Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
35
Samþykkt að byggja ráð-
hús á tveimur árum
Á FUNDI borgarstjóriiar síðast-
liðið fimmtudagskvöld var
samþykkt að ráðast í byggingu
ráðhúss fyrir Reykjavík. Ráðhús-
inu er ætlaður staður á horni
Vitastígs og Tjarnargötu og er
miðað við að byggingu þess verði
lokið árið 1990. Áætlaður bygg-
ingarkostnaður er 500 milljónir,
en auk þess er gert ráð fyrir að
um 250 milljónir fari í gerð bíla-
geymslu undir húsinu.
Davíð Oddsson borgarstjóri hafði
framsögu fyrir þessari tillögu. Hann
lýsti aðdraganda að samkeppninni
um hönnun ráðhúss. Auglýsing um
hana var birt í ijölmiðlum þann 22.
október 1986 og komu 38 tillögur.
Dómnefndin var einhuga um niður-
stöðuna og að sögn Davíðs lýstu
margir þátttakendanna yfir því síðar
að niðurstaða dómnefndarinnar væri
rétt.
Davíð ræddi síðan um þörfina á
nýju ráðhúsi. „Reykjavíkurborg er
200 ára gamall kaupstaður og hefur
yfirstjórn borgarinnar og borgar-
stjómin til tiltölulega skamms tíma
verið á sífelldum hrakhólum með
húsnæði. Borgarstjómarsal er nú
komið fyrir í húsnæði borgarverk-
fræðings, en yfirstjórn borgarinnar
er að öðm leyti í leiguhúsnæði á
horni Austurstrætis og Pósthús-
strætis, auk nýbyggingar við Póst-
hússtræti, sem er í eigu borgarsjóðs.
Ljóst er, að húsnæði þetta er nú afar
ófullkomið fyrir rekstur borgarinnar
og yfirstjórn hennar og löngu tíma-
bært, að höfuðborgin eignist þak
yfir höfuðið og byggt sé fagurt ráð-
hús í hjarta borgarinnar." Hann benti
á að flestar stofnanir og fyrirtæki á
vegum borgarinnar væm komin í
eigin húsnæði, nema sjálf yfirstjórn-
in. Einnig væri á það að líta, að
núverandi húsnæði borgarinna væri
óhentugt að því leyti, að þeir sem
þangað ættu erindi gætu einatt
hvergi lagt bifreiðum sínum og að-
gengi fyrir fatlaða væri mjög erfitt.
Um kostnaðinn við byggingu húss-
ins, sagði Davíð að rétt væri að hafa
í huga að gert væri ráð fýrir bíla-
geymsluhúsi í deiliskipulagi Mið-
bæjarsvæðisins, þannig að í þær
framkvæmdir yrði ráðist, hvort sem
af byggingu ráðhússins yrði eður ei.
Hann minnti hins vegar á að yrði
ekki af bygging ráðhússins yrði að
finna henni stað á suðvesturhomi
gamla bæjarins og það væri ekki
auðgert. „Það er því vissulega afar
heppilegt að nota þetta tækifæri,
þegar af byggingu ráðhúss verður
loks, til að skella þessu bílageymslu-
húsi undir það.“ Um kostnaðinn
sagði Davíð einnig, að væri sú upp-
hæð (500 milljónir) það há, að borgin
yrði að fresta framkvæmdum við
ráðhús sitt til þess að geta sinnt öll-
um skyldum sínum á hinum fjöl-
breyttustu sviðum, þá hlyti sú
spuming að vakna, hvers vegna
borgarfulltrúar hafi áður samþykkt
samhljóða- að byggja Borgarleikhús
í Reykjhavík, sem þó væri mun dýr-
ari bygging og sem hefði í för með
sér verulegan viðvarandi rekstrar-
kostnað, öfugt við ráðhúsið, sem
myndi spara borginni leigugreiðslur,
auk þess sem borgin ætti að geta
selt húsnæði sitt í Pósthússtræti
góðu verði.
