Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakið.
Á réttri leið
HVAÐ SEGJA ÞA U
UM LEIKRIT ÞJÓÐLEIKHÚl
Rómúlus mi
Leikritið Rómúlus mikli eftir Diirrenmatt, sem
sýnt er á fjölum Þjóðleikhússins, hefur hlotið margs
konar almenn viðbrögð. Morgunblaðið lagði eftirfar-
andi spumingu fyrir nokkra leikhúsgesti:
Hvað finnst þér um hina umdeildu sýningu
Þjóðleikhússins á Rómúlusi mikla?
Fyrsta fjárlagafrumvarp
ríkisstjómar Þorsteins
Pálssonar hefur verið lagt
fram. Með því hefur stjómin
markað stefnu í efnahagsmál-
um. Gengi krónunnar verður
haldið óbreyttu og stefnt er
að því að verðbólga fari lækk-
andi á næsta ári.
Fmmvarpið er ekki aðeins
merkilegt fyrir að vera fyrsta
frumvarp ríkisstjómar, heldur
einnig vegna þess metnaðar
sem þar kemur fram. Jón
Baldvin Hannibalsson, fjár-
málaráðherra, segir að
frumvarpið boði nokkur tíma-
mót. í fyrsta lagi er stefnt að
því að ríkissjóður eyði ekki
umfram það sem hann aflar.
í öðm lagi em stigin fyrstu
skrefín í þá átt að draga úr
sjálfvirkni ríkisútgjalda.
Dregið er úr tilfærslum fjár-
magns til atvinnulífs og
fyrirtækja, en tækifærið því
miður ekki notað til lækka
álögur á almenning. Stefnt er
að lækkun erlendra skulda og
mun ríkissjóður ekki taka er-
lend lán. Síðast en ekki síst
em verkefni flutt frá ríkinu
yfír til sveitarfélaga.
Það má deila um það hvort
gengið sé nægilega langt í að
draga úr umsvifum ríkisvalds-
ins og útgjöldum til atvinnu-
lífsins. Það stendur hins vegar
eftir að mörg mikilvæg skref
em stigin í þessa átt í fjár-
lagafrumvarpinu. Niður-
greiðslur og útflutningsbætur
lækka að raungildi, framlög
samkvæmt jarðræktarlögum
lækka, styrkir samkvæmt
búfjárræktarlögum em af-
numdir, framlag til Búnaðar-
félag íslands lækkar og síðast
en ekki síst er hætt að greiða
niður áburðarverð. Þessar fyr-
irætlanir fjármálaráðherra og
ríkisstjómar em eðlilegar
enda hefur framleiðsla hefð-
bundinna landbúnaðargreina
dregist saman á undanfömum
ámm. Ifyrirsjáanlegt er að
kindakjötsframleiðsla minnki
enn.
En það er eitt að setja
áætlanir niður á blað og ná
þeim sæmilega óbrengluðum
út úr höndum alþingismanna.
Búast má við að einstakir
þingmenn reyni að koma í veg
fyrir niðurskurð í landbúnaði
og það væri neikvætt ef þeim
tækist það.
Fj ármálaráðherra vill að
meira verði gert á öðmm
vígstöðvum. Þannig falla
framlög ríkissjóðs vegna iðn-
ráðgjafar niður, endurgreidd-
ur söluskattur í sjávarútvegi
lækkar úr 700 milljónum á
þessu ári í 300 milljónir króna
1988. Ríkisábyrgð á lántökum
flárfestingarlánasjóða verður
hætt og ríkisframlög til þeirra
felld niður. Veiðimálastofnun,
Rannsóknastofnun fískiðnað-
arins og Iðntæknistofnun
verða ekki lengur ríkisstofn-
anir, en ekki er búið að ákveða
hvaða form verður haft á
rekstri þeirra. Þá verða gerðar
auknar kröfur til ríkisfyrir-
tækja um arðsemi. Allt er
þetta í rétta átt.
Fjármálaráðherra hefur
gert sér grein fyrir því að
mikil sjálfvirkni ríkisútgjalda
getur ekki samrýmst því
markmiði að beita ríkisíjár-
málunum sem hagstjómar-
tæki. Nú er langstærsti hluti
ríkisútgjalda bundin sam-
kvæmt hinum ýmsu lögum.
Þetta hefur m.a. leitt til þeirra
slæmu vinnubragða ríkis-
stjóma að leggja ffarn
„bandorm" með hverju fjár-
lagafrumvarpi. Með þessu
fjárlagafrumvarpi eru stigin
skref í þá átt að draga úr sjálf-
virkni ríkisútgjalda.
