Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 4 KAPPAKSTUR / NIGEL MANSELL SKRIFAR Höggin og hamagangurinn hrista upp í líkamanum „Það eru þijú mót eftir enn og ég á enn möguleika í heimsmeistaratitilinn .. sinni um sigurinn á Jerez-kappakstursbrautinni á Spáni um sl. helgi. ÞEGAR græna Ijósiö birtist í upphafi spánska kappakst- ursins var óg staðráðinn að ráða lögum og lofum á Jerez- brautinni. Ég ætlaði að vinna. Ég var annar úr rásmarkinu á eftir Nelson Piquet, hann var á keppnisbfl með sjálfvirkri jafnvægisstillingu fjöðruna- rbúnaðarins, en óg á venju- legum keppnisbíl, með hefðbundna fjöðrun. Bfll hans átti að virka betur, þegar iiði á keppnina, um leið og bens- ínið minnkaði og þyngd bflanna um leið. Eg vissi hins- vegar að það yrði enginn leikur að fara fram úr Piquet. Við náðum báðir góðu starti, Piquet varð fyrstur. Ég lét hann hins vegar fínna fyrir mér, ók alveg í skottinu á honum, þann- ig að ég hef fyllt út í hliðarspegl- ana hjá honum. Ég hef mikla trú á því að ef maður vill vinna, þá verður maður að leggja strax til atlögu við fyrsta sætið. Ef maður ekur grimmt á réttum stöðum, þá er hægt að vinna upp mikinn tíma á aðra, sem aka bara jafnt og þétt. Ég vissi líka að minn bfll yrði betri í hörðum beygjum, fyrri hluta keppninnar. Svo aka sumir ökumenn þannig að allt er í hers höndum, þeir virðast halda að allir ökumenn séu með pláguna og forðast að eiga við aðra keppn- isbfla. Ég fékk tækifæri til að komast framúr, strax í upphafí annars hrings, var í sjötta gír á 320 km hraða. Ég var á meiri hraða en Piquet, stefndi á miðja vinkil- beygju, sem var framundan. Piquet hjálpaði mér, fór alltof ut- arlega í beygjuna og ég skaust framúr. Ég hafði bremsað dálítið seint, en slapp með skrekkinn. Ég ákvað að keyra stíft, en af mýkt, skipta snöggt um gíra og passa mig á því að opna ekki greiða leið fyrir Piquet, sem var ýmist hægra eða vinstra megin í speglunum hjá mér. Ég vissi að bfll Piquet yrði betri .“ segir Bretinn Nigel Mansell í grein en minn á lokasprettinum, vildi auka bilið á milli okkar. Hann ók hinsvegar hratt, ég náði ekki nema 0,1 sekúndu á hvem hring, en brautin er 4,20 km löng og við ökum 72 hringi, samtals 303 km. Ég ók 20 hringi af fullu kappi, byijaði að ná þeim sem óku hægast og hentist framúr þeim. Piquet lenti stundum í vandræðum fyrir aftan mig, var ekki eins ákveðinn. Hann þarfnaðist heldur ekki þessa sigurs eins mikið og ég. Ég náði 10 sekúnda forskoti, þessi sekúndubrot sem ég hafði ekið hraðar en Piquet í hvetjum hring fóru að hafa áhrif. Ég lét skipta um dekkin fjögur um miðbik keppninnar og það tók 11 sekúndur, en ég tapaði ekki niður forustunni þrátt fyrir það. Stuttu síðar var ég kominn með 33 sekúndna forskot og sigurinn var í augsýn. Skyndilega fann ég fyrir miklum sársauka í bakinu og hægri fóturinn dofnaði. Ég hafði klemmt taug enn einu sinni. Ég er búinn að aka kappakst- ursbfl lengi og þeir fara ekki alltof vel með mann, höggin og hama- gangurinn hristir upp í líkaman- um! Þetta stöðvaði þó ekki aksturinn hjá mér, það var engin ástæða til þess. Ég kom fyrstur í mark. Þetta var góður sigur og ég var ánægður með að hafa unnið fimmtu keppni ársins. Það eru þijú mót eftir enn og ég á enn möguleika á titlinum, ekki mikla en þó möguleika. Ef ég fæ jafn- góðan bfl og á Jerez-brautinni, er aldrei að vita hvað gerist. HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNIN UBK mætir danska liðinu HÍK í dag Kristján Halldórsson línumaðurinn snjalli hjá UBK verður í eldlínunni í dag. Beiðablik tapaði illa fyrir HÍK í fyrri leik liðanna í Danmörku en Blikam- ir ætla sér stærri hlut í dag. í dag, laugardag, klukkan 17.00 hefst síðari leikur Breiðabliks og HÍK í Evrópukeppni félags- liða í Digranesi. Fyrri leik liðanna lauk með stórsigri HÍK, 28:11. Það verður því sem næst ómögulegt fyrir Breiða- blik að vinna