Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
29
Ítalía:
Tekist á um
trúfræðslu
í skólum
Róm, Reuter.
NOKKUR óvissa og átök virðast
framundan í ítölskum stjórn-
málum vegna tilrauna Páfagarðs
til að bregða fæti fyrir ráðgerðar
breytingar á trúfræðslu í ríkis-
skólum. Hefur hann komið því á
framfæri við ríkisstjórnina, að
breytingarnar fari í bága við
sáttmála rikis og kirkju frá árinu
1985.
Sáttmálinn frá 1985 er á milli
ítalska ríkisins og Páfagarðs, sem
er sjálfstætt ríki, og með mótmæl-
unum nú verða umræðumar um
trúfræðsluna ekki lengur innanrík-
ismál á Ítalíu, heldur milliríkjamál.
Hefur stjórnarandstaðan með kom-
múnista í fararbroddi brugðist
ókvæða við afskiptum Páfagarðs
og hætt er við, að þetta mál geti
orðið ríkisstjóm Giovanni Goria
skeinuhætt.
Trúfræðsla er valgrein í ítölskum
ríkisskólum og er jafnan varið til
hennar einni klukkustund á viku.
Fyrirhuguð breyting er sú, að þessi
kennsla fari fram utan venjulegs
námstíma og óttast kirkjunnar
menn, að það verði til, að flestir
nemendur sleppi henni.
Flokkamir fimm, sem standa að
ríkisstjórninni, höfðu samþykkt
endurskoðunina en nú eru kristileg-
ir demókratar í klípu því að kaþó-
likkar styðja þá fremur en aðra
flokka. Hinir stjómarflokkarnir
§órir vilja hins vegar ekki ljá máls
á neinum undanslætti.
Spánn:
Stefnir í met-
ferðamannaár
Madrid. Reuter.
FERÐAMENN, sem komu til
Spánar á fyrstu átta mánuðum
ársins, voru 35,7 milljónir tals-
ins, 7,5% fleiri en á sama tíma í
fyrra, að því er ferðamálaráðu-
neytið sagði í gær.
Tekjur af ferðamönnum vom 8,2
milljarðar dollara fyrstu sjö mánuð-
ina, 19,9% meiri að raunvirði en á
sama tíma í fyrra. Tölur fyrir ágúst-
mánuð lágu ekki fyrir.
Á flóðasvæðunum í Suður-Afríku
Þessi mynd er tekin í Lindelan-héraði fyrir norðan Durban í Suður-
Afríku í gær, en það hérað varð illilega fyrir barðinu á flóðunum, sem
verið hafa í landinu undanfama daga. Starfsmenn Rauða krossins em
þama að útdeila mat til hungraðra og heimilslausra bama.
Bretland:
Vill stytta leyfilegan
tíma til fóstureyðinga
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
SÍÐASTLIÐINN laugardag
sagði David Alton af sér forystu-
hlutverki í þingflokki Fijáls-
lynda flokksins. Hann hefur
ákveðið að beita sér fyrir frum-
varpi, sem kveður á um, að
leyfilegur tími til fóstureyðinga
verði styttur úr 28 í 18 vikur.
Hann taldi, að svo mikil átök
yrðu um frumvarpið, að óeðlilegt
væri, að hann leiddi þingflokk-
inn.
A hveiju ári draga þingmenn um
það að fá að leggja fram fmmvörp
í eigin nafni, og njóti þau stuðn-
ings, eiga þau góða möguleika á
að verða að lögum. Þetta er eina
raunveralega tækifærið fyrir ein-
staka þingmenn að koma fram
frumvörpum í þinginu. David Alton
varð þriðji í röðinni þetta árið og
hefur ákveðið að leggja fram frum-
varp um styttingu á leyfílegum tíma
til fóstureyðinga. Árið 1967 lagði
David Steel, núverandi leiðtogi
frjálslyndra, fram fóstureyðinga-
frumvarp, sem síðar varð að lögum.
David Alton segir, að David Steel
hafí ekki reynt að þrýsta á sig um
að leggja fram framvarp um mál,
sem minni deilur yrðu um. Hann
hafí skilið ástæðumar til þessarar
ákvörðunar og þeir séu bestu vinir.
Hins vegar hafí ákvörðun hans ver-
ið ósamrýmanleg því hlutverki að
halda einingunni í þingflokknum.
David Alton er þingmaður fyrir
Mosley Hill í Liverpool. Hann á
írska móður og breskan föður, var
skírður af Fransiscusarmunkum og
skólaður hjá Jesúítum. Um tíma
ætlaði hann að verða trúboði, en
ákvað að fara í kaþólskan háskóla
í Liverpool og læra guðfræði og
sögu. Hann kenndi fötluðum eftir
skólanám og gekk í Frjálslynda
flokkinn.
„Ef maður trúir því, eins og ég,“
segir hann, „að eftir getnaðinn hafí
nýr og sjálfstæður einstaklingur
byijað að þroskast, þá hlýtur réttur-
inn til lífsins að koma á undan öllu
öðru hjá manni. Það væri fásinna
af mér að reyna að hrinda fóstur-
eyðingalögunum. Það er ekkert
unnið við það, að konur sæki á ný
ólöglegar fóstureyðingastofur, en
nú, þegar hægt er að bjarga lífi
23 vikna gamals bams, þá er það
hreinn viðbjóður að eyða sjö mán-
aða gömlu bami.“
Holland:
Karlar útilok-
aðir frá skóla-
sljórastöðum
Jarðskjálftinn í Los Angeles:
Japanar láta sér
fátt um finnast
Tókió, Reuter.
