Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 49 Minning: Anna Sigurjóns- dóttir Borðeyri Fædd 11. september 1900 Dáin 24. september 1987 Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V.Briem) í dag, laugardaginn 3. október 1987, verður lögð til hinstu hvfldar amma okkar, Anna Siguijónsdóttir frá Borðeyri. Amma var fædd í Laxárdal í Hrútafirði, 11. september 1900, eldri dóttir hjónanna Dagmar Jón- asdóttur og Sigurjóns Guðmunds- sonar bónda þar. Guðrún systir hennar lést fyrir allmörgum árum. Amma giftist ung Ingólfí Jóns- syni frá Valdasteinsstöðum. Voru þau fyrst í húsmennsku á Prest- bakka en fluttust árið 1925 að Gilhaga, innsta bæ sýslunnar, og hófu búskap þar. Ingólfur afi lést árið 1932. Með óbilandi kjarki og dugnaði hélt amma áfram búskap á þessum af- dalabæ með stóran bamahóp. Lengst af naut hún aðstoðar Bjöms Þórðarsonar sem var vinnumaður hjá henni svo og móður sinnar. Einnig komu bömin fljótt til hjálp- ar. Oft var þröngt í búi og vinnu- dagurinn langur á litla heiðarbýlinu. Amma fluttist að Prestbakka árið 1943 og bjó þar til 1948. Síðar varð amma ráðskona Bamaskólans á Borðeyri í fjölda ára með miklum myndarbrag. Þar vann hún mikið starf og segja má að hún hafí verið bömunum á heimavistinni sem móðir. Einnig var hún ráðskona hjá vegavinnuflokki sýslunnar í allmörg sumur. Síðustu æviárin var hún vistmaður á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi, nema síðustu mánuði þegar heilsu tók að hnigna, þá lá hún á Fjórðungssjúkrahúsinu Akra- nesi. Böm afa og ömmu eru 5, þau em: Sigríður Jóna, gift Rögnvaldi Helgasyni, nú búsett í Borgamesi, Siguijón bóndi í Skálholtsvík, kvæntur Sigfríði Jónsdóttur, Dag- um fleiri áratuga skeið. Talaði hann um heiðarlöndin og smölum sauðfjár af meiri tilfínningu en flestir aðrir og þekkti þau gerla. Sést það vel í þætti hans, Göngum og réttum 2. bindi, sem út kom árið 1949. Fleira er til í rituðu máli frá hendi Ágústs. Árið 1970 kom út bókin „Ágúst á Hofí leysir frá skjóðunni" og ári seinna bókin „Ágúst á Hofí lætur flest flakka". Báðar munu bækur þessar verða taldar gagn- merkar fyrir heimilda sakir og því meira, sem lengra líður frá. í fyrsta lagi lýsa bækumar sögu- manninum sjálfum og hugðarefnum hans. í öðm lagi lýsa þær mannlífínu í Vatnsdal á fyrri hluta 20. aldar. í þriðja lagi em þær merkar pólitískar heimildir, þó einkum um sögu Bændaflokksins svonefnda. í fjórða lagi em svo í síðari bókinni sögð saga mæðiveikinnar án talna, af manni sem þreifaði á gangi veikinn- ar vítt og breitt um landið og skynjaði viðbrögð fjáreigenda við þeim óhugnaði sem fylgdi því að eiga dauðadæmdan bústofn. Sjá má af framansögðu að Ágúst á Hofí var langdvölum frá heimili sínu og búrekstri. En hann bjó þar ekki einn. Þann 9. júní, á þrítugasta afmælisdegi sínum, árið 1922, kvæntist hann Ingunni Hallgríms- dóttur bónda í Hvammi Hallgríms- sonar. Var hún traustur persónuleiki og búkona mikil. Fataðist henni hvergi í bústjóminni eða bmgðust ráð er vanda bar að höndum og maður hennar var víðsfjarri. Virti Ágúst konu sína mikið og blómgað- ist bú þeirra vel. Dætur eignuðust mar, gift Pétri Bjömssyni, búa í Reykjavík, Kristjana Halla, gift Grími Benediktssyni, búa á Kirkju- bóli í Steingrímsfírði og Inga, gift Þorsteini Valdimarssyni, búa í Borgamesi. Bamabömin em 16 og bamabamabömin 25 svo afkom- endahópurinn er stór. Börnin vom ávallt gleðin hennar ömmu, hvort sem það vom hennar afkomendur eða bömin í bamaskólanum. Oll eigum við bamabömin ljúfar minningar um góða ömmu með létta lund sem alltaf var tilbúin að gera okkur eitthvað til góða. Með þessum fáu línum viljum við kveðja kæra ömmu fullviss þess að henni hefur vel verið fagnað á næsta tilvemstigi. Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Bamabörn í dag, laugardaginn 3. október, er til moldar borin amma okkar, Anna Siguijónsdóttir. Amma var nýorðin 87 ára er hún sofnaði svefn- inum langa. Okkur systkinin langar til að minnast hennar því hún var okkur mjög kær og góð amma. Margar skemmtilegar minningar koma fram í huga okkar er við lítum til liðinna ára, þegar við heimsóttum ömmu á Borðeyri, þar var oft glatt á hjalla því hún amma var alltaf í góðu skapi og mikið að gerast í kringum hana. Hún var gestrisin mjög og hafði gaman af að gefa fólki góðgerðir og stinga mola upp í litla munna. Oft dvaldi amma hjá okkur í Borgamesi. Nutum við þá frásagna frá uppvaxtarárum henn- ar í Laxárdal, þar sem hún ólst upp í stórum frændsystkinahópi. „Til himins upp þig hef, mín sál, til himins fljúgi lofgjörð þín. Upp, upp, mitt hjarta, hugur, mál, með helgum söng, því dagur skín.“ (Sb. 1886 - P. Jónsson) þau þijár, Valgerði, er varð hús- freyja á Geitarskarði, Rögnu, sem búsett er í Hafnarfírði og Vigdísi, húsfreyju á Hofí. Hlúir Vígdís vel að skógarreitunum á Hofí og er meiri „blómadrottning" en almennt gerist um sveitakonur. Var það föð- ur hennar mjög geðþekkt og var hugur hans bundinn heima á Hofi og við „heiðarlöndin björt og breið“ til síðustu stundar í lífí hans, en síðustu misserin allmörg dvaldi hann á Héraðshælinu á Blönduósi. Ing- unni konu sína missti Ágúst 4. mars árið 1951, mjög um aldur fram. Var hún jarðsett í heimagrafreit á Hofi í skjóli tijánna sem maður hennar gróðursetti fyrir meira en sjö áratug- um. Þar verður Ágúst lagður til hinstu hvíldar í dag við hlið konu sinnar. Lauf tijánna munu falla á hvflubeð þeirra hjóna og veita skjól fyrir haust- og vetrarvindum. En með nýju vori munu trén laufgast aftur og fuglar setjast á greinar þeirra og endumýjast þá það líf sem Ágúst á Hofi dáði svo mjög og naut. Að síðustu skulu svo Ágústi B. Jónssyni færðar þakkir fyrir langt samstarf og fjölmargar ánægjulegar samverustundir, bæði í byggð og óbyggð. Þeirra nutum við báðir og eru þær mér hugþekkar og kærar. Enginn harmur er við för aldraðs fólks af okkar sýnilega tilveruskeiði, en það eru þáttaskil sem enginn fær umflúið. Við hjónin sendum dætrum Ágústs á Hofi, mönnum þeirra, böm- um og bamabömum, samúðarkveðj- ur. Grímur Gislason Með þessum fátæklegu orðum viljum við þakka henni fyrir allt sem hún hefír gert fyrir okkur systkin- in. Blessuð sé minning hennar. Helga, Björn Bjarki, Valur og Ingólfur Fimmtudaginn 24. september sl. lést á sjúkrahúsinu á Akranesi, Anna Siguijónsdóttir frá Borðeyri. Anna var fædd 11. september árið 1900 í Laxárdal í Bæjar- hreppi. Foreldrar hennar vom Siguijón Guðmundsson og kona hans Dagmar Jónsdóttir er bjuggu þar. Þar ólst Anna upp ásamt syst- ur sinni Guðrúnu, sem var 2 ámm yngri. Guðrún er látin fyrir nokkr- um ámm. Árið 1921 giftist Anna Ingólfi Jónssyni frá Valdasteinsstöðum. Árið eftir fluttust þau að Prest- bakka og vom þar til 1925. Þá fluttu þau á innsta bæ í sveitinni, Gilhagá. Þar var tekið til hendinni við búskapinn, enda stækkaði fjöl- skyldan. Gilhagi var afskekkt og aðdrættir erfiðir, enginn akfær veg- ur og því varð að fará á hestum eða fótgangandi. Ekki fengu þau hjónin lengi að búa saman, dauðinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Ingólfur lést 11. júní 1932. Þau eignuðust 5 börn, sem em Sigríður gift Rögnvaldi Helgasyni lengi búsett á Borðeyri, nú í Borgar- nesi, Siguijón bóndi í Skálholtsvík, kvæntur Sigfríði Jónsdóttur. Dag- mar, gift Pétri Björnssyni, búsett í Reykjavík. Kristjana Halla, gift Grími Benediktssyni bónda á Kirkjubóli og Inga gift Þorsteini Valdimarssyni, búsett í Borgamesi. Það var erfítt fyrir ekkju með 5 böm að komast áfram á þessum ámm. Yngsta barnið fæddist um sama leyti og bóndinn féll frá. Vissulega urðu ýmsir