Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 35 Frumvarp um skatta- dóm og rannsókn á skattsvikamálum Einföldun skattkerfis forsenda betri innheimtu segir fjármálaráðherra FUNDIR voru í báðum deildum Alþingis í gær. í efri deild Al- þingis voru þrjú lagafrumvörp tekin til fyrstu umræðu en tvö í þeirri neðri. Salome Þorkelsdóttir (S.-Rn.) mælti fyrir frumvarpi sínu um breytingu á lögum um meðferð opinberra mála. I frumvarpi Salome felst að meðferð kynferðisafbrota- mála gegn bömum verði hraðað í dómskerfinu. Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.) mælti fyrir tveimur frumvörpum er hann hefur lagt fram ásamt nokkr- um öðrum þingmönnum Alþýðu- bandalagsins. Hið fyrra þeirra er um Skattadóm og rannsókn skatt- svikamála var það fyrst flutt sem stjómarfrumvarp er Vilmundur Gylfason var dómsmálaráðherra. Sagði Svavar Gestsson að fmm- varpið væri nú endurflutt með lítils- háttar breytingum vegna skýrslu um skattsvik sem kom út árið 1986 og unnin hafði verið af nefnd undir forsæti Þrastar Ólafssonar. Þar hefði verið staðfest að skattsvik væru veruleg á íslandi. í fmmvarpinu er gert ráð fyrir því að skattrannsóknarstjóri annist almennt eftirlit og rannsókn á skattkröfuþætti mála en síðan ann- ist deild innan Rannsóknarlögregl- unnar rannsókn skattsvika og brota er þeim tengjast. Embætti ríkissak- sóknara mun samkvæmt fmm- varpinu enn fara með ákæmvald en þá taki við sérstakur sakadómur í skattamálum, Skattadómur, er hefði allt landið sem umdæmi. Jón Baldvin Hannibalsson, fjár- málaráðherra, sagði að þegar litið væri á niðurstöður skattsvikanefnd- ar væri vert að staldra við aðalatrið- in. Þau væm að ef menn vildu bæta framkvæmd skattalaganna og treysta betur innheimtu væri eitt meginskilyrði þess að einfalda skattakerfið. Vonlítið væri að ná árangri á gmndvelli óbreyttra skattalaga. Sagði fjármálaráðherra stefnumörkun stjómarinnar vera í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar. Síðara þingmálið sem Svavar Gestsson mælti fyrir í efri deild í gær var fmmvarp til laga um breytingu á lögum nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt. Meginefni þess fmmvarps er að dregið verði úr frádráttarheimildum fyrirtækja. Framleiðslufyrirtæki fái að draga frá hagnaði fyrir skatt 5% annað hvert ár vegna rannsókn- ar- og þróunarstarfsemi. Gerðar verði ráðstafanir gegn persónulegri eyðslu á reikning fyrirtækja og sett- ar reglur um risnu á kostnað þeirra. Framtöl einstaklingar verði einföl- duð, árviss skattrannsókn gerð á fjárhag 100 fyrirtækja og allar flár- magnstekjur verði framtalsskyldar. Meðflutningsmenn SvavarS að báðum þessum fmmvörpum era þau Margrét Frímannsdóttir (Abl.-Sl.) Svavar Gestsson og Skúli Alexandersson (Abl.-Vl.) í neðri deild mælti Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.) fyrir fmm- varpi um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins. Ásamt Hjörleifi flytja fmmvarpið Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.-Rn.), Guð- rún Helgadóttir (Abl.-Rvk.), Ragnar Amalds (Abl.-Nv.) og Steingrímur J. Sigfússon (Abl.- Ne.). Hjörleifur mælti fyrir sam- hljóða stjómarframvarpi árið 1982. í fmmvarpinu felst að íslenska ríkið sé eigandi allra auðlinda á og í hafsbotninum frá netlögum og svo langt til hafs sem fullveldisréttur íslands nær. Nær þetta bæði til lífrænna og ólífrænna auðlinda. Guðrún Helgadóttir mælti loks fyrir framvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um almannatrygging- ar sem hún flytur ásamt átta öðmm þingmönnum frá Alþýðubandalagi, Jón Baldvin Hannlbalsson Kvennalista og Borgaraflokki. Fmmvarpið gerir meðal annas ráð fyrir hækkun sjúkradagpeninga sem sjúkrasamlög greiða ef sam- lagsmaður sem orðinn er 17 ára að aldri veikist og verður algjörlega óvinnufær, enda leggi hann niður vinnu og allar launatekjur falli nið- ur. Einnig að sjúkradagpeningar fyrir einstakling nemi sömu upphæð og lágmarkslaun ófaglærðra á hvetjum tíma og verði jafnháir greiðslum úr Atvinnuleysistrygg- ingasjóði. Greiðslur vegna bama undir 18 ára aldri verði einnig færð- ar til samræmis við greiðslur vegna bama úr þeim sjóði. Fmmvarpið var áður flutt á síðasta þingi en varð ekki útrætt. Það er nú endurflutt með þeirri við- bót að gert er ráð fyrir að mæðra- laun