Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
í DAG er fimmtudagur 15.
október, 288. dagur ársins
1987. Tuttugasta og sjötta
vika sumars. Árdegisflóð í
Reykjavík kl. 12.32 og
síðdegisflóð kl. 25.24. Sól-
arupprás í Rvík kl. 8.16 og
sólarlag kl. 18.10. Myrkur
kl. 18.58. Sólin er í hádegis-
stað í Rvík kl. 13.14 og
tunglið er í suðri kl. 7.58.
(Almanak Háskóla íslands.)
Fagnið með fagnendum.
Grátið með grátendum.
(Róm. 12, 15.)
ÁRNAÐ HEILLA
WA ára afmæli. í dag,
4 1/ fímmtudaginn 15.
október, er sjötug Ingiríður
Guðmundsdóttir, fyrrver-
andi húsvörður við Mennta-
skólann i Reykjavík, nú til
heimilis í Strandaseli 11,
Reykjavík. Ingiríður tekur á
móti gestum á laugardaginn,
17. október, í safnaðarheimili
Langholtskirkju milli kl. 16
og 19.
r?A ára afmæli. í dag, 15.
• U október, er sjötug
Sesselja Vilborg Péturs-
dóttir, Hringbraut 70,
Hafnarfirði. Á laugardaginn
kemur, 17. þ.m., ætlar hún
að taka á móti gestum milli
kl. 14 og 18 í íþróttahúsinu
við Strandgötu þar í bænum.
70
ára afmæli. í dag, 15.
þ.m., er sjötug Frið-
mey Guðmundsdóttir að
BQdsfelli í Grafningi. Hún
ætlar að taka á móti gestum
á heimili sínu á laugardaginn
kemur, 17. október, eftir kl.
15.
FRÉTTIR_______________
HITI breytist lítið sagði
Veðurstofan í gærmorgun.
í fyrrinótt hafði verið eins
stigs frost hér i bænum, en
harðast um nóttina mældist
frostið 7 stig á Tannstaða-
bakka. Uppi á hálendinu
var 8 stiga frost um nótt-
ina. Mest hafði úrkoman
orðið í Strandhöfn og var
11 millim. eftir nóttina. Hér
í bænum var tæplega mæl-
anleg úrkoma. Þá var þess
getið að sólskin hefði verið
í 5 mín. hér í bænum í fyrra-
dag. Snemma í gærmorgun
var 5 stiga frost í Frobisher
Bay, frost tvö stig í Nuuk.
Þá var 7 stiga hiti i Þránd-
heimi og Sundsvall, en
austur í Vasa 6 stiga hiti.
KVENNADEILD Barð-
strendingafélagsins heldur
basar og kaffísölu í Domus
Medica nk. sunnudag, 18.
þ.m., kl. 14. Ágóðanum er
varið til stuðnings öldruðum
Barðstrendingum.
KVENNADEILD Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra
heldur fund í kvöld, fímmtu-
dag, kl. 20.30 á Háaleitis-
braut 11—13. Veitingar verða
með sérstökum hætti.
KFUK, aðaldeild Hafnarfirði,
heldur kvöldvöku í kvöld í
húsi félaganna Hverfísgötu
15 kl. 20.30. Þar verður sagt
frá lífí og starfí hins heims-
kunna prédikara Billy Grah-
ams. Ræðumaður kvöldsins
verður Benedikt Amkelsson.
LÍFSVON, samtökin til
vemdar ófæddum bömum,
efnir í kvöld til almenns fund-
ar, sem ölium er opinn í
hátíðarsal Hallgrímskirkju kl.
20.30. Þar verður m.a. sýnd
kvikmyndin „Hið þögla óp“
með ísl. texta. Formaður
þessara samtaka er Hulda
Jensdóttir.
HÚNVETNINGAFÉLAG-
IÐ efnir til félagsvistar í
félagsheimili sínu í Skeifunni
17 nk. laugardag, 17. þ.m.,
og verður byijað að spila kl.
14. Kaffíveitingar verða.
KVENFÉLAGIÐ Aldan
heldur fund í kvöld í Borgar-
túni 18 kl. 20.30. Gestur
fundarins verður Einar
Thoroddsen iæknir.
