Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 51 Minning: Pétur Sigfús- son, Alftagerði því fyrir öðru vísi. En mér líður það ekki úr minni, að hann gaf okkur Bjama sínar tíu krónumar hvomm. Það var okkur nýstárleg sjón. Þetta var rauður seðill með kóngi á og allt. Mér er Pétur minnisstæður á þessari stundu í sínum stóra frakka. Það liðu mörg, mörg ár, þangað til ég sá annan slíkan seðil. Við Bjami festum fljótlega rætur hjá afa og ömmu og bömunum þeirra í þessum ljúf-fagra dal. Mamma var komin í þær bestu hendur, sem völ var á, og lífið brosti blíðara enn áður og þroski okkar orðinn meiri til þess að meta það. Lífið heldur áfram við leik og störf og við getum lofað margan sólskinsdag að kvöldi. En það leyn- ir sér ekki að við Bjami þroskumst mjög sinn til hvorrar áttar. Bjami er hæglátur, prúður og hlýðinn og verður hvers manns hugljúfi. Hann er dulgefinn í skap- höfn, svo að ekki er alltaf vitað hvað hugur hans stendur til. Alltaf hlýr í viðmóti og forðast að standa í útistöðum við neinn. Hann hefir útlitið með sér. Hægleik ættarinnar og músíkgáfu hefir hann hlotið í vöggugjöf og hefir orðið frábær teiknari hefði hann lagt rækt við það. Strax í bernsku er hann skyldurækinn við störf sín, þótt honum væri kærara að tálga spýtu eða spila á harmomku heldur en fást við búsmala. Ég tel, að hann hafi alltaf farið nauðugur til kinda, þótt hann léti það ekki uppi. Mest vegna þess hvað honum gekk illa að þekkja þær í sundur. „Þær era allar eins," sagði hann, ef þær bára sama lit. Hvort þær vora hymdar eða kollóttar veitti hann naumast athygli. í skóla reyndist Bjami mjög góður til náms. Tvo vetur gengum við saman í bamaskóla. Honum var stundum raun að því. Fannst ég óknyttasamur og alltof lítið hæverskur. Aldrei klagaði hann það heim. Svo kom að því að dvöl hans styttist í dalnum hjá afa og ömmu og leiðir okkar skiljast. Vorið 1928 fermist hann. Sumarið er dapurt. Mamma hefir ekki stigið í fætur um langa hríð og 14. júlí deyr hún. Því var tekið af skilningi hjá öllum og í raun feginsamlega, eins og komið var fyrir henni, þótt hún væri aðeins 39 ára gömul. Þá veik- ist Jóhannes bróðir hennar, sem var í raun og vera forsjá heimilisins, 24 ára gamall, og dregur það hann til dauða á þrem vikum. Þá varð stór harmur í litlum dal; eins og oft vildi henda á íslandi. 011 sveitin táraðist við fráfall hans. Hann var hugljúfur, stæltur og dugmikill at- orkumaður, sem öllum þótti vænt um. Af honum var mikils vænst fyrir byggðarlagið. Jóhannes var 7. í röðinni, sem afí og amma þurftu að sjá á bak, af 12 bömúm sínum, nær öll í blóma lífsins. Áfallasamt hefír það verið. „Þeir verða að missa, sem eiga," sagði afí. „Drott- inn gaf og Drottinn tók,“ sagði amma. Svo skiljast leiðir hjá okkur Bjama. Hann fer í Núpsskóla til náms, og þaðan til náms í söðla- smíði hjá Stefáni Pálssyni á Kirkju- bóli í Ónundarfírði. Áð því námi loknu fer hann til Keflavíkur til Guðmundar Kristjánssonar, skipa- miðlara, föðurbróður okkar, sem þá hafði allmikið umleikis í Keflavík. Þá er Bjami tvítugur að aldri. Árið 1935 tók hann mjög gott próf inn í Verslunarskólann í Reykjavík, en fékk samt ekki skóla- vist, sökum þess að skólinn rúmaði ekki alla þá, sem eigendur hans þurftu að koma til náms. Þar hafn- aði Vilhjálmur Þ. góðum nemanda. Bjama urðu það mikil vonbrigði að fá ekki þessa skólavist og varð þess vegna ekki af frekara námi hjá honum. Hann stundar verslunar- störf um árabil í Keflavík, uns hann fór til Esso á Keflavíkurflugvelli