Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 -r TROLL-LÁSAR SKRÚFLÁSAR GALV. PATENT-LÁSAR VÍRAKLEMMUR KÓSSAR SIGURNAGLAR BAUJUSTANGIR ál, bambus, plast. BAUJULUKTIR ENDURSKINSBORÐAR FLATNINGSHNÍFAR BEITUHNÍFAR SVEÐJUR STÁLBRÝNI HVERFISTEINAR í kassa og lausir. ÍSSKÓFLUR SALTSKÓFLUR ÁLSKÓFLUR SNJÓÝTUR STUNGUSKÓFLUR KARFAKVÍSLAR LÍNUGOGGAR NETARÚLLUGOGGAR ÚRGREIÐSLUGOGGAR KARFAGOGGAR FISKHAKAJÁRN STILL-LONGS ULLARNÆRFÖT NÆLONSTYRKT DÖKKBLÁ FYRIR BÖRN OG FULL- ORÐNA NÆRFÖT ÚR KANÍNU- ULL SOKKARMEÐ TVÖFÖLDUM BOTNI ULLARLEISTAR • LOÐFÓÐRAÐIR SAMFESTINGAR KAPPKLÆÐNAÐUR ULLARPEYSUR SKYRTUR KLOSSAR ÖRYGGISSKÓR GÚMMÍSTÍGVÉL • KLUKKUR LOFTVOGIR ÁTTAVITAR SJÓNAUKAR ÁLPOKAR MERKJABYSSUR exterior t roiymia PolyfiUa | Coltulose spartetpuiver CetUilose sparkel FYLLIEFNI ÚTI-INNI KARAT-LANDFESTAR- TÓG KARAT-TÓG MARLIN-TÓG KRAFT-TÓG LÉTT-TÓG BLÝ-TOG NÆLON-TÓG FISKILÍNA ÖNGULTAUMAR ÁBÓT 6-7-8 LÍNUÖNGLAR 6-7-7 POLYSrR/PPA LAKK- OG MÁLNING- ARUPPLEYSIR NÚEINNIG FULLKOMIN MÁLN- INGARÞJÓNUSTA ALLIR LITIR OG ÁFERÐIR Á VEGGI, GÓLF, GLUGGA, VINNUVÉLAR OG SKIP • VASAUÓSOG LUKTIR SKIPASKOÐUNAR- VÖRUR KLUIitlI Ánanaustum Sími28855 Opið laugardag 9—12 Tveir miðherjar Eysteinn Jóhannsson til hægri unir sér vel hjá Dortmund. Með honum á myndinni er Frank Mill, einn vinsælasti leikmaður Dortmund. Mill er 29 ára og lék áður með Gladbach, en fyrir yfirstandandi keppnistímabil hafði hann leikið níu A-landsleiki, 203 leiki í bundesligunni og skorað 91 mark í þeim. Þetta er toppur- inn á tilverunni - segir Eysteinn Jóhannsson, 16 ára, sem æfir með Dortmund „PABBI spurði mig í haust hvort ég vildi æfa með er- lendu liði og óg svaraði já, já. Þá fór allt í gang, pabbi talaði við Atla <Eðvaldsson>, hann setti umboðsmann sinn í málið, við fórum til Þýska- lands, mér var boðið að koma á eina æfingu hjá Dortmund og ég hef æft með unglinga- liði félagsins síðan." Eysteinn Jóhannsson segir frá. Hann er 16 ára miðheiji og varð Reykjavíkur-, íslands-, bik- ar- og haustmeistari með 3. flokki Fram knatt- Steinþór spymu í sumar. Guöbjartsson Reyndar lék Ey- skrífar steinn aðeins einn leik í haustmótinu, því hann fór til Þýskalands í byrj- un september til að kynna sér æfingar atvinnumanna og taka þátt í þeim. Hann æfir með ungl- ingaliði Dortmund, hefur staðið sig vel og verið vel tekið. Toppurinn á tilverunnl „Ég æfi með 18 ára liðinu, en þó strákamir séu eldri, fell ég vel inn í hópinn. Þeir eru rejmdar stærri og sterkari, en ég hef styrkst mikið. Við æfum þrisvar í viku í einn og hálfan til tvo tíma á dag, byrjum klukkan sex á þriðjudög- um, fimmtudögum og föstudög- um. Þetta er auðvitað allt öðruvísi en ég hef átt að venjast, allt mik- ið stærra og meira, en æfingamar era svipaðar. Það er frábært að fá svona tækifæri, þetta er góð tilbreyting og í raun toppurinn á tilveranni," sagði Eysteinn við Morgunblaðið í gær. Helmþrá Eysteinn á heima í Breiðholtinu og byijaði snemma að æfa með Leikni. Þaðan lá leiðin í Fram, hann var eitt sumar með ÍR, en fór aftur í Fram, þegar hann var í 5. flokki og hefur síðan verið í mjög sigursælu liði. Eysteinn er miðheiji og hefur verið iðinn við að skora mörk, en leggur þau einnig upp fyrir samheija sína eins og góðum miðheija sæmir. Eysteinn hefur fylgst vel með þýsku knattspymunni í gegnum sjónvarp og blöð, en átti sér ekk- ert uppáhaldslið. Nú kemst ekkert annað að en Dortmund og þó hann telji að liðið verði ekki Þýskalandsmeistari, þá leiki það góða knattspymu og hafí leikið sérstaklega vel, þegar það vann Celtic 2:0 í Evrópukeppninni fyrir skömmu. „Það er allt gert fyrir mig héma. Walter Maas, framkvæmdastjóri félagsins, hefur verið mér einstak- lega hjálplegur — er meiriháttar maður. Eg bý hjá pólskri fjöl- skyldu, en 18 ára sonur hjónanna, Adam Woicinek, leikur með 18 ára liði Dortmund, þannig að við föram saman á æfingar og eram mikið saman. Þýskan hjá mér er reyndar ekki nógu góð, svo við tölum mest saman á ensku. Þetta er ofboðslega skemmtilegt og hörku fjöragt, en ég neita því ekki að ég fæ stundum heimþrá." Eysteinn þarf að fara með lest og skipta um á leiðinni til að fara á æfingar, en þó tæplega klukku- stund taki að fara á æfingu, setur hann slíkt ekki fyrir sig. „Þetta venst og er í raun ekki svo langur tími.“ Atvlnnumennska Knattspyman er eina íþróttin, sem Eysteinn æfir, og hann á sér draum eins og flestir ungir knatt- spymumenn. „Alla stráka dreymir um að komast í atvinnumennsku og ég hef mikinn áhuga á því. En það er nægur tími og ég er viss um að ekki borgar sig að fara of snemma út. Ég kem aftur heim í byijun nóvember, tek upp þráðinn hjá Fram og fer í Iðnskól- ann eftir áramótin. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður eigi framtíð fyrir sér í knattspym- unni eða ekki.“ -1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.