Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 13 Menningarlíf í Tékkóslóvakíu: Odeon-bókaútgáfan í Prag „Það eru ekki pólitísk ummæli í vestrænum bókmenntum, sem valda okkur vandræðum heldur kynlíf slýsingar “ Odeon-bókaforlagið í Prag gef- ur út langsamlega mest af þýddum bókum í Tékkóslóvakíu. I þessari grein er rætt við einn af ráðamönnum þessa útgáfufyr- irtækis um útgáfu þýddra bókmenntaverka í landinu. Við- komandi óskaði nafnleyndar. Hvað er að segja um útgáfu á þýddum verkum eftir höfunda frá Norðurlöndum? Rétt áðan var ég að skoða myndskreytta samiz- dat-útgáfu á „Bróður mínum Ljónshjarta“ eftir Astrid Lind- gren. f>að var mjög mikil sala í þýdd- um norrænum bókmenntum á stríðsárunum og á fyrstu árunum eftir stríð. Að því er ég bezt fæ séð, samsvarar það nokkurn veg- inn því tímabili. þegar Norður- landabúar sjálfir lásu hvað mest af góðum bókmenntum. Á síðari áratugum hefur mjög dregið úr eftirspuminni hjá okkur. I hve stórum upplögum eru þýddar bækur gefnar út hjá ykk- ur? f>að er ekki óvenjulegt að selja allt að því 70.000 eintök af ein- hvetju þýddu bókmenntaverki frá Vesturlöndum og upplögin seljast yfirleitt upp sama daginn og bæk- umar koma í bókaverzlanir. Bækur koma alltaf út á fimmtu- dögum og klukkan tíu á hveijum fimmtudagsmorgni eru, nýút- komnu bækurnar uppseldar — þ.e. klukkutíma eftir að bókabúð- imar opna. Hvernig er þessu varið með tékkneskar bókmenntir? Það gildir um það bil hið sama um þær, en þó geta verið dálítið meiri frávik í sölu þeirra, allt eft- ir því hver höfundurinn er. Bohumil Hrabal getur til dæmis oft selzt í 30.000 eða 40.000 ein- tökum. Bækur hans hafa líka verið þýddar á Norðurlandamál; en það er orðið sjaldgæft að sjá bækur eftir hann hérlendis. Hve margar bækur lætur Ode- on þýða fyrir sig ár hvert? Af bandarískum bókum, sem em sérgrein mín hjá forlaginu, gefum við árlega út þetta 17 til 20 bækur. Það er meðal annars undir því komið, hve mikinn pappír hver deild bókaútgáfunnar fær í sinn hlut við úthlutunina. Þar sem arðsemissjónarmið eru ekki ríkjandi, keppa útgáfufyrir- tækin engan veginn að því að selja eins mörg eintök af hverri útgefinni bók og þau framast geta, né heldur leggja þau áherzlu á að framleiða sem mest af bókum yfirleitt. Aftur á móti hafa mörg útgáfufýrirtæki sérstakan huga á að gefa út glæpareyfara, af því að þeir eru mun ódýrari í fram- leiðslu heldur en til dæmis ljóðabækur. Samt sem áður eru ljóðabækur gjarnan gefnar út í þetta 2.500 og upp í 10.000 ein- tökum hver um sig. Koma oft til einhverjir pólitísk- ir agnúar í sambandi við útgáfu þýddra bóka? Það getur komið fyrir. Þegar við gáfum út heildarritsafn Osips Mandelstams, var upplagið skorið niður, þannig að eintakafjöldinn varð mun minni en ráðgert hafði verið í upphafi. Eitthvað svipað átti sér líka stað með útgáfu á Franz Kafka — en það var annars bara lítil bók með smásögum, sem gefin var út í tilefni af aldaraf- mæli Kafkas árið 1983. Bókin var prentuð á mjög slæman pappír og prentunin var ósköp léleg. Ég hef heyrt því fleygt, að þið hafið lent í erfiðleikum með bæk- ureftirJack Kerouac? Nei, það er ekki rétt með farið. Við gáfum út verk eftir hann fvr- ir tíu árum og fólk stóð þá í biðröð alla nóttina til þess að tryggja sér eintak af bókinni, þegar hún kom í bókaverzlanir. Það var beinlínis slegizt um þá bók og það kom til einhverra óeirða við verzlanimar, svo að lögreglan varð að láta til sín taka og stilla til friðar. Yfirleitt má segja að úrvalið hjá okkur af þýddum erlendum bókum sé ósköp áþekkt því, sem boðið er upp á á Vesturlöndum. Verulega góðar bækur eru, sem betur fer, sjaldan pólitískar — við höfum lent í vandræðum með nokkrar bækur eftir Saul Bellow af stjómmálalegum ástæðum. Það er klámið í nútíma vestrænum bókmenntum, sem veldur okkur miklu meiri örðugleikum. Tékk- nesk stjómvöld em svo siðavönd í þessum efnum að þau vilja ekki heyra minnzt á kynlífslýsingar í bókum. Hvað gerið þig þá við þessi kynlífsatriði í erlendum bókum — fellið þið þau algjörlega burt? Nei, ég mundi aldrei fallast á neitt slíkt — maður verður þó al- tént að vera óaðfinnanlegri fagmennsku sinni trúr. Nýlega var annars John Updike á ferð- inni héma í Prag — og ég bað