Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 43 Roberto Benigni í hlutverki sínu í myndinni, Undir fargi laganna, sem sýnd var á Kvikmyndahátíð Listahátfðar. Kvikmyndahátíð Listahátíðar 1987: Undir fargi laganna Seinheppnir sölumenn # Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Undir fargi laganna (Down By Law). Bandarísk, 1986. Leik- stjóri: Jim Jarmusch. Handrit: Jim Jarmusch. Kvikmyndataka: Robby Muller. Tónlist: John Lurie. Helstu hlutverk: Tom Waits, John Lurie og Roberto Benigni. I scream, for you scream, for we scream for Icecream. Bob. Jack og Zack. Zack og Jack. Og Bob og Jack og Zack. Þrír aldeilis ólánsamir menn hittast af engri til- viljun í fangaklefa í Louisiana. Jack er melludólgur. Zack var einu sinni plötusnúður á útvarpsstöð. Bob er meinlausastur á að líta; ítalskur ferðalangur með hrífandi áhuga fyrir engilsaxneskunni. En hvað er þetta mislita fé að dúsa í fangelsi? Jack var plataður á stefnumót við stúlku undir lögaldri og löggan var allt f einu komin um allt og Jack var handtekinn áður en hann gat sagt svo mikið sem halló. Nú, Zack. Hann var að skipta sér af engu þegar gamall kunningi kom og bað hann, fyrir 1.000 dollara, að keyra tiltekinn bfl á tiltekinn stað. Gamli kunninginn var ekkert að láta Zack vita af líkinu í skott- inu. En löggan fékk að vita um líkið og stoppaði Zack og Zack lenti í steininum. En Bob? Já, Bob. Hann gæti ekki gert flugu mein en hann er þó sá eini sem brotið hefur eitt- hvað verulega af sér. Hann er morðingi. Að vísu ekki sérlega kald- rifjaður. Hann var að spila fjár- hættuspil við þessa náunga sem föttuðu að hann svindlaði, en venju- lega svindlar Bob mjög vel svo yfirleitt kemst aldrei upp um hann. En þessir náungar urðu verulega reiðir svo Bob tók á rás og á flóttan- um hljóp hann í gegnum ballskákar- sal og til að gera eitthvað greip hann kúlu, nánar tiltekið kúlu núm- er átta sem er mjög góð kúla, og henti henni aftur fyrir sig. Hún lenti á enninu á einum spilafélaganum og hann dó með það sama. Mjög slysalegt allt saman og algjörlega óvart. Þannig er nú saga þeirra Jack og Zack og Bobs í Louisiana-fang- elsinu. Það er auðvelt að hrífast af þess- um persónum myndar Jim Jarm- usch, Undir fargi laganna (Down By Law). Þótt Jack og Zack séu talsvert fráhrindandi við fyrstu kynni mýkjast þeir aðeins þegar á líður og Bob er dásamlegur karakt- er. Þessir þrír ólánsmenn eiga ekkert sameiginlegt nema veggina f fangelsinu og slæm örlög, sem þeir ekki réðu. Samband þeirra jaðr- ar alltaf við að vera fjandsamlegt, Jack og Zack eiga í sffelldum erjum og Bob stendur einhvers staðar á milli og nfðist á enskri tungu í hvert skipti sem hann opnar munninn. Það er kaldhæðnislegt að Jack og Zack skuli sitja inni fyrir það sem þeir gerðu ekki, en hámark kald- hæðninnar er að Bob skuli vera morðinginn í hópnum. Þar til þeir lenda saman í fangels- inu og Bob kemur í myndina er ekki auðvelt að sjá hvert stefnir. í upphafsatriðinu keyrir myndavélin fram og aftur um hijóstrugt lands- lag fátæktarhverfa og auðnar og nemur staðar við tvo íbúa í slömm- inu. Jack situr