Um staðsetninguna sagði Davíð,
að hann hefði orðið var við mikla
ánægju borgarbúa með það að bygg-
ingunni skyldi ekki vera valinn staður
á heiðum uppi fjarri hjarta borgar-
innar, og enginn staður er fegurri
fyrir þá byggingu, sem á að vera
stolt Reykvíkinga og Reykjavíkur-
borgar." Benti hann á að bæði nú
og áður hefði ávallt verið staðnæmst
við Tjörnina í leit að lóð undir ráð-
hús. „Menn hljóta að fagna því að
fá þennan arkitektúrlega gimstein á
þetta hom, sem fram að þessu hefur
verið bílastæði, engum til yndis-
auka.“
Sigurjón Pétursson alþýðu-
bandalagi tók næst til máls og sagði
að miðað við forsöguna væri sú teikn-
ing, sem unnið hefði mjög góð; slíkt
hið sama mætti segja um hinar. Hins
vegar vildi hann gera athugasemd
við forsögnina.
Siguijón sagði að síðan 1955 hefði
borgarstjórn talið að þörf væri á
ráðhúsi fyrir borgina. Þörfin hefði
hins vegar ekki verið brýnni en svo,
að ekkert hefði orðið af byggingu
þess þessi þijátíu og tvö ár sem síðan
væm liðin. „750 milljónir er mikið
fé og sérstaklega ef byggja á á tveim-
ur ámm. Annað hvort mun það þýða
þunga skatta á Reykvíkinga, eða að
féð verður fengið að láni, sem mun
þýða 60—80 milljónir í vaxtagreiðsl-
ur á ári. Tel ég að fénu gæti verið
betur varið.
Siguijón kom því næst að því sem
hann taldi skipta mestu máli, en það
væri staðsetningin. „Umhverfi tjarn-
arinnar er glæsilegt vegna þess
hversu vel hefur tekist að varðveita
hin gömlu hús umhverfis hana; okk-
ur ber að varðveita það áfram en
ekki spilla.“
Sigrún Maguúsdóttir framsókn-
arflokki sagðist myndu standa að
niðurstöðu dómnefndarinnar, en hins
vegar taldi hún ekki rétt að ráðast
strax í byggingu ráðhússins, betra
væri að klára fyrst Borgarleikhúsið
og viðgerðir á Viðeyjarstofu. „Sigrún
benti á að nú væri vaxandi verðbólga
vegna aukinnar spennu og rétt væri
að bíða þar til um hægðist.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
kvennalista taldi ekki vera fjárhags-
legar forsendur fyrir byggingu þessa
húss, í öðm lagi gæti hún ekki fal-
list á staðsetninguna og í þriðja lagi
væri tímasetning röng, vegna mikill-
ar þenslu á vinnumarkaði.
Bjarni P. Magnússon, alþýðu-
flokki sagðist vera sammála því að
borgin þyrfti ráðhús. Hins vegar
kvaðst hann ekki geta fallist á tillög-
una, vegna tímasetningar, fram-
kvæmdahraða og staðsetningar.
Hann benti á að þegar ekki væm
óþijótandi fjármunir fyrir hendi, þá
þyrfti að setja allt í forgangsröð.
Taldi Bjami mörg mál vera framar
í þeirri forgangsröð; dagvistunarmál,
íbúðarvanda eldri borgara. Bjami
kvað og jafnaðarmenn óttast að
framkvæmdimar kæmu til með að
hafa slæm áhrif á lífríki Tjarnarinn-
ar, þannig að hún breyttist úr tjöm
í síki. Bjarni lagði því næst fram
eftirfarandi breytingartillögu: „Full-
trúi alþýðuflokksins í borgarstjórn
leggur til, að í stað fýrirhugaðrar
byggingar ráðhúss geri borgarsjóður
tilboð í hlutafjáreign ríkissjóðs í Út-
vegsbanka íslands hf. Markmiðið
með kaupunum verði að eignast hús-
næði bankans í miðhænum og breyta
því í ráðhús.“
Kristín Á. Ólafsdóttir, alþýðu-
bandalagi, sagði að ekkert lægi á
ákvörðun í þessu máli og sjálfsagt
væri að borgarbúar fengju að tjá sig
í þessu mikilvæga máli. Lagði hún
því næst fram tillögu alþýðubanda-
lagsins, sem var svohljóðandi:
„Borgarstjóm samþykkir að efna til
almennrar atkvæðagreiðslu meðal
Reykvíkinga um byggingu ráðhúss.
Afstaða verði könnuð til þess hvort
byggja eigi ráðhús á næstu ámm og
hvort ráðhús eigi að rísa í Tjörninni
á homi Tjarnargötu og Vonarstræt-
is.“ I rökstuðningi með þessari tillögu
sagði Kristín að Sjálfstæðisflokkur-
inn hefði ekki haft þetta mál á
dagskrá í síðustu kosningum, sem
þó hefði getað orðið mjög stórt kosn-
ingamál.
