Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987
Að heyra ekki
Einn heimur — sameiginleg ábyrgð.
eftirBraga
Ásgeirsson
Eins og vafalítið margir aðrir las
ég grein Gunnars Salvarssonar í
sunnudagsblaði B með óskiptri at-
hygli. Það er mjög þakkarvert að
beina sjónum manna að þessum
minnihlutahópi í þjóðfélaginu, sem
nefnist heymleysingjar, enda er það
tvímælalaust rangt mat á eðli
heymarleysis svo og viðteknir for-
dómar, sem er erfiðasti þröskuldur
þeirra í lífinu. Þeir reka sig víða á
vegg þekkingarleysis og vanmats
og í flestum tilvikum vegna and-
varaleysis og fáfræði. Fáfræði, sem
er ekki einasta að finna meðal al-
mennings, heldur nær jafnvel til
almennra Iækna og hálærðra sér-
fræðinga í þeirri grein — en ekki
virðist einni dagstund í þeirra langa
námi hafa verið varið til að kenna
þeim að ræða við og umgangast
slíka — ekki þarf meira til í flestum
tilvikum.
Af eigin reynslu veit ég dæmi
þess, að þetta vanmat nær einnig
inn í raðir kennara heymarlausra —
og er þá ekki við góðu að búast!
Ofvemdun er t.d. síst af hinu góða.
Ýmislegt kom mér spanskt fyrir
sjónir varðandi frásögnina af
heimsþingi heymleysingjafélaga í
Finnlandi, einkum hvað ýmsar al-
hæfingar snertir, sem ekki eru til
þess fallnar að bæta úr misskilningi
fólks á eðli heymarleysis og vanda-
málum þeirra sem faeðast heymar-
lausir eða heymarskertir, svo og
þeirra, sem missa heymina meðan
þroski og starfsorka er í mestum
blóma. Ýmis heimsþing virðast hafa
það sameiginlegt að standa að hin-
um fáránlegustu ályktunum og
koma með útskýringar á viðkvæm-
um málum, sem ganga svo ekki
upp, er á reynir og seinna er gert
góðlátlegt gaman að, jafnvel skop-
ast að á hressilegum málþingum —
en áðuc hafa stefnumörkin kannski
náð að valda ómældum skaða sem
að sjálfsögðu er minna gamanmál.
Nægir að nefna hér uppeldis- og
sálfræðiþing.
Það vill fara svo þegar meirihluti
þingheims lætur heillast af rökfimi
málglaðra spekinga og menn
gleyma um stund að beita yflrveg-
aðri hugsun, en það gerist of oft.
Glæsilegur og ítarlegur málflutn-
ingur fellur í góðan jarðveg á
flölmennum þingum, sem standa í
örfáa daga og mikið liggur við, að
mestur sýnilegur árangur náist.
— Þetta með táknmál og mál-
minnihlutahópinn þarf t.d. að
hugleiða betur, þótt í fljótu bragði
virðist rökin vega þungt, enda sann-
færingarkrafturinn mikill. Kýs ég
að víkja að því síðar, en ég hef ein-
mitt lengi haft í huga að rita um
þessi mál, og hef sankað að mér
nokkrum bókum í því skyni — skáld-
ið á blaðinu lét mig og panta
nokkrar á kostnað þess, svo að ég
„Það sem mér fannst
skorta í greininni var
að bregða í fáum, en
vel völdum orðum
skýru ljósi á eðli heyrn-
arleysis, því að einmitt
það er vænlegast til að
minnka fordóma og
eyða rangmati.“
hef hér í raun nokkrar skyldur,
hvemig sem á málið er litið.
Það sem mér fannst skorta í
greininni var að bregða í fáum, en
vel völdum orðum skýru ljósi á eðli
heymarleysis, því að einmitt það
er vænlegast til að minnka fordóma
og eyða rangmati.
— Sú fötlun er mest, enda ein
sú versta, sem fyrir að öðru leyti
heilbrigðan einstakling getur kom-
ið, að fæðast heymarlaus. Á ég þá
við að viðkomandi fæðist með enga
heym.
Fötlunin telst strax minni, ef ein-
hveijar heymarleifar eru fyrir hendi
og leiðin til almenns þroska þarmeð
greiðari — og þeim meiri sem heym-
arleifamar reynast virkari.
Ennþá meiri er munurinn, ef við-
komandi hefur haft fulla heym,
jafnvel þótt ekki sé lengur en fyrsta
ár ævinnar. En hvert ár, sem líður
frá frumbemsku til þroska, hefur
gríðarmikið að segja, að ekki sé
talað um, ef viðkomandi efur lært
að tala og jafnvel lesa — og þá eink-
um á þann eðlisbundna hátt, sem
margur lærði fyrrum áður en í skóla
kom og ennþá gerist.
En þar fyrir er fötlunin í sjálfu
sér í öllum sínum stigum auðvitað
jafn slæm, hvenær sem hún leggst
á viðkomandi.
Allir, sem misst hafa heymina
að fullu, verða strangt til tekið að
þola það að nefnast heymleysingjar
og einnig þeir, sem hafa heymar-
leifar, svo lengi sem heymartæki
koma ekki að markverðum notum
— hinir teljast heymarskertir.
Veigurinn í málflutningi mínum
er hér greining heymarleysis, en
tilefni þessara lína er þó öðru frem-
ur að hafna því að ganga undir það
jarðarmen, að heymleysingjar nái
ekki nákvæmum upplýsingum úr
rituðum texta og að lesskilningur
þeirra sé þvi sem næst sá sami
og átta ára barns!
