Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 27 Jakob Björnsson, orkumálastjóri, á fundi með starfsmönnum í gær. Morgunbiaðió/Svemr Ræða Gorbachev í Murmansk: Sjálfsagt að skoða þettameðjá- kvæðu hugarfari - segir Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra „MÉR finnst sjálfsagt að skoða mjög vandlega allar hugmyndir sem koma fram um frekari fækkun kjarnorkuvopna og samdrátt í þessu kjamorkuvopnakapphlaupi," sagði Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra er hann var inntur álits á ræðu Michail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, í Murmansk og greint var frá í frétt Morgun- blaðsins í gær. I ræðu sinni lagði Gorbachev til að efnt yrði til viðræðna um takmörkuð hernaðarumsvif i norðurhöfum. Fleiri starfsmönnum verður ekki sagt upp -segja stjórnarmenn stofnunarinnar Á FJÖLMENNUM fundi með starfsmönnum Orkustofnunar í gær fullyrtu stjórnarmenn stofn- unarinnar, þeir Valdimar K. Jónsson, Jónas Eliasson og Þór- oddur Th. Sigurðsson, að ekki yrði sagt upp fleiri starfsmönn- um en þeim 18 sem sagt var upp störfum nú um mánaðamótin. Jakob Björnsson, orkumálastjóri, sagði að ekki hefði verið eftir neinu að bíða með að segja starfsmönnun- um 18 upp, því fé hefði verið skorið veruiega niður ti! stofnunarinnar í fjárlagagerð Hagsýslustofnunar. Hann sagði að Orkustofnun hefði fengið heimild hjá iðnaðarráðherra til að leggja niður nokkur störf frá og með 1. október. Þeir starfs- menn, sem hafi verið í þeim störf- um, fái biðlaun til áramóta. Við uppsagnimar hafi starfsaldur starfsmannanna verið hafður í huga, svo og þau verkefni sem þeir vinni nú að. Hann sagði einnnig að Orkustofnun hefði aldrei áður orðið fyrir slíku áfalli og því að þurfa að segja þessum starfsmönnum upp. Starfsmennimir hafa skorað á stjóm stofnunarinnar að segja af sér vegna tengsla stjómarmanna við samkeppnisaðila Orkustofnun- ar, svo sem Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsen, verkfræðistofnun- ina Vatnaskil og Rannsóknarþjón- ustu Háskóla íslands. Jónas Elíasson, prófessor við Háskólann, sagði á fundinum að enda þótt hann væri tengdur fyrir- tækinu Vatnaskilum frá gamalli tíð myndi hann ekki segja af sér vegna þess, nema iðnaðarráðherra bæði hann um það. Jónas sagði ennfremur að hann hefði alltaf unnið að því að skapa verkefni fyrir stofnunina en ekki taka verkefni frá henni. Samvinna þyrfti að vera á milli Orkustofnun- ar, Háskólans og einkaaðila um verkefni. „Viðræður standa yfir við heimamenn“ -v m m í í í • - segir Snæbjöm Jónasson vegamálsljóri „ÞEGAR Vesturlandsvegur var endurbyggður á árunum í kringum 1970 var við það miðað að hann færi norður fyrir Blikastaði og yfir Leiruvog í Kollafjörð. Þessi fyrirhugaða lega vegarins skýrir t.d. þá beygju sem er a núverandi Vesturlandsvegi við Korpúlfs- staði en þar stefnir hann fyrst niður í Leiruvog en tekur siðan snögga beygju upp í Mosfellsbæ. Þessi fyrirhugaða lega vegarins niður fyrir byggðina í Mosfellsbæ, sem þá var Mosfellssveit, hefði þó aldrei náð fram að ganga, því þeg- ar samkeppni fór fram um skipulag Mosfellssveitar varð fyrir valinu til- laga sem gerði ráð fyrir veginum í gegnum þéttbýlið. Þessa hugmynd valdi sveitarstjórnin og hún var síðan staðfest sem aðalskipulag fyrir Mosfellssveit," sagði Snæbjöm Jónasson, vegamálastjóri, en hann kelsdóttur, alþingismanni, og Snæ- bimi Jónassyni, vegamálastjóra, þar sem rætt var um öryggisráðstafanir