Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 21 HESTAR FLUTTIR UT f STÓRUM STÍL ÞorlákshBfn. UM 400 hestum var á sunnudag-- inn skipað um borð í skipið Frision Express og var ferðinni heitíð til Gent í Belgíu. Þaðan fara hestarnir siðan viða um Evrópu en flestir þó til Sviþjóðar. Þetta er í 5. sinn sem Félag hrossabænda og Búvörudeild Sambandsins taka sig saman og senda út á þennan hátt slátur- og reiðhross. Tvisvar áður hafa verið send út sláturhross. Það eru þeir sr. Halldór Gunnarsson í Holti fyrir hönd hrossabænda, og Úthlutað úr Frímerkja- og póstsögusjóði Á DEGI frímerkisins, 9. október sl., var í fyrsta skipti úthlutað styrkjum úr Frímerkja- og póst- sögusjóði, sem stofnaður var 1986. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póstsögu og hvers konar kynningar- og fræðslustarf- semi til örvunar á frímerkjasöfhun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Úthlutun að þessu sinni fengu tveir aðilar, annars vegar Landssam- band fsl. frímerkj asafnara kr. 140.000 — til að auka kynningu á frímerkjasöfnun meðal ungra sem aldinna í samstarfi við aðildarfélög sín. Hins vegar félagsvísindadeild Háskóla íslands, rannsóknastofnun { bókasafns- og upplýsingamálum, kr. 60.000 — til að hefla vinnslu heimildaskrár um íslensk frímerki og póstsögu. Formaður stjómar sjóðsins er Halldór S. Kristjánsson, skrifstofu- stjóri samgönguráðuneytisins. Bókaverðir halda félagsfund FÉLAG bókavarða i rannsóknar- bókasöfnum heldur almennan félagsfund fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, húsi Háskóla íslands. Á félagsfundinum flytur Teije Heiseth yfirbókavörður við háskóla- bókasafnið í Luleá í Svíþjóð erindi um tvö efni sem tengjast rannsóknar- verkefnum undir hans stjóm, annars vegar ND-BIB, tölvukerfi fyrir bóka- söfn sem verið er að þróa í norsk- sænskri samvinnu og hinsvegar SAMOVAR, gagnabrunnur sem nær yfír marga efnisflokka, en miðast sérstaklega við hagsmuni kaldra landa. Fundurinn er opinn öllum bóka- vörðum. Sigurður Ragnarsson og Magnús Sigurðsson frá búvömdeildinni sem hafa að mestu séð um þessa flutninga. Þeir sögðust vonast til að í framtíðinni væri hægt að fara tvær ferðir á ári, eina á vori og aðra að hausti. Heppilegt væri að fara með reiðhesta á vorin en leggja aðaláherslu á sláturhross að haustinu. Nú fara út um 250 sláturhross, 153 reiðhestar 2 stóðhestar og 5 folöld. Viðunandi verð. fæst fyrir sláturhrossin, að sögn forsvars- manna útflutningsins, eða um 15 þúsund krónur í skilaverð fyrir hvert hross, og er um jafnaðar- verð að ræða. Þetta er svipað verð og búast má við í sláturhúsi hér heima en munurinn er sá að greiðsla kemur strax og ekki er hætta á að hrossin verði verðfelld vegna fitu. Reiðhrossin sem fara út em öll seld fyrirfram hér heima og fara þau viðskipti fram milli kaupenda og seljenda. Verðið er misjafnt eða frá 50 þúsundum upp í 150 þúsund krónur. Þeir félagamir sögðu að þetta væri öragglega ódýrasta og besta leiðin til að senda hross úr landi. Skipið væri sérstaklega útbúið til flutning- anna og mjög vel fari um hrossin. Hrossin sem nú em send út em allsstaðar að á landinu og hefur þeim verið safnað saman að Litla Saurbæ í Ölfusi undanfarið þar sem búið er að koma upp aðstöðu til að geyma þau og þar fer einn- ig fram læknisskoðun. - JHS MorgunblaÆB/Jón H. Sigurmundason Hestunum skipað um borð í skipið Frision Express. íslenskur textílhópur í Danmörku ÍSLENSKUR textílhópur sýnir nú í Danmörku f boði Lyngbys Kunst- forening og stendur sýningin til 1. nóvember. í hópnum sem sýnir em tólf kon- ur ólöf Nordal, Bára Guðmunds- dóttir, Halldóra Thoroddsen, Herdís Tómasdóttir, ólöf Einarsdóttir, Sigríður Kristinsdóttir, Helga Krist- mundsdóttir, Guðrún Kolbeins, Þuríður Dan Jónsdóttir, Jóna S. Jóns- dóttir, Elísabet Þorsteinsdóttir og Margarete Mörkeberg, sem hefur verið milligöngumaður hópsins á fs- landi og Lyngbys Kunstforening. Verkin á sýningunni em öll frá síðasta ári og unnin með mjög ólfkum hætti, segir í fréttatilkynningu frá hópnum. FÖNN býður viðskiptavinum sínum uppá nýja og fullkomna þjónustu við hreinsun og frágang á gluggatjöldum. Hreinsað er með nýjum efnum þannig að engin lykt er að hreinsun lokinni. Gluggatjöldin eru gufustrekkt og jöfnuð á földum. Jaðrar verða beinir og efnið kemst ekki I snertingu við heitt járn þannig að það heldur upprunalegri mýkt sinni og léttleika. Með þessari tækni er möguleiki á nákvæmri sídd. Giuggatjöldin eru felld og jöfnuð í eðlilegar gardínufollur svo engin aukabrot myndast. Að loknum frágangi eru gluggatjöldin inn- pökkuð í plastslöngu og hengd upp á lengd- ina þannig að ekki er hætta á að efnið óhreinkist eða aflagist ( geymslu eða flutningi. Nýjung! Sótt og sent. Tekið niður og sett aftur upp ef óskað er. Skeifunni 11 Símar. 82220, 82221 og 34045 Fannhvítt frá FÖNN ORKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.