hann við það tækifæri um leyfi til að gera nokkrar lítilvægar breytingar á einstaka kynlífslýs- ingum í bókum hans, svona rétt til öryggis. Hann sagði, að við gætum gert nákvæmlega það sem við vildum í þeim efnum, því að honum stæði alveg á sama um, hvemig tékkneskar útgáfur af bókum hans litu út. Þegar hann var kominn aftur heim til Banda- ríkjanna, skrifaði hann langa grein um ferð sína til Prag. Í þessari grein sinni sagði hann samt, að það hefðu verið pólitísku atriðin í bókunum hans, sem vald- ið hefðu erfiðleikum við útgáfu þeirra hérlendis, en það er alls ekki satt. Öll greinin var alveg ofboðslega jrfírlætisleg og það er heldur ósanngjörn mynd, sem hann dregur upp af lífinu í Prag. Hvað gefur Odeon út margar bækur á ári? Við gefum aðallega út þýðing- ar, alls um það bil 120 titla á ári hveiju. Og hvað gefa hin bókaforlögin mikið út árlega? Það veit ég ekki; en heildartala þýddra bóka, sem koma út í Prag, er sennijega rúmlega tvisvar sinn- um hærri. Það á að vísu ekki bara við um fagurbókmenntir heldur alls konar þýddar bækur. Það er líka starfrækt sérstakt bókaforlag til útgáfu á tékknesk- um bókmenntum, en það fyrirtæki gefur einungis út örfáar þýðing- ar, einstaka klassísk verk. Og utan Pragar? Ef litið er til dæmis á Slóvakíu, þá kemur í ljós að þar ríkir allt annað skipulag á útgáfustarfsem- inni. Slóvakar em feiknalega duglegjr við að gefa fljótt út er- lendar metsölubækur í slóvanskri þýðingu, oft á tíðum einu eða tveimur árum áður en sömu bæk- umar koma út á tékknesku hér í Prag. Aftur á móti leggja þeir oft meiri áherzlu á viðskiptalega hlið útgáfustarfseminnár heldur en við. Það er mjög svo tímafrekt fyrir- tæki að gefa út þýdda bók héma í Prag — það tekur að minnsta kosti þijú ár frá því að okkur berst erlenda bókin í hendur. Við erum nýbúnir að afla okkur rétt- inda til útgáfu á úrvali af hinum styttri verkum eftir Henry Miller samningaumleitanir um þennan útgáfurétt stóðu yfir í eitt ár. Vinnan við þýðingu tekur að minnsta kosti enn eitt ár í viðbót, og biðtíminn í prentsmiðjunum er farinn að verða stöðugt lengri. Venjulega þurfum við að bíða í allt að hálft annað ár eftir að fá nýlega þýdda bók prentaða, sök- um mikils skorts á vélum og vegna úreltrar tækni í prentsmiðjunum. Nú er svo komið, að það er ekki einu sinni pappírsskorturinn, sem er mesta vandamálið við að stríða lengur. Það líða hins vegar svona að jafnaði þetta 5 til 15 ár frá því að erlend bók kemur út á frummálinu, þar til hún er komin út á tékknesku. Það vildi svo til, að ég hitti John Updike aftur, þegar ég var nýlega á ferð í Bandaríkjunum. Ég var staddur í Boston og var að fara með neðanjarðarlestinni til Harvard háskóla í útborginni Cambridge, og þá sat hann reynd- ar fyrir tilviljun beint á móti mér í klefanum. Eg heilsaði honum og minnti hann á, að ég hefði fyrir skemmstu hitt hann í Prag. Hann fómaði þá höndum í forundran og lét þau orð falla, að heimurinn væri bara orðinn fullur af Tékk- um! Ég tók eftir því, að það virtist ekki vera neinn annar af öllum þeim, sem voru þarna með neðan- jarðarlestinni á leið til Harvard, sem bæri minnstu kennsl á John Updike. Hvernig veljið þið úr þær er- lendu bækur, sem þið viljið láta þýða? Það er gert um það bil á sama hátt og hjá vestrænum útgáfufyr- irtækjum: Okkur berast í hendur tímarit, að vísu dálítið óreglulega, og við emm í stöðugu sambandi við hin stærri erlendu bókaforlög. Þá verðum við okkur úti um ein- tök af áhugaverðum bókum, og sendum því næst tveimúr bók- menntalegum ráðunautum okkar hérlendis eintök af hverri bók og fáum umsagnir þeirra. Farið þið á sdþjóðlegar bóka- sýningar til dæmis til Frankfurt am Main ? Neí. Ég hef verið fastráðinn starfsmaður í Odeon í 14 ár, og á þeim tíma hefur ekki einn ein- asti af bókmenntafræðingum forlagsins verið á bókasýningu í Frankfurt, þótt það sé einmitt sá staður, þar sem allar mögulegar bókmenntir eru kynntar. Þeir ein- ustu, sem fara þangað frá okkur, eru forstjórarnir, en þeir hafa raunar oftast ekkert þar að gera þeir eru ekkert nema toppskarf ar. Viðtal: Kjell Olaf Jensen R19 R20 Póstsendum samdægurs. Opið í dag frá 10-16. útilIf Gtæsibæ, sími 82922.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.