Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 5 Alþjóðlegt ráðstefnuhald í Reykjavík: Nákvæm framkvæmda- áætlun liggur þegar fyrir Morgunblaðið/Árni Sœberg Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, og Johan Jörgen Holst, varnarmálaráðherra Noregs, fyrir fund ráðherranna í gær- morgun. ------------— Fundur utanríkisráðherra með varnarmálaráðherra Noregs: Rætt um ný viðhorf í afvopnunarmálum Á ráðstefnunni „Reykjavik — fundarstaður framtíðarinnar“ var sagði Birgir Þorgilsson ferðamálasljóri að fyrir lægi skýrsla um framtíðarmöguleika á alþjóðlegu ráðstefnuhaldi á íslandi. Skýrslan var tekin saman af erlendu ráðgjafarfyrirtæki árið 1983 og þar er að finna beinar tillögur um aðgerðir í markaðs- málum og undirbúningsvinnu fyrir ráðstefnur, en þessi mál hafa verið mjög til umræðu eftir leiðtogafundinn i fyrra. Skýrslan, sem er 112 síður og rituð á dönsku, var gefín út af ráð- gjafarfyrirtækinu Scandinavian Consulting Group í mars 1983 og ber yfírskriftina „ísland sem al- þjóðlegur ráðstefnustaður". í skýrslunni er gerð grein fyrir þeirri aðstöðu sem er fyrir hendi hér á landi til ráðstefnuhalds, þeim möguleikum sem sú aðstaða býður upp á og í lokin eru gerðar tillögur „Þetta var tveggja tíma ágæt- ur fundur og við ræddum vítt og breitt þau málefni sem snerta þjóðirnar sérstaklega. Bæði lönd- in eru í Atlantshafsbandalaginu og þess vegna ræddum við mikið þau nýju viðhorf sem nú eru komin upp og hvernig Atlants- hafsbandalagið hljóti að bregð- ast við þeirri þróun sem er að verða i afvopnunarmálum," sagði Steingrímur Hermannsson, utanríkisráðherra, er Morgun- blaðið spurði hann um um fund hans með norska varnarmálaráð- herranum, Johan Jörgen Holst, í gær, en ráðherrann er nú i heimsókn hér á landi. „í fáum orðum sagt er full sam- staða milli þjóðanna í þessum málum. Við fögnum þessari þróun, en gerum okkur grein fyrir því að Atlantshafsbandalagið þarf að end- urskoða stefnu sína með tilliti til þess sem er að gerast. Þá ræddum við tölvert um ræðu Gorbachevs í Murmansk og mér fannst Holst vera sammála mér um það að ekki er hægt að afgreiða hana, eins og þar sé fátt um nýmæli. Þar er til dæmis að finna ábendingu eða til- lögu um að bandalögin eigi viðræð- ur, en áður hafa viðræður farið fram milli einstakra landa. Sömu- leiðis er minnst á margt annað í þessari ræðu, eins og umhverfísmál og samstarf í vísindum og fleiru, sem við höfum áhuga á,“ sagði Steingrímur. Varðandi kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndunum, sagði Steingrímur, að komið hefði fram á fundinum að þar kynni að vera um eitthvað breytt viðhorf að ræða, ef skriður kæmist nú á viðræður stórveldanna. Hann sagði að þeir hefðu einnig rætt hafsbotnin á milli íslands og Noregs og réttindi til hans og hann hefði gert grein fyrir sjónarmiðum íslendinga. „Ég lýsti ánægju minni með samráð embætt- ismanna landanna, sem verið hefur undanfarin tvö ár og óskaði eftir að því samráði yrði haldið áfram," sagði Steingrímur. Hann sagði að á fundinum hefðu þeir ekki rætt framboðsmál til stöðu framkvæmdastjóra Atlanthafs- bandalagsins, en íslendingar hafa lýst yfir stuðningi við Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Johan Jörgen Holst dvelur hér á landi til föstudags. um aðgerðir sem til þarf til að fá fleiri atþjóðlegar ráðstefnur til ís- lands. I samtölum sem höfundar skýrslunnar áttu við 20 aðila, sem • sótt hafa ráðstefnur á íslandi eða á hinum Norðurlöndunum, kom í ljós að þeir töldu að hótel- og fund- araðstaða fyrir ráðstefnur með 200 þátttakendum eða færri væri góð hér á landi, en margir töldu að verðlag væri dýrara en á hinum Norðurlöndunum. Hins vegar sögðu langflestir að náttúra íslands væri áhugaverðari en náttúra Noregs og Svíþjóðar. Scandinavian Consulting Group segir að hugmyndir manna