Morgunblaðið - 15.10.1987, Síða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
rokksíðan
Umsjón: Árni Matthíasson
Ljósmynd/GT
Sogblettir
-
LjÓ8mynd/GT
Baldur les upp Ijóö.
svolítið dökka mynd. Það verður
að segjast eins og er aö Baldri
fórst flutningurinn vel úr hendi.
Næstir á svið voru Daisy Hill.
Þeir virkuðu nokkuð óstyrkir fram-
an af, enda var hljómburður leiðin-
legur (eins og svo oft vill verða á
Duus, því lágt er til lofts og þröngt
milli veggja). (fyrstu lögunum var
svo bassinn full áberandi, en það
breyttist þegar líða tók á tónleik-
ana. Daisy spila hrátt og gróft rokk
sem þeir hafa greinilega gaman
af að spila. Því hefðu þeir mátt
vera aðeins líflegri á sviðinu og
t.d. hefði helst mátt ætla að bassa-
leikarinn hefði verið illa fyrir kallað-
ur. Þó vaknaði hann af dvalanum
í aukalaginu.
Þá var komið að aöalnúmeri
kvöldsins, Sogblettum. Þar eru
greinilega vanir menn á ferð, sem
ganga með allt á hreinu að hlutun-
um. Með fyrsta laginu var tónninn
gefinn og keyrslan sett á fullt.
Sogbælettir eru greinilega ein af
bestu rokkhljómsveitum landins
og eru löngu haettir að vera bara
efnilegir. Þeir eru góðir og hafa
aldrei verið betri; í stöðugri sókn.
Gunnar trommari var greinilega í
banastuði og slíkur var atgangur-
inn aö bassatromman gaf sig. Það
er greinilega farið að gefa sig
trommusettið. Með bileríinu kom
smá stopp sem Ari Eldon fyllti upp
í með húmor og auglýsingum og
almennu spjalli. Fórst honum hlut-
verkið vel úr hendi og fékk hann
að launum mikið klapp frá áhorf-
endum. Svo fór allt á fullt aftur
með Helvítis djöfull. Heyrst hefur
aö til standi að gefa það lag út á
safnplötu í Alaska. Það er hlálegt
til þess að hugsa aö þeir í Alaska
séu fljótari að koma þessari hörku
hljómsveit á plast á meðan ruslið
flæðir yfir landsmenn. GT
Sfðasta mlðvikudagskvöld
héldu Sogblettir tónleika f veit-
ingahúsinu Duus. Þeir fengu til
liðs við sig Daisy Hill Puppy Farm
og einnig stóð til að Óþekkt and-
lit kæmu fram en af þvf varð ekki.
Sogblettir hafa áður verið kynnt-
ir á Rokksíðunni, en þar sem Daisy
Hill Puppy Farm er nær óþekkt
hljómsveit er ástæða til að kynna
sveitina frekar. Daisy Hill Puppy
Farm skipa þeir Jóhann.sem spilar
á gítar og syngur, Stefán, sem
spilar á bassa, og Ólafur, sem sit-
ur við trommurnar.
Hvenær byrjuðuð þið að spila?
Fyrst komum við saman fyrir 2
árum og var það frumreynsla okk-
ar allra af hljóðfærum. Nafnið kom
síðan fyrir 9 mánuðum og það má
segja að við höfum verið alvöru
hljómsveit í 6 manuði.
Nú eru tveir ykkar f MR. Er
sveftin skólahljómsveit?
Það að tveir okkar séu í MR
breytir engu fyrir hljómsveitina.
Þetta er ekkert gáfumannapopp.
Við erum í MR því við nennum
ekki að vinna og auðvitað erum
við á nýmálabraut.
Hvernig tónlist spilið þið?
Við spilum hávaðasama, hráa
popptónlist. Með hráleikanum
reynum við að fela kunnáttuleysi
okkar. Þó er tónlist okkar ekkert
annað en popp.
Af hverju eru allir textar á
ensku.
Við prófuðum að syngja á
Daisy Hill Puppy Farm
íslensku, en okkur fannst það
koma illa út. Enskan kom hins veg-
ar mun betur út. Auk þess er það
í tísku að syngja á íslensku og við
gerum allt til að forðast tískuna
svo að við hljótum að syngja á
ensku.
Hvaðan kemur nafnið?
Daisy Hill Puppy Farm var fæð-
ingarstaður Snoopys. Við höfum
allir lesið sögurnar af Smáfólki frá
því að við vorum smástrákar og í
þessar sögur sækjum við alla okk-
ar heimspeki og lífssýn. Það var
Stefán sem kom með þetta nafn
einu sinni þegar við vorum að
keyra. Okkur þótti þetta nafn
passa fullkomlega, enda voru
fyrstu hugrenningatengslin til
„sækadelic“-hljómsveita sjötta
áratugarins.
Eitthvað að lokum?
Við vonum bara að þú skrifir
öðruvísi en Árni Matt!
