Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Frá athöfninni í Eiðakirkju. Eiðakirkja 100 ára: Efni í kirkjuna kom frá Noregi Nuddaðí fjáröflun- arskyni NUDDARAR heilsuhælisins í Hveragerði ætla að bjóða al- menningi upp á nudd gegn fijálsum framlögum er renna munu til tækjakaupa fyrir heilsu- hælið. Nuddað verður að Hverfísgötu 46 í Reykjavík dagana 3. og 4. október frá klukkan 11.30 og fram eftir degi. Kaffisala KFUM og K á sunnudag KAFFISALA verður í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2b sunnudaginn 4. október og hefst hún kl. 15.00. Nú er lokið þrítugasta og áttunda sumrinu sem sumarbúðir KFUK í Vindáshlíð hafa verið reknar. Dval- arflokkamir voru 11 á þessu sumri. Flestir flokkamir vom fyrir telpur á aidrinum 9-12 ára, en auk þess voru unglingaflokkur, fjölskyldu- flokkur og flokkur fyrir 17 ára og eldri. Hver- flokkur dvaldi að jafn-' aði viku í senn og voru dvalargestir í sumar um 600 talsins. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir við vatnsból staðarins og þess vegna er staðið fyrir kaffísölunni á sunnu- daginn. Vindáshlíð. Geitagerði. í BYRJUN september sl. var haldin hátíðarguðsþjónusta í Eiðakirkju i tilefni 100 ára af- mælis kirkjunnar, eins og skýrt Haustfundur þingeyskra kvenna FÉLAG þingeyskra kvenna held- ur haustfund sinn sunnudaginn 4. október nk. Haustfundur þessi er haldinn að Haliveigarstöðum. Félagskonum er heimilt að taka með sér gesti á fundinn. hefur verið frá í Morgunblað- inu. Að þessari messu lokinni bauð sóknamefnd Eiðasóknar kirkjugestum til kaffisamsætis í Alþýðuskólanum. í kaffísamsætinu í Alþýðuskól- anum vom margar ræður fluttar. Formaður sóknarnefndar, Val- gerður Gunnarsdóttir, byrjaði á því að bjóða gesti velkomna og gera grein fyrir ýmsum endurbót- um á kirkjunni. Kristinn Kristjáns- son skólastjóri var veislustjóri og las hann upp skeyti sem borist höfðu í tilefni afmælisins. Prófasturinn, sr. Sigmar Torfa- son, minntist þeirra sóknarpresta er þjónað höfðu sókninni og gengnir em. Þá rakti Einar Þ. Þorsteinsson sóknarprestur sögu kirkjunnar. Þar kom fram, að hún Eiðakirkja. Séra Sigurður Guðmundsson biskup prédikaði. var byggð í skólastjómartíð fyrsta skólastjórans við Búnaðarskólann, Guttorms Vigfússonar alþingis- manns. Guttormur hafði numið í Noregi og þekkti þar vel til, útveg- aði hann því mikið efni til bygging- arinnar þar og var því skipað upp á Seyðisfírði. Þá réð hann þrjá smiði til verksins undir stjóm mágs síns, Gísla Páls Sigmunds- sonar frá Ljótsstöðum á Höfða- strönd í Skagafirði, en hann var þá nýlega kominn heim frá námi í húsagerð í Danmörku. Um hann hefur verið sagt að hann hafí í mörgu verið á undan sinni samtíð og fékk hann m.a. fengið heiðurs- verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs níunda árið 1906. Þá flutti Guðlaug Þórhallsdóttir á Breiðavaði endurminningar frá Eiðum, sagði frá messuferðum til Eiðakirkju og fleira varðandi kirkj- una. Þessari hátíðarathöfn lauk svo með ávarpi biskups, sr. Sigurð- ar Guðmundssonar. - G.V.Þ. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag 3. okt. kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnaö- arheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guösþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 14. Altarisganga. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl.14. Kaffisala safnaðarfélags Ásprestakalls í safnaöarheimili Áskirkju eftir messu. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL. Barnaguðsþjónusta í Breiðholts- skóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson messar. Organisti Daníel Jónasson. Sókn- arprestur. BUSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Elín Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir annast barnastarfið í vetur eins og í fyrra. Guðsþjónusta kl. 14. Organleikari Jónas Þórir. Sr. Ólafur Skúlason. Kökubasar kvenfélags- ins eftir messu og sóknarnefndin býður upp á kaffisopa. Æskulýðs- félagsfundur þriðjudagskvöld. Félagsstarf aldraðra miðvikudag- seftirmiðdag. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Guðspjall dagsins: Lúk. 7.: Sonur ekkj- unnar f Nain. Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Laugardag 3. okt. Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Leikið verður á orgel kirkjunnar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Hjalti Guðmunds- son. LANDAKOTSSPlTALI: Messa kl. 13. Organleikari Birgir Ás Guð- mundsson. Sr. Þórir Stephensen. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Fermingarguðsþjón- usta og altarisganga kl. 14. Oragnisti Guöný Margrét Magnús- dóttir. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðspjalliö í myndum. Barnasálmar og smá- barnasöngvar. Afmælisbörn boðin sérstaklega velkomin. Framhalds- saga. Við píanóið Pavel Smid. Fermingartími verður laugardag 10. okt. kl. 14. Sr. Gunnar Björns- son. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14 — ferming og altarisganga. Organisti Árni Arinbjarnarson. Fimmtudag kl. 20.30. Almenn samkoma UFMH — kaffisopi á eftir. Sr. Hall- dór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugardag 3. okt.: Innritun fermingarbarna kl. 11. Sunnudag: Messa og barna- samkoma kl. 11. Altarisganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Orthulf Prunner. Sr. Arngrímur Jónsson. HJALLAPRESTAKALL í Kópavogi: Barnasamkoma kl. 11 í Digranes- skóla (aðaldyr). Foreldrar eru beðnir að hvetja börnin til að vera með frá upphafi og gjarnan að fylgja þeim. Sr. Kristján Einar Þor- varðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árdegis. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Útvarpsguðsþjón- usta kl. 11. Prestur: séra Pjetur Maack. Organisti Jón Stefánsson. Óskastund barnanna kl. 11. Söng- ur, sögur, myndir. Athugið að stundin verður í safnaðarheimiiinu. Þórhallur Heimisson og Sverrir Guðjónsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verð- ur: Arndís Dögg Arnardóttir, Melgerði 1, Kópavogi. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Organisti Jón Stefánsson. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa fyrir alla fjölskylduna kl. 11. Þegar kem- ur að sálmi fyrir prédikun, verður börnunum boðið upp á fræðslu við sitt hæfi í safnaöarheimilinu. Eftir messu verður heitt á könnunni og tækifæri til að spjalla saman og eiga samfélag. Mánudag 5. okt.: Æskulýðsstarf kl. 18. Kl. 20.00 - Fundur í Kvenfélagi Laugarnes- sóknar í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag 3. okt.: Samverustund aldraðra kl. 15. Gestir: Jón Dan rithöfundur ásamt Herdísi og Gísla Helgasyni sem leika á hljóðfæri. Sunnudag: Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas- son. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Mánudag: Æskulýðsfélags- fundur kl. 20. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Miðvikudag: Fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Laugardag. Guðs- þjónusta í Seljahlíð kl. 11 árdegis. Sunnudag: Guðsþjónusta í Öldus- elsskóla kl. 11. Sr. Valgeir Ástráðs- son. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Organisti Sighvatur Jónasson. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Tekið verður í notkun nýtt altarissilfur. Kaffisopi eftir messu. Ath. breyttan messutíma. Opið hús fyrir unglinga 13 ára og eldri mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriöjudag kl. 17.30. (Leikir, heimsóknir, helgi- stund.) Sóknarprestur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla- delffa: Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Warren Flatterey frá Bandaríkjunum. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30, hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. í októbermánuði er lesin Rósa- kransbæn eftir lágmessuna kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Hámessa kl. 1. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20.30. Flokksforingjarnir stjórna og tala. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Sr. Birgir Ásgeirsson. GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma í Kirkjuhvoli kl. 11. Sr. Bragi Friðriks- son. BESSASTAÐASÓKN: Messa í Garðakirkju kl. 11. Sr. Bragi Frið- riksson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. H AFN ARFJ ARÐARKIRKJ A: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Skólabíllinn fer um bæinn. Messa kl. 14. Altarisganga, nýir sálmar kynntir. Organisti Helgi Bragason. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Lagt af staö í safnaðarferðina sunnudag kl. 11.30. Farið veröur til guðsþjón- ustu austur í Hruna. Kaffisamsæti á Flúðum að lokinni guðsþjónustu. Þátttaka tilkynnist safnaðarpresti. Einar Eyjólfsson. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Bragi Friðriks- son. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Helgu Óskarsdóttur og Láru Guð- mundsdóttur. Sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.