Morgunblaðið - 15.10.1987, Side 58

Morgunblaðið - 15.10.1987, Side 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Júlíus skaut ÍR-inga í kaf NÝLIÐARNIR úr ÍR hóldu ívið Valsmenn f 34 mfnútur f lelk liðanna f 1. deild íslandsmóts- ins f handknattleiká Hlfðar- enda í gœrkvöldi. En sfðan tóku Valsmenn leikinn f sfnar hend- ur og unnu með 8 marka mun, 26:18, eftir að staðan f hálfleik hafði verið 10:9. IR-ingar tóku Júlíus Jónasson og Jón Kristjánsson úr umferð frá fyrstu mínútu og við það riðlaðist leikur Valsmanna nokkuð. Júlíus slapp úr gæslunni í Valur upphafi seinni hálf- Jónatansson leiks og gerði þá skrifar nánast út um leik- inn. Fyrri hálfleikur var mjög jafn allan tímann og komu ÍR-ingar nokkuð á óvart fyrir ákveðinn leik. Þeir jöfnuðu í sinni fyrstu sókn í seinni hálfieik, eftir að Valur hafði leitt með einu marki í leikhléi. Þegar staðan var 11:11 og 4 mínútur búnar af hálfleiknum skildu leiðir. Valsmenn, eða réttara sagt Julíus og Valdimar, tóku þá til sinna ráða og röðuðu inn mörkum hjá ÍR. Júlíus skorað aðeins eitt mark í fyrri hálfleik enda í strangri gæslu, en gerði 7 mörk í seinni hálfleik, mörg hver stórglæsileg. Valdimar gerði sex í hálfleiknum flest eftir hraðaupphlaup. Það verður að segjast eins og er að leikurinn var ekki mjög góður. Bæði liðin gerðu sig sek um mistök bæði i vöm og sókn og verða Vals- menn að bæta sig ætli þeir sér íslandsmeistaratitilinn. IR-ingar eiga erfíðan vetur fyrir höndum. Valdimar, Júlíus og Einar Þorvarð- arson vom bestu leikmenn Vals. Jakob Sigurðsson lék vel í fyrri hálfleik. Guðmundur Þórðarson var bestur ÍR-inga og leikur aðalhlutverkið bæði í vöm og sókn. Hann átti næsta auðvelt með að skora fyrir utan með lúmskum skotum, gerði alls 9 mörk. Homarmaðurinn ungi, Frosti Guðlaugsson, var einnig sprækur. Valur — ÍR 26 : 18 íþróttahús Vals að Hlíðarenda, íslands- mótið - 1. deild karla, 14. október 1987. Leikurmn f tölum: 2:0, 2:3, 4:4, 7:5, 8:6, 8:8, 9:9,10:9,11:11,14:11,17:12, 18:13, 21:14, 21:16, 24:16, 26:18. Mörk Vals: Valdimar Grímsson 8, Júlíus Jonasson 8/1, Jakob Sigurðsson 6, Einar Naaby, Jón Kristjánsson, The- ódór Guðfínnson og Þorbjöm Guð- mundsson eitt mark hver. Varin skot: Einar Þorvarðarson 16/1. MUrk ÍR: Guðmundur Þórðarson 9, Frosti Guðlaugsson 6, Magnús Ólafs- son, Finnur Jóhannsson, Sigfús Orri Ðollason og Mattfas Matthfasson eitt mark hver. Varin skot: Hrafn Margeirsson 8. Áhorfendun 850. Dómarar Gunnar Kjartansson og Kj'artan Steinbech. Þeir voru frekar slakir. Morgunblaðiö/Júlíus Sigurjónsson Július Jónasson, landsllAsmaðurlnn sterkl hjá Val, skaut nýllða ÍR á kaf að Hlfðarenda f gaar- kvðldl. Hann skoraðl átta mörk, þar af sjö f selnnl hálflelk. Hár brýst hann f gegn og skoraði stuttu sfðar, án þess að BJaml Bessason (13) fengl rðnd vlð relst. Jóhann Ingi næsti landsliAsþjálfari?? Annars flokks fótboltamenni! Hvað gerist í nektarstökki?? Tveir púkar í Pétri Ormslev EðvarA Þór i botni Laugardalslaugarinnar! Valsmennáplakati KNATTSPYRNA Jafntefli hjá Englend- ingum og Tyrkjumí fyrrakvöld FIMM lelklr fóru fram í Evrópukeppnl landsliða, llðum skipuðum lelkmönnum 21 árs og yngri, í fyrrakvöld. Spánverjar tryggðu sér sigur f 1. riðli er þeir sigruðu Aust- urríki, 3:0, í Cadiz. Mörkin gerðu Roberto Femandez og Loren Juar- ros 2. Spánvetjar hafa lokið öllum leikjum sínum og náðu 8 stigum úr fimm leikjum og geta hin liðin ekki náð þeim að stigum. Englendingar náðu aðeins jafntefli gegn Tyrkjum, 1:1, í 4. riðli í Sheffi- eld. Karaman Unal skoraði fyrir Tyrki strax á 6. mínútu, en Paul Davis jafnaði fyrir heimamenn á 56. mínútu. Staðan í 4. riðli er þessi: Júgóslavfa.......2 1 1 0 4:1 3 England..........3 0 3 0 2:2 3 Tyrkland.........8 0 2 1 1:4 2 Ungverjar gerðu jafntefli við Grikki, 2:2, í 5. riðli. Sass og Rost- as skomðu fyrir Ungverja, en Kapuranis og Gidukoudis gerðu mörk Grikkja. Grikkir eru sigurveg- arar í þessum riðli. Skotar unnu Belga 1:0 í 7. riðli í Falkirk. Andy Walker skoraði sigur- markið á 88. mínútu. Skotar em sigurvegarar í þessum riðli. Ungverjar gerðu jafntefli við Hol- lendingar unnu Luxemborgara 1:0 í 8. riðli í Middelborg. Jules Eller- man skoraði sigurmarkið á 11. mínútu. Staðan í riðlinum er þessi: Holland ...........................4 3 0 1.6 6 Búlgaría.........4 3 0 1 3:2 6 V-Þýskaland......3 2 0 1 7:4 4 Luxemborg........5 0 0 5 1:9 0

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.