Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 29
Ráðherra einn getur leyst málið með því að heimila slátrun - segir Matthías Bjarnason alþingismaður um sláturhúsdeiluna á Bíldudal Hljómar frá Keflavík. Keflavík: Þekktir tónlistar- menn frá Suðurnesjum skemmta í Glaumbergi FJÓRTÁN þjóðkunnir tónlistar- menn, allir frá Suðurnesjum, skemmta matargestum Glaum- bergs í Keflavík í dag, föstudag, frá klukkan 19. Dagskráin nefn- ist Tekið á loft f Glaumbergi og verður endurtekin næstu föstu- dags- og laugardagskvöld. í tengslum við skemmtunina útveg- ar skemmtistaðurinn hópferðabfla fyrir stærri hópa frá höfuðborgar- svæðinu og gerir tilboð fyrir fyrir- tæki og félagasamtök utan af landi. Hótel á Suðumesjum veita einnig gestum skemmtistaðarins afslátt. Meðal Keflvísku tónlistarmann- anna verða: Einar Júlíusson, Anna Vilhjálmsdóttir, Jóhann G. Jóhanns- son, Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson, Engilbert Jensen, Erling- ur Bjömsson, Magnús Kjartansson, Magnús Þór Sigmundsson, Jóhann Helgason, Finnbogi Kjartansson og fleiri. Húsið opnar fyrir aðra en matar- gesti klukkan 23.00 og þá leikur Hljómsveit Magnúsar Kjartansson- ar fyrir dansi. „ÉG GERÐI það alls ekki með glöðu geði að flytja þetta frum- varp, en úr þvf sem komið var, eftir að embættismenn höfðu hag- að sér jafn illa og þeir gerðu, var ekki hægt að vekja athygli á þessu máli með öðrum hætti,“ segir Matthfas Bjamason alþingismaður er rætt var við hann um slátur- húsmálið á Bfldudal. „Málið er í óefni komið, reyndar fyrir löngu, og landbúnaðarráðherra einn get- ur leyst úr þvf með. því að heimila slátrun og fá dýralækni til að fara þegar f stað vestur og þá mun ekki standa á mér að draga frum- varpið til baka.“ Matthías er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um að heimila slátrun á Bfldudal í haust. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í landbúnaðar- nefnd neðri deildar. Nefndin fundaði um málið í gærmorgun og kallaði þá til ýmsa umsagnaraðila. Ekki er búist við að frumvarpið komi til ann- arar umræðu fyrr en eftir helgi. Matthías sagði að á sínum tíma hefði verið tilbúið leyfísbréf í land- búnaðarráðuneytinu fyrir sláturhúsið á Bfldudal og þar með hefði ráðu- neytið verið búið að fullnægja heil- brigðiskröfum. Bréfíð hefði hins vegar aldrei verið undirritað þar sem dýralæknirinn sem búið var að fá til að heilbrigðisskoða kjötið hefði hætt við að fara. „Ég tel að ef það var alltaf ætlun setts jnfirdýralæknis að veita ekki meðmæli með sláturleyfí f ár hefði héraðsýralæknir ekki átt að gera kröfur um lagfæringar," sagði Matt- hías. „Sfðan kom annar dýralæknir með nýjar kröfur, sem heimamenn uppfylltu tafarlaust að því leiti sem þeir gátu. Eigendumir eru bændur sem hafa ekki verið taldir tekjuhá stétt og hafa þeir orðið fyrir miklum útgjöldum við endurbætur hússins. Meirihluti sláturhúsa með undanþáguleyfi 18 löggild sláturhús og 29 með undanþágu INNLENT MEIRIHLUTI sláturhúsa lands- ins störfuðu samkvæmt undan- þágu í sláturtíðinni í haust. 48 sláturhús sóttu um leyf i til slátr- unar og fengu öll leyfi nema eitt, sláturhús Sláturfélags Arnfirð- inga á Bíldudal. 18 sláturhús hafa löggildingu til sauðfjár- slátrunar og 29 til viðbótar fengu undanþágu þar sem þau full- nægja ekki öllum þeim kröfum sem gerðar eru til sláturhúsa. Löggiltu sláturhúsin em: Slátur- félag Suðurlands á Selfossi, Kirkju- bæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Laugarási og Hvolsvelli, Kaupfélag Borgfirðinga í Borgamesi, Kaup- félag Hvammsfjarðar í Búðardal, Kaupfélag Dýrfírðinga á Þingeyri, Kaupfélag Steingrímsfj arðar á Hólmavík, Kaupfélag Hrútfírðinga á Borðeyri, Kaupfélag Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga, Sölufélag Austur-Húnvetninga á Blönduósi, Kaupfélag Skagfírðinga á Sauðárkróki, Kaupfélag