Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 „Tengda.(dh'\r minn t\L\JonaridiSeg)ry ah Þú sért Þest'i hárskerinn í borg'mni " Þessir hringdu . . . Haldið áfram með Oskalög- sjúklinga Þórunn hringdi: „Ég vil taka undir með þeim sem hafa mótmælt því að ríkisútvarpið ætlar að hætta með þáttinn Óskalög sjúklinga. Það er engin ofrausn að sjúklingar fái þennan háltíma áfram, kveðjumar hafa verið þeim til gleði gegn um árin og þátturinn hefur verið vinsæll. Haldið áfram með óskalög sjúklinga." Sundiaugarnar of grunnar Hlynur hringdi: „Mig langar til að vekja athygli á því að Sundlaugamar í Laugardal eru svo grunnar að þar er ekki hægt að stinga sér með góðu móti. Ég legg til að bætt verði úr þessu og laugamar verði dýpkaðar." Sýnið fjölbragðaglí- muna áfram Kona hringdi: „Mig langar til að koma því á framfæri við Stöð 2 að byijað verði á ný að sýna ameríska fjöl- bragðaglímu á sunnudögum því það var gaman að fylgjast með henni. Og í sambandi við myndaval Stöðv- ar 2. Mér fínnst vanta meira af spennumynum, leynilögreglumynd- um og þess háttar en of mikið vera sýnt af hryllingsmyndum og glæpa- myndum." Árangurslítil sam- keppni A.S. hringdi: „Fimmtudaginn 1. október gerð- ist sá merkisatburður að Ríkissjón- varpið sendi út dagskrá og braut þar með áratuga hefð. Þessi breyt- ing mun hafa verið gerð til að mæta samkeppni við Stöð 2 sem aldrei hefur látið fímmtudagana aftra sér frá útsendingum. Þetta var spor í rétta átt. En því miður hefur samkeppnin ekki haft hvetjandi áhrif á sjónvarpið á öðrum sviðum. Sjónvarpið þyrfti að sýna meira af góðum kvikmyndum en þær hafa verið bæði fáar og lélegar að undanfömu. Kvikmyndir em það efni sem vinsælast er í sjónvarpi og því full ástæða til að leggja rækt við þær. í þessum málum verð- ur sjónvarpið að gera mikið átak ef það vill komast með tæmar þar sem Stöð 2 hefur hælana. Ast er... ... að þjóna henni. TM Rag. U.S. P«t Off.—all rights resarvad ° 1987 Los Angetes Times Syndicate Svaka tækni. En kæmi sér nú betur ef þú breytt- ir henni í pönnuköku- bakstrinum. Með morgunkaffimi HÖGNI HREKKVÍSI HVAÐ OERÐI H/UVIN pEGAR pi) XALL- AÐlR /( þRiOJA KAST'' ? " Hvers vegna er Tíbet undirokað? Skrif ið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistta og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski naftileyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Kæri Velvakandi Undanfama áratugi hefur mikið verið rætt og ritað um yfírgang risaveldanna, sem sé Bandaríkja- manna í Víetnam og Sovétmanna í Afganistan. En lítið hefur verið rætt eða ritað um yfírgang Kínveija í Tíbet. Ég vil taka fram að ég ber mikla virðingu fyrir kínversku þjóð- inni en ég get ekki litið framhjá þeirri staðreynd að síðan 1950 hafa kínversk jrfírvöld upprætt með kerf- isbundnum hætti þjóðlíf Tíbet- manna. Þótt Tíbet hafí einu sinni tilheyrt kínaveldi og innrás hafí verið gerð 1950 til þess að sameina landshlutan, hvers vegna var Tíbet virkilega tekið í gegn? Mig langar til að fá svar við þessari spumingu hér í Morgunblaðinu. Ég trúi ekki öðru en að kínverskir sendimenn hér á íslandi verði við þessari beiðni. Vilhjálmur Alfreðsson Víkveiji skrifar Isíðasta hefti The Economist er fróðleg grein sem kallast Nýjar hugmyndir handa vinstrihreyfing- unni. í henni er fjallað um þann vanda sem vinstri menn standa frammi fyrir víðast hvar á Vesturl- öndum. Gamlar leikreglur vinstri manna á borð við miðstýringu og ríkisíhlutun eiga ekki lengur upp á pallborðið og mikill vöxtur í al- þjóðlegum viðskiptum og ekki síður fjármagnsflæði milli hinna ftjálsu hagkerfa gerir stöðugt erfíðara að koma við strangri stýringu í þjóðar- búskap einstakra landa. Jafnvel glæstasta rós sósíalista í norðan- verðri Evrópu, sjálft velferðarkerf- ið, þykir ekki lengur án þyma. Miklum fjárveitingum til velferðar- mála hefur fylgt aukin skattheimta, sem