftir Sibelíus en einkum þó
hið undurfallega lag, Vorið, eftir
Grieg. Þtjú smálög eftir Ture
Rangström stóðu svo lítið á ská
við fyrri lögin og þó Rangström
hafi verið ágætur lagasmiður,
voru þessi lög ekki alls kostar
passandi við fyrri lögin. Trönusýn-
in er leikhústónlist eftir Sibelius
sem að mestu er gleymd og hefði
sem best mátt sleppa en eina lag-
ið við leikritið Kuolema, sem
heyrist oft flutt, er Valse triste.
Söderström söng aríu Tatjönu
úr óperunni Eugene Onegin eftir
Tsjaikovskí og var söngur hennar
mjög glæsilegur. Að skaðlausu
hefði mátt segja eitthvað um efni
söngverksins (nafnið á aríunni)
og að minnsta kosti segja hlust-
endum frá því að Tatjana hefur
orðið ástfangin af Onegin greifa
og tjáir honum ást sína bréflega.
Fyrir tiltækið les hann henni pist-
ilinn og skammar hana fyrir
ókvenlega hegðan og alls óviðeig-
andi framkomu. Seinna fær hún
svo tækifæri til að vísa honum á
bug, sem hún og gerir.
Tónleikunum lauk með þeirri
sjöundu eftir Bruckner og til liðs
við hljómsveitina höfðu verið
Morgunblaðið/Sverrir
Hljómleikagestir þakka Frank Shipway hljómsveitarstjóra og
Elisabetu Söderström.
fengnir „Wagnertúbu“-spilarar
frá Englandi. Sjöunda sinfónían
var frumflutt í Leipzig 30. desem-
ber 1884. Stjómandi var Artúr
Nikisch og er þess sérstaklega
getið að áheyrendur hefðu fagnað
verkinu með fimmtán mínútna
klappi. Þetta er í raun fyrsta verk
Bruckners sem „slær í gegn“.
Bruckner hóf að semja verkið árið
áður en Wagner lést en lauk við
það 21. apríl 1883, um það bil
níu vikum eftir Iát meistarans.
Hægi þátturinn, ekki síst fyrir
þá sök að þar notar tónskáldið
„Wagnertúbur“, er talinn af sagn-
fræðingum vera sorgaróður vegna
andláts Wagners en þessi þáttur
allur er með því fallegasta sem
Bruckner samdi.
Bæði fyrsti og annar þátturinn
var ágætlega leikinn og auðheyrt
að Shipway hefur unnið vel með
hljómsveitinni. Skersó-þátturinn
og sá síðasti eru hins vegar af
þeirri gerðinni sem aðeins „stór“
hljómsveit ræður alls kostar við.
Strengjasveitin er of fáliðuð
fyrir venjuleg sinfónísk verk, hvað
þá þann hljómbálk sem Bruckner
hleður upp í seinni köflum sjö-
undu. Til þess að jafnvægi hefði
verið á milli strengja og blásturs-
hljóðfæra í þessu verki, hefði
strengjasveitin mátt vera tvisvar
sinnum ijölmennari. Þá hefði gef-
ið að heyra „stórsinfónískan"
hljóm.
„Wagnertúbumar“ hljómuðu
mjög fallega þó af og til mætti
merkja ónákvæmni í samspili.
Okkar menn stóðu vel fyrir sínu
og á köflum lék hljómsveitin mjög
vel.
Morgunblaðið/Sverrír
Bresku túbuleikaramir sem komu til landsins til að leika í 7. sinfóníu Bruckners.
Reykjavík:
Ráðstefna um ferðamál
FERÐAMÁLANEFND
Reykjavíkur stendur að ráðstefnu
um ferðamál i Holiday Inn í
Reykjavík mánudaginn 12. októb-
er 1987 frá klukkan 9.30 til 19.00.
Ráðstefnan nefnist „Reykjavik -
fundarstaður framtíðarinnar“.
Dagskrá ráðstefnunnar hefst
klukkan 9.30 en Klukkan 10.00 verð-
ur slðan farið í skoðunarferð um
Reykjavlk undir leiðsögn fulltrúa
embættis borgarverkfræðings og
verður ekið um helstu staði sem
tengjast ferðamálum, svo sem Hótel
Sögu, Hagatorg og Háskólasvæðið,
Flugleiðasvæðið, Laugardalssvæðið
og nýja miðbæinn að Borgarleik-
húsi. í Borgarleikhúsinu klukkan
11.45 verður slðan kynning á nýju
borgarskipulagi í umsjón Borgar-
skipulags Reykjavíkur.
Að loknum hádegisverði í Holiday
Inn og eftir stutt ávörp Júlíusar
Hafsteins formanns Ferðamála-
nefndar Reykjavíkur og Davíðs
Oddsonar borgarstjóra flytur Frank
Mankiewicz, varastjómarformaður
Hill og Knowlton Public Affairs
Worldwide í Washington, erindi um
það hvemig aðrar þjóðir og land-
svæði hafa á skipulegan og mark-
vissan hátt byggt upp ferða- og
ráðstefnuþjónustu á fáum árum.
Mankiewicz, sem hefur langa reynslu
í kynningarmálum, er þjóðkunnur
Bandaríkjamaður, var meðal annars
blaðafulltrúi Roberts Kennedys og
náinn samheiji John F. Kennedys
Bandaríkjaforseta á sjötta og sjö-
unda áratugnum.
Einnig munu Bjami Sigtryggsson
aðstoðarhótelstjóri Hótels Sögu,
Steinn Logi Bjömsson fulltúi for-
stjóra Flugleiða, Þómnn Ingólfsdótt-
ir Ferðaskrifstofu Ríkisins og Hildur
Jónsdóttir Samvinnuferðum/Land-
sýn, flytja erindi en að þeim loknum
verða umræður með Þátttöku Birgis
Þorgilssonar ferðamálastjóra, Emu
Hauksdóttir framkvæmdastjóra
Sambands veitinga- og gistihúsa,
Friðriks Haraldssonar formnns Fé-
lags leiðsögumanna, Jóhannesar
Gunnarssonar frá Ferðamálanefnd
Reykjavíkur, og Sigfúsar Erlingsson-
ar framkvæmdastjóri markaðssviðs
Flugleiða. Stjómandi umræðnanna
verður Jón Hákon Magnússon. Þór-
unn Gestsdóttir varaformaður ferða-
málanefndar mun síðan slíta
ráðsteftiunni.