Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 42
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 Stjórnmál í Evrópu: Hveqar eru orsakir hinna nýju hægriflokka álfunnar? > ____________________ Ahrifa Le Pen og hans nóta væru minni ef Evrópa lærði af Bandaríkjunum Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðernisfylkingarinnar i Frakkl- andi. Fylgi hans og áhrif kunna að minnka á næstu árum. um. STUÐNINGUR við flokka yst á hægri kanti stjórnmála fer nú sívaxandi í Evrópu. Þetta hefur reyndar gerst oftar en einu sinni áður, þ.e.a.s. frá því að gengið var frá svartstökkum árið 1945. Fylgisaukning sem þessi mun vafalítið eiga sér stað enn á ný þegar aðstæður verða heppilega slæmar eina ferðina enn. En hversu mikil ástæða er til þess að fyllast ógn og skelfingu nú? Þessir hægriöfgamenn eru ekki bara söfnuður nýnazista og draumlyndra sérvitringa, sem vilja endurreisa löngu gleymd konungsríki. Stefnan einkennist helst af almennu lýðskrumi og andúð á útlendingum. Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir myndu um 10-15% franskra kjós- enda helst vilja að Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðemisfylkingar- innar, yrði næsti forseti fjórða lýðveldisins. Samsvarandi hægri- sveiflu hefur að undanfömu gætt í nýlegum kosningaúrslitum í Vestur-Þýskalandi, Noregi og Danmörku. Enginn þessara flokka virðist reyndar eiga nokkra möguleika á að komast til valda einn og óstuddur, en — líkt og hávaðasamir dráttarbátar — geta þeir dregið stærri fley langt af réttri leið. Kvartanir þessara hægriflokka hafa að mestu leyti verið hinar sömu um gervalla Evrópu. Landið — hvert sem það nú annars er — er stoppfullt af útlendingum og á (þess vegna) á hættu að glata siðferðislegum gmnni sínum. Þá hafa langskólagengin viðrinin, sem stjóma landinu og fjölmiðlun- um, engan skilning á vandamálum litla mannsins. Lausnin á þessu telja hægriflokkamir að liggi í harðfylgnum leiðtoga, sem geti endurreist sjálfsvirðingu þjóðar- innar^ Jafnvafasamur og þessi mál- staður nú er, er vandalaust að skilja hversvegna fólk laðast að honum. Vonsviknir kjósendur af vinstri vængnum sjá þama svar við efnahagserfíðleikum og at- vinnuleysi, sem vinstri flokkamir hafa ekki getað leyst. Hægrimenn fullir ættjarðarástar flykkjast líka lags við þessa flokka, sérstaklega miðstéttarfólk, en foreldar þeirra mundu þá daga þegar landið var í fremstu röð og þeir í fylkingar- brjósti þess. Sérstaklega er þessu fólki illa við þá hnignun Evrópu, sem sagan hefur átt í för með sér og það óttast þær þjóðfélags- breytingar, sem sigla í kjölfar hinna opnu hagkerfa Vesturlanda. Hin íhaldsama markaðshyggja nútímans hefur enn ekki dugað til þess að fullnægja óskum þeirra um stöðugleika fjölskyldunnar og lygna þjóðfélagsskipan. Enda þótt ástæður þessara vin- sælda hinna nýju hægriflokka séu augljósar er ekki hægt að líta hjá þeirri rökleysu sem þeir vilja neyta til þess að lagfæra það sem þeim finnst miður fara. í guðspjalli þeirra felst of mikið vægðarleysi, kynþáttahatur og í raun hvers- konar innibyrgð óánægja. Þetta þýðir ekki að þaga beri niður í þeim. Vestur-þýsk stjómvöld, sem hafa völd til þess að banna öfga- hópa, hafa notfært sér þann rétt mjög hóflega. Það em kjósendur sem verða að hafna þessum flokk- Það ætti heldur ekki að reyna að friðþægja þessa hægriflokka, nema hugsanlega í einstaka til- fellum, sem eru auðfyrirgefanleg og geta stundum gert pólítísk kraftaverk. Svisslendingar hleyptu til að mynda öllu lofti