Tónleikarnir
Það var fullt tungl og því allar
aðstæður til að tónleikarnir heppn-
uðust sem best. Á dagskrá voru
þrjár hljómsveitir eins og áður var
getið: Óþekkt andlit, Daisy Hill
Puppy Fram og Sogblettir. Óþekkt
andlit lúffuðu svo á deildinni og í
skarðið hljóp ungt Ijóðskáld, Bald-
ur A. Kristinsson.
Það var Baldur sem braut ísinn
og flutti nokkur frumsamin Ijóð.
Það er blússandi húmor í stráknum
þó að sum Ijóðin dragi kannski upp
Ljósmynd/GT
Sog blettir
í Duus"™
Maður verður að
vera sannur
Rætt við Guðjón Guðmundsson, Gaua
Guðjón Guðmundsson, ungur
Reykvíkingur hsfur nýverið gefið
út fyrstu sólóplötu sfna, „Gaui“.
10 lög eru á plötunni og hefur
hann samið þau öll. Texta hefur
hann einnig samið að undanskild-
um einum, en eitt lag er samið
við Ijóð Þórarins Eldjárns.
( samtali við Rokksíðuna sagði
Guðjón eða Gaui að hann væri
undir mjög miklum áhrifum frá
tveimur tónlistarmönnum, sem í
sjálfu sér væru mjög ólíkir, þeim
David Sylvian og Peter Gabriel.
„Þeir eru ólíkir en góðir á sinn
hátt og er ég undir áhrifum frá
þeim báðum, bæði sem söngvari
og lagaútsetjari og hef ég lært
mikið á að hlusta á þá.
Tónlist mín er ekki nein iðnaðar-
tónlist, heldur þurfa menn að
hlusta vel að til meðtaka hana,"
sagði Gaui. Hins vegar kvaðst
hann ekkert hafa á móti því að
eitthvert laganna næði inn á vin-
sæidalista; hefðu reyndar mörg
þeirra alla burði til þess.
Gaui kveðst leggja mikið upp
úr textum. Hann stóð að félags-
skapnum „Besti vinur Ijóðsins"
ásamt þeim Hrafni Jökulssyni og
Kristjáni Hrafnssyni. „Ég upplifði
mjög skemmtilegan tíma með
þeim, enda hef ég mjög gaman
að Ijóðum og geri ég mikið af því
að semja lög við Ijóð eftir sjálfan
mig og aðra."
Gaui hefur gert nokkuð af því
að leika á samkomum og hefur
verið aö semja lög og texta síðast-
liðin 5 ár. Nýlega fór hann af stað
með hljómsveit, sem kallast „Gaui
og gíslarnir" og hefur hún spilað
víða undanfarið.
Eins og áður sagði er hér á ferð-
inn fyrsta sólóplata Gauja, hvað
sem síðar verður. Upptökur fóru
fram í Hljóðakletti og er það Skífan,
sem gefur út plötuna. Það tók um
hálft ár að vinna plötuna og með
Guðjóni unnu meðal annarra, Þor-
steinn Magnússon, sem spilaði á
gítar, Kristinn Svavarsson á saxó-
fón og Magnús Kjartansson á
píanó. Tómas M. Tómasson sá um
upptöku, ásamt Ásgeiri Jónssyni.
SAS
Bjartmar Guðlaugsson í Stemmu. Morgunbiaðið/Bjami
Kaflaskipti
Bjartmar Guðlaugsson er nú
að leggja si'ðustu hönd á væntan-
lega hljómplötu sína í hljóðveri.
Rokksíðan leitaði til Bjartmars
til að forvitnast um á hverju menn
mættu eiga von.
Bjartmar, er platan eins og þú
hefðir helst á kosið?
Já, ég held hún sé mjög í þá átt
sem ég hafði gert mér í hugarlund
áður en vinna við hana hófst.
Er hún framhald af þvf sem þú
hefur áður sent frá þér?
Það má segja að það séu viss
kaflaskipti. Nú er mútunum sem
ég eyddi fyrstu þremur árunum í
lokið og eftir smá hlé frá tónlist-
inni eru komin kaflaskipti. Ég segi
kannski ekki að það sé nýr Bjart-
mar sem er að koma í Ijós, frekar
mætti segja að það sé þroskaðri
Bjartmar.
Hverjir vinna plötuna með þár?
Upptökustjórar eru Guðlaugur
Briem og Friðrik Karlsson og hljóð-
færaleikarar eru úr þeirra herbúð-
um, s.s. Eyþór Gunnarsson og
Jóhann Ásmundsson; þ.e. Mezzo-
forte-strákarnii. Svo syngur Eríkur
Fjalar með mér í einu lagi. Þeir
Friðrik og Guðlaugur útsetja einnig
lögin í samráði viö mig, við reynum
að halda lögunum sem líkustum
því sem skeður á kassagítarinn.
Það má segja að þetta sé rokkuð
trúbadúrtónlist.
Eitthvað um plötuna að lokum.
Ég veit það ekki, ég er bara í
skýjunum yfir því hvað allt gengur
vel upp á henni og hvað hljómurinn
er góöur; hvað öll spilamennska
er góð og svo er ég bara ánægður
meö sjálfan mig.