Morgunblaðið - 15.10.1987, Side 46
46
vwr flMírrynro sr írnn^mrmwnM mríi ifTvrnoflO'M
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987
t
Eiginkona mín, móftir okkar, tengdamóðir, dóttir og systir,
HULDA MARKÚSDÓTTIR
frá Borgareyrum,
lést í Landspítalanum 12. október.
Ólafur Jónsson
Pétur Árnason,
Hörður Jón Árnason,
Smári Árnason,
Markús Jónsson,
Hrefna Markúsdóttir,
Eygló Markúsdóttir,
Grfmur Bjarni Markússon,
Þorsteinn Ólafur Markússon,
Guðrún Einarsdóttir,
Lára Tómasdóttir,
Inga Ólafsdóttir,
Sigriður Magnúsdóttir,
Magnús Siguröur Markússon,
Erla Markúsdóttir
Ester Markúsdóttir,
Erna Markúsdóttir.
t
Systir okkar.og fóstursystir,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Suðureyri,
Tálknafirði,
andaðist 13. október sl. Jarðarförin auglýst síöar.
Margrét J. Möller, Marta Jónsdóttir,
Þóröur Jónsson, Steinunn Jónsdóttir,
Einar Jónsson, Steinunn Finnbogadóttir.
t
Eiginkona mín, dóttir og móðir okkar,
HRAFNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR
(Haddý Friðriksson),
lést 8. október í Eisenhower-sjúkrahúsinu Palm Springs California.
Bálför hefur farið fram.
Guðni Karl Friðriksson, Guðrún Einarsdóttir,
Gfsli G. Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson Friðriksso
Friðrik Friðriksson, Berglind Friðriksson.
Eiginkona mín, t EBBA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hofslundi 9,
Garðabæ,
andaðist á heimili sínu aðfaranótt 14. október 1987. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Bárður Auðunsson.
t
Faðir okkar og stjúpfaðir,
MARTEINN JÓNASSON
fyrrum skipstjóri,
lést aðfaranótt 14. október.
Agla Marta Marteinsdóttir, Jóhanna H. Marteinsdóttir,
Hafdfs Magnúsdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR,
Þverbrekku 4, Kópavogi,
andaðist 7. október. Útförin var gerð í kyrrþey að ósk hennar.
Synir, tengdadœtur
og barnabörn.
Minning:
Steinunn Sigurbjöms-
dóttir í Grímsey
Ýmsir lifa öðrum fremur í huga
kunningja og vina þótt þeir deyi frá
oss, og einstaka verður þeim mun
hugstæðari sem lengra líður. Meðal
þeirra er Steinunn Sigurbjömsdóttir
vinkona okkar hjóna, og mágkona
konu minnar, sem hvarf sjónum
snemmsumars. Hún deyr ekki í
minningunni, svo björt, hrein og
sterk sem persónugerð hennar var.
Ætíð var hún öðrum hressari í
bragði, úrræðagóð og kjarkmikil,
skoraði jafnvel banvænan sjúkdóm
á hólm með reisn, og tapaði einnig
að lokum með reisn. En þótt þessi
kona bæri höfuðið hátt, og með
sérstökum sóma, vottaði aldrei fyr-
ir yfirlæti í fari hennar; þvert á
móti áttu minnimáttar stoð í henni,
og vísa framrétta hönd þar sem hún
var. Þessvegna var fráfall hennar
mikið saknaðarefni öllum, sem
kynntust henni, og þeir voru marg-
ir Ekki síst Grímseyingar og sá
mikli fjöldi gesta, sem sótti eyjuna
hennar heim og langflestir komu á
heimili hennar, eða í verslunina,
sem hún veitti forstöðu. Það eru
því mikil og saknaðarfull umskipti
orðin í Grímsey, eftir fráfall þeirra
hjóna með fárra missera millibili,
en eiginmaður Steinunnar var Guð-
mundur Jónsson frá Siglufirði.
Steinunn fæddist í Grímsey, sótti
Reykholtsskóla í Borgarfirði, þar
sem þau Guðmundur kynntust, lauk
síðan prófi frá íþróttakennaraskóla
íslands, kenndi íþróttir, giftist á
Siglufírði, og bjóð síðan um árabil
í höfuðstað Norðurlands, og höfuð-
stað íslands. En svo fór að eyjan,
sem hún nefndi sína, seiddi hana
aftur til sín norður á heimskauts-
baug. Og eftir að þau hjónin fluttust
þangað mun ekki hafa hvarflað að
þeim að snúa til baka. Það var
t
Minningarathöfn um syni okkar og bræöur,
GUÐFINN ÞORSTEINSSON
og
ÓLA KRISTIN SIGURJÓNSSON,
sem fórust með Hvítingi Ve. 21 þann 2. september sl., verður í
Landakirkju, Vestmannaeyjum, 17. október kl. 14.00.
Jóna Þorsteinsdóttir,
Sigurjón Ólafsson,
Þórunn Gústafsdóttir
og systkini hinna látnu.
t
Útför
KRISTINS JÓHANNS ÁRNASONAR
skipstjóra,
sem andaðist 7. október sl., verður gerð frá Fossvogskirkju, föstu-
daginn 16. október nk. kl. 13.30.