undir skömmum frá mellunni sinni og Ellen Barkin, sem er eins og fellibylur í litlu aukahlut- verki, hendir kærastanum Zack út og vill aldrei sjá hann aftur. Þannig hefst ferð sakleysingjanna í fang- elsið. Þar hitta þeir Bob og skyndi- lega verður Undir fargi laganna gamanmynd. Bob gefur myndinni ríkulegan kómfskan svip með enda- lausu blaðri og ítalski grínarinn sem leikur hann, Roberto Benigni, fer einfaldlega á kóstum í hlutverkinu Kvlkmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Löggan í Beverly Hills H — The Beverly Hills cop n ★ ★ 1/2 Leikstjóri: Tony Scott Handrit: Eddie Murphy o.fl. Tónlist: Harold Faltemeyer Aðalleikendur: Eddie Murphy, Judge Reinhold, Ronny Cox, Jurgen Prochnow, Birgitte Niel- sen. Bandarisk. Paramount 1987. Meginmálið er það að Murphy er bæði svo bráðfyndinn og hæfi- leikaríkur gamanleikari og súper- stjama að hann getur sagt sama brandarann aftur — og allir hlæja. En jafnframt verður honum að miklu leyti kennt um ófrumleika þessarar framhaldsmyndar, sem á köflum er slfk eftiröpun þeirrar fyrri að undrum sætir. Einkum þegar haft er í huga að það eru engir fjár- vana nýgræðingar hér við stjóm, heldur blóminn úr Hollywood í dag og ómælt fjármagn Gulf & West- em. Það er ólíkleg blanda alvöru- löggumyndar og farsakenndrar gamanmyndar sem er undirstaða þessarar vinsælustu myndar ársins. Að hluta til meira að segja örlítið væmin hefndarþriller! Murphy er semsé aftur kominn til Beverly- hæða, nú til að hafa uppá glæpalýð sem hefur m.a. sært vin hans Ronny Cox, lögregiustjóra, næstum til ólíf- is. Sú sem stendur á bak við ódæðið er kvenskratti mikill og ljóshærð- ur... Murphy hafði allt að segja hvað varðaði endanlegt handrit, enda er BHC II fyrst og fremst vettvangur fyrir einstaka gamanhæfileika pilts. Hann mætti þó gjaman víkka skop- skynið sem einkum er bundið við ótrúlega hraðmælsku og derring — og svo þenhan ómótstæðilega hlát- með gáfulegan svipinn og furðusög- umar um hvemig hann varð morðingi og hvemig mamma hans var skrítin. John Lurie leikur mellu- dólginn Jack, en plötusnúðurinn Zack er leikinn af tónlistarmannin- um Tom Waits og báðir líta þeir út eins og fangelsið sé þeirra annað heimili. Aðeins Bob á eftir að fínna hamingjuna þegar þeir flýja fang- elsið, leiðir Jack og Zack skilja án þess að vinátta hafí kviknað á milli þeirra. Það er ekkert sem bindur þá saman. Það er líka auðvelt að hrífast af vinnubrögðum Jarmusch, svart/ hvítu kvikmyndatökunni, uppstill- ingum í fangaklefanum, lunknu og oft bráðfyndnu handritinu og góð- um leiknum. Jarmusch er sannar- lega sérstakur og athyglisverður kvikmyndagerðarmaður í sjálfskip- aðri útlegð frá Hollywood. Amerísk kvikmyndagerð nýtur mikið góðs af henni. ur. Það sem á vantar er frumlegri söguþráður og fyndni. Hinsvegar fær Reinhold, samleikari hans að sýna á sér ögn mannlegri hlið en í fyrri myndinni og er það vel, hann klárar sig vel sá piltur. Sama verð- ur ekki sagt um Nielsen, en einhver ágætur maður lét svo um mælt að gerði fátt annað í myndinni en að sýnast stóra systir Max Headroom! Tæpast nógu góð þegar haft er í