um háan kostnað hér á landi séu líklega helsta ástæðan fyrir því að margir telja ísland ekki getá komið til greina sem hugsanlegan ráðstefnu- stað. Ráðgjafarfyrirtækið segir hins vegar að kostnaiðarvísitala við ráð- stefnuhald í Reykjavík sé 111, miðað við að hún sé 100 í Kaup- mannahöfn, og 146 í Osló, og því værum við íslendingar í raun mjög samkeppnisfærir hvað verðlag snertir. í lok skýrslunnar er lögð fram framkvæmdaáætlun í níu liðum, þar sem rakin eru helstu skrefín sem Scandinavian Consulting Group tel- ur að taka þurfí á næstu fímm misserum, eða frá maí 1983 til árs- loka 1985. Þar er m.a. lagt til að gerður verði bæklingur sérstaklega hannaður fyrir væntanlega ráð- stefnugesti, komið verði á þjálfun- amámskeiðum fyrir starfsfólk á ráðstefnustöðum og að sett verði á stofn sérstök ráðstefnuskrifstofa, sem hafi yfírumsjón með kynningu og skipulagningu á alþjóðlegum ráðstefnum. í skýrslunni segir að gagnslaust sé að framkvæma að- eins einstaka liði áætlunarinnar, það verði að fylgja nákvæmri og vél skipulagðri áætlun ef árangur eigi að nást. Sjá frásögn af ráðstefnunni á bls. 44. Engin skýring á handarfundi EKKI er enn Ijóst hvemig eða hvaðan mannshönd sú, er fannst í fjöm í Hvalfirði fyrir skömmu, er þangað komin. Menn, sem gengu fjöru við Hvammshöfða við Hvammsvík í Hvalfirði fyrir tæpum hálfum mán- uði, sáu að mannshönd stóð upp úr sandinum. Þeir grófu höndina upp og létu lögregluna vita af fund- inum. Rannsóknarlögreglan hefur unnið að rannsókn málsins síðan, en kann enga skýringu á því, hvers vegna höndin var í fjörunni. NYJAR SENDINGAR fra AMSTERDAM - LONDON - MILANO - REYKJAVIK BÓKAÚTGÁFAN Iðunn mun gefa út bókina „Perestrojka" eftir Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, 2. nóvember næstkomandi. Bókin kemur sam- tímis út í Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og í löndum Vestur-Evrópu, og dregur nafn Beri maður- inn finnst ei ÞRJÁR unglingsstúlkur snem sér til lögreglu á mánudagskvöld og sögðu að maður hefði berað kynfæri sín á Miklatúni, fyrir framan þær. Atburðurinn varð um kl. 19 á mánudagskvöld. Stúlkumar, sem eru 13 ára, sögðu manninn hafa verið 30-40 ára. Lögreglan hefur ekki haft hendur í hári hans, en rannsóknarlögreglan hefur málið á sinni könnu. sitt af þeim breytingum sem ráðamenn Sovétríkjanna hafa verið að boða undanfarið. Tíu þýðendur vinna nú við að þýða bókina á íslensku og ritstýrir Heimir Pálsson verkinu. Heimir sagði í samtali við Morgunblaðið að í „Perestrojka" beindi Gorbachev orðum sínum bæði til landa sinna og heimsbyggðarinnar allrar, og fjallaði bókin um vandamál og lausnir í innanríkis- og alþjóðamál- um. „Það er einsdæmi að leiðtogi Sovétríkjanna komi fram á ritvöll- inn með þessum hætti og opinberi skoðanir sínar og stefnu í mikilvæg- um málum," sagði Heimir. Bandaríska útgáfufyrirtækið Harper & Row átti frumkvæðið að útgáfu bókarinnar og kom hug- myndin að henni fyrst fram fyrir tveimur árum. Að sögn Heimis Pálssonar hafa menn nú verið að leiða getum að þvi að Gorbachev hafí setið við skriftir síðastliðið sumar þegar hann hvarf um skeið af opinberum vettvangi. Umboðsmenn um land allt: Adam og Eva, Vestmannaeyjum. Báran, Grindavik. KEA, Akureyri. Fataval, Keflavik. Lindin. Selfossi. Nina, Akranesi. ísbjörninn. Borgarnesi. Tessa, Ólafsvik. Þörshamar, Stykkishólmi. Epliö, isafiröi. Kaupfélag V-Húnvetnmga. Hvammstanga. Sparta, Sauöárkróki. Díana. Ólafsfiröi. Aldan. Seyöisfirði. Búðin. Blönduósi. Opið á laugardögum frá kl. 10-16 e.h. Garöarshölmí. Húsavik. Kaupfélag Langnesinga. Þórshöfn. Nesbær, Neskaupstaö. Skógar, Egilsstööum. Viöarsbúð, FáskrúÖsfirði. Hornabær, Höfn Hornafiröi. Kaupfélag Rangæinga, Hvolsvelli. Ylfa, Kópavogi. Iðunn gefur út bók eftir Gorbachev
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.