úr hreyfíngu þeirri, sem hvað harð- ast barðist gegn útlendingum, með því að setja málamyndareglur um hámarksfjölda erlendra verka- manna. Allt umfram það er uppgjöf. Forsætisráðherra Frakka, Jacques Chirac, gerði rétt í því að fresta breytingu á þar- lendri þjóðemislöggjöf þar til að forsetakosningamar em afstaðn- ar. Evrópubúar þurfa að sam- tvinna innflytjendur sína í þjóðartaug sína. Bandaríkja- mönnum hefur tekist að snúa þetta reipi af mikilli list, en Evr- ópubúar hafa verið klaufskari við það. Þeir ættu hins vegar að veita athygli þeirri auðlegð og lífsþrótti, sem einlæg gestrisni og hleypidó- maleysi hefur fært Bandaríkjun- um. Meðan kaðalfléttaramir læra iðn sína geta Evrópubúar þó an- dað rólega því að í flestum löndum álfunnar em hindranir og höft, sem halda þessum nýju flokkum í hæfílegum skefjum. Kosninga- fyrirkomulag Vestur-Evrópu er þess eðlis að smáflokkamir gjalda yfírleitt smæðar sinnar. Þjóðem- isfylkingin á Bretlandi hefur aldrei komið manni á þing. í Frakklandi er nú fyrirhugað að koma á einmenningskjördæmum í stað hlutfallskosningar og er þá hætt við að þingflokkur Le Pen verði býsna fámennur eftir næstu þingkosningar. Þjóðemisrembing- ur ætti einnig að minnka í réttu hlutfalli við aukin ferðalög Evr- ópubúa til nágrannaríkja sinna, bæði til þess að vinna og leika sér. Umfram allt em það þó minn- ingar um liðna tíma, sem tak- marka vöxt þessara flokka. Þeir njóta lítils fylgis á Spáni, Portúg- al og Grikklandi, þar sem einræð- isstjómir vom við völd á síðasta áratug. Fyrst og fremst er það þó minningin um Hitler, sem enn er efst í huga fólks — jafnvel þeirra, sem fæddust löngu eftir 1945. Þar til þær minningar dofna er lítil ástæða til þess að fyllast ógn og skelfíngu. Grein þessi birtist sem leiðari i breska tímaritinu The Econom■ ist. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn: Norðurlöndin styðja áform um sérstök lán til þróunarlanda í RÆÐU, sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra flutti fyrir hönd Norðurlanda á ársfundi Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Al- þjóðabankans, kemur fram að Norðurlöndin styðja aðgerðir sjóðsins sem miða að því að út- vega fé til sérstakra lána til þeirra þróunarlanda sem verst eru stödd. Þetta eru aðallega ríki í Afríku, sunnan Saharaeyði- merkurinnar, en þar hafa þjóðar- tekjur á mann dregist saman árlega síðustu sjö ár. Jón Sigurðsson flutti ræðuna á fundinum fyrir hönd Norðurland- anna fímm og fjallaði hún aðallega um málefni Alþjóða gjaldeyrissjóðs- ins. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að aðalatriðin í ræðunni hefðu verið þijú. í fyrsta lagi var bent á að þrátt fyrir óróleika í gengi helstu gjaldmiðla hafi orðið vatna- skil eftir samkomulag fjármálaráð- herra fímm helstu iðnríkja heims 1985 en þetta samkomulag hefði haft mikil áhrif á þróun gengis helstu gjaldmiðla. Frá þeim tíma hefði gengi dollars lækkað stöðugt og skipulega en þessi breyting var forsenda þess að takast mætti að draga úr misvægi í viðskiptum milli landanna. I ræðunni segir að þetta sam- komulag og samkomulag sem gert var á þessu ári, kennt við Louvres þar sem helstu framámenn þessara landa hittust, hafí sýnt að unnt er að koma fram verulegum breyting- um á stöðu gjaldmiðla án röskunar undir núverandi kerfí. Vandamálin liggi fyrst og fremst í misvægi milli fjármálastefnunnar í einstökum löndum sem sé undirrót vandans og undirrót óstöðugleikans í gengis- málum. Þessvegna væri mikilvæg- asta skrefíð í átt að