huga að bak við Beverly Hills Cop II stendur gengið sem gerði Top Gun, með Tony Scott í fararbroddi og sjálfan Eddie Murphy, einkum sökum þess að hún minnir um of á mynd I. Engu að síður mjög góð afþreying sem á örugglega eftir að slá í gegn hér sem annars staðar. Kvikmyndlr Arnaldur Indriðason Seinheppnir sölumenn (Tin Men). Sýnd í Bíóborginni. Stjömugjöf: ★ ★ ★ ‘/2 Bandarísk: Leikstjóri og hand- ritshöfundur: Barry Levinson. Framleiðandi: Mark Johnson. Kvikmyndataka: Peter Sova. Tónlist: Fine Young Cannibals. Helstu hlutverk: Richard Dreyf- uss, Danny DeVito og Barbara Hershey. Þegar BB (Richard Dreyfuss), straufínn að vanda, keypti sér bfl einn daginn, stóran, renniiegan Kadilakk, og var að bakka honum útúr bflasölunni, þurfti þá ekki þessi mannapi Tilley (Danny DeVito) að koma brunandi niður götuna, rúll- andi feitum hausnum á herðunum (af því hann er með vöðvabólgu) og renna beint inní Kadilakkinn. Rifrildið sem á eftir kemur verður einkennandi fyrir samskipti þeirra; Bananahaus og Litli lávarðurinn eru meinlausu gæluyrðin sem þeir nota hvor á annan. Þetta er upphafíð á miskunnar- lausri óvináttu BB og Tilleys og sérlega góð kynning á höfðupersón- um hinnar stórskemmtilegu gamanmyndar, Seinheppnir sölu- menn (Tin Man), sem sýnd er í Bíóborginni. Það er óhemju gaman að þeim Richard Dreyfuss og Danny DeVito í hlutverkum óvinanna þeg- ar þeir eigast hatrammir við í myndinnni útí gegn og leikstjórinn og handritshöfundurinn Barry Lev- inson hefur ekki verið öllu fyndnari. Hann er aftur kominn til uppáhalds- staðarins, Baltimore, til uppáhalds- tímabilsins, öndverður sjöundi áratugurinn, í mynd sem einhver á örugglega eftir að segja að sé uppá- halds Levinson-myndin sín. Sein- heppnir sölumenn er afbragðsgóð kómedía og spaugileg manngerða- lýsing, sem maður brosir að mörgum dögum eftir að hafa séð hana. Myndin gerist sumsé í Baltimore árið 1963 og segir frá þeim BB og Tilley, sem eru ekkert ólíkir þótt þeir hati hvom annan eins og pest- ina. Það kemur í ljós að þeir eru báðir sölumenn og meira að segja selja þeir sömu vöruna, álklæðning- ar á hús, en fyrir sitthvort fyrirtæk- ið. Og sölubrellumar sem þeir nota eru ótrúlegar. Stór partur af húm- omum í myndinni liggur í lýsingu Levjnsons á bíræfnum sölumönnum álsölufyrirtækjanna, bæði söluað- ferðunum sem þeir beita, félagsand- anum á milli þeirra og persónunum sem þeir hafa að geyma. Aðferðim- ar til að ná í kaupendur em vægast sagt óprúttnar. BB og félagi hans beita t.d. Life-aðferðinni á ein hjón- in en hún er fólgin í því að sölu- mennimir stilla sér upp fyrir framan hrörlegt hús með myndavél og segja heimilisfólkinu að þeir séu á vegum tímaritsins Life að taka „fyrir og eftir" myndir í sérstöku aukablaði um álklæðningar og að þetta hrörlega hús sé tilvalið í „fyr- ir“mynd en þeir hafí annað álklætt hús í „eftir“ mjmd. Húsmóðirin æjar og óar og semur um að henn- ar hús verði á „eftir" mynd, hún þurfi bara að kaupa sér álklæðn- ingu. „Ljósmyndarinn" BB segir henni að líklega sé nú ekki búið að loka hjá þessu ákveðna álsölufyrir- tæki. Og svo sjá aðrir um