Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 1
64 SIÐUR OG LESBOK «r0nmWbd>U^ STOFNAÐ 1913 223.tbl.75.árg. LAUGARDAGUR 3. OKTOBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins ReuUír Til óeirða kom í Lhasa, höfuðborg Tíbets, í gær og létu sex menn lífið, að sögn kínversku fréttastofunn- ar NCNA. Tíbeskir búddamunkar mótmæltu yfirráðum Kínverja yfir Tíbet í Lhasa á sunnudag og var myndin tekin þá. Blóðugar óeirðir blossa upp í Tíbet Höf uðborg landsins sambandslaus við umheiminn Styrjöld við Banda- ríkjamenn vofir yfir — segir f orseti íranska þingsins Nicosiu, Dubai, Reuter. ALI Akbar Hashemi Rafsanjani, forseti íranska þingsins, sagði í gær að allt benti til þess að brátt hæfust átök við Bandaríkjamenn á Persaflóa og gaf í skyn að þau myndu standa í nokkur ár. London, Reuter. KÍNVERSKA fréttastofan NCNA greindi frá því i gær að sex menn hefðu látið Ufið og nítján lögregluþjónar meiðst í óeirðum i Lhasa, höfuðborg Tíbets. Sagði fréttastofan að átökin á fimmtudag væru liður í tilraun fylgismanna Dalai Lama, trúarleiðtoga tíbeskra búdda- munka, til að „kljúfa föðurlandið". „Mótmælendurnir tóku skotvopn af lögregluþjónum og skutu á allt sem fyrir varð. Óeirðarseggirnir og aðrir viðstaddir dreifðust ekki fyrr en rökkva tók," sagði fréttastofan. Tekið var fram að lögregla hefði ekki notað skotvopn. Fyrr í gær var greint frá því að Sovétríkin: Ida Nudel fær brott- fararleyfi Moskvu, Reuter. SOVÉSKI andófsmaðurinn Ida Nudel hefur fengið leyfi til að flytjast til ísraels, að því er náinn vinur hennar, Iulia Ratner, sagði i gær. Nudel býr nú í íbúð Ratner í Moskvu. Ratner hvaðst ekki vita hven- ær Nudel, sem hefur reynt að fá leyfi yfirvalda til að flytjast úr landi frá árinu 1971, fengi að fara.-Nudel var send í útlegð til Síbiríu 1978. Hún fékk leyfi til að snúa aftur til Moskvu 1982, en var meinað að setjast þar að. Hefur hún síðan búið í Sovétlýðveldinu Moldavíu. Nudel hefur barist fyrir mál- stað gyðinga, sem vilja flytja frá Sovétríkjunum, og hafa emb- ættismenn vestrænna ríkja oft og tíðum talað máli hennar. lokað hefði verið fyrir síma- og fjar- skiptasamband við Lhasa vegna mótmælanna og bárust óstaðfestar fregnir um að fjöldi mánna hefði slasast og verið handtekinn eftir átök aðskilnaðarsinna og lögreglu. í frétt málgagns kínverska kommúnistaflokksins, Dagblaðs al- þýðunnar, í morgun sagði, að atburðirnir í Tibet væru „alvarlegs eðlis" og væri við „Dalai-klíkuna" að sakast. Sagði að tilgangur óeirð- anna væri að grafa undan þeirri einingu, sem ríkti í Kína, og styðja „glæpastarfsemi fylgismanna Dalai Lama á erlendri grundu og kljúfa föðurlandið". I blaðinu sagði að Tíbet væri órjúfanlegur hluti af Kína og undanfarin ár hefðu lífskjör íbúa þar batnað talsvert. Kínverska fréttastofan sagði að flokkur nokkurra aðskilnaðarsinna hefði kynnt undir óeirðunum. Mót- mælin bar upp á þjóðhátíðardegi Kínverja og var sagt að hátíðahöld hefðu farið friðsamlega fram þar til nokkrir tugir manna gengu niður eina aðalgötu Lhasa og hrópuðu: „Veitið Tíbet sjálfstæði!" Sagði að mótmælendurnir hefðu grýtt al- menning og lögregluþjóna, sem reyndu að hefta för þeirra. Þeir hefðu lagt eld að lögreglustöð og eyðilagt vélknúin ökutæki. Kínverjar halda því fram að Tíbet hafi heyrt undir þá síðan á 13. öld. En Tíbetbúar eru margir andvígir yfirráðum Kínverja, einkum fylgis- menn Dalais Lama. Vilja þeir að hann snúi aftur heim úr útlegð á Indlandi, þar sem hann hefur dval- ist síðan uppreisn gegn yfirráðum Kínverja var bæld niður árið 1959. Kínverskir ráðamenn segja að hann megi snúa aftur til Kína, en ekki búa í Tíbet. Haft var eftir vestrænum ferða- mönnum áður en símasamband var rofið að svo margir hefðu tekið þátt í mótmælunum að ógerningur hefði verið að slá tölu á þá. í Lhasa gekk sá orðrómur að nokkrir út- lendingar hefðu verið handteknir en það fékkst ekki staðfest. Á sunnudag kom til mótmæla í Lhasa og greindu kínverskir fjöl- miðlar ekki frá þeim fyrr en á þriðjudag. Útvarpið í Teheran kvað Rafsanj- ani hafa sagt á bænafundi í höfuðborg Irans að Bandaríkja- menn hefðu skotið fyrsta skotinu. Svíþjóð: Þurfaekki að taka við flóttafólki Stokkhólmi, frá Erik Liden, fréttæ Itara Mor^unblaðsins. Utlendingaeftirlitið í Svíþjóð hefur nú fallist á að stjórnir sex bæjar- og sveitarfélaga fái að neita flóttamönnum og innflytj- endum um að setjast