Margar forsendur flárlaga-
frumvarpsins eru óljósar.
F’iskveiðistefnan hefur ekki
enn verið mótuð og hún hefur
mikil áhrif á efnahagsmálin.
í þjóðhagsáætlun er gengið
út frá því að kaupmáttur og
þjóðartekjur haldist í besta
falli óbreytt á næsta ári frá
því sem nú er. Einnig er veru-
leg óvissa um þróun verðlags,
en markmið ríkisstjómarinnar
er að verðbólga verði innan
við 10% frá upphafi til loka
árs 1988. Ein megin forsenda
þess að verðbólga lækki er að
ríkissjóður sé ekki rekinn með
halla. Verði fjárlög fyrir kom-
andi ár afgreidd hallalaus
mun tiltrú almennings á stöð-
ugt efnahagslíf aukast og
líkur á sprengingu á vinnu-
markaði minnka. Það reynir
því á pólitískt þrek stjómar-
þingmanna á næstu vikum.
Þeir verða sætta sig við áætl-
aðan niðurskurð jafnvel til
málafíokka sem eru þeim
kærir.
Rúrik frábær í
gervi Rómúlusar
— sagði Hjalti Guðmunds-
son, dómkirkjuprestur.
Leikritið Rómúlus mikli eftir
Dúrrenmatt, sem Þjóðleikhúsið sýn-
ir um þessar mundir, er óvenjulegt
um margt. Mér virtist oft sem
Rómúlus horfði á samtíð sína með
augum framtíðarinnar og stæði
þannig betur að vígi við mat á at-
burðum líðandi stundar en samtíð-
armenn hans. Efni leikritsins er
stundum meira sett fram í fyrir-
lestrarformi en í samtölum. Það eru
fyrirlestrar, sem Rómúlus heldur,
og þar hijóta af vörum hans mörg
gullkom, og kostulegar setningar.
Mér fannst Rúrik Haraldsson frá-
bær í gervi Rómúlusr, og er þetta
áreiðanlega með því besta, sem
hann hefur gert. I raun og veru
átti hann þessa sýningu og bar
hana uppi af mikilli snilld að öðrum
góðum leikurum ólöstuðum.
Þama kemur Rómúlus fram sem
fulltrúi ríkis, sem er orðið svo rotið,
að það er ekki þess virði að veija
fall þess. Aðdragandinn hefur verið
langur og nú er stundin mnnin
upp. Rómúlus er einn f þeirri af-
stöðu að veija ekki ríkið. Er hér
um vonleysi eða uppgjöf að ræða
eða er þetta skynsamlegt mat á
vonlausu ástandi, sem ekkert fær
breytt? Straumurinn er orðinn svo
stríður, að ekki verður lengur stað-
ið á móti og eins gott að láta hann
hrífa sig með sér.
Það verður mörgum undrunar-
efni að sjá, þegar fundum Rómúl-
usar og Odóvakars ber saman.
Áhorfendur búast við miklum átök-
um, því að höfundur hefur lengi
búið áhorfendur undir þessa miklu
stund. Það er eins og þessum tveim-
ur mönnum sé það þvert um geð
að hafa mannaforráð og takast á
við þau vandamál, sem þeim fylgja.
Þeir hafa báðir megnustu óbeit á
valdi og beitingu þess. Þeim fmnst,
að ofbeldi leysi engan vanda, heldur
skapi ný vandamál og blóðsúthell-
ingar, sem þjóni engum tilgangi.
Hvers vegna á að fóma þúsundum
mannslífa fyrir vonlausan málstað?
Þetta leikrit er bam síns tíma,
enda samið í skugga síðari heims-
styijaldarinnar, þar sem vonlaus
barátta hélt áfram mánuðum saman
eftir að úrslit voru raunverulega
ráðin og fail hins rotna stjómarfars
nasismans blasti við. Þetta verk
sýnir okkur vel tilgangsleysi styij-
alda og ofbeldis, þar sem mannlegar
tilfinningar og heilbrigð skynsemi
fá ekki að ráða.
En sú spuming vaknar líka, hvað
þær þjóðir eigi að gera, sem vilja
veija frelsi sitt gegn }rfirgangi ann-
arra þjóða. Eiga þær að sitja með
hendur í skauti og bíða þess, sem
verða vill?