kaup- samninginn. Nei, hún er ekki fyrir heiðurs- menn þessi vinna. Tilley lofar eldri hjónum ókeypis álklæðningu og skrifar undir samning um það en sendir svo félaga sinn í húsið með þær fréttir að litli, bústni sölumað- urinn sem var héma áðan væri bilaður og þetta mgl um ókeypis álklæðningu hreinasta firra. En það væri sjálfsagt að reyna að fínna eitthvert samkomulag sem allir geti verið ánægðir með. Annar kaup- samningur í höfn. En þetta er aðeins meðlætið. Aðalrétturinn er stormasöm sam- skipti BB og Tilleys. Kadilakkinn er vömmerki sölumannanna og þegar einhver kmmpar Kadilakkinn manns kmmpar hann ímyndina. Tilley keyrði ekki bara á Kadilakk- inn hans BB, hann keyrði á BB. Og baðst ekld afsökunnar. Og BB ræðst ekki á Tilley þegar hann leit- ar hefnda, heldur á Kadilakkinn hans. Það sama gerir Tilley, hann ræðst á Kadilakk BB. En það er ekki hægt að lemja á bflum enda- laust og til að gera útum málið og hefna sín ærlega lokkar BB, sem er ógiftur, vanrækta eiginkonu (Barbara Hershey) Tilleys til að sofa hjá sér og hringir svo í Tilley til að segja honum frá því. En Till- ey kann ráð við því: Hirtu hana bara, segir hann enda orðinn dauð- leiður í hjónabandinu og BB, sem naut þess að vera piparsveinn, situr uppi með eiginkonu. Það stefnir í stríð sem enginn getur unnið. Levinson matreiðir þetta á af- bragðs máta með skemmtilegri fyndni, auðugu hugmyndaflugi og auga fyrir persónum, sem maður skyldi aldrei treysta í viðskiptum. Hann hefur allt undir fullkominni stjóm enda kominn heim til Balti- more. Það eru atriði hér sem minna stundum á myndina hans Diner frá 1982, um strákaklíku í Baltimore árið 1959. Levinson er æði flinkur í því að færa okkur aftur í tímann með svolitlum söknuði gagnvart gömlu góðu dögunum, þegar stórir Kadilakkar liðu um götumar, Bon- anza var i sjónvarpinu og menn veltu því fyrir sér af hveiju enginn i þáttunum hefði áhuga á kven- fólki, menn hittust og ræddu málin á nk. Múlakaffí í hádeginu og sam- viskulausir sölumenn lugu sig hása. Dreyfuss og DeVito finna sig vel í þessum Kadilakk-heimi; Dreyfuss hreinn og strokinn og smart, albú- inn að svikja og pretta og DeVito, sem hefur einstídct lag á að láta mann hlægja að öllum þeim óförum sem hann lendir í. ÞJÓÐDANSAR Hafíð þið áhuga á að læra íslenska og erlenda þjóðdansa? Verið þá með á fímmtudagskvöldum kl. 20.30. Hægari yfirferð en í opnu tímunum. BARNADANSAR Á mánudögum frá kl. 17-18.30. Öll börn velkomin. GÖMLU DANSARNIR sem þig hefur alltaf langað til að læra. Nú er tækifærið. Vinsælu opnu tímamir verða næstu 5 mánudaga kl. 21-23. 5. október: Rælar, polki, stjömupolki. 12. október: Skottís, Óli skans, kátir dagar. 19. október: Vínarkruss, skoski dansinn, Ten- nesseepolki. 26. október: Mars, vals, marzurka. 2. nóvember: Tirolavals og hopsa, svensk ma- skerade, hambo. Gömlu dansarnir fyrír byrjendur. 10 tíma námskeið á mánudögum kl. 20-21. /un: Nánari upplýsingar í sfmum 687464 og 681616. Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Sundlaugavegi 34 (Farfuglahelmilið) Gamlar lummur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.