ÞRÁTT fyrir að Los Angeles
hafi riðað og skolfið á fimmtu-
dag, létu japönsk dagblöð sér
fátt um finnast og höfðu ekki
fyrir því að slá fréttinni upp,
enda Japanir vanir mun öflugri
skjálftum og kalla ekki allt
ömmu sína í þeim efnum.
Dagblaðið Yomiuri gat skjálftans
lítillega á forsíðu, en önnur dag-
blöð, sem eitthvað kveður að, létu
sér nægja að segja frá skjálftanum
á innsíðum aftarlega.
Skjálftinn í Los Angeles, sem
mældist vera 6,1 stig á Richters-
kvarða, er allt að því smávægilegur
á japanskan mælikvarða. í septem-
ber 1985 varð öflugur skjálfti í
Tókíó, sem mældist vera um 6,9
stig á Richters-kvarða. Annar slíkur
átti sér stað á eynni Kyushu á suð-
urhluta Japans-eyja í mars á þessu
ári. Þá má ekki gleyma skjálftanum
mikla, sem jafnaði Tókíó við jörðu
fyrir 64 árum og Japanar minnast
enn með hiyllingi.
I kjölfar þess skjálfta sigldu
ýmiskonar varúðarráðstafanir.
Settar vora á stofn eftirlitsstöðvar
og þar fylgjast sérfræðingar með
öllu, sem bent gæti til yfírvofandi
jarðskjálfta — allt frá eftirliti með
hverskonar jarðhræringum til at-
ferlisathugana á leirgeddum. Þá
hafa flestir Japanar tilbúnar vistir
og annan neyðarbúnað ef „Sá stóri"
skyldi ríða yfír.
Haag, Reuter.
BORGARSTJÓRN Amsterdam
hefur lagt bann við, að karlar
verði ráðnir í skólastjórastöður
næstu fimm árin. Er það gert í
því skyni að hvetja konur til að
taka að sér stjórnunarstöður inn-
an menntakerfisins, að því er
talsmaður borgarstjórnarinnar
sagði í gær.
Talsmaðurinn, Raphael Smit,
sagði, að ákvörðunin, sem tekin var
á miðvikudagskvöld, miðaði að því
að leiðrétta misvægi í menntakerf-
inu.
Um 65% kennara í 123 skólum
Amsterdam era konur, en aðeins
þriðji hver skóli hefur kvenskóla-
stjóra.
Hollensk lög leyfa, að stjómvöld
grípi til tímabundinnar mismununar
á sviðum, þar sem annað kynið er
í meirihluta, en gegnir tiltölulega
fáum stjómunarstöðum, sagði Smit.
Aðstoðarráðherra í menntamála-
ráðuneytinu, Nel Ginjaar-Maas,
sem er kona, var andvíg banninu.
„Þetta er ekki jafnrétti, heldur yfír-
drottnun," sagði hún.
Tölvumyndavél á
viðráðanlegu verði
Tókló, Reuter.
JAPANSKA fyrirtækið Casio
mun setja nýja gerð tölvu-
myndavélar á markað 30.
nóvember og segja sérfræðing-
ar hún gæti orðið fyrsta vélin
af þessu tagi til að ná vinsældum
meðal almennings.
„Ljósmyndataka með rafeinda-
tækni hefur um langt skeið verið
tæknilega möguleg og aðeins verið
beðið eftir leið til að gera hana
nothæfa almenningi," sagði Darryl
Whitten, sérfærðingur fyrirtækis-
ins Pradential Bache Securities, í
gær. „Nú er fyrsta áfanga náð að
því markmiði að hinn almenni
neytandi hafí efni á að njóta þess-
arar tækni.“
Ljósmyndavélin frá Casio,
VS-101, verður seld fyrir 870
Bandaríkjadollara (um 34.000 ísl.
kr.). Hún getur geymt um 50
myndir, sem teknar eru með raf-
eindatækni, á tölvudiski. Diskinn
má nota aftur og aftur. Að sögn
talsmanns Casio verður hægt að
skoða myndimar á sjónvarps-
skermi um leið og þær hafa verið
teknar með því að tengja mynda-
vélina sjónvarpsviðtæki.
Sérfræðingar segja að hingað
til hafi rafeindamyndir verið léleg-
ar að gæðum og tæknin hafí því
ekki náð útbreiðslu. „Ljósmyndim-
ar era helmingi lélegri en venjuleg-
ar sjónvarpsmyndir," sagði
atvinnuljósmyndari.
Segja sérfróðir menn að myndir
nýju Casio-vélarinnar verði ugg-
laust lélegri en þær sem teknar
era á bestu tölvumyndavélar á
markaðnum vegna þess að mynd-
skynjarinn í henni sé ekki jafn
fullkominn. Myndskynjarinn breyt-
ir því sem fyrir hann ber í stafræn
tákn og þau ritast á tölvudiskinn.
„Verðið á Casio-vélinni markar
tímamót, en ekki myndavélin
sjálf," sagði einn sérfræðingur.
Tölvumyndavél, sem fyrirtækið
Canon setti á markað í júlí á þessu
ári, kostar tæplega 50 þúsund doll-
ara (um tvær milljónir ísl.kr.).
Reuter
Stúlkan á myndinni heldur á 34.000 króna myndavélinni frá Casio.