á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. í kjölfarið var Vegagerðinni falið, að höfðu samráði við heimamenn, að raða verkefnum í forgangsröð til ákvörðunar þannig að unnt yrði að grípa til ráðstafana þegar í haust,“ sagði Hreinn Loftsson. Hann bætti því við að hann ætti von á þvi að fyrst yrði hafíst handa við uppsetningu umferðarljósa og gerð undirganga. Hann sagðist vona að til framkvæmda gæti komið á næstu vikum. „Hitt liggur ljóst fyrir að það eru ekki aðeins umbætur samgöngu- mannvirkja sem til verða að koma heldur verða vegfarendur sjálfir að gæta að sér í umferðinni — einkum þar sem háttar til eins og í Mosfells- bæ að fjölfarinn þjóðvegur liggur í gegnum þéttbýli," sagði Hreinn Loftssoh. vildi með orðum sínum undirstrika að ekki væri enn búið að koma veginum í endanlegt horf á þessum slóðum, enda væri um dýra og nokkuð tímafreka framkvæmd að ræða. Snæbjöm sagðist vilja bæta því við, vegna framtíðarlegu vegarins, að á Alþingi hefði á árinu 1985 verið samþykkt þingsályktun um könnun á legu nýs Vesturlandsveg- ar um Geldinganes og yfir Leiruvog utanverðan. Flutningsmenn þeirrar tillögu voru Matthías Á. Mathiesen, núverandi samgönguráðherra, og Pétur Sigurðsson. Þessi könnun var framkvæmd af sérstakri nefnd og birtist álit hennar í desember 1986. Að sögn Snæbjarnar var niðurstaða nefndarinnar sú, að slík vegalagn- ing kæmi vel til álita. „Þessi lausn er mjög kostnaðar- söm og raunar álíka dýr og sú lausn sem gert er ráð fyrir í aðalskipulag- inu, en þar er gert ráð fyrir tveimur brúm með mislægum gatnamót- um,“ sagði Snæbjörn Jónasson. Hann bætti því við að lauslega áætlað myndi það kosta um 200 milljónir króna að ljúka hvorri lausn sem væri. — En hvað er unnt að gera til að bregðast við þeim vanda sem nú er til staðar í Mosfellsbæ? „Það hefur ýmislegt verið gert á undanfömum misserum til sam- ræmis við óskir íbúanna. í fyrsta lagi var vegurinn í gegnum þétt- býlið lýstur. í öðru lagi voru gatnamótin við Hafravatnsveg end- urgerð til að greina að umferðar- strauma og auka öryggi. í þriðja lagi hafa verið settar hraðatak: markanir nálægt þéttbýlinu. í Qórða lagi hefur hliðartengingum við Vesturlandsveg verið fækkað. Á hinn bóginn er ljóst að þótt ýmislegt hafi þannig verið gert til að auka umferðaröryggi, þá hefur fjölgun íbúanna í Mosfellsbæ, en íbúafjöldinn hefur fjórfaldast frá því vegurinn var lagður fyrir 15 árum, svo og dreifing byggðarinnar verið með þeim hætti, að þörfin fyrir frekari öryggisráðstafanir er orðin brýn. Vegagerðin hefur átt í viðræð- um við bæjaryfírvöld í Mosfellsbæ á undanförnum vikum og talað hef- ur verið um göng undir Vestur- landsveg hjá Brúarlandi sem ætluð eru fyrir gangandi vegfarendur. Einnig hefur verið rætt um um- ferðarljós á gatnamótum Vestur- landsvegar og Hafravatnsvegar. Þegar hefur raunar verið ákveðið að ljúka lýsingu Vesturlandsvegar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar, en þar hefur slysatíðni verið hvað mest á þessum vegi. Lýsing vegar- ins heáir raunar mjög verið á dagskrá þingmanna kjördæmisins. Samhliða slíkum framkvæmdum hefur verið rætt um stígalagnir og aðrar ráðstafanir til að halda um- ferð gangandi vegfarenda frá þjóðveginum. Slíkt hefur verið gert víða, t.d. í Hafnarfirði og Garðabæ, þar sem Vegagerðin hefur gert undirgöng, en bæjaiyfírvöld annast stígagerð." Steingrímur kvaðst ekki hafa kynnt sér ræðu sovéska leiðtogans