Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 47 Frá starfsnámskeiði í Þrúðvangi, húsi starfsmannafélags Álafossverksmiðjanna. Morgunbiaðið/KGA Starfsnám fyrir ófaglærða í fata- og trefjaiðnaði Markar tímamót, segja aðstandendur í kjarasamningum 6. desember 1986 var undirritað sérstakt sam- komulag, milli Landssambands iðnverkafóiks annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands, Vinnumálasambands samvinnu- félaganna og Félags íslenskra iðnrekenda hins vegar, um starfsnám fyrir ófaglœrða í fata- og trefjaiðnaði. Öllum núverandi starfsmönnum f þessum iðnaði, sem eru fimmtán hundruð til tvö þúsund talsins, gefst kostur á þessu námi. Markmið sam- komulag’sins Meginmarkmið samkomulagsins um starfsnámið er að starfsmennim- ir öðlist betri verkkunnáttu og þekkingu í starfi sem auki afköst þeirra og bæti vörugæði. Auk þess á námið að stuðla að auknum áhuga, öryggi og vellíðan starfsfólksins, svo og bættum kjörum þess. Samkvæmt samkomulaginu er starfsnámið i þrennu lagi: f fyrsta lagi sérstök námskeið fyrir starfs- þjálfara í fyrirtækjum sem sjái um starfsþjálfun núverandi starfsmanna og nýliða. í öðru lagi námskeið fyrir núverandi almennt starfsfólk og í þriðja lagi námskeið fyrir nýliða. Væntanlegir starfsþjálfarar sækja átta vikna námskeið sem fer fram á átta mánaða tímabili þannig að þátttakendur starfa í fyrirtækjum á milli námskeiðshluta. Námskeið utan vinnutíma Samkvæmt samkomulaginu sækir núverandi almennt starfsfólk 40 stunda námskeið utan vinnutfma. Námskeiðið skiptist í níu fjögurra kennslustunda einingar sem eru: Samvinna og samskipti á vinnustað, aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað, líkamsbeiting og vinnu- tækni, gæðaeftirlit og vöruvöndun, notkun og meðferð tækja, efnis- fræði, vinnumarkaðurinn, réttindi og skyldur, launakerfi í fata- og vefjariðnaði og hagræðing og skipu- lag vinnustaðar. I framhaldi af námskeiðinu er gert ráð fyrir að hver starfsmaður fái tveggja daga verklega þjálfun sem starfsþjálfarar fyrirtækjanna munu annast með aðstoð sérfræð- inga. Samkvæmt desembersamkomu- laginu eiga nú allir nýliðar í fata- og veíjariðnaði að fá fimm vikna þjálfun áður en þeir hefja reglubund- in stöf í iðnaðinum. Þjálfunin hefst með bóklegu og verklegu grunnnámi og í framhaldi af því fá nýliðar þriggja vikna starfsþjálfun. Leitað verður til Iðnskóians í Reykjavík og Verkmenntaskólans á Akureyri um kennslu í saumaiðnaði og ef til vill fleiri greinum en ann- ars fer fræðslan fram í fyrirtækjun- um sjálfum. Gert er ráð fyrir að nýliðar hafi náð 60% afköstum þeg- ar þjálfun lýkur. Sérstakt nám- skeiðsálag Samkomulagið kveður á um að starfsmaður í fata- og vefjariðnaði, sém lokið hefúr starfsþjálfun, skuli fá sérstakt námskeiðsálag sem nú er 1574 krónur á mánuði. Enn frem- ur getur námið leitt til óbeinna kjarabóta vegna bættrar nýtingar hráefnis og meiri vörugæða. Fyrirtækin í fata- og vefjariðnaði munu bera hluta af kostnaði vegna starfsnámsins en leitað verður eftir fjárhagslegum stuðningi hjá At- vinnuleysistryggingasjóði, Iðnlána- sjóði, Iðnþróunarsjóði og ríkissjóði. Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Trefjadeild Iðntæknistofnunar ís- lands hafa séð um allan undirbúning og framkvæmd þeirra tveggja þátta starfsnámsins sem þegar er byijað á. Þeir eru námskeið starfsþjálfara sem hófst í maí síðastliðnum og námskeið fyrir núverandi almennt starfsfólk sem byijað var á 1. sept- ember síðastliðinn. Samkomulagið mark- ar tímamót Þeir sem standa fyrir starfsnám- inu segja að enda þótt kauphækkun vegna námsins sé ekki mikil í krón- um og aurum, megi hiklaust fullyrða að þetta samkomulag, Landssam- bands iðnverkafólks og VSÍ, VMSS og FÍI, marki tímamót í iðnaði hér á landi. Með samkomulaginu sé lagð- ur grundvöllur að sérþjálfun alls verkafóiks í fjölmennri grein verk- smiðjuiðnaðar. Ennfremur binda þeir vonir við að þetta starfsnám leiði síðar til þess að fyrir starfsmönnum í fata- og vefjariðnaði opnist námsbraut til viðurkenndra fagréttinda í greininni, svipað og gerðist í kjarasamningum starfsmanna í húsgagnaiðnaði. Menn hafi nú áttað sig á því að þrátt fyrir undur og stórmerki tækn- innar, vegi lóð manneskjunnar alltaf þyngst í árangri fyrirtækjanna. ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lambalæri. Kryddlegin lambalæri og sérlega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið kryddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJORGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.