Morgunblaðið - 03.10.1987, Page 47

Morgunblaðið - 03.10.1987, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 47 Frá starfsnámskeiði í Þrúðvangi, húsi starfsmannafélags Álafossverksmiðjanna. Morgunbiaðið/KGA Starfsnám fyrir ófaglærða í fata- og trefjaiðnaði Markar tímamót, segja aðstandendur í kjarasamningum 6. desember 1986 var undirritað sérstakt sam- komulag, milli Landssambands iðnverkafóiks annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands, Vinnumálasambands samvinnu- félaganna og Félags íslenskra iðnrekenda hins vegar, um starfsnám fyrir ófaglœrða í fata- og trefjaiðnaði. Öllum núverandi starfsmönnum f þessum iðnaði, sem eru fimmtán hundruð til tvö þúsund talsins, gefst kostur á þessu námi. Markmið sam- komulag’sins Meginmarkmið samkomulagsins um starfsnámið er að starfsmennim- ir öðlist betri verkkunnáttu og þekkingu í starfi sem auki afköst þeirra og bæti vörugæði. Auk þess á námið að stuðla að auknum áhuga, öryggi og vellíðan starfsfólksins, svo og bættum kjörum þess. Samkvæmt samkomulaginu er starfsnámið i þrennu lagi: f fyrsta lagi sérstök námskeið fyrir starfs- þjálfara í fyrirtækjum sem sjái um starfsþjálfun núverandi starfsmanna og nýliða. í öðru lagi námskeið fyrir núverandi almennt starfsfólk og í þriðja lagi námskeið fyrir nýliða. Væntanlegir starfsþjálfarar sækja átta vikna námskeið sem fer fram á átta mánaða tímabili þannig að þátttakendur starfa í fyrirtækjum á milli námskeiðshluta. Námskeið utan vinnutíma Samkvæmt samkomulaginu sækir núverandi almennt starfsfólk 40 stunda námskeið utan vinnutfma. Námskeiðið skiptist í níu fjögurra kennslustunda einingar sem eru: Samvinna og samskipti á vinnustað, aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað, líkamsbeiting og vinnu- tækni, gæðaeftirlit og vöruvöndun, notkun og meðferð tækja, efnis- fræði, vinnumarkaðurinn, réttindi og skyldur, launakerfi í fata- og vefjariðnaði og hagræðing og skipu- lag vinnustaðar. I framhaldi af námskeiðinu er gert ráð fyrir að hver starfsmaður fái tveggja daga verklega þjálfun sem starfsþjálfarar fyrirtækjanna munu annast með aðstoð sérfræð- inga. Samkvæmt desembersamkomu- laginu eiga nú allir nýliðar í fata- og veíjariðnaði að fá fimm vikna þjálfun áður en þeir hefja reglubund- in stöf í iðnaðinum. Þjálfunin hefst með bóklegu og verklegu grunnnámi og í framhaldi af því fá nýliðar þriggja vikna starfsþjálfun. Leitað verður til Iðnskóians í Reykjavík og Verkmenntaskólans á Akureyri um kennslu í saumaiðnaði og ef til vill fleiri greinum en ann- ars fer fræðslan fram í fyrirtækjun- um sjálfum. Gert er ráð fyrir að nýliðar hafi náð 60% afköstum þeg- ar þjálfun lýkur. Sérstakt nám- skeiðsálag Samkomulagið kveður á um að starfsmaður í fata- og vefjariðnaði, sém lokið hefúr starfsþjálfun, skuli fá sérstakt námskeiðsálag sem nú er 1574 krónur á mánuði. Enn frem- ur getur námið leitt til óbeinna kjarabóta vegna bættrar nýtingar hráefnis og meiri vörugæða. Fyrirtækin í fata- og vefjariðnaði munu bera hluta af kostnaði vegna starfsnámsins en leitað verður eftir fjárhagslegum stuðningi hjá At- vinnuleysistryggingasjóði, Iðnlána- sjóði, Iðnþróunarsjóði og ríkissjóði. Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Trefjadeild Iðntæknistofnunar ís- lands hafa séð um allan undirbúning og framkvæmd þeirra tveggja þátta starfsnámsins sem þegar er byijað á. Þeir eru námskeið starfsþjálfara sem hófst í maí síðastliðnum og námskeið fyrir núverandi almennt starfsfólk sem byijað var á 1. sept- ember síðastliðinn. Samkomulagið mark- ar tímamót Þeir sem standa fyrir starfsnám- inu segja að enda þótt kauphækkun vegna námsins sé ekki mikil í krón- um og aurum, megi hiklaust fullyrða að þetta samkomulag, Landssam- bands iðnverkafólks og VSÍ, VMSS og FÍI, marki tímamót í iðnaði hér á landi. Með samkomulaginu sé lagð- ur grundvöllur að sérþjálfun alls verkafóiks í fjölmennri grein verk- smiðjuiðnaðar. Ennfremur binda þeir vonir við að þetta starfsnám leiði síðar til þess að fyrir starfsmönnum í fata- og vefjariðnaði opnist námsbraut til viðurkenndra fagréttinda í greininni, svipað og gerðist í kjarasamningum starfsmanna í húsgagnaiðnaði. Menn hafi nú áttað sig á því að þrátt fyrir undur og stórmerki tækn- innar, vegi lóð manneskjunnar alltaf þyngst í árangri fyrirtækjanna. ALLT I HELGARMATINN! Rauðvínslegin lambalæri. Kryddlegin lambalæri og sérlega meyrt og Ijúffengt lambakjöt sem þið getið kryddað eftir eigin smekk. -Náttúruafurð sem bráðnar uppi í manni. HAGKAUP SKEIFUNNI KRINGLUNNI KJORGARÐI AKUREYRI NJARÐVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.