aftur gerir almenning ófúsari til að leggja hart að sér og dregur úr framleiðni. Ríkisbáknið hefur fyllst að venju- legu fólki sem iðulega tekur starf sitt fram yfír þarfír neytendanna, þegnanna. Og jöfnuður auðs, vel- ferðar og tækifæra sem þetta kerfí átti að tryggja, hefur ekki bundið enda á fátækt og misrétti. Á sama tíma hefur vemleg breyting orðið á vinnuaflinu. Stöðugt fjölgar í þjón- ustugreinum en fækkun verður í röðum hins almenna verkafólks þangað sem vinstri hreyfíngin hefur einkum sótt styrk sinn. Og jafnvel þar sækja miðstéttarþarfír, hug- myndir og verðmætamat sífelt á, svo að í röðum vinstri flokka gætir stöðugt meira sjónarmiða alls kyns minnihluta hópa og velmenntaðs sérhyggjufólks, sem iðulega eru í litlum takt við ríkjandi viðhorf gras- rótarinnar. The Economist telur að vinstri hreyfingin nú á dögum geti margt sótt til Bandaríkjanna, svo undar- lega sem það kann að hljóma. Blaðið bendir á að þar vestra ríki ákveðin hefð í félagslegum endur- bótum er miði að því að tengja jöfnuð jafnan frelsi einstaklingsins. Kjaminn er að tryggja öllum jafna möguleika í lífínu, að hinir veikari hafí sömu tækifæri í lífinu og hinir sterkari en þó fyrst og fremst að líf sérhverrar manneskju, hvort heldur hún er rík eða fátæk, sé mál er varði ríkið og beri að taka alvarlega. Blaðið segir reyndar að þessar hugmyndir séu ekki nýjar af nálinni en séu þær nægilega gaumgæfðar og brotnar til mergj- ar, felist í þeim vemlega róttæk hugmyndafræði. Vinstri menn eiga að halda áfram að stefna að sama marki og fyrr, markinu um jöfnuð og réttæti í þjóðfélaginu en hætta að einblína á gömlu leiðimar eins og hveija aðra trúarsetningu.Til dæmis ef ríkisrekstur þjónar ekki þegnunum betur heldur en einka- rekstur, hvers vegna að ríghalda þá í ríkisreksturinn? Margar nýtilegar hugmyndir em settar fram í blaðinu um hina nýju vinstri stefnu og allt er þetta hin skemmtilegasta lesning, ekki síst í ljósi þeirrar uppdráttarsýki sem ríkir nú í Alþýðubandalaginu, og endurspeglar tilvistarvanda vinstri manna betur en flest annað. XXX Víkveiji lenti í leigubíl á dögun- um sem oftar og við stýrið sat ökumaður nokkuð við aldur. Sá trúði farþeganum fyrir því að um- ferðarþunginn og öngþveitið í borginni væri orðið slíkt að hann væri á nálum allan tímann sem hann sæti undir stýri. Bílstjórinn sagði einnig að nú væri svoð komið að margir eldri mennimir í stéttinni væm nú hrein- lega hættir að þora að aka yfír hádaginn og kysu heldur að aka á nóttinni, þegar ró væri kominn yfír borgarbúa. Það er lítill vafí á því að gífurleg §ölgun bíla á undanfömum misser- um er orðið vemlegt vandamál og umferðarkerfí borgarinnar virðist hreinlega spmngið. Jafnframt virð- ist þenslan í þjóðfélaginu valda því að fólk er almennt mikið á ferðinni og flestir em að keppa við tímann, sem aftur kemur fram í aukinni streitu í umferðinni og almennu til- litsleysi. Þetta er því vissulega áhyggjuefni. XXX Fjölmargir íslendingar leggja leið sina til Lundúna þessa haustdaga og það er ástæða til að vekja athygli þeirra á söngleiknum Chess sem þar er verið að sýna í einu af leikhúsum borgarinnar. í sjálfu sér er þessi söngleikur ekkert stórvirki, nema ef vera skyldi fyrir mjög sérstaka og íburðarmikla sviðsmynd, en efniviðurinn snýst hins vegar um eitt helsta áhugamál íslendinga, skákina, og það sem meira er að hugmyndin að söng- leiknum er í vemlegum atriðum sótt í heimsmeistaraeinvígi aldar- innar hér á landi, milli þeirra Spasskys og Pischers fyrir um 15 ámm. Islendingar ættu því flestum öðmm betur að geta lifað sig inn í þennan söngleik. Lítil þekking og lítill almennur áhugi á skák annars- staðar virðist þó ekki há söngleikn- um vemlega, því að hann er sýndur fyrir fullu húsi flesta daga vikunnar og ekki alltaf heiglum hent að ná í miða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.