Varðandi kostnaðinn benti Kristín
meðal annars á að til B-álmu Borg-
arspítalans hefði á núvirði verið varið
375 milljónum króna og 270 milljón-
ir þyrfti til að ljúka henni; samt sem
áður stæði hún ókömð. Kristín
minntist síðan á að þann sama dag
hefði Bylgjan gefið hlustendum
sínum tækifæri til að hringja og segja
álit sitt á ráðhúsinu og staðsetningu
þess; 15 hefðu hringt og 10 verið á
móti ýmist staðsetningu eða for-
gangsröð.
Davíð ræddi síðan nokkuð um þá
kenningu, að ekki væri rétt að ráð-
ast í þessa byggingu, vegna þenslu
á vinnumarkaði. Hann taldi einmitt
rétta tímann nú, þar sem mestu
byggingarframkvæmdunum, sem
undanfarið hefðu valdið þenslu, væri
nú lokið eða að ljúka. „Það er tími
til kominn að fulltrúar minnihlutans
komi úr músarholunum og hleypi
smá heiðríkju í sálarþykknið og taki
á þessu verkefni. Hér mun verða
byggt fagurt hús og umhverfí Tjam-
arinnar verður fagurt sem aldrei
fyrr.“
Tillögu alþýðubandalagsins um
almenna atkvæðagreiðslu var vísað
frá að tillögu borgarstjóra með at-
kvæðum 9 fulltrúa sjálfstæðisflokks-
ins, en fulltrúi framsóknarflokksins
sat hjá. Breytingartillaga alþýðu-
flokksins var felld með 9 atkvæðum
sjálfstæðisflokks, Bjami greiddi eig-
in tillögu atkvæði sitt, en aðrir sátu
hjá. Sjálf tillaga borgarstjóra um
byggingu ráðhúss var síðan sam-
þykkt með 10 atkvæðum sjálfstæðis-
flokks og framsóknarflokks. Aðrir
greiddu mótatkvæði. Að fengnum
þessum úrslitum, lögðu fulltrúar al-
þýðubandalgsins fram bókun, þar
sem þeir meðal annars kváðust vona
að fyrir þessari samþykkt færi eins
og hinum fyrr, svo að Tjömin fengi
áfram að halda óskemmdu virðulegu
svipmóti sínu.-
Um aukafjárveiting-
ar, að gefnu tilefni
eftirMagnús
Pétursson
Vinna að gerð fjárlaga fyrir hvert
fjárhagsár fer fram á tímabilinu
mars til desember árið áður. Þá er
leitast við að gera áætlun fjárlaga
þannig úr garði að hún lýsi eins vel
og unnt er þeim áformum sem uppi
eru um starfsemi hins opinbera.
Fjárlög eru áætlun um tekjur og
útgjöld ríkisins á einu ári og eins og
allar aðrar áætlanir geta þau aldrei
lýst raunveruleikanum fullkomlega.
Með einum eða öðrum hætti verður
að tengja saman áætlun flárlaga og
það sem verður í raun. Það er gert
í svokölluðum fjáraukalögum. Frum-
varp til fjáraukalaga er lagt fyrir
alþingj og afgreitt á sama hátt og
frumvarp til fjárlaga. Sá grundvall-
armunur er þó á þessum tveimur
frumvörpum að frumvarp til fjárlaga
er lagt fram og afgreitt áður en fjár-
hagsárið hefst en samkvæmt hefð
er frumvarp til fjáraukalaga lagt
fram og afgreitt tveimur til þremur
árum eftir að fj'árhagsárinu lýkur. í
frumvarpi til fjáraukalaga er sótt um
heimild til fjárveitingavaldsins fyrir
þeim greiðslum umfram heimildir
fjárlaga sem framkvæmdavaldið, þ.e.
fjármálaráðherra.hefur innt af hendi
á fjárhagsárinu. í bók sinni, Stjóm-
skipun íslands, segir Ólafur Jóhann-
esson að trúlega hafí ætlunin verið
sú að fjáraukalög væru samþykkt
áður en greiðsla, sem ekki er heim-
ild fyrir í fjárlögum, væri innt af
hendi en í tímans rás hafí þetta
breyst. Þannig hafi sú venja mynd-
ast að heimild fjárveitingavaldsins
eftir á væri nægjanleg til þess að
uppfylla það skilyrði stjómarskrár-
innar að óheimilt sé að inna af hendi
greiðslu úr ríkissjóði án heimildar
fjárveitingavaldsins.
