Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 15.10.1987, Qupperneq 60
4 Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aaaa ♦ SUZUKI FIMMTUDAGUR 15. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Sameininef Álafoss og ullariðnaðar SÍS: 00 ^ ^ Morgunblaðið/Snorri Snorrason HOGGMYNDIR NA TTURUNNAR Náttúran tekur á sig margvíslegar myndir. Þessi mjmd er I hafði geisað. Vindurinn hefur ýrt yfírborðið og vatnið geng- tekin á bökkum Þingvallavatns eftir að hvöss norðanátt | ið yfír gróðurinn og frosið um leið. Fyrsta útgáfan af sólarbíl Jóns Þórs og félaga, sem kynntur var á blaðamannafundi í Senderborg síðastliðið vor. Síðan hefur bíllinn verið mikið endurbættur. Islenskur vél- tæknifræðingnr hannar sólarbíl JÓN ÞÓR Harðarson, nýútskrifaður véltæknifræðingur frá Tækni- skólanum í Sonderborg á Jótlandi, hefur ásamt nokkrum skólafé- lögum sínum hannað bU, sem gengur fyrir sólarorku. Bíllinn er hinn fyrsti sinnar tegundar sem smiðaður er á Norðurlöndum. Smíði bflsins tók um eitt ár og hraða á klukkustund við prufu- er efniskostnaður um 3 milljónir fslenskra króna, en bflinn smfðuðu þeir skólafélagamir í sjálfboða- vinnu. Bíllinn er nú á leið til Ástralfu, þar sem hann mun taka þátt í „sólarorkukappakstri", um 3.200 kflómetra leið þvert yfir eyði- merkur Ástralíu. Sólarbfll Jón Þórs og félaga komst í 51 kílómetra keyrslu á fiugbrautinni í Sender- borg, en að sögn Jóns Þórs gera menn 3ér vonir um að ná 80 kfló- metra hraða á klukkustund f eyðimerkursólinni syðra. Þar er nú sumarið gengið í garð og því lítil hætta á að bfllinn verði „eldneytis- laus“ á meðan á keppninni stendur. Sjá nánar á miðopnu. SYKURLAUST FRÁ WRIGLEY’S Stefnt að undirrítun á morgun SAMNINGAR um stofnun nýs ullariðnaðarfyrirtækis, sem yfir- taka á rekstur Álafoss hf., og ullariðnaðar SÍS á Akureyri eru nú á lokastigi. Stefnt er að undir- ritun samnings á morgun, föstu- dag. Þórður Friðjónsson, stjómarfor- maður framkvæmdasjóðs, segir að búið sé að ná samkomulagi um öll meginatriði samningsins. Hann vill ekki segja frá efnisatriðum sam- komulagsins, segir að málið verði kynnt á morgun. Fram hefur komið hér f blaðinu að stefnt hefur verið að stofnun nýs ullariðnaðarfyrirtækis sem SÍS og framkvæmdasjóður ættu til helminga. Bensín hækk- ar um 9% Á fjárlögum fyrir árið 1988 er gert ráð fyrir 20% hækkun á vegagjaldi frá og með 1. nóvem- ber næstkomandi en það svarar til 9% hækkunar á bensíni. Bensínlítrinn kostar 31 krónu í dag en hækkar að öllu óbreyttu að sögn Gunnars Þorsteinssonar að- stoðarverðlagsstjóra, um 2,80 kr. og verður um 33,80 kr. fyrir hvem lftra við gildistöku laganna. Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater: Áhyggjur vegna skrifa um sníkjudýr í fiski „VIÐ höfum vissulega miklar áhyggjur þegar svona umræða hefst, sérstaklega nú í ljósi ástandsins sem skapaðist í Þýskalandi eftir ormaumræðuna þar,“ sagði Magnús Gústafsson, forstjóri Coldwater Seafood, sölufyrirtækis Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Banda- ríkjunum, þegar leitað var álits hans á grein í The New York Times, þar sem varað er við fjölgun sníkjudýra í fiski. Magnús sagði að í greininni væri fyrret og fremst verið að vara við þeim breytingum á neysluvenjum sem eiga sér stað með aukningu á neyslu á hráum fiski. Það yrði einn- ig að hafa í huga að frystur fiskur væri öruggari. Þessi sníkjudýr dræpust við frystingu og því ættu íslendingar ekki að þurfa að hafa eins miklar áhyggjur af neikvæðum áhrifum umraeðunnar. Þama sann- aðist það, sem Coldwater hefði oft haldið fram, að besti og öruggasti fiskurinn væri þar sem ferekleikinn væri varðveittur með frystingu. Magnús sagði að Coldwater full- vissaði viðskiptavini sína um að búið væri að leita að aðskotahlutum f vörunni og reyndi fyrirtækið að tryggja sig sem best með gæðaeftir- liti. Þó Magnús viðurkenndi áhyggjur sínar vegna umræðu um sníkjudýr- in, séretaklega ef málflutningurinn yrði öfgakenndur, sagðist hann hafa meiri áhyggjur af fískskortin- um þessa stundina. Hann sagði að Coldwater hefði alltaf verið með mestu ýsusöluna á Bandaríkja- markaði, en núna væri erfitt að fá ýsu og töpuðust viðskipti vegna þess. Norðmenn ættu ýsu og notuðu hana til að fá menn til að kaupa aðrar tegundir í leiðinni. Sala allra tegunda tengdist þannig saman og kæmi ýsuskorturinn niður á allri fisksölunni. Suðurhlíðar í Kópavogi: 167 umsækjend- ur um 38 lóðir MIKIL eftirspurn er eftir lóðum í Suðurhlíðum Kópa- vogs en 167 aðilar sækja um 38 lóðir undir einbýlishús og 47 byggingaaðilar sækja um 5 lóðir undir klasahús. í hveiju klasahúsi mega vera 10 íbúðir. Að sögn Sigurðar Bjömssonar vegna sameiginlegs bflhýsis og bæjarverkfræðings er reiknað með að gatnagerðagjöld fyrir ein- býlishúsin verði á bilinu 600-800 þúsund krónur. Áætlað er að gatnagerðargjöld fyrir klasahús verði um 25% lægri, en þeim er úthlutað til byggingameistara lóðar. Á svæðinu er gert ráð fyrir tveimur til þremur lóðum undir fyölbýlishús en þeim hefur þegar verið ráðstafað til verkamannabú- staða og koma ekki til úthlutunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.