Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Haustlaukarnir - boða vorkomuna Tafla um gróðursetningardýpt og blómgunartíma ýmissa lauka - gerð af greinarhöfundi, Hafsteini Hafliðasyni Ég man að fyrsta setningin í Grasafræði Geirs Gígja, sem við lásum í barnaskóla hljóðaði svona: „Gaman er á vorin þegar grösin fara að spretta!" Mig hefur lengi langað til að bæta við á þessa lund: — og laukjurtimar fara að skjóta upp kollinum út um allan garð! — því að þrátt fyrir allt eru vetrargos- ar, vorboðar og krókusar þeir „karlar í krapinu" að vera komnir á stjá með blóm og bros löngu áður en rofar nokkurs staðar í græna nál. Á eftir þeim kemur fríð fylking annarra laukjurta sem við köllum samheitinu „haustlaukar" vegna þess að við verðum okkur úti um þá og setjum þá niður á haustin — verknaðurinn heitir „að leggja lauka". Laukana má leggja eins langt fram eftir vetri og tíðarfar leyfír. Ef við höfum „frosið inni“ með laukana fyrir jól getum við samt holað þeim niður ef við finnum þíðan blett í beðunum þótt komið sé fram á þorra. Engu að síður koma þeir upp skælbrosandi og hressir, en samt dálítið á eftir þeim laukum sem fóru í jörðina á gor- mánuði. Lesið samt ekki orð mín svo að ég sé að mæla sérstaklega með því að setja laukana niður á þorranum! Síður en svo! Best er auðvitað að draga það ekki neitt. Demba sér bara í það í dag eða á morgun! En öllu er þó óhætt fram undir októberlok. Að leggja haust- lauka er ekki erfítt verk. Aðalerfíðið er einna helst í því fólgið að gera upp við sig hvað eigi að velja. Fram- boðið af haustlaukum er nefnilega ansi ríkulegt og spannar margar tegundir í ótal litbrigðum. Með því að spila á allan skalann getum við unað við blómaskrúð ^haust“lauk- anna frá útmánuðum og fram yfir Jónsmessu. Maður þarf ekki að vera „sérlega splæsinn" á sjálfan sig þótt lagt sé í þann munað sem blómaskrúðið veitir. Haustlaukar eru alls ekki dýrir ef miðað er við aðra gleðivaka sem svo oft skilja lítið eftir. Betri „geðkúr" er varla hægt að hugsa sér eftir dapurt skammdegið héma á norðurhjaran- um! Ræktun haustlaukanna er í í raun afar auðveld. Flestar tegund- imar magnast og margfaldast í garðinum ár frá ári. Þeim þarf ekki mikið að sinna eftir að þær hafa náð sér á strik. Varast ber samt að krafsa mikið í kringum þá og róta þeim til þótt linkuleg blöð þeirra taki svolítið á taugamar fram eftir sumri. Með tímanum þrengist um þessa lauka svo að dregur úr blómgun. Því er gott að taka þá upp og dreifa þeim á nokkurra ára fresti. Það er gert um leið og blöð- in sölna eftir sumarsprettuna. Af þessu tagi eru páskaliljur, stjömu- liljur, snæstjama, perlulilja, krókus- ar, vetrargosi, vepulilja og viðlíka smálaukar. í annan hóp skipa sér hitakræfari laukjurtir eins og túlíp- anar, hýasintur og hollendingaíris. Þótt kaldir vetur, hret og rigningar hái þeim ekkert á meðan þær ræta sig, blómgast og byija nýjan vöxt, þá eru þessar tegundir vanar löngu þurrn og hlýju síðsumri. Jarðvegs- hitinn eftir að þær hafa hætt að vaxa og lagst í sumardvala skiptir mestu máli fyrir góða blómgun næsta vor. Blómvísar þeirra þrosk- ast ekki nema að hitinn í moldinni haldist ofan við 18°C í sex vikur samfleytt eftir að laukamir hafa fellt