Samband af
gleðileik og
harmleik
— sagði Jónas Eysteinsson,
kennari
Þegar undirritaður fór að sjá
Rómúlus mikla í Þjóðleikhúsinu
hafði hann engar væntingar um
sýninguna og enn síður datt honum
í hug að hann yrði beðinn að skrifa
niður álit sitt á verkinu og sýning-
unni. Hver sá er fer í leikhús ætti
að gera sér grein fyrir því, hvers
vegna hann/hún gerir það. Undir-
ritaður vili hér nefna tvo þætti sem
verka sterkast á hann á því sviði.
Annars vegar að hann geti skemmt
áer á gamansömu verki þar sem
gleði og gaman halda honum upp-
teknum við verkið meðan á sýningu
stendur og þar sem einstök atriði
geta kallað fram bros á vör við
upprifjun síðar. Hins vegar er að
leikverkið hreyfí við tilfinningalífi
áhorfandans þannig að það leiti oft
á hugann eftirá og veki spumingar
sem kalli á svör. Hvemig tókst
Rómúlusi mikla að uppfylla þessar
kröfur? Leikritið er kallað ósagn-
fræðilegur gamanleikur og hefði
því átt að uppfylla fyrra atriðið sem
nefnt er hér að framan. Fyrri hluti
leikritsins verkaði á undirritaðan
sem slíkur, þótt atburðarásin og
orðaskiptin drægju munnvikin
sjaldan langt upp og ekki virtust
leikhúsgestir trufla hver annan með
skellihlátmm. Síðari hluti verksins
verkaði á undirritaðan sem sagn-
fræðilegt verk þar sem ffarn kom
að Rómúlus mikli hafði tilgang með
öllum sfnum aulahætti í fyrri hluta
leikverksins. Atburðarásin var of
langdregin og sum atriðin þar af
leiðandi leiðigjöm, eins og t.d. sam-
talið milli Rómúlusar og Ódóvakar
í lok leiksins.
Að framansögðu verður niður-
staða undirritaðs sú að leikverkið
Rómúlus mikli sé sérkennilegt sam-
bland af gleðileik og harmleik þar
sem hvorugur hluti blöndunnar hafi
blandast við hinn sem varla er
hægt að reikna með þegar svo ólík
form eiga að renna í eitt. Að lokum
skal það tekið ffarn að undirritaður
telur að leikarar hafi skilað hlut-
verkum sínum með ágætum, alveg
sérstaklega titilhlutverkinu og það
sé ekki við þá að sakast þótt verk-
ið og tilgangur þess, hafi farið
nokkuð hjá garði.
íslendingur hannar fyrsta sólarbílinn á Norðurlöndum:
Orkumálaráðherr-
ann prófaði farar-
tækiðí
iUNGUR íslenskur véltæknifræð-
ingur, Jón Þór Harðarson, hefur
ásamt nokkrum skólafélögum
sfnum úr Tækniskólanum í Sand-
erborg í Danmörku, hannað og
smíðað fyrsta bfl á Norðurlönd-
um, sem gengur fyrir sólarorku.
Rillinn er nú á leið til Ástralíu
þar sem hann mun taka þátt í
kappakstri þvert yfir eyðimerk-
ur álfunnar, um 3.200 kflómetra
leið frá norðurströndinni tii
borgarinnar Adelaide í suðri.
Jón Þór sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það hefði tekið um eitt
eigin personu
- ogókeinn
hring í kringum
ráðhúsið í Kaup-
mannahöfn
ár að smfða bílinn og kostnaður við
efnið væri rúmar 3 milljónir, en
alla vinnu við smíðina hefðu þeir
skólafélagamir að sjálfsögðu unnið
í sjálfboðavinnu. „Þetta var einstak-
lega skemmtilegt verkefni," sagði
Jón Þór, „og þótt svona bfll nýtist
ef til vill ekki sem best við íslen-
skar aðstæður er aðalatriðið að
maður beitir þama nýjustu tækni
við að nýta orku, sem áður hefur
verið svo til óbeisluð."
Jón Þór sagði að tæknin byggð-
ist á því að sólin skín á svokallaðar
„sólsellur", sem eru staðsettar aft-
ast á bílnum, sem síðan vinna
rafmagn úr sólarljósinu. Með þessu
fást um það bil 850 wött, sem sam-
svarar rúmlega 1 hestafli. Bíllinn
er þriggja hjóla og vegur um 180
kíló án ökumanns. „Við prófuðum
bflinn á flugbrautinni í Sanderborg
og komumst þá í 51 kflómetra hraða