að. Útlend- ingaeftirlitið hefur lagt til að þau bæjar- og sveitafélög, sem vilja meina útlendingum að setjast að, taki ekki á móti innflytjendum i þrjú ár til þess að losna við þrot- lausar deilur um það hvort bera eigi málið undir almenna at- kvæðagreiðslu. Yfirvöld í Sjöbo á Skáni hafa verið í fararbroddi áðurnefndra bæjar- og sveitarfélaga. í sumar og haust hefur verið hart deilt um aukin straum flóttamanna til Svíþjóðar. Mörg bæjar- og og sveit- arfélög hafa ákveðið að taka á móti eins fáum flóttamönnum og mögulegt er. Stjórnir sex bæjar- sveitafélaga hafa ákveðið að segja hingað og ekki lengra og bera því við að þær hafi hvorki efni á að taka við flóttafólki, né húsnæði handa því. Þingmenn allra flokka hafa fyllst reiði vegna aðgerða stjórnmála- manna í Sjöbo. Stefna Svía í flótta- mannamálum er orðin rótgróin og er hún því mjög viðkvæmt mál þar í landi. „Ef öryggisráð [Sameinuðu þjóð- anna] ætlar að binda enda á styrj- öldina milli írana og Bandaríkja- manna eftir þrjú til fjögur ár, skulu Bandaríkjamenn ekki halda því fram að þeir séu saklausir af að hafa hafið hana," sagði Rafsanjani. „Líkast til munum við eiga í átökum á nýjum vígstöðvum í suðurhluta landsins [við Persaflóa] í náinni framtíð." Skoraði hann á fleiri að bjóða sig fram til herþjpnustu vegna þess að hluti herafla írana ætti að vera í viðbragðsstöðu við Persaflóa. „Við höfum þegar gert ráðstafanir til þess að bregðast við Bandaríkja- mönnum á viðeigandi hátt," sagði Rafsanjani. íranar og írakar héldu áfram að gera árásir á skip á Persaflóa í gær. Iraskar orrustuþotur gerðu loftárás á níunda skipið á ellefu dögum. írakar réðust á fimmta skipið á þremur dögum en unnu ekki umtalsvert tjón fremur en í fyrri árásum. íranar gera árásir sínar á litlum hraðbátum og hafa skip, sem orðið hafa fyrir barðinu á þeim, undantekningarlaust getað siglt leiðar sinnar. Tyrkjar greindu frá því að íranar og Irakar hefðu ákveðið að loka sendiráðsskrifstofum sínum í Bagd- að og Teheran. íranar og írakar hafa haft erindreka hvorir í höfuð- borgum annarra frá því að Persa- flóastríðið hófst fyrir sjö árum, en að sögn Rafsanjanis hafa þeir nán- ast verið fangar. Verður skipst á erindrekunum í Tyrklandi. Tyrkir hafa átt vinsamleg samskipti við bæði írana og íraka. Japanskir sjómenn munu ekki fá að sigla á Persaflóa þar til öryggi þeirra hefur verið tryggt, að því er japönsk stjórnvöld sögðu í gær. Japanska stjórnin setti slíkt bann í síðasta mánuði eftir árás á japanskt olíuskip, en því var aflétt fjórum dögum síðar. Jarðskjálftinn í Los Angeles: Þúsundir manna syáfu úti undir berum himni Los Angeles, Reuter. ÞÚSUNDIR íbúa Los Angeles sváfu í tjöldum í almennings- görðum eða á götiim úti í fyrrinótt. Óttuðust þeir að fleiri jarðskjálftar fylgdu í kjöl- far öfluga skjálftans, sem skók borgina á fimmtudagsmorgun. Sex menn biðu bana í skjálftan- um en þrír fengu hjartaáfall er hann reið yfir. Tvöhundruð menn slösuðust, þar af 12 alvar- lega. Tuttugu byggingar eyði- lögðust og þúsundir húsa löskuðust. Talsverður ótti greip um sig meðal borgarbúa en í gær var daglegt líf að færast í fyrra horf. AUs hafa 19 skjálftar fundist í kjölfar aðalskjálftans, sem mæld- ist 6,1 stig á Richter-kvarða og skók borgina í 20 sekúndur. Hjörtur Grétarsson, nemi í Los Angeles, býr á garði í borginni og sagði hann að þar hefðu allir vaknað við það að viðvörunar- flautur í bílum fyrir utan vældu við fyrsta skjálftann. Talsmenn Rauða krossins sögðu í gær að 51 maður hefði fengið hjartaáfall í skjálftanum. Þrír þeirra dóu. Auk þess beið 23 ára stúlka bana er steinveggur hrundi á hana, maður kafnaði í jarðgöngum er þau hrundu yfir hann og maður frá Guatemala beið bana er hann stökk út um glugga á þriðju hæð í húsi af hræðslu. Vísindamenn við Jarðvísinda- stofnun Bandaríkjanna útilokuðu ekki frekari skjálfta á næstunni. Þeir sögðu að líkur á „þeim stóra" hefðu ekki minnkað við skjálftann í fyrradag. Aftur á móti er búist við að jarðskjálfti á borð við skjálftann á fimmtudag ríði yfir á næstu fimm dögum. Stór- skjálfta, um 8 stig, hefur verið spáð í Kaliforníu fyrir næstu ára- mót. Að sögn Hjartar Grétarssonar verður vart við um fjóra jarð- skjálftakippi í borginni á mánuði. Sagði hann að fyrir skjálftann í fyrradag hefði aftur á móti allt verið með kyrrum kjörum í ellefu mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.