Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.10.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 1987 N orður-N oregur: Norðmenn efna til hvalskoðunarferða AÐILAR í Noregi hafa ákveðið að bjóða upp á hvalskoðunar- ferðir við Norður-Noreg nœsta sumar. Uppátœkið er hið fyrsta Japan: Keisarinn með hita Tókýó, Reuter. HIROHITO Japanskeisari, sem gekkst undir skurðaðgerð í síðustu viku, er með hita. Tals- maður keisarafjölskyldunnar sagði að keisarinn væri ekki í neinni hættu. Ekki er víst hvort hitinn standi í neinu sambandi við uppskurðinn. Læknir á sjúkrahúsinu þar sem keisarinn dvelur sagði að ekki hefði neitt óeðlilegt komið fram á röntg- en-myndum sem teknar voru af keisaranum í gærmorgun. Talsmenn sjúkrahússins og keis- araijölskyldunnar hafa gefið út yfirlýsingar þess efnis að keisarinn sé ekki með krabbamein og muni ná sér að fullu eftir aðgerðina. Japanskir fjölmiðlar hafa hins veg- ar gert því skóna að ástandið sé alvarlegra. sinnar tegundar í Evrópu en í Bandaríkjunum eru skoðunar- ferðir af þessu tagi vinsælar. Það er hópur norskra, sænskra og danskra vísindamanna sem standa að hvalskoðunarferðunum. Miðstöð þeirra verður á eynni And- eya við Norður-Noreg. Þaðan verður siglt á léttabátum út að landgrunnsbrúninni, en þar eru hvalaslóðimar, á hinum skörpu skilum landgrunnsins og úthafsins. Aðstæður til hvalskoðunar við Noreg eru hvað beztar við Ando- ya. Stutt er á miðin og þar er að finna margar hvaltegundir. Mestan áhuga mun búrhvalurinn þó eflaust vekja. Hann er ein elzta dýrateg- und jarðarinnar, er stærstur allra tannhvala og getur orðið allt að 18 metra langur. Það þykir tignar- leg sjón þegar hann kemur upp á yfirborðið til að blása og ekki er það síðri sjón þegar hann kafar að öndun lokinni. Búrhvalur getur kafað niður á allt að 1.000 metra dýpi. Hann getur náð allt að 70 ára aldri. Aðeins karldýrið er að fínna við Noregsstrendur. Kvendý- rið og kálfamir halda sig í hlýrri sjó í nágrenni Azoreyja. Eins og áður segir eru hvalskoð- unarferðir vinsælar við strendur Norður-Ameríku. Þeir, sem að ferðunum við Noreg standa, búast við að fólk flykkist hvaðanæva að úr Evrópu til hvalskoðunar við- Andeya. (Byggt á Norinform) Reuter. Milljón fyrir hvert karat Þessi demantur, sem er 143 karöt, fannst í dem- antanámu í Vestur-Afriku í ágúst. Demanturinn var seldur á uppboði í Antwerpen í fyrradag á litla 3.654.000 Bandaríkjadoilara (rúmlega 142 mil(jónir íslenskra króna). Noregur: Jranir fara fram á að árás- armenn verði framseldir Osló, Reuter. ÍRÖNSK stjórnvöld hafa farið fram á að 11 íranir, sem réðust inn í sendiráð írans í Osló í síðasta mánuði, verði framseldir. Talsmenn norsku lögreglunnar telja að fangarnir verði ekki framseldir, þar sem íran og Nor- egur hafa ekki gert með sér neitt samkomulag um framsai fanga. Mennirnir tíu og konan, sem réð- ust á sendiráðið eru meðlimir í Marxista-hreyfingu sem berst gegn Ayatollah Khomeini. Þau gáfust upp fyrir lögreglu án þess að til átaka kæmi. Þau eru nú í fangelsi í Osló og hafa verið í hungurverk- falli síðan í síðustu viku. Þau krefjast þess að vera látin laus. Þeim er gefíð að sök að hafa hald- ið fólki í gíslingu. Að sögn Per Paust talsmanns utanríkisráðuneytisins, barst form- leg beiðni um framsal frá íranska sendiráðinu í Osló I síðustu viku. Lögreglunni var afhent beiðnin til umfjöllunar og er talið að henni verði hafnað. Mál ellefumenning- anna, sem voru að mótmæla stjóm Ayatollah Ruhollah Khomeini, mun koma fyrir rétt innan tíðar, að sögn lögreglustjórans í Osló Ame Huuse. Ekki hefur fengist staðfesting á því frá íranska sendiráðinu hvort beiðni um framsal hafí verið send norskum yfírvöldum. Danmörk: Nýtæknin virkjuð í þágu fatlaðra OPNUÐ hefur verið i Danmörku tæknimiðstöð fyrir fatlaða, hin fyrsta sinnar tegundar í Evrópu, að þvi er segir í danska blaðinu Kosið um stjómarskrá í Súrinam Paramaribo, Reuter. ÍBÚAR Súrinam greiddu á mið- vikudag atkvæði um nýja stjórn- arskrá og verði hún samþykkt er það fyrsta skrefið i átt til lýð- ræðis í iandinu. Herinn rændi völdum fyrir sjö árum og hefur Desi Bouterse verið i forystu herstjómarinnar alla tíð. Hljóti stjómarskráin samþykki verður boðað til þingkosninga 25. nóvember næstkomandi. Þingmenn verða 51 og þeirra fyrsta verk verð- ur að kjósa nýjan forseta landsins. íbúar Súrinam, sem er smáríki á norðausturhomi Suður-Ameríku, eru 400 þúsund. Komið var á þing- ræði í landinu þegar það hlaut sjálfstæði frá HoIIandi árið 1975. Bouterse hrifsaði til sín völd með stuðningi hersins árið 1980 og bannaði starfsemi stjómmála- flokka. Politiken. Miðstöðin er í Árósum á Jótlandi, og verður aðalhlut- verk hennar að útbreiða þekk- ingu um hjálpartæki á sviði nýtækni. Nýtæknin hefur þegar komið mörgu fötluðu fólki að góðu gagni. Meðal annars hafa verið búnar til véiar til að gera fólki, sem er allt í senn: mállaust, heymarlaust og sjónlaust, kleift að hafa samband við umheiminn. Aðrar hafa gert algerlega lömuðu fólki fært að kom- ast um. Vandinn er hins vegar sá, að tækni þessi hefur ekki náð til nándar nærri allra, sem þurfa á aðstoð að halda. Nýja tæknimiðstöðin í Árósum á því m.a. að safna saman þekkingu um ný hjálpartæki, auk þess sem hún á að stuðla að þróunarstarfí á þessu sviði. Að miðstöðinni standa Egmont- sjóðurinn (sem fjölskylda Egmont H. Petersens prentsmiðjueiganda stofnaði að honum látnum), félags- málaráðuneytið, menntamálaráðu- neytið og Arósaborg, sem styður stöðina um fjögra ára skeið. Ein af hugmyndunum á bak við tæknimiðstöðina er, að starfsemin þar muni f framtíðinni hafa hagstæð áhrif á vöruskiptajöfnuð Dana. For- göngumennimir gera sér vonir um, að framleiðsla hjálpartækja geti orðið myndarleg útflutningsgrein, ef vel tekst til og framleiðsluvörum- ar verða í fremstu röð á sínu sviði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.