til að hjálpa, en allt valt á Önnu og hún bilaði ekki. Hún bjó áfram í Gilhaga til 1943 að hún fluttist að Prestbakka og var þar til 1948. Gilhagi fór í eyði og hefur ekki byggst síðan. Árið 1948 fluttist Dagmar dóttir hennar ásamt manni sínum að Hrútatungu í Staðarhrepp og hófu búskap þar á hálfri jörðinni á móti foreldmm mínum og bjuggu þar til 1951. Anna dvaldi þar langtímum saman hjá þeim á þessum ámm. Á þessum ámm urðu mín fyrstu kynni af þessari góðu konu, en ekki þau síðustu. Það var ávallt tekið vel á móti stráksnáðanum þegar hann var að skjótast yfír í hinn endann á húsinu. Haustið 1951 gerðist Anna mat- ráðskona við heimavistarbarna- skóla sem settur var á laggimar á Borðeyri. Þama hófst nýr þáttur í lífí hennar. Anna var meira en ráðs- kona bamanna, hún gekk þeim í moður stað þann tíma sem bömin dvöldu í skólanum hveiju sinni. Húsmóðirin í skólanum fylgdist vel með, hefði einhver meitt sig, eða kom blautur inn eða leiddist ein- hveijum, þá var Anna ávallt tilbúin að aðstoða eða hugga og telja kjark í viðkomandi ef þess þurfti með. Vissulega siðaði hún okkur til þegar þess þurfti með og ekki vomm við ávallt hlýðin og stundum gat orðið hávaðasamt, en ég held að g geti fullyrt að allir krakkamir mátu hana það mikils að þeim þótti veru- lega miður ef henni var gert á móti skapi. Kennarar vom ekki margir við skólann oftast bara einn, en ég fullyrði að á milli þeirra og Önnu var ávallt hið besta samstarf. Og að þeim ólöstuðum þá hvíldi hið daglega starf fyrir utan kennslu ekki síður á henni en kennaranum. Anna hafði herbergi í skólahúsinu og varð hún að ganga í gegn um eitt herbergi barnanna til að kom- ast í sitt. Það gat því verið ónæði- samt hjá henni ef kyrrð komst ekki á tilsettum tíma. Það kom því í hennar hlut að sjá um að gæta okkar þegar kennarinn yfírgaf hú- sið á kvöldin, eða ef hann varð að bregða sér frá. Matmóðir var hún með afbrigðum góð og fór vel með. Þegar ég lít til baka í dag er mér þakklæti efst í huga fyrir allt það sem Anna gerði fyrir mig bæði fyrr og síðar. Og hún var vinur vina sinna. Það þroskar ungling að kynnast fólki eins og henni. Anna var skömleg í fasi og kvik á fæti og það var tekið eftir henni hvar sem hún var. Haustið 1974 var tekið í notkun nýtt skólahús á Borðeyri og þá hætti Anna sem ráðskona og um sama leyti lagðist heimavistin af og daglegur akstur skólabarna tók við. Anna dvaldi í nokkur ár á Borð- eyri en fór síðan í Borgarnes og fékk þar pláss á Dvalarheimili aldr- aðra. Síðstu mánuðina var hún á sjúkrahúsinu á Akranesi. Eg votta aðstandendum samúð mína, en minningin um þessa mætu konu lif- ir áfram. Tómas Gunnar Sæmundsson Anna Siguijónsdóttir, Borðeyri, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akranesi 24. september síðastlið- inn, og fer útför hennar fram í dag frá Prestsbakkakirkju. Anna fæddist í Laxárdal í Bæjar- hreppi aldamótaárið þann 11. september. Foreldrar hennar vom Dagmar Jónasdóttir og Sigutjón Guðmundsson bóndi þar. I Laxárdal ólst Anna upp og átti þar heima til 1922. Þann 7. maí 1921 giftist hún Ingólfi Jónssyni, móðurbróður mínum. Árið eftir flytja þau hjón að Prestsbakka og em þar í hús- mennsku næstu þtjú árin. Þar fæðast tvö elstu börn þeirra. Vorið 1925 flytja þau að Gil- haga, innsta bænum í sveitinni. Þar hófu þau fyrst sjálfstæðan búskap. Búið var að sjálfsögðu lítið og efna- hagur þröngur, eins og algengt var í þá daga. En með nægjusemi og dugnaði blessaðist þetta og bömun- um fjölgaði. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Þann 11. júlí 1932 deyr Ingólfur úr heiftarlegri lungnabólgu. Um sama leyti fæddist yngsta barn þeirra hjóna. Nú stóð Anna uppi með 5 ung böm á afskekktum afdalabæ, sem var án vegasambands, síma og ann- arra nútíma þæginda. Einhver hefði gefist upp við slíkar aðstæður. En það var fjarri skapgerð Önnu að leggja árar í bát. Hún hélt ótrauð áfram búskap og tókst að halda fjölskyldunni saman. Ekkert barn- anna lét hún frá sér og kom þeim öllum upp. Erfitt hlýtur þetta að hafa verið, en hún lét aldrei bilbug á sér finna. Þarna sýndi Anna óvenjumikinn kjark, dugnað og fómfysi sem aldrei verður metin að verðleikum. Þess er skylt að geta, að hún naut góðrar aðstoðar skylduliðs, vina og góðra granna. í því sam- bandi nefni ég móður hennar og systur, Dagmar og Guðrúnu, og síðast en ekki síst Björn Þórðarson, sem Dagmar móðir Ónnu tók í fóst- ur tveggja ára. Björn var um tvítugt þegar Anna missti mann sinn og næstu árin var hann heimilinu mik- il hjálparhella. Börnin vom bráð- þroska og dugmikil og urðu fljótt virkir þátttakendur í lífsbaráttunni. í Gilhaga bjó Anna í 18 ár eða til ársins 1943. Þá flytur hún að Prestsbakka og býr þar til 1948. Árið 1948 hættir hún búskap og flytur með Dagmari dóttur sinni og Pétri Bjömssyni tengdasyni að Hrútatungu. 1951 flytur hún með þeim að Gilsstöðum. Árið 1951 hefst nýr kafli í lífi Önnu. Þá verður hún ráðskona bamaskólans á Borðeyri. Því starfi gegndi hún í nærri aldarfjórðung af miklum myndarskap. Þetta var þá heimavistarskoli og Anna var allan sólarhringinn í húsinu og margt sem á henni mæddi. Hún eldaði ekki aðeins matinn heldur var hún líka húsmóðir og reyndist börnunum eins og góð móðir. Ég veit að þau hugsa til hennar með hlýhug og þakklæti. I þijú sumur var Anna ráðskona hjá undirrituðum í vegavinnuflokki í Strandasýslu. Hún var mjög laginn við alla matargerð og frábær ráðs- kona. Hvað henni tókst að gera mikið úr litlu var undravert. Enda var fæðið hjá henni ótrúlega ódýrt. En þrátt fyrir sparnað og nýtni, sem hún hefur oft þurft á að halda, var maturinn alltaf ljúffengur og snyrti- lega fram borinn. Það leyndi sér ekki að Önnu var það metnaðarmál að maturinn væri bæði góður og ódýr. „Matur er mannsins megin", seg- ir máltækið. Þetta eru orð að sönnu. Félagsandi og vinnuafköst í vinnu- flokkum geta bókstaflega farið eftir því hvernig viðurgjörningur er. Eins og áður segir eignuðúst Anna og Ingólfur 5 börn sem öll eru á lífi og mikið dugnaðar- og myndarfólk. Þau eru: Sigríður Jóna, gift Rögnvaldi Helgasyni, Siguijón, kvæntur Sigfríði Jónsdóttur, Dag- mar, gift Pétri Björnssyni, Kristjana Halla, gift Grími Benediktssyni og Inga, gift Þorsteini Valdimarssyni. Barnabörnin eru 16 og barna- barnabörnin eru orðin 25. Ég hygg að segja megi að Anna hafi verið gæfumanneskja. Hún átti barnaláni að fagna. Slíkt er dýrmætt og ómetanlegt. Hún fékk vissulega að kenna á andstreymi og mótlæti í lífinu, en hún bjó yfír þeim sálarstyrk og innri ró sem öllu býður birginn og kunni að taka því sem að höndum bar. , Anna var þrekmanneskja og dugnaðarforkur. Hún var sérstak- lega hraust og heilsugóð mestan hluta ævinnar. Það var fyrst er hún var komin á efri ár sem þrekið fór að gefa sig. Síðustu fimm árin dvaldi hún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Þeim fækkar óðum sem fæddir eru um og fyrir síðustu aldamót. Aldamótamenn eru þeir oft kallað- ir. Þessi kynslóð lyfti grettistaki og við hana stöndum við í mikilli þakk- arskuld. Með Önnu eigum við á bak að sjá glæsilegri, dugmikilli aldamóta- konu, sem aldrei mátti vamm sitt vita. Blessuð sé minning Önnu Sigur- jónsdóttur. Ættingjum og vinum sendi ég samúðarkveðjur. Þorsteinn Ólafsson Hollar fjölómettaðar fitusýrur fyrir hjarta og æðakerfi. Ekkert annað lýsisþykkni á islandi er jafn ríkt af omega-3 fitusýrum, þ.e. 50% innihald af EPA og DHA. Hylkin innihalda ekki A og D vitamín. Gerið verðsamanburð. J/ti TÓRÓ HF Síöumúla 32. 108 Reykjavik. n 686964
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.