FÉLGSSTARF aldraðra í
Kópavogi. Annað kvöld,
föstudag, verður efnt til
kvöldvöku í félagsheimili bæj-
arins. Sagt verður frá ferðum
í Fljótshlíðina og til Skotlands
nú í sumar, í myndum og
máli. Kaffiveitingar verða á
eftir.
KRISTNIBOÐSSAM-
BANDIÐ efnir til basars á
laugardaginn kemur í Bet-
aníu, Laufásvegi 13, klukkan
16. Tekið verður á móti mun-
um á markaðinn á morgun
þar milli kl. 16 og 20.
SKIPIN_______________
REYKJAVÍKURHÖFN: í
fyrradag kom Askja^ úr
strandferð og togarinn Ögri
hélt aftur til veiða. í gær-
morgun kom togarinn Ás-
björn inn til löndunar og þá
var verið að landa úr togaran-
um Engey. í gær héldu svo
aftur til veiða togararnir
Snorri Sturluson og Hjor-
leifur. Þá fór Svanur á
ströndina og beint til útlanda
heldur skipið svo. Reylgafoss
var væntanlegur að utan og
væntanlega hefur Eyrarfoss
lagt af stað til útlanda.
HAFNARFJARÐARHÖFN:
í gær komu af ströndinni
flutningaskipið Keflavík og
ísnes. Þá fór Dagstjarnan
aftur til veiða í gærkvöldi.
Útboð á gerð Egilsstaðaflugvallar:
Hvort vill ráðherrann frekar vera Hafnarfjarðarbrandari áfram eða flugvaUarpúkk?
Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna I
Reykjavík dagana 9. október til 15. október, að báöum
dögum meðtöldum er I Apótaki Austurbœjar. Auk þess
er Brelðholts Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvik-
unnar nema sunnudag.
Laaknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga.
Laaknavakt fyrlr Reykjavfk, Seltjarnarnes og Kópavog
í Heilsuverndarstöö Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. kl.
17 tll kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga
og helgidaga. Nánari uppl. I síma 21230.
Borgarspftallnn: Vakt 8—17 virka daga fyrir fólk sem
ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans sfmi
696600). Slyaa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami
sfmi. Uppl. um iyfjabúðir og læknaþjón. f símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram
f Hellsuverndaratöð Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.
30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskfrteini.
Ónæmistærlng: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis-
tæringu (alnæmi) f sfma 622280. Milliliðalaust samband
við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn.
Viðtalstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er
símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafa-
simi Samtaka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl.
21-23. Sími 91-28539 - símsvari á öðrum tímum.
Krabbameln. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfól. Virka
daga 9—11 s. 21122.
Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba-
mein, hafa viðtalstima á miðvikudögum kl. 16—18 i húsi
Krabbameinsfélagsin8 Skógarhlfð 8. Tekið é móti viðtals-
beiðnum í sfma 621414.
Akureyrl: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Seltjamames: Heilsugæslustöð, sími 612070: Virka daga
3-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka
daga 9—19. Laugard. 10—12.
Garðabaer: Hellsugæslustöð: Læknavakt sfmi 51100.
Apótekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11 -14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9—19. Laugardög-
um kl. 10—14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga —
fimmtudaga kl. 9—18.30, föstudaga 9—19 laugardögum
10 til 14. Apótekin opin til skiptls sunnudega 10—14.
Uppl. vaktþjónustu f sfma 51600.
Læknavakt fýrir bæinn og Álftanes sfmi 51100.
keflavfk: Apótekið er opiö kl. 9-19 mánudag til föstu-
dag. Laugardaga, helgidaga og almenna fridaga kl.
10-12. Simþjónusta Heilsugæslustöðvar allan sólar-
hringlnn, s. 4000.
Selfoea: Selfoss Apótek er opiö til kl. 18.30. Oplð er á
laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna-
vakt fást i simsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranea: Uppl. um læknavakt f sfmsvara 2358. - Apótek-
ið opið virka daga tll kl. 18.30. Laugardaga 10-13.
Sunnudaga 13-14.
