Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 64
Framtíð
ER VIÐ SKEIFUNA
anaa
$ SUZUKI
n£
^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
_________________ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Svartolía
lækkar um
200 krónur
“ tonnið
VERÐLAGSRÁÐ samþykkti á
fundi sinum á miðvikudaginn
lækkun á svartolíu sem nemur
200 krónum á hvert tonn. Sam-
kvæmt því lækkaði tonnið af
svartolíu úr 7.100 krónum í
6.900 krónur.
Að sögn Georgs Ólafssonar
verðlagsstjóra stafar þessi lækk-
un af bættri stöðu innkaupajöfn-
unarreiknings, sem er reikningur
sem jafnar sveiflur á milli farma.
"> Staða reikningsins hefur til
skamms tíma verið neikvæð, en
er nú jákvæð, þannig að unnt var
að lækka verð svartolíunnar.
Morgunblaðið/Guðmundur Svavarsson
MEÐ ÞOTU Á NEMENDAMÓT
FYRRUM námsmeyjar Húsmæðraskólans á Laugalandi í Eyjafirði I hvaðanæva af landinu settu mikinn svip á bæinn. Flugleiðir brugðu á
flykktust til Akureyrar í gær til að minnast þess að fimmtíu ár eru I það ráð að senda þotu norður með einn hópinn og tók ljósmyndari
liðin frá því að skólinn var settur í fyrsta sinn. 800 konur á öllum aldri I Morgunblaðsins þessa mynd á Akureyrarflugvelli síðdegis í gær.
Umferðarljós
og undirgöng
í Mosfellsbæ
REIKNAÐ er með að í haust
verði hafist handa um gerð
gangna fyrir gangandi vegfa-
rendur hjá Brúarlandi í
Mosfellsbæ og jafnframt að
umferðarljós verði sett upp á
gatnamótum Vesturlandsvegar
og Hafravatnsvegar.
í viðtölum við Hrein Loftsson,
aðstoðarmann samgönguráð-
herra, og Snæbjöm Jónasson,
vegamálastjóra, í Morgunblaðinu
í dag kemur fram að frá því í
sumar hefur verið unnið að undir-
búningi og tillögugerð um sér-
stakar aðgerðir til að auka öryggi
vegfarenda um Vesturlandsveg.
Sjá nánar á bls. 26 og 27.
Morgunblaðið/RAX
Egilsstaðir;
Framkyæmdir við
fhigvöUinn boðnar út
Samgönguráðherra hefur ákveðið að almennt útboð skuli fara
fram í framkvæmdir við fyrsta áfanga Egilsstaðaflugvallar og
skulu framkvæmdir hefjast svo fljótt sem auðið er. Að sögn
Hreins Loftssonar, aðstoðarmanns Matthiasar Á. Mathiesen, sam-
gönguráðherra, er þessi ákvörðun tekin í kjölfar þess að ekki
tókust samningar við heimamenn um framkvæmdirnar.
í mars í vor samþykkti Alþingi
þingsályktunartillögu um fram-
kvæmdir á Egilsstaðaflugvelli og
heimilaði ríkisstjórninni að taka
allt að 60 milljón króna lán á þessu
ári til framkvæmdanna. Þáver-
andi samgönguráðherra, Matthías
Bjamason, fól flugmálastjóra að
hefja undirbúning verksins og
samningsgerð við landeigendur
vegna þess. í byijun júnímánaðar
lýsti Samstarfsfélag bíla- og
Fjármálaráðuneytið dregrir fyrri ákvörðun til baka:
Fallist á rök fram-
leiðenda hugbúnaðar
GAGNRÝNI íslenskra hugbúnað-
arframleiðenda og tölvusala á
Tíunda hver
bifreið enn
án skoðunar
Grindavík.
MJÖG alvarlegt ástand hefur
skapast í umferðinni á Suður-
nesjum í ljósi þess að 10. hver
bíll er án fullnaðarskoðunar og
af þeim eru enn margir óskoðað-
ir.
Að sögn Baldurs Júlíussonar,
umdæmisfulltrúa bifreiðaeftirlitsins
í Keflavík, sýndi tölvuútskrift, sem
gerð var síðari hluta september-
mánaðar, að 964 bflar voru enn án
fullnaðarskoðunar en 0-merktir
bflar eru tæplega 10.000 talsins.