og afgreiddi þar í allmörg ár, eða þang- að til hann setti á stofn Gler- og speglasölu í bílskúmum heima hjá sér. Þann rekstur stundaði hann fram á þetta sumar, eða til þess dags, sem meinaði honum að stjóma för sinni lengur. Okkur ættmennum Bjama fannst dauði hans ótímabær, vegna þess að hann var andlega og líkam- lega vel á sig kominn, þrátt fyrir 73 ár að baki. En þá hljótum við að líta til þess að okkur hefír ekki verið falið að tímasetja lát nokkurs manns. Sem betur fer er slík ákvörðun í styrkari höndum, heldur en þeim sem við veifum. Okkur er kennt að sú ákvörðun sé í hendi guðdómsins og ef við getum ekki fengið okkur til þess að trúa því, þá hljótum við að hafa eitthvað annað betra, þótt ég þekki það ekki, til þess að fela okkar forsjá og sem skapar okkur þau örlög, sem við verðum að lúta. í Keflavík kvæntist Bjami Ólöfu Pálsdóttur frá Akurhúsum í Grindavík. Hjúskapur þeirra var traustur og farsæll. Óla er þeim kostum búin að fágætt er. Það er leitt til þess að vita að suma af þeim góðu kvenkostum hafa of margar nútímakonur aflagt. Óla er það sönn og hugljúf í viðmóti að allir fá traust á henni og kenna vellíðan í návist hennar. Hún er næm og viðkvæm fyrir harmi og bágindum annarra, en þeim mun sterkari f eigin raunum. Það var heillandi fegurð í því fólgin, að líta það með eigin augum, í sjálfu mannlífínu, eins og það gerist, hvemig hún fómaði sér í aðhlynn- ingu við Bjama á banabeði hans. Allir gátu fundið að það var ekki tilbúin skyldurækni, heldur órofa tryK&ð við góðan vin. Af því hefði margur getað lært. Ólöf og Bjami eignuðust tvo sonu. Gest, sem er bifvélavirki í Keflavfk, og Pál, sem er arkitekt í Hafnarfírði. Gestur er kvæntur Sigríði Birgis- dóttur úr Grindavík og eiga þau tvö böm. Bjama, sem numið hefír húsa- smíði, og Ásdísi, sem er í námi við Fjölbrautaskólann í Keflavík. Páll Valur, sonur Bjama og Ólu, nam húsagerðarlist í Englandi og er starfandi arkitekt í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Sigríði Harðar- dóttur úr Keflavík og eiga þau þijár dætur á bemskuskeiði. Þær heita Ólöf, Sigurrós og Þorgerður. Allt er þetta mannkostafólk, eins og það á kyn til, og sómi sinna forfeðra. Þannig heldur lífíð áfram með sínu skini og skúram eins og mönd- ull klukkunnar, sem telur árin og glymur þeim með sama hætti og Líkaböng, sem nema skulu staðar á göngunni, skipta um göngulag og hefja líf með nýjum hætti. Við kveðjum hér hugljúfan, mæt- an mann, sem bar gæfu til þess að færa gleðiauka mörgum sálum á góðri stund. Mann, sem gerði sér far um að ganga sinn veg án þess að spyma við öðram, sem vora á sömu leið. Við þökkum honum farsæla sam- leið, hlýhug og tryggð. Við biðjum honum velfamaðar í stóram örlög- um og signum gröf hans með þeim kveðjuorðum, sem Ingibjörg amma notaði við okkur: „Guð veri með þér.“ Við getum ekki komist fram hjá þeirri tilfinningu að: „Það er heilög stund, þá góðir vinir kveðj- ast.“ Skarphéðinn Össurarson Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Fæddur 28.janúar 1917 Dáinn 23. september 1987 Utför Péturs Sigfússonar bónda í Álftagerði verður gerð frá Víði- mýrarkirkju í Skagafirði laugar- daginn 3. október nk. Þegar ég fékk fréttir af láti Pét- urs í Álftagerði, rifjuðust upp þær mörgu ánægjustundir sem ég átti í Álftagerði, þau sumur sem ég var þar í sveit sem bam. Pétri kynntist ég fyrst þegar ég var 5 ára gamall; páskana 1957. Þá hafði fjölskylda mín farið til dvalar á hótelinu í Varmahlíð. Hót- elstjóri í Varmahlíð á þeim áram var