blöð. Til að fullnægja þessum kröfum verðum við því að taka lauka af þessu tagi um leið og blöð- in sölna og og geyma þá á hlýjum og þutrum stað í þennan tíma áður en við leggjum þá aftur. En yfír- leitt smækka þessir laukar og skila rýrari blómgun þrátt fyrir fyrir- höfnina. Viljum við stóla á stór blóm er öruggast að fá sér nýja lauka af túlípönum og hýasintum á hveiju hausti og láta ráðast hvað kemur upp af eldri laukunum. Haustlaukunum líður best í vel ræktuðum og framræstum, ögn sendnum jarðvegi. í ný beð er nauð- synlegt að blanda dálitlu af skelja- sandi og þrífosfati saman við moldina. Haustlaukamir vaxa hratt og þurfa að hafa úr nógu að moða. Þess vegna er. góð regla að sáldra um það bil 30 grömmum af alhliða áburði á hvem fermetra ofan á beðin þegar búið er að leggja lauk- ana. Það eykur blómgun og endur- komulíkur. Einnig má vökva með venjulegri upplausn af handbæmm pottablómaáburði vikulega eftir að laukamir fara að koma upp á vorin. Varðandi gróðursetningardýpi og bil á milli lauka gildir sú þumalfíng- ursregla að setja stóra lauka dýpra og með meira millibili en smærri lauka. Túlípanar, páskaliljur og hýasintur eru sett 15—20 sm djúpt Krösos konung- ur í Lydíu III. þáttur _________Mynt_____________ RagnarBorg í tveimur fyrri þáttum mínum um Krösos konung í Lydiu hefí ég sagt frá því, að hann er álitinn fyrst- ur, eða einn hinna alfyrstu kon- unga, sem létu slá mynt. Einnig frá skiptum hans við véfréttina í Delfí, hver svör hann fékk við spumingum sínum til hennar og frá herför hans gegn Kyrosi Persakonungi. Er svo komið sögu, að Krösos hefur verið tekinn til fanga og hans bíður bani. Hlekkjaður var hann færður fyr- ir Kyros konung og menn hans og síðan upp á bálköst, þar sem hann skyldi brenndur lifandi. Krösos kon- ungur, sem svo nýverið hafði verið mikill og voldugur, var eins og lam- aður og lét teyma sig mótþróalaust upp á köstinn. Það var fyrst þá, að hann rauf þögn sína, dró djúpt andann og hrópaði þrisvar orðið „Sólon“. Sem Kyros heyrði þetta, lét hann spyija hvem Krösos ákallaði. Kon- ungurinn fyrrverandi svaraði: „Mikið vildi ég gefa til, ef sá mað- ur, er ég ákallaði, hefði tal af öllum konungum veraldar." Er hann var inntur eftir því hvað hann meinti með þessum dularfullu orðum, sagði hann eftirfarandi: „Það var eitt sinn á velmektarámm mínum, er ég áleit mig sjálfan vera hamingjusamasta mann í öllum heiminum, að til mín kom vitur maður, Sólon að nafni, sá maður er hefir fært Aþeningum hin frægu lög þeirra. Ég lét leiða nann um fjárhirslur mínar, svo hann gæti augum litið auð minn allan í gulli, silfri og dýmm steinum. Þvínæst ávarpaði ég hann og sagði við hann: „Gistivinur minn frá Aþenu, sem ferðast hefír víða og hitt margt fólk. Nú langar mig að spyija þig að því hvort nokkur maður er hamingjusamari en allir aðrir?" En ég fékk ekki þáð svar, sem ég hafði vænst. Sólon, þessi vitri maður svaraði umbúðalaust: „Já, herra konungur, Tellus frá Aþenu.