" Kr. Ben.
reglugerð um söluskatt verður
tekin til greina af fjármálaráðu-
neytinu. Samkvæmt heimildum
blaðsins verður í næstu viku
gefin út reglugerðarbreyting
sem kveður á um einn skatt á
hugbúnaði og þjónustu tengdum
honum. Þegar þetta var borið
undir Lúðvik Friðriksson, einn
talsmanna hugbúnaðarfyrir-
tækja, kvað hann niðurstöðuna
viðunandi. „Við töldum 25%
skattinn ranglæti, en þar sem
pólitísk ákvörðun liggur fyrir um
10% skatt á þjónustgreinar verð-
um við að beygja okkur undir
hana,“ sagði hann.
Samkvæmt fyrirmælum Jóns
Baldvins Hannibalssonar fjármála-
ráðherra átti að innheimta 25%
skatt af „fjöldaframleiddum" hug-
búnaði, 10% söluskatt af tölvuþjón-
ustu, ráðgjöf og forritun en engan
skatt af kennslu í notkun hug-
búnaðar.
Talsmenn starfsgreinarinnar
töldu ógjöming að fylgja reglunum.
Hugbúnaður væri oftast aðlagaður
þörfum kaupandans og ekki hægt
að greina á milli „staðlaðs" hluta,
forritunarvinnu og þjónustu.
Embættismenn viðurkenna að í
reglugerðinni hafí verið brotalöm.
Því hefur verið ákveðið að einföld
tíund, 10%, skuli innheimt af allri
sölu hugbúnaðarfyrirtækja, sam-
kvæmt heimildum blaðsins.
Þótt hugbúnaðarfyrirtæki telji
sig hafa unnið áfangasigur stendur
eftir sú krafa þeirra að tölvur verði
viðurkenndar sem framleiðslutæki
í samkeppnisiðnaði. Fjölmörg iðn-
fyrirtæki njóta niðurfellingar
opinberra gjalda af framleiðslu-
tækjum sínum. Framleiðendúr
hugbúnaðar segjast þurfa að end-
umýja tölvukost sinn ört og standa
einmitt „kynslóðaskipti" fyrir dyr-
um.
Lúðvík sagði að hann stæði
frammi fyrir þeirri ákvörðun að láta
gera umbúðir og prenta leiðbein-
ingabækur með hugbúnaði fyrir-
tækis hans erlendis. Ef skipt væri
við íslenska prentsmiðju þyrfti að
greiða söluskatt af pappír, möppum
og prentun. Væri erlendum aðila
falið verkið þyrfti ekki að borga
toll eða söluskatt af bókum og
umbúðum þegar þær væm fluttar
„Ef engin leiðrétting fæst á þessu
misræmi þá sem ég við erlenda
prentsmiðju um gerð leiðbeininga-
bókanna. Þar spara ég einnig
fjármagnskostnað því bækumar
má leysa út í stykkjatali í stað þess
að greiða allt upplagið um leið.
Þetta sýnir í hnotskum hversu fár-
ánleg þessi skattlagning er,“ sagði
Lúðvík.
tækjaeigenda á Fljótsdalshéraði
yfír áhuga á að fá að vinna verk-
ið og fól samgönguráðherra
flugmálastjóra bréflega að taka
upp viðræður við heimamenn án
skuldbindinga um að tilboði þeirra
yrði tekið, að sögn Hreins Lofts-
sonar.
Hann sagði að upphaflegt tilboð
heimamanna hefði hljóðað upp á
rúmar 59 milljónir króna, en það
hefði fljótlega verið lækkað í 54
milljónir. Að fenginni umsögn
Almennu verkfræðistofunnar,
sem taldi ekki ólíklegt að tilboð
fengist í verkið að upphæð 42-45
milljónir króna í almennu útboði,
var flugmálastjóra falið að ljúka
viðræðum við heimamenn. Á ftindi
23. september með flugmálastjóra
og samstarfsfélaginu taldi félagið
hugsanlegt að vinna fyrsta áfanga
verksins fyrir 45-50 milljónir
króna. í bréfi flugmálastjóra 25.
september er samgöngumálaráð-
herra tilkynnt um þetta og að
viðræðunum hafí lokið án niður-
stöðu.
Kaupmannahöfn:
íslendingur
tekinn með
amfetamín
ÍSLENSKUR maður á sex-
tugsaldri var handtekinn af
fíkniefnalögreglunni í Kaup-
mannahöfn 9. september
síðastliðinn. í fórum hans
fundust þá tæp 100 grömm
af amfetamíni.
Maðurinn var handtekinn á
Kastrup-flugvelli, en hann var
þá á leið til íslands. Hann situr
nú í gæsluvarðhaldi í Kaup-
mannahöfn og bíður dóms.
Hann hefur ekki komið við sögu
fíkniefnalögreglu hér á landi.