upp þann mun, en liðið ætti þó að geta unnið þá á heimavelli sinum. Lið Breiðabliks stóð sig vel í 1. deildinni á síðastliðnu ári. Liðið -^riáði öðru sæti eftir að hafa komið upp úr 2. deild árið áður. Þetta er trúlega besti árangur sem nýliðar í 1. deild hafa náð. Liðinu hefur síðan bæst nokkur styrkur, sem er Hans Guðmundsson, Andrés Magn- ússon, Tryggvi Tryggvason og Alexander Þórisson. Sem hluta af undirbúningi fyrir veturinn var farin æfínga- og keppnisferð til Þýskalands. I lokal- eik Reykjanesmótsins gegn ÍBV gerðist það hins vegar að brotið var illa á einum homamanni Blikanna, Jóni Þóri Jónssyni. Það gerði það 'að verkum að hann gat vart leikið með í fyrri leik HÍK og Breiðabliks ytra. Einnig vantaði Breiðablik í þeim leik hinn aðalhomamann liðs- ins, Þórð Davíðsson, en hann meiddist á æfíngu í Danmörku. Vonir standa til að báðir verði orðn- ir heilir heilsu og taki þátt í leiknum A dag. Lið HÍK er að flestra áliti sterkasta félagslið Danmerkur um þessar mundir. Per Skaamp gengur svo langt að telja liðið sterkasta félags- lið sem Danir hafa eignast í ein 10—15 ár. Liðið vann forkeppni danska meistaramótsins með mikl- um yfírburðum í fyrra, en endaði í fjórða sæti í úrslitakeppninni vegna meiðsla lykilleikmanna. Allir þessir leikmenn eru nú heilir heilsu og að auki hefur liðinu bæst nokkur styrkur frá fyrra ári. Nú í haust hefur liðið staðið sig vel. Meðal annars vann það danska landsliðið og það þrátt fyrir að tveir lyk.il- manna væru landsliðsmegin í leiknum. Einnig vann það sovéska liðið SK. Minsk, sem er uppistaða sovéska landsliðsins, á heimavelli. Þótt erfítt sé að draga út ákveðna einstaklinga úr svo jöfnu liði, verður að minnast á þá Michael Fenger, homamann og skyttu; Lars Lund- bye, homa- og línumann; Lars Gjöls-Andersen, liðsstjómanda. Leikurinn í Digranesi verður eins og áður segir í dag kl. 17.00. Leik- urinn ætti að geta orðið skemmti- legur á að horfa. Eitt besta félagslið Danmerkur gegn efnilegu liði Breiðabliks. KNATTSPYRNA EVRÓPUKEPPNIN DREGIÐ var í 2. umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu í Zurich í Svissi í gær. Fyrri leikimir fara fram 21. október og þeir síðari 4. nóvember. Evrópukeppni meistaraliða Xamax (Sviss) — Bayem Miinchen (V-Þýskalandi). Real Madrid (Spáni) — Porto (Portúgal). Bordeaux (Frakklandi) — Lilleström (Noregi). Aarhus (Danmörku) — Benfica (Potúgal). Glasgow Rangers (Skotlandi) — Gomik Zabrze (Póllandi). Sparta Prag (Tékkóslóvakíu) — Anderlecht (Belgíu). Rapid Vín (Austurríki) — PSV Eindhoven (Hollandi). Steaua Búkarest (Rúmeníu) — Omonia Nicosia (Kýpur). Evrópukeppni blkarhafa Shkoder (Albaníu) — Rovaniemen (Finnlandi). OFI Crete (Grikklandi) — Atalanta (Ítalíu). Young Boys (Sviss) — Den Haag (Hollandi). Real San Sebastian (Spáni) — Dynamo Minsk (Sovétríkjunum). Kalmar FF (Svíþjóð) — Sporting Llssabon (Portúgal). HSV (Vestur-Þýskalandi) — Ajax (Hollandi). St. Mirren (Skotlandi) — Mechelen (Belgíu). Marseille (Frakklandi) — Hajduk Split (Júgóslavíu). Evrópukeppni félagsliða Dundee United (Skotlandi) — Vitkovice (Tékkóslóvakíu). Werder Bremen (V-Þýskaíandi) — Spartak Moskva (Sovétríkjun- um). Sportul Búkarest (Rúmeníu) — Bröndby (Danmörku). Inter Milan (Ítalíu) — Turun (Finnlandi). Beveren (Belgíu) — Guimaraes (Portúgal). AC Milan (Ítalíu) — Espanol (Spáni). Wismut Aue (Austur-Þýskalandi) — Vlora (Albaníu). Aberdeen (Skotalandi) — Feyenoord (Hollandi). Chaves (Portúgal) — Honved (Ungveijalandi). Verona (Ítalíu) — Utrecht (Hollandi). Dortmund (V-Þýskalandi) — Velez Mostar (Júgóslavíu). Barcelona (Spáni) — Dynamo Moskva (Sovétríkjunum). Toulouse (Frakklandi) — Leverkusen (V-Þýskalandi). Panathinaikos (Grikklandi) — Juventus (Ítalíu). Rauða Stjarnan (Júgóslavíu) — Brugge (Belgíu). Victoria (Rúmeníu) — Dynamo Tbilisi (Sovétríkjunum). 4-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.