Margar ástæður eru fyrir því að
tekjur og útgjöld fjárhagsársins
verða frábrugðnar áætlun fjúrlaga
og mun ég víkja nánar að þeim síðar.
Að sinni skal nægja að benda á tvö
atriði sem hafa sjaldan eða aldrei
vakið athygli. Engum dettur í hug
að tekjur ríkissjóðs af söluskatti
megi ekki verða hærri en áætlað er
í fjárlögum. Á sama hátt hvarflar
ekki að neinum að ríkissjóði sé
óheimilt að inna af hendi launa-
greiðslur til starfsmanna ríksisins í
samræmi við kjarasamninga þó svo
að þeir séu gerðir eftir afgreiðslu
fjárlaga.
Á síðustu dögum hefur nokkuð
verð rætt um aukafjárveitingar. í
þeirri umræðu hefur spjótum verið
beint víða, en að mínu áliti em það
einkum tvö atriði sem áhugavert er
að ræða. í fyrsta lagi fyrirkomulag
eða form fjáraukalaga og í öðru lagi
ástæður fyrir því að áætlun fjárlaga
stenst ekki.
Eins og áður sagði hefur sú hefð
myndast að frumvarp til fjárauka-
laga er lagt fram og afgreitt tveimur
til þremur árum eftir að fjárhagsár-
inu lýkur. Þetta þýðir að frumvarp
til fjáraukalaga er sannast sagna
ekkert annað en skýrsla til alþingis
um gerðan hlut og samþykkt þess
„syndakvittun ríkisstjóminni til
handa", eins og Ólafur Jóhannesson
kemst að orði í fyrmefndri bók sinni.
Þessu má breyta.
Ekkert er því til fyrirstöðu að
samtímis því sem fmmvap til fjárlaga
fyrir komandi ár er lagt fyrir alþingi
sé lagt fram fmmvarp til fjárauka-
laga fyrir yfírstandandi ár, jafnvel
þó árið sé ekki alveg liðið. Annar
möguleiki er að leggja fram og af-
greiða frumvarp til fjáraukalaga
áður en þingi er slitið að vori. Báðir
þessir möguleikar hafa þann kost að
umræða um ríkisfjármál og greiðslur
umfram heimildir fjárlaga færi ekki
fram löngu eftir að þær væm inntar
af hendi. Sú umræða fer raunar aldr-
ei fram. Auk þess væm miklar líkur
til þess að enn sæti sama ríkisstjóm
og sami fjármálaráðherra og tók
ákvörðun um þessar greiðslur.
Einnig má velta fyrir sér hvort
ríkisstjóm og fjármálaráðherra ættu
að kynna fjárveitingavaldinu eða ein-
hveijum fulltrúum þess, t.d. fjárveit-
inganefnd eða formanni og
varaformanni fjárveitinganefndar,
væntanlegar umframgreiðslur áður
en þær em inntar af hendi.
Þegar hefur verið minnst á að
margar ástæður em fyrir því að
áætlun fjárlaga stenst ekki og nauð-
synlegt er að afgreiða fjáraukalög.
Þessar em helstan
1. Fjárlög byggjast yfírleitt á ein-
hveijum tilteknum forsendum um
þróun launa og verðlags í landinu á
fjárhagsárinu. Þessar forsendur
standast iðulega ekki. Þar kemur
ýmislegt til og verður ekki alltaf
rakið til ákvarðana ríkisstjómar.
Sem dæmi má nefna hækkun á olíu-
verði, hækkun á vöxtum á alþjóðleg-
um fjármagnsmörkuðum, kjara-
samningar annarra aðila en
opinberra starfsmanna og svo mætti
lengi telja. í öðmm tilvikum má rekja
þennan mismun til ákvarðana ríkis-
stjómar um kjarasamninga við
opinbera starfsmenn, verðbætur á
laun opinberra starfsmanna, bætur
almannatrygginga o.s.frv. Sé litið á
Qárlög og raunvemleg útgjöld
síðustu ára kemur í ljós að megnið
af misræminu þar á milli má einmitt
rekja til þess að forsendur um þróun
launa og verðlags hafa ekki staðist.