sérstaklega, umfram það sem fram hefði komið í fréttum, en taldi að augljós teikn væru á lofti um batn- andi sambúð stórveldanna og gagnkvæman áhuga á fækkun kjamorkuvopna. „Það kom greini- lega fram hjá Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, á fundi utanríkisráðherra Atlantshafs- bandalagsríkjanna í New York að það er margt fleira í umræðunni en þessar meðaldrægu eldflaugar. Ég tel því sjálfsagt að skoða þetta með jákvæðu hugarfari. Það er allt of oft sem neikvætt hugarfar ræður þegar afvopnunarmál ber á góma,“ sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra. Vonandi meira en aðeins orðin tóm — segir Eyjólfur Konráð Jónsson, um ræðu Gorbachev i Murmansk „Ég fagna auðvitað öllum umræðum um takmörkun vigbúnaðar ef treysta má því að hugur fylgi máli hjá Gorbachev og orð eru til alls fyrst,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkis- málanefndar Alþingis, er hann var spurður áílits á ræðu sovétleið- togans í Murmansk um viðræður austurs og vesturs um takmörkuð hernaðarumsvif í norðurhöfum. „Ég vona að ummæli Gorbac- hev séu meira en aðeins orðin tóm þótt ógerlegt sé að að átta sig á því af lauslegum fregnum af fundi í Murmansk á Kolaskaga,“ sagði Eyjólfur Konráð ennfremur. „Þó má benda á að þessi orð eru töluð úr mesta víghreiðri norðursins, herstöðvum Rússa á Kolaskaga og hernaðarþrýstingur þeirra það- an hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Ef hins vegar hugur fylgir máli og að þessar viðræður muni einnig taka til hemaðarum- svifa þeirra sjálfra á Kolaskaga fagna ég því að sjálfsögðu. Þá þykir mér það góðs viti að Gorbac- hev vill nú viðræður austurs og vesturs en treystir ekki lengur á einhliða afvopnun vesturveld- anna.“ Vestræn ríki hljóta að krefjast frekari skýringa - segir Albert Jónsson, starfsmaður Oryggismálanefndar „ÞAÐ ER ekki gott að segja hvað Gorbachev á við með þessum hugmyndum, og hljóta vestræn ríki að krefjast frekari skýr- inga,“ sagði Albert Jónsson, starfsmaður Öryggismálanefndar um tillögur Sovétleiðtogans. Albert sagði að sér virtist sem Gorbachev ætti við landfræðilegar takmarkanir á hemaðarumsvifum. „Kann þetta að vera tilvísun til hugmynda í greinarskrifum sér- fræðinga í tímaritum um að eld- flaugakafbátar fái griðarstað á ákveðnum hafsvæðum og um það yrði samið að herskip yrðu ekki send á viðkomandi svæði til að granda þeim. Þetta eru þó bara getgátur," sagði Albert. „Þetta kann einnig að eiga við takmarkan- ir á tímalengd eða umfangi flotaæf- inga eða mörk þeirra. Ef svo er, er ekki um nýjar tillögur að ræða, þar sem það kom fram hjá TASS— fréttastofunni í fyrrahaust að Sovétmenn væru reiðubúnir til að ræða takmarkanir á flotaæfíngum. Það að slíkar tillögur koma frá Gorbachev er hins vegar nýtt.“ Albert benti á að undanfarið hefðu verið nokkuð harðvítugar deilur á Vesturlöndum um Norð- ur—Atlantshafsstefnu Banda- ríkjanna, og sjálfsagt væru Sovétmenn ekki heldur sáttir við hana. „Hvort þessar tillögur Gorbachevs eru einungis pólitískar og innlegg í umræðuna, vil ég ekki fullyrða, né heldur hvort þær eru hugsaðar til þess að skapa gott andrúmsloft fyrir væntanlega heim- sókn Koivistos til Sovétríkjanna," sagði Albert. Mistök við vinnslu Morgunblaðsins Við vinnslu fostudagsblaðs Morgunblaðsins urðu þau mistök að samtal við Rögnvald Hannesson prófessor birtist á tveimur stöðum í blaðinu í gær. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.