Slíkt má ekki birta opinberlega
án nánari skýringa -og athuga-
semda, því að framslátturinn er
fyrir margt villandi. Auðvitað á
þetta trúlega við flesta þá, sem eru
svo ólánssamir, að fæðast án
heymar eða eru mjög heymarskert-
ir, en þó ekki í þeim mæli, að
alhæfíngar sé þörf. Hvers eiga þá
allir hinir að gjalda?
Það era ekki aðeins til- undan-
tekningar frá reglunni, heldur
fjölmörg dæmi um allmiklu meiri
lesskilning, að ekki sé fastar að
orði kveðið. Undantekningamar
stóra era sjálfsagt Helen Keller,
sem missti heyrn og sjón IV2 árs
gömul, en skildi víst til nokkurrar
hlítar 4 tungumál, svo og hin ástr-
alíufæddi John Warcup Comford,
sem á unga aldri missti heyrnina,
en er nóbelsverðlaunahafl í eðlis-
fræði og var yflrmaður merkrar
vísindastofnunar í Sittingboume í
Englandi, er ég síðast vissi. Þótt
hann standi hér einn, þá hafa hinir
heyrnarlausu hér hlutfallslega
skákað hinum heyrandi í þeirri
grein!
Þá hefur mér verið sagt frá
heymarlausum blaðamanni í Fær-
eyjum, og væntanlega vill sá ekki
gangast undir það fremur en heyr-
andi blaðamenn, að lesskilningur
hans sé á við skilning átta ára
bama!
Heymarlausir hafa og með góð-
um árangri dreift sér í almenn sem
mikilvæg þjóðhagsleg störf við hlið
heyrandi fólks og sem fullyrða má,
staðið sig jafnvel og t.d. konur í
karlastörfum, sem mér _ þykir
ósjálfrátt verðug samlíking. í öllum
tilvikum ræður velgengni slíkra for-
dómaleysi og trú á getu viðkom-
andi.
Þá hef ég sjálfur kynnst nokkr-
um, sem misstu-* heymina mjög
ungir og þannig ekki talandi, en
höfðu þó og hafa drjúgan skilning
á Iesmáli.
Þetta kom m. a. fram hjá Serge
J. Robert, varaforseta fram-
kvæmdastjómar MasterCard Int-
emational á ráðstefnu samtakanna,
sem haldin var á Hollyday Inn í
Reykjavík nú í vikunni. Ráðstefn-
una hér sóttu Ijórir fulltrúar frá
Evrópu, þrír frá Kyrrahafssvæði
Asíu, tveir frá Rómönsku Ameríku,
En rétt er og á erindi inn í þenn-
an pistil mönnum til glöggvunar,
að það kostar heymarlausa oft ótrú-
lega fyrirhöfn að tileinka sér einföld
og almenn hugtök, sem hinir heyr-
andi læra fyrirhafnarlaust. Það er
þó annað mál, sem bíður síns tíma
að útlista og heymarlausir eiga
einn frá Kanada og frá Banda-
rílq'unúm komu sex.
„Mikill vöxtur er nú í kreditkorta-
starfseminni í heiminum. Sam-
keppnin er þar hörð milli
MasterCard-EuroCard annars veg-
ar og Visa hins vegar, sem era
aðal kreditkortin. Nú era um 150
millj. manns út um allan heim, sem
einnig til yflrburði yfir þá heyr-
andi, sem felast m.a. í auknu næmi
í að „hlusta" með sjóninni.
En af ofanskráðu má vonandi
ráða, að þessi alhæfíng heimsþings-
ins er nokkuð fljótfæmisleg gerð
og þótti mér því ástæða til að vekja
hér athygli á.
nota MasterCard-EuroCard kortið,"
sagði Serge J. Robert ennfremur.
„Við völdum ísland fyrir ráð-
stefnustað nú m. a. vegna þess að
EuroCard hefur unnið gott starf á
íslandi fyrir MasterCard hópinn.
ísland er í Evrópu og þar höfum
við mikinn áhuga á að efla starf-
semi okkar nú. Þegar við höfðum
svæðisfund okkar í Monte Carlo
fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og
Áfríku í maí sl., þá hittum við
stjómendur EuroCard á íslandi. Við
ræddum þá ítarléga saman og þá
kom upp sú hugmynd að halda
þessa ráðstefnu hér.
Ég leyfi mér að fullyrða, að þeir
úr okkar hópi, sem komu lengst að
það er frá Austurlöndum fjær, hrif-
ust mjög af því að fá að koma til
íslands og litu á þetta sem einstakt
tækifæri," sagði Serge J. Robert
að lokum.
Ekið á bíl
við Þjóð-
leikhúsið
EKIÐ var á bifreið i stæði við
Þjóðleikhúsið á miðvikudags-
kvöld, 30. september. Sá sem það
gerði, eða þeir sem sáu til hans,
eru beðnir um að hafa samband
við slysarannsóknardeild lög-
reglunnar i Reykjavík.
Bifreiðin, sem ekið var á, var í
stæðinu frá kl. 21-23.30. Þetta er
blá Renault station bifreið, árgerð
1987. Bifreiðin er skemmd á hægra
frambretti og dælduð á hurð.
Ráðstefna MasterCard í Reykjavík:
EuroCard hefur iinnið
*
gott starf á Islandi
- segir Serge J. Robert, varaforseti framkvæmdastjórn-
ar MasterCard International
„Eitt aðal verkefnið á ráðstefnu okkar hjá MasterCard hér á ís-
landi var að skilgreina markmið og stefnumörk i starfsemi okkar
á árinu 1988. Það getum við ekki einir i aðalstöðvum okkar i New
York með því að gefa fyrirmæli þaðan, heldur verðum við að halda
ráðstefnur með þátttöku okkar manna hvaðanæva að úr heiminum,
svo að við getum samræmt sjónarmiðin og gengið sameiginlega til
verks.“