2. Á hverju ári verða ótal tilefni
til þess að ríkisstjóm og reyndar al-
þingi einnig vilja að inntar verði af
hendi greiðslur sem ekki var gert ráð
fyrir í fjárlögum. Reyndar er sett til
hliðar í fjárlögum flárhæð til að
mæta óvissum útgjöldum en hún
hefur aldrei reynst nógu há. Hér er
einfaldlega um að ræða verkefni sem
ekki vom séð fyrir þegar fjárlög
vom afgreidd og geta t.d. tengst
greiðsluerfíðleikum húsbyggjenda
eða söfnun líknarfélags til sérstaks
verkefnis og ýmsu þar á milli.
Af svipuðum toga em greiðslur
vegna tjóns á eigum ríkisins.
3. Ýmsum sjóðum og stofnunum
ríkisins em tryggðar tekjur af svo-
kölluðum mörkuðum tekjustofnum.
Ríkissjóði ber skylda til að skila þess-
um aðilum því fé sem innheimtist
nema því aðeins að annað sé til-
greint í lögum. Af þessum toga má
nefna greiðslu í Framkvæmdasjóð
aldraðra, skipulagsgjald til embættis
skipulagsstjóra ríkisins og markaðar
tekjur tilk tóbaksvama.
Af svipuðu tagi em uppgjör ríkis-
sjóðs við sveitarfélög og ýmsa
einkaaðila. Hér er um að ræða upp-
gjör á kostnaði við rekstur stofnana
sem ríkissjóður rekur í samvinnu við
þessa aðila eða kostnað við ýmis
önnur sameiginleg verkefni.
4. Fyrir kemur að Alþingi sam-
þykkir lög eða ályktanir eftir að
fjárlög hafa verið samþykkt sem
ýmist skylda ríkissjóð eða hvetja til
fjárútláta.
5. Ráðuneytum er heimilt að fresta
notkun á fjárveitingum til fram-
kvæmda frá einu ári til annars. Því
kemur það fram sem umframgreiðsla
þegar ákveðið er að nota fjárveitingu
sem hefur verið „geymd". Yfírleitt
liggur ekki fyrir hvenær eftir slíkri
greiðslu er kallað.
6. Árlega gerir ríkissjóður tugi
samninga um ýmiss konar verklegar
framkvæmdir. Að sjálfsögðu er reynt
að áætla eins nákvæmlega og unnt
er í fjárlögum fyrir kostnaði sem af
slíkum verksamningum hlýst, en oft
tekst það ekki.
Svipað gildir um ýmsa aðra samn-
inga en verksamninga og má þar
nefna húsaleigusamninga sem dæmi.
7. Síðast ber að minnast á um-
framgreiðslur vegna þess að ríkis-
stofnanir hafa einfaldlega eytt meira
fé en löggjafínn ætlaðist til. í flestum
tilfellum er þráast við að heimila
greiðslur af þessu tagi en fyrir kem-
ur að þetta bitnar svo á saklausum
þriðja aðila, þ.e. viðskiptamönnum
stofriunar, að fallist er á að heimila
umframgreiðslu.
Þá eru ýmiss konar styrkir og
framlög til félaga og verkefna. Þetta
er sá flokkur umframgreiðslna sem
vekur mesta athygli og árviss um-
ræða verður um, þó svo að fjárhæðin
sé iðulega mun lægri en í flestum
flokkum sem taldir hafa verið upp
hér að ofan. Umframgreiðslur af
þessum toga eru oft umdeildar og
því er það afgreiðsla á þeim sem
kallar ekki síst á að fjáraukalög séu
afgreidd fyrr en nú er.
Umræðan hingað til hefur snúist
um rúmlega 600 millj. kr. umfram-
greiðslur á árinu 1987. Sundurliðun
á þeim fer hér á eftin
. Áhrif kjarasamninga Tímabil 1.1.—1.7. Þús. kr. 17.120 8.7.—30.9 Þús. kr.
2. Lagafyrirmæli og þingsályktanir 16.998 —
3. Ákvæði samninga 16.034 3.663
4. Heimild í 6. gr. Ijárlaga 39.390 —
5. Tjónagreiðslur 700 —
6. Uppgjör vegna ársins 1986 78.447 21.789
7. Ákvarðanir ríkisstjómar 235.482* 5.000
8. Ónotuð fjárveiting frá 1986 4.365 11.000
9. Ófyrirséð útgjöld 1987 51.343 12.166
10. Annað 98.447 9.409
Samtals 558.326 63.027
* Þar af Tryggingastofnun ríkisins 115.500 og niðurgreiðslur 75.000^
Höfundur er hagsýslustjóri ríkisins.