bestu jafnvægi í heimsbúskapnum að samræma stefnuna í Bandaríkjunum, Japan og Vestur-Þýskalandi. Því væri ánægjulegt að sömu daga og árs- fundurinn stóð, staðfesti Banda- ríkjaforseti löggjöf sem miðar að því að draga úr halla á ríkisfjármál- um á nokkrum næstu árum. Einnig hefði komið fram frá Vestur-Þjóð- veijum og Japönum að þeir hyggist örva hagvöxt með fjármálaaðgerð- um, bæði lækkun skatta og aukn- ingu útgjalda. Þetta væri vitnis- burður um að efnahagssamstarfi miði í rétta átt og þar væri hlut- verk sjóðsins mikilvægt að safna skipulega upplýsingum um þróun helstu gjaldmiðla. í öðru lagi fjallaði ræðan um efnahagsmál í þróunarríkjum. Síðustu sjö ár hafa verið ákaflega mögur fyrir þróunarríkin sunnan við Sahara í Afríku þar sem lands- framleiðsla á mann hefur fallið árlega í sjö ár. Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hefur haft frumkvæði um að stofna sér- stakan lánaflokk til að leysa þessi aðlögunarvandamál til langs tíma. I ræðunni kom fram að Norðurlönd- in styðja þetta áform en benda jafnrframt á að slík lán leysi ekki vandann til frambúðar heldur hljóti lausnin að byggjasst á að þróun- arríkin sjálf bæti sína hagstjóm og örvi útflutningsframleiðslu og vöru- viðskipti við önnur lönd til þess að ná varanlegum tökum á sínum efna- hag. I þriðja lagi sagði Jón að í ræð- unni hefðu verið ábendingar um að sjóðurinn þurfí nú að hverfa frá þröngum athugunum á hlutverki sérstakra dráttarréttinda sem gjaldmiðils og beina athyglinni að almennri þróun á varasjóðseignum aðildarríkjanna í heildaryfirsýn frekar en einblína á þessa nýju pappírsgullpeninga sem hingað til hafa ekki reynst sérlega mikilvægir þótt bundnar hafí verið vonir við það kerfí sem úrlausn í greiðslu- vandamálum veraldar. Jón sagði að helstu umræðuefnin á ársfundinum hefðu verið þijú. Það fyrsta var aðgerðir til að aðstoða fátækustu löndin sem eiga í miklum erfíðleikum vegna skulda. í öðru lagi var rætt um efnahagsráðstaf- anir til þess að bæta stöðu skuldugu ríkjanna í hópi þróunarríkjanna sem hafa miðlungi háartekjur, ekki síst landa í Suður Ameríku sem aftur eru að lenda í skuldakreppu.í þriðja lagi var síðan rætt um hlutverk og skipulag Alþjóða gjqldeyrsisjóðsins og Alþjóðabankans og getu þeirra til að leggja framförum lið. Jón sagði það helst áberandi á ársfundinum að samstaða um gildi þessara alþjóðastofnana á fjármála- sviðinu, þe. gjaldeyrissjóðsins og bankans, væri nú miklu meiri en áður og Bandaríkin væru nú mun jákvæðari en áður í garð þessa starfs. Bandaríkjamenn viður- kenndu nú frekar sínar alþjóðlegu skyldur og gerðu sér betur grein fyrir alþjólegum áhrifum þess sem gerist í þeirra efnahagsmálum en var í upphafí stjómartíma Ronald Reagans Bandaríkjaforseta. Þá virtist Bandaríkjastjóm einnig vera að sveigja sína fjármálastefnu í þá átt að draga út hallanum í ríkis- búskapnum sem væri nauðsynlegt fyrir jafnvægi í efnahagsmálaum heimsins og einnig til að koma í veg fyrir óhóflega vemdarstefnu í Bandaríkjunum eða fall Bandaríkja- dollars. Bolungarvík: Guðmundur Krístjánsson jarðsettur í dag Bolungarvik. ÚTFÖR Guðmundar Kristjáns- sonar bæjarstjóra verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík i dag, laugardaginn 3. október. Athöfnin, sem verður á vegum Bolungarvíkurkaupstaðar, hefst klukkan 14. Vegna fyrirsjáanlegs fjölmennis verða settir upp hátalarar í fundar- sal bæjarstjómar í Ráðhúsinu þar sem hægt verður að hlýða á athöfn- ina. Gunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.