Árni Kristinsson,
Auðunn Kristinsson,
Freyja Jónsdóttir,
Gunnar B. Árnason,
Magnús Fr. Árnason.
t
Eiginmaöur minn,
GUÐMUNDUR BJÖRNSSON
fv. veggfóðrari,
Sunnubraut 22,
Kópavogi,
verður jarösunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 16. október
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sunnuhlíö, hjúkrunar-
heimili aldraðra í Kópavogi.
Þórheiður Guðrún Sumarliðadóttir.
t
Móðir okkar,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDOTTIR,
Skeiðarvogi 77,
lést i Borgarspítalanum 14. október.
Börnin.
t
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
ÓSKARÁRNASON
hárskerameistari,
Sogavegi 48,
Reykjavfk,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 16. október kl.
13.30.
Steinunn Eirfksdóttir,
Eirfkur Óskarsson,
Oddbjörg Óskarsdóttir, Haukur Haraldsson
og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
Efri-Holtum,
Vestur-Eyjafjöllum,
verður jarðsungin frá Ásólfsskálakirkju, laugardaginn 17. október
kl. 14.00.
Sigurjón Guðjónsson,
börn og tengdasynir.
t
Útför
GUÐBJARGAR E. STEINSDÓTTUR
frá Eyrardal,
Súðavfk,
fer fram frá Súðavíkurkirkju, laugardaginn 17. október kl. 14.00.
Jarðsett verður á ísafiröi.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
ekki aðeins að hún væri komin
heim, heldur festi hann þar einnig
lífstíðarrætur.
Eftir að þau fluttust til Grímseyj-
ar réðst Steinunn sem útibússtjóri
Kaupfélags Eyfirðinga í eyjunni og
gegndi því starfí með aðstoð eigin-
manns síns, og í rauninni mátti
vart á milli sjá hvort þeirra ynni
hvað. Svo náin var samvinna þeirra,
og samhentari gátu þau naumast
verið um gestrisni og greiðvikni við
náungann, heimamenn sem að-
komumenn, er ótrúlega margir áttu
erindi við þau í sambandi við út-
gerð og verslun. Hvergi nutu þau
sín betur en úti í eyju. Þar áttu
allir þau að, og þau alla að slíkt
hið sama. Því að auk vinfestu og
tryggðar, sem óx upp af daglegum
samskiptum með árunum, var
frændgarður hennar í eyjunni og
hann var bæði öflugur og skjólrík-
ur. Samheldnin var fólki hennar,
og er í blóð borin og þróaðist auk
þess við ákjósanlegustu aðstæður,
daglega umgengni og sameiginleg
lífskjör í blíðu og stríðu á litlum
skika úti í hafi. Náið samfélag við
aðra menn og lffríki náttúrunnar í
eyjunni og víðfeðma sjón til sjávar
og lands, lét sig heldur ekki án vitn-
isburðar í fari hennar. Nærmynd-
imar og nábýlið þróuðu nærfæmina
og mannskilninginn. Tilkomumiklar
fjarmyndir léðu henni á hinn bóginn
frábærlega frjálslegt yfirbragð og
víðfeðmari viðhorf en almennt ger-
ist í afskekktum plássum, þar seni
víðsýnið vantar. Ekki þurftu sam-
tíðarmenn hennar að koma út í
Grímsey, til þess að hafa nokkur
kynni af Steinunni Sigurbjöms-
dóttur. Hún var lengst af frétta-
maður Ríkisútvarpsins þar og
sjónvarpsins líka, eftir að það tók
til starfa, og heyrðist því oft um
land allt og sást stöku sinnum.
Svipur hennar og málrómur, ávallt
skýr og glaðlegur, er því mörgum
í minni, eða vekst upp þegar vikið
er að henni.
Einkasonur þeirra hjóna, Hafliði,
var augasteinn móður sinnar, enda
foreldrum sínum góður sonur. Hann
býr áfram í Grímsey að þeim látn-
um.
Meðan Steinunn og Guðmundur
lifðu bæði var eitt helsta áhugamál
þeirra, og jafnframt velferðarmál
allra Grimseyinga, að koma þar upp
sundlaug, þar sem æska staðarins
gæti ávallt æft fangbrögðin við
Ægi, sem allir eyjamenn eiga allt
undir. Allar minningargjafír um þau
bæði runnu til að kosta þessa bygg-
ingu, og á þessu sumri hefir verið
almenn söfnun í landinu til styrktar
þessu málefni. Nöfn Steinunnar og
Guðmundar munu verða tengt þeirri
lífsnauðsynlegu framkvæmd svo
lengi sem núlifandi Grímseyingar
sækja sjóinn, þó gleymskan feli að
lokum flest í þessum heim.
Ég veit ekki hvort Steinunn hefði
kennt sund í þessari laug, þótt henni
hefði enst aldur til þess. Ekki er
það þó ótrúlegt, þar sem hún var
lærður íþróttakennari og tæpast
aðrir sundkennarar búsettir á eyj-
unni. En hvað sem því líður mun
hún standa þar á laugarbarminum,
fyrir hugskotssjónum mínum, svo
lengi sem ég minnist hennar; síung
ímynd heilbrigði, atorkusemi og
lífsgleði, vemdarvættur mannslífa
í eyjunni, sem ól hana og fól hana
að lokum 5 faðmi sínum.
Hafliða, og öllum ættingjum
Steinunnar _ Sigurbjömsdóttur,
sendum við Álfheiður einlægar
samúðarkveójur.
Emil Björnsson