Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 26

Morgunblaðið - 15.10.1987, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 Ösætti um eftir- mann Nakasone ÞREMUR áhrifamönnum í stjómarflokknum í Japan, Frjálslyndaflokknum, mistókst á þriðja fundi sínum að ná sam- komulagi um eftirmann Yasu- hiro Nakasone, forsœtisráð- herra. Mennimir þrír eru Kiichi Miy- azawa, fjármálaráðherra, Shintaro Abe, fyrrum utanríkisráðherra, og Noboru Takeshita, fyrrum fjár- málaráðherra. Þeir sækjast allir eftir því að taka við af Nakasone og hafa fund- að þrisvar í þeim tilgangi að reyna að ná samkomulagi um eftirmann hans. Eina niðurstaðan á þriðja fundin- um var að skýra Nakasone og öðrum leiðtogum Fijálslyndaflokks- Noregur; Smyglhring- ur upprættur Ósló, Reuter. FJÓRIR voru handteknir er lög- regla í Osló kom upp um stærsta smyglhring sem vitað er að hafi starfað í Noregi til þessa. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við norska útvarpið að fundist hefðu 100.000 flöskur af brenndum vínum og um 2.500 lítrar af hreinum vínanda. Var góssið í gámi um borð í norsku skipi sem kom til hafnar í Osló. Áætlað verðmæti vamingsins ef miðað er við verð á áfengi í Noregi er um 15 milljónir norskra króna (um 90 milljónir íslenskra króna). ins frá gangi viðræðnanna á morgun, föstudag, og efna síðan til fjórða fundarins sín á milli á laugar- dag. Samkvæmt heimildum er hermt að nær útilokað sé að mennimir þrír komist að samkomulagi um eftirmann Nakasone. Hallast þeir því meir að því að hann verði valinn af þingflokki Fijálslyndaflokksins, líklegast á þriðjudag í næstu viku. Skípan Verity staðfest Washington, Reuter. Öldungadeild Bandaríkja- þings staðfesti í fyrrakvöld skipan C. Williams Verity í starf viðskiptaráðherra Bandaríkjanna. Skipan Verity, sem er fyrrum forstjóri stálfyriitækisins Armco , var samþykkt með 84 atkvæð- um gegn 11. Nokkrir repúblikan- ar, sem lögðust gegn þeirri ákvörðun Reagans að gera Ve- rity að eftirmanni Malcolms Baldridge, þar sem hann hafði lýst yfír áhuga sínum á stóraukn- um viðskiptum við Sovétríkin, greiddu atkvæði gegn skipan- inni. Verity hefur einnig gagnrýnt setningu laga sem skylda Sovétríkin og önnur ríki til að leyfa minnihlutahópum að flytjast úr landi áður en þau geta vænst góðra viðskiptakjara í Bandaríkjunum. Reuter Huang Chuan-chih sýnir hugarfóstur sitt: talandi salemi. V estur-Þýskaland; Sprengja í garði lögreglumanns Vestur-Berlín, Reuter. SPRENGJA sprakk nálægt heim- ili vestur-þýsks lögregluvarð- stjóra í gær. Talið er fullvíst að hópur öfgafullra friðarsinna standi að baki sprengingunni. Enginn slasaðist við sprenging- una en minniháttar skemmdir urðu á garðhúsgögnum sem kviknaði í. Lögregluvarðstjórinn, Martin Text- or, slökkti sjálfur eldinn. í garðinum fundust skilaboð frá öfgafullum friðarhópi þar sem sagði; „Hefnum þess að fasistasvínin í sérsveitum lögreglunnar beittu kylfum í Wac- kersdorf." Textor er jrfirmaður sérsveita lögreglunnar, en hans sveit mun ekki hafa verið að við mótmælin í Wackersdorf í Bæjaralandi í síðustu viku. Þar sló í brýnu milli mótmæ- lenda og lögreglu og í átökunum slösuðust 15 mótmælendur. Sýning uppfinningamanna í Japan: Allt frá talandi salern- um til heilaörvandi véla Unglingabólur og áfengissýki læknuð í Tókló, Reuter. EKKI er ólíklegt að Thomas Alva Edison hafi fylgst með að hand- an, þegar alþjóðleg sýning uppfinningamanna var opnuð i Tókió i gær. Uppfinningamennirnir voru um 90 talsins og það sem þeir höfðu á boðstólum var allt frá talandi salernum og píanóum fyrir fingrastutt fólk, til vélar nokkurrar, sem á að hjálpa notandanum við að veðja á réttan hest við veðbrautina. Mesti uppfínningamaður þeirra fann upp hina sérkennilegu staf- allra er þó vafalaust skipuleggjandi setningu nafns síns, segir að hann sýningarinnar, dr. Yoshiro Naka- sé stórkostlegasti uppfínningamað- Mats. NakaMats, sem meðal annars ur, sem litið hefur dagsins ljós, einu vetfangi enda hafí hann fundið upp enn fleiri nýjungar en Edison sjálfur, en Edison mun í hálfguða tölu meðal uppfínningamanna. NakaMats kallar sig „föður tölvudisklingsins", en þeirri fullyrð- ingu eru starfsmenn IBM ekki fyllilega samþykkir. Því verður þó ekki haggað að IBM leigir allnokk- ur disklinga-einkaleyfí af Naka- Mats, svo eitthvað hefur hann til ...og málið er leysti mis. 7 vikna námskeið hefjast 26 op 27 T,m,: 18.30-20.30 og 20 40-2 tiVSKA hýcv * ÞVSKA DAJVSKA FRAIVSKA FRAíVSKA P0RTÚ6A1SKA íSl.E1',SKA ÍNANAUSTUM 15 síns máls. NakaMats var þó ekki eini „snill- ingurinn" á sýningunni. Ken Hashimoto sýndi uppfinningu sína, sem vafalasut er fjölhæfasta raf- magnstæki frá upphafí. Það á að geta læknað alls kyns mein, allt frá unglingabólum til áfengissýki. Til þess að nota tækið þurfa menn að tengjast vírum ýmsum og setja einskonar geislabaug úr gúmmíi á höfuð sér. Tækið á að hafa áhrif á alfa-bylgjur heilans, sem aftur örv- ar hugsunina. Eða svo segir Hashimoto. „Tækið mun hjálpa þér að standast próf,“ segir hann. „Það mun jafnvel hjálpa þér við veð- brautina." Gömul kona, sem reyndi tækið velti því fyrir sér hvort enskan hennar myndi batna fyrir vikið, en bætti við að það hefði a.m. k. liðkað stirða hálsvöðva. NakaMats var þó ekki í þann veginn að láta slá sig út og sýndi svipaða uppfínningu: svefnstól, sem hann segir veita manni átta tíma svefn á einni klukkustund og örva heilastarfsemina að auki. Ekki snerist þó allt á sýningunni um gráa efnið. Huang Chuan-chih frá Taiwan bauð sýningargestum að sitjast á hugarfóstur sitt — heimsins fyrsta talandi salemi. Um leið og menn hafa fengið sér sæti heyrist tölvuvædd rödd salemisins segja: „60 kíló“! Að vísu var einn galli á gjöf Njarðar. Sama virtist hver settist á salemið, alltaf sagði það „60 kfló“. „Ég verð að breyta örgjörvanum svo salemið segi eitthvað annað," sagði uppfínningamaðurinn. lOádlOtl lifjjóili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.