““ Ég varð alveg forviða og sagði snöggt: „Hvemig getur þú haldið því fram að Tellus sé hamingjusam- astur?" Sólon svaraði: „Meðan Tellus lifði var tími framfara og velmegunar í heimaborg hans. Hann átti góð og gjörvileg böm og lifði það að sjá einnig þeirra böm. Að lokum féll hann, sem sigursæl hetja fyrir föðurland sitt og Aþen- ingar minnast hans með virðingu." Ég spurði þá hver væri næstham- ingjusamastur þeirra manna, er Sólon hafði hitt og nú var ég ekki í vafa um, að ég myndi heyra nafn mitt. En mér til mikillar undrunar fékk ég eftirfarandi svar: „Bræð- umir Klobis og Biton. Móðir þeirra, sem var hofgyðja, ætlaði eitt sinn til hátíðar í hofínu, til heiðurs gyðj- unni Heru. En þar eð uxamir voru ókomnir af akrinum, spenntu syn- imir sig fyrir vagninn og drógu hana alla leið til hofsins, langa leið. Allir karlmenn hældu sonunum fyr- ir það hve sterkir þeir væm og konumar móðurinni fyrir að eiga slíka syni. Hún fór hjá sér af ham- ingju, en fór inn í hofíð og bað gyðjuna um að gefa drengjunum hið besta, sem nokkur maður gæti fengið. Að bæninni lokinni sofnuðu bræðumir í hofínu og vöknuðu aldr- ei aftur. Þá skildi móðirin, að hið besta, sem maðurinn hlýtur, er að fá að deyja ungur.“ „Mér hafði nú sámað við Sólon og hrópaði: „Hvað þá um mína hamingju? Er hún einskis virði þeg- ar ég er ekki einu sinni settur á bekk með venjulegum borgumm?" Sólon svaraði: „Sem stendur ert þú voldugur og ríkur maður og kon- ungur margra. Enginn skyldi þó prísa sig sjálfan fyrir dauða sinn. Guðimir hafa látið marga menn fínna hamingjuna, en hafa síðan stökkt henni frá þeim.““ Þessi orð fylltu mælinn. Krösos vildi síðan hvorki sjá né heyra Sól- on. En nú á dauðastundinni rann upp fyrir honum sannleikur þess, sem hinn vitri maður hafði mælt, og fann þá, að þau vörðuðu ekki bara hann einan heldur alla, sem héldu sig hamingjusama. Kyros varð hrærður við frásögn Krösosar um fallvaltleika hamingj- unnar. Sá maður, sem nú var reiðubúinn að hljóta kvalafullan dauðdaga, hafði eitt sinn verið jafn- voldugur og hamingjusamur og hann sjálfur. Kyros lét leiða and- stæðing sinn ofan af bálkestinum, leysti hlekki hans, setti hann við hlið sér og umgekkst hann síðan með mestu virðingu. Er Krösos sá að herför hans hafði mistekist fóm sendimenn hans á fund véfréttarinnar í Delfí til að leita skýringa á svarinu um múldýrið. Þeir fengu það svar, að Krösos á bálkestinum. Myndin er á fornum grískum vasa. það hefði átt við Krösos. Hann var nefnilega afkomandi foreldra af tveimur kynflokkum. Var af göf- ugri móður en faðirinn var af lægri stigum. Á sama hátt er múldýrið afkvæmi hryssu og asna. Fræðimenn halda, að nokkur sannleikur sé á bak við frásögn Heródótusar, sem hér hefír verið sögð af Krösosi og bálkestinum, þvf hann hafí viljað fóma sér guðunum eftir ósigurinn á sama hátt og kon- ungar Assyríumanna gerðu. Heimildir mínar fyrir greina- flokkinn um Krösos konung í Lydiu eru: 1. Greece and Rome, The birth of westem civilization, Michael Grant, London 1986. 2. Classical Greece, C.M. Brown og Time, Life Books, 1966. 3. The art of coins and their pho- tography, Gerald Hoberman 1981. 4. Carl Grimberg, Verdenshistorie, Politikens forlag 1958. 5. Páll Melsteð, Mannkynssaga, Fomöldin 1864. 6. Hratvig Frisch, Europas kultur- historie, Politikens forlag 1961. 7. Heimir Þorleifsson og ólafur Hansson, Mannkynssaga BSE 1973. 8. Encyclopædia Britannica 1958. =t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.