Páll Sigurðsson, góðvinur Pét- urs. Hafði hann marga hesta á fóðram og fengu hótelgestir sem fast sóttu að fara í útreiðartúra um nágrennið. Naut Páll við þetta að- stoðar Péturs heitins, sem þá rak tamningastöð í Varmahlíð. Þar sem öll reiðhross Páls vora of viljug fyr- ir 5 ára potta, lánaði Pétur undir mig gamlan og spakan dráttarklár, sem kallaður var Gamli-Gráni. Fór ég á honum í mína fyrstu útreiðart- úra. Þær stundir gleymast mér aldrei. Fannst mér oft erfítt að fylgja fullorðna fólkinu eftir, en þá kom Pétur mér til hjálpar og reið með mér í rólegheitum á eftir þeim sem hraðar riðu. Var Pétur óþreyt- andi við að sinna mér, ókunnugum drengnum. Hefðu flestir fremur kosið að ríða í fjöragri reið full- orðna fólksins. Kynntist ég þar fyrst öðljngnum og bamagælunni Pétri í Álftagerði. Tveimur áram síðar fór ég í sveit til þeirra hjóna Péturs og Rúnu. Urðu sumrin hjá þeim hjónum sjö alls, hvert öðra skemmtilegra. Áttu þau mikinn þátt í að móta lífsviðhorf mín á þessum áram. Hefur það reynst mér á allan hátt ómetanlegt vega- nesti. Heimilið í Álftagerði var einstak- lega skemmtilegur dvalarstaður. Óvenju gestkvæmt var þar, og ætíð vora móttökur frábærar, enda var gestrisni þeirra Péturs og Rúnu rómuð. Þau kvöld sem setið var yfír góðgerðum í eldhúsin og spjall- að, eða lagið tekið við undirspil harmónikku og gítars vora mörg. Pétur í Álftagerði.bjó yfír mörg- um mannkostum. Auk þess að vera mikill fjölskyldumaður og félags- lyndur með afbrigðum var hann mikill hestamaður, svo að aðra hef ég ekki séð lagnari. Man ég glöggt eftir því á hestamannamótunum á Vallarbökkum, er Pétur sýndi sína eigin hesta, eða var fenginn til að sýna fyrir aðra. Fylgdumst við strákamir þá með honum, fullir af stolti, enda heyrði maður oft á tali manna að þeim þótti Pétur einstak- lega laginn við að fá það besta út úr öllum hestum. Nú þegar komið er að því að kveðja góðan vin, sem lengi verður minnst, sendum við hjónin Rúnu og fjölskyldunni allri okkar, innileg- ustu samúðarkveðjur. Óli Haukur t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sendu okkur samúöarkveöjur viö fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, HALLDÓRU LIUU JÓNASDÓTTUR, Hafnargötu 78, Keflavfk. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og lækna á Krabbameinsdeild og 13d á Landspítalanum. Guö blessi ykkur öll. Hreinn Óskarsson, Gróa Hreinsdóttir, Sigurður I. Hreinsson, Óskar Jón Hreinsson, og barnabarnabörn. Guörún Ásta Björnsdóttir, Guömundur Kr. Sigurðsson, Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna J. Helgadóttir t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, fósturföður, bróður, tengdafööur, afa og langafa okkar, FRIÐÞJÓFS BALDURS GUÐMUNDSSONAR útvegsbónda frá Rifi. Sórstakar þakkir færum viö öllu starfsfólki á sjúkrahúsi Stykkis- hólms fyrir frábæra ummönnun. Halldóra Kristleifsdóttir, Ester Friöþjófsdóttir, Sævar Friöþjófsson, Svanheiður Friðþjófsdóttir, Kristinn J. Friöþjófsson, Sæmundur Kristjánsson, Hafsteinn Björnsson, Guöbjörg Guðmundsdóttir, María Guðmundsdóttir, Helga Hermannsdóttir, Jóhann Lárusson, Þorbjörg Alexandersdóttir, Auður Grfmsdóttir, Steinun Júlfusdóttir, Katrfn Guðmundsdóttir, Ásta Guömundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 1600, 5 gíra, verð 249.000 1500, 4 gíra, verð 235.000 Góö greiðslukjör. Opið á laugardögum 10-16 - beinn sími í söludeild 31236 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVELAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.