skerði ekki sjúkradagpeninga. Einnota umbúðir og af- vopnun á norðurhöfum Ný þingmál: laga um framleiðslu, innflutning og notkun einnota umbúða hér á landi. í greinargerð með tillögunni seg- ir að eitthvað sé um að fólk fleygi umbúðum að Iokinni notkun úti í náttúmnni án þess að hugsa um þá fyrirhöfn og þann kostnað sem það hefur í för með sér við hreins- un. Síðan segir: „í nágrannalöndum okkar hafa víðast verið settar regl- ur um notkun og endumýtingu einnota umbúða. Nauðsynlegt getur verið að banna notkun ákveðinna umbúða og setja reglur um notkun annarra. Æskilegt er að taka upp skilagjald, sem væri það hátt að það hvetti fólk til að safna saman umbúðum og skila frekar en að fleygja, eða framleiðslugjald sem nota mætti til umhverfismála svo eitthvað sé nefnt.“ Ólafur Ragnar Grímsson (Abl.- Rn.) lagði fram þingsálykt- unartillögu um að íslensk stjómvöld boði til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík um skipulag og efnis- þætti formlegra samningaviðræðna um afvopnun á norðurhöfum. Sam- kvæmt tillögunni yrði á ráðstefnuna boðið fulltrúum þeirra ríkisstjóma er halda úti kjamorkukafbátum á norðurhöfum, fulltrúum ríkisstjóma FJÖLDI þingmála er nú lagður fram á Alþingi. Meðal þeirra mála sem lögð voru fram i gær voru þingsályktunartillögur um, einnota umbúðir og að íslensk stjórnvöld boði til alþjóðlegrar ráðstefnu í Reykjavík um skipu- iag og efnisþætti formlegra samningaviðræðna um afvopnun á Norðurhöfum. Kristín Einarsdóttir (Kvl.-Rvk.), Hjörleifur Guttormsson (Abl.-Al.), Ámi Gunnarsson (A.-Ne.), Valgerð- ur Sverrisdóttir (F.-Ne.) og Salome Þorkelsdóttir (S.-Rn.) flytja tillögu til þingsályktunar þar sem lagt er til að Alþingi álykti að fela ríkis- stjóminni að undirbúa framvarp til AIÞIftGI og þjóðþinga á Norðurlöndum, full- trúum Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, fulltrúum ríkisstjóma og þjóðþinga í Kanada og á Irlandi. Einnig fulltrúum ann- arra ríkja í Evrópu sem lýsa áhuga á að sækja ráðstefnuna og fulltrú- um framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Á ráðstefnunni yrði meðal annars fjallað um hvemig koma megi í veg fyrir að fækkun kjamorkueldflauga á meginlandi Evrópu leiði til aukn- ingar á kjamorkuvopnum í kaf- Fimm þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um sett verði löggjöf um einnota umbúðir. bátum, á herskipum og í flugvélum formlegum viðræðum um afvopnun í norðurhluta Evrópu og nærliggj- á norðuhöfum og um skipulag, efn- andi hersvæðum. Einnig gerðar isþætti og áfanga slíkra samninga- tillögur um hvemig komið verði á viðræðna. Kirkjunni færðir kirkjumunir að gjöf Stykkishólmi. í safnaðarheimili kirkjunnar í Grundarfirði stendur nú yfir sýning á munum Sigrúnar Jóns- dóttur listakonu. Kirkjumunir eftir Sigrúnu voru gefnir Set- bergskirkju af börnum Ingi- bjargar Pétursdóttur og Sigurðar Eggertssonar frá Bár í Eyrarsveit. Kirkjumunimir vom afhentir við hátíðlega athöfn í Setbergskirkju 11. október sl. þar sem listakonan var mætt ásamt bömum fyrr- nefndra hjóna. Séra Jón Þorsteins- son sóknarprestur prédikaði og tók á móti þessum veglegu gjöfum sem vom messuhökull, sem er handofinn úr íslenskri ull og silki, útsaumaður í táknrænu kirkjulegu munstri fyrir umhverfí og form kirkjunnar. Einn- ig altarisklæði, klæði á prédikunar- stól og stóla og altarisdúkur. Systkinin öll vom viðstödd og af- hentu þessa góðu gjöf og kirkjan var þéttsetin við athöfnina. Á sýningunni sem nefnd er hér Sigrún Jónsdóttir við verk sín. að framan' em einnig mörg lista- verk Sigrúnar af ýmsum gerðum og stendur þessi sýning til sunnu- dags 18. október. — Árni. ' Morgunblaðið/Ámi Helgason Skammstafánir í þingfréttum í þingfréttum Morgunblaðsins eru eftirtaldar skammstafanir notaðar yfir kjördæmi og heiti á stjórnmálaflokkum: Rvk. - Reykjavíkurkjördæmi Rn,- Reykjaneskjördæmi Sl.- Suðurlandskjördæmi Al.- Austurlandskjördæmi Ne,- Norðurlandslqórdæmi eystra Nv,- Norðuriandskjördæmi vestra Vf.- Vestijarðakjördæmi VI.- Vesturlandskjördæmi A. - Alþýðuflokkur Abl.- Alþýðubandalag B. - Borgaraflokkur F. - Framsóknarflokkur S. - Sjálfstæðisflokkur Kvl. - Kvennalisti Sigrún Jónsdótdr sýnir í safn- aðarheimili Setbergskirkju riiiiiuj b<

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.