HJálparstöð RKl, Tjamarg. 35: Ætluð börnum og ungling-
um f vanda t.d. vegna vfmuefnaneyslu, erfiöra heimilisað-
stæðna. Samsklptaerfiðleika, einangr. eða persónul.
vandamála. Neyðarþjón. til móttöku gesta allan sólar-
hringinn. Simi 622266. Foreldrasamtðkln Vfmulaus
æska Síðumúla 4 s. 82260 veitir foreldrum og foreldra-
fél. upplýsingar. Opin mánud. 13—16. Þriðjud., miðvikud.
og föstud. 9—12. Fimmtud. 9—10.
Kvennaathvarf: Opið allan sólarhringinn, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið
ofbeldi f heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Skrifstof-
an Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3: Opin virka daga kl.
10-12, sfmi 23720.
MS-fálag Islands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, sfmi
688620.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Opin
þriðjud. kl. 20-22, sfmi 21500, sfmsveri. Sjálfshjálpor-
hópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500,
sfmsvari.
SÁA Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Sföu-
múla 3-5, sími 82399 kl. 9-17. Sáluhjálp í viðlögum
681515 (símsvari) Kynningarfundir í Síðumúla 3-5
flmmtudaga kl. 20. Sjúkrast. Vogur 681615/84443.
Skrlfstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Traðar-
kotssundi 6. Opin kl. 10-12 alla laugardaga, sími 19282.
AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að striða,
þá er sfmi samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega.
Sálfræðistöðln: Sálfræðileg ráðgjöf s. 623075.
Stuttbylgjusendlngar Útvarpsins til útlanda daglega: Til
Noröurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Kl. 12.
15—12.45 á 13759 kHz, 21.8m og 9675 kHz, 31,0m.
Daglega: Kl. 18.55—19.35/45 á 9985 kHz, 30.0m og
3400 kHz, 88.2m eöa 4924 kHz, 60,9m. Laugardaga er
hádegissending kl. 12.30—13.00. Til austurhluta Kanada
og Bandarikjanna daglega: Kl. 13.00—13.30 á 11733
kHz, 25.6m, kl. 18.55-19.35/45 á 11855 kHz, 25.3m.
Kl. 23.00-23.35/45 á 11733 kHz, 25.6m. Uugardaga
og sunnudaga kl. 16.00—16.45 á 11820 kHz, 25.4m, eru
hádegisfréttir endursendar, auk þess sem sent er frétta-
yfirlit liðinnar viku. Hluatendum ( Kanada og Bandarfkjun-
um er einnig bent á 9675 khz kl. 12.15 og 9985 kHz kl.
18.55. Allt Isl. tími, sem er sami og GMT/UTC.
SJÚKRAHÚS — Heimsóknartfnar
Landspftsllnn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl.
20.00. kvennadelldin. kl. 19.30-20. Sængurkvenna-
delld. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir
feður kl. 19.30-20.30. Bamespftall Hringslns: Kl. 13-19
alla daga. öldrunsrlæknlngadelld Landspftalans Hátúni
10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landakotsspft-
all: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.
Barnadeild 16—17. — Borgarspftallnn f Fossvogl: Mánu-
daga tij föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomu-
lagi. á laugardögum og sunnudögum kl. 15-18.
Hafnarbúölr: Alla daga kl. 14 tii kl. 17. - Hvftabandið,
hjúkrunardeild: Heimsóknartfmi frjáls alla daga. Grensás-
delld: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 - Laugardaga
og sunnudaga kl. 14-19.30. - Hellsuvemdarstöðin: Kl.
14 til kl. 19. - Fæðlngarhelmili Reykjavfkur: Alla daga
kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftall: Alla daga kl. 15.30
tll kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla
daga kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshællð: Eftir umtali
og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vffilsstaðaspftall:
Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. -
St. Jósefsspftall Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sunnuhllð hjúkrunarheimlll f Kópavogi: Heimsóknartfmi
kl. 14—20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavlkur-
læknlshéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta
er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja.
Sfmi 14000. Keflavfk - sjúkrahúslð: Heimsóknartími
virka daga kl. 18.30 - 19.30. Um helgar og á hátíöum:
Kl. 15.00 - 16.00 og 19.00 - 19.30. Akureyri -
sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 - 16.00
og 19.00 - 20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldr-
aðra Sel 1: kl. 14.00 - 19.00. Slysavaröstofusimi frá kl.
22.00 - 8.00, sími 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hlta-
veitu, sími 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum.
Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
SÖFN
Landsbókasafn fslands: Safnahúsinu við Hverfisgötu:
Aðallestrarsalur opinn mánudaga — föstudaga kl. 9—19,
iaugardaga kl. 9—12. Útlánasalur (vegna heimalána)
mánudaga — föstudaga kl. 13—16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla fslands. Opiö
mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um opnun-
artíma útibúa í aöalsafni, sími 25088.
Þjóðmlnjasafnlð: Opið þrlðjudaga, fimmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga kl. 13.30-16.00.
Ustasafn fslands: Opiö sunnudaga, þriðjudaga, fimmtu-
daga og laugardaga kl. 13.30-16.
Amtsbókasafnlð Akureyri og Héraðsskjalasafn Akur-
eyrar og Eyjafjarðar, Amtsbókasafnshúsinu: Opið
mánudaga-föstudaga kl. 13-19.
Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15.
Borgarbókasafn Reykjevlkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti
29a, sími 27155. Bústaðaeafn, Bústaðakirkju, simi
36270. Sólhelmasafn, Sólheimum 27, simi 36814. Borg-
arfoókasafn f Gerðubergi, Gerðubergi 3—5, sími 79122
og 79138.
Frá 1. júní til 31. ágúst verða ofangreind söfn opin sem
hér segir: mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl.
9—21 og miðvikudaga og föstudaga kl. 9—19.
Hofsvallasafn verður lokað frá 1. júli til 23. ágúst. Bóka-
bflar verða ekki i förum frá 6. júli til 17. égúst.
Norræna húslð. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. -
Sýningarsalir: 14-19/22.
Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi.
Ásgrfmssafn Bergstaðastræti 74: Opið sunnudaga,
þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.
Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er
opið alla daga kl. 10-16.
Ustasafn Elnars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu-
daga 13.30—16. Höggmyndagarðurinn opinn daglega kl.
11.00—17.00.
Hús Jóns Slgurðssonar f Kaupmannahöfn er opið miö-
vikudaga til föstudaga frá kl. 17 til 22, laugardaga og
sunnudaga kl. 16-22.
KJarvalsstaðlr: Opið alla daga vikunnar kl. 14—22.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-föst. kl.
9-21. Lesstofa opin mánud. til föstud. kl. 13—19. Slminn
er 41577.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðmlnjasafns, Einholti 4: Opið
sunnudaga milli kl. 14 og 16. Nánar eftir umtali s. 20500.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir
sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30—16.
Néttúrufræðlstofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og
laugardögum ki. 13.30-16.
Sjómlnjasafn islands Hafnarflrðl: Opið um helgar
14—18. Hópar geta pantað tíma.
ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000.
Akureyri sími 96-21840. Siglufjöröur 96-71777.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðlr f Reykjavfk: Sundhöllin: Opin mánud,—föstud.
kl. 7—19.30, laugard. frá kl. 7.30—17.30, sunnud. kl.
8—13.30. Laugardalslaug: Mánud.—föstud. frá kl.
7.00—20. Laugard. frá kl. 7.30—17.30. Sunnudaga fró
kl. 8.00—15.30. Vesturbæjarlaug: Mánud.-föstud. frá
kl. 7.00—20. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá
kl. 8.00—15.30. Sundlaug Fb. Breiöholti: Mánud.—
föstud. frá kl. 7.20-9.30 og 16.30—20.30. Laugard. fró
7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-15.30.
Varmáriaug f Mosfellssveit: Opin mánudaga - föstu-
daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30—20.30. Laugar-
daga kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16.
Sundhöll Koflavfkur er opin mánudaga - fimmtudaga.
7- 9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga
8- 10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. Kvennatlmar þriðju-
daga og fimmtudaga 19.30-21.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl.
7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnu-
daga kl. 9—12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðviku-
daga kl. 20-21. Síminn er 41299.
Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánudaga - föstudaga
kl. 7-21. Laugardaga frá kl. 8-16 og sunnudaga frá kl.
9- 11.30.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl.
7- 21, laugardaga kl.8-18, sunnudaga8-16. Sfmi 23260.
Sundlaug Sehjarnamess: Opin mánud. - föstud. kl.
7.10- 20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl.
8- 17.30.