Eyfirð- inga á Akureyri, Kaupfélag Þingey- inga á Húsavík, Kaupfélag Norður-Þingeyinga á Kópaskeri, Sláturfélag Suðurfjarða á Breið- dalsvík og Kaupfélag Austur-Skaft- fellinga á Höfn. Undanþágusláturhúsin eru: Slát- urfélag Suðurlands við Laxá, Hóimkjör hf. í Stykkishólmi, Kaup- félag Saurbæinga á Skriðulandi, Kaupfélag Króksfjarðar á Króks- §arðamesi, Sláturfélag Vestur- Barðstrendinga á Patreksfirði, Kaupfélag Önfirðinga á Flateyri, Verslun Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík, Kaupfélag ísfírðinga á ísafírði, Kaupfélag Strandá- manna á Norðurfirði, Kaupfélag Bitmflarðar á Óspakseyri, Verslun Sig. Pálmasonar á Hvammstanga, Slátursamlag Skagfírðinga á Sauð- árkróki, Kaupfélag Eyfirðinga á Dalvík, Kaupfélag Langnesinga á Þórshöfn, Kaupfélag Vopnfirðinga á Vopnafirði, Verslunarfélag Aust- urlands í Fellabæ, Kaupfélagið Fram á Neskaupstað, Kaupfélag Héraðsbúa á Reyðarfírði, Egilsstöð- um og Fossvöllum, Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar, Kaupfélag Aust- ur-Skaftfellinga, Kaupfélag Bem- flarðar á Djúpavogi, Sláturhúsið Vík hf. í Vík í Mýrdal, Versl. Frið- riks Friðrikssonar í Þykkvabæ, Búrfell á Minni Borg, Höfti hf. á Selfossi, Kaupfélag Suðumesja í Grindavík og Kaupfélagið Þór á Hellu. Selfoss: Kór Fjölbrauta- skólans með Sinfóní- unni í íþróttahúsinu Sdfoaii. KÓR Fjölbrautaskólans á Sel- fossi syngur með Sinfóníuhjjóm- sveit íslands á tónleikum hennar í iþróttahúsinu á Selfossi í kvöld klukkan 20.30. Kórinn mun syngja tvö kórverk eft- ir Verdi, Fangakórinn úr Nabuko og Sígaunakórinn úr II Trovatore. í kómum em 50 manns, þar á meðal nokkrir fyrrverandi kórfélag- Stjómandi kórsins, Jón Ingi Sig- urmundsson, hefur æft kórinn af kappi undanfamar 3 vikur fyrir þessa tónleika og tónleika hljóm- sveitarinnar í Keflavík í gær þar sem kórinn söng. Það er Páll P. Pálsson sem stjóm- ar Sinfóníuhljómsveitinni og kómum á tónleikunum í kvöld. Sig. Jóns. Morgunblaðið/SigurðurJónsson Jón Ingi Sigurmundsson stjómandi kórsins. Kór Fjölbrautaskólans á sfðustu æfingunni fyrir tónleikana með Sinfónfuhþ'ómsveitinni. Siðan er það samþykkt, eftir að ég hreyfí þessu máli utan dagskrá á Alþingi, að þeim er boðið að slátra fé sínu á Patreksfirði. Nú liggur það fyrir að sauðfjárslátrun er búin á Patreksfírði, eins og víða í slátur- húsum landsins, og starfsfólkið hætt- - og fólkið sem ætlaði að vinna í slátur- húsinu á Bfldudal ekki tilbúið til að fara að vinna við slátmn á Patreks- firði. Hvað á þá að gera við þessar skepnur? Á að láta þær ganga úti í vetur? Út yfír allt taka þó viðbrögð ein- stakra þingmanna, jafnvel í bænda- stétt, og Stéttarsambands bænda, sem taka alveg undir með yfirdýra- lækni og ganga þvert á hagsmundi og réttindi þessarra fjölskyldna við Amarflörð. En mest af öllu gremst mér þó það bréf sem settur yfírdýralæknir sendi alþingismönnum og ákveðnir þingmenn hafa smjattað á eins og sælgæti. Það virðist hafa komist inn hjá þeim sem ekki þekkja til að mik- ill sóðaskapur sé í þessu kauptúni. Ég vil mótmæla vinnubrögðum bréf- ritara og þessarra sögumanna. Ég þekki miklu betur til Bfldudals en þeir og fullyrði að þar er snyrtilegt og gaman að koma. Fólkið sem þar býr er samheldið í að fegra staðinn. Þar er rekið frystihús sem er til fyrir- myndar og rekið af myndarskap. Öll starfsemi þaraa fær vatn úr sömu vatnsleiðslu og sláturhúsið og fólkið sem staðinn byggir. Starfsemin í siáturhúsi Sláturfé--1^ lags Amfírðinga hefur verið til fyrirmyndar þau ár sem ég hef þekkt þar til. Þar hefur verið dugmikill og hirðusamur sláturhússtjóri sem og annað starfsfólk sem hefur unnið þama árum saman. Afurðir slátur- hússins hafa verið eftirsóttar og sömu viðskiptamenn árum saman. Ég get því vel skilið þá mikiu gremju sem er á Bfldudal eftir þessi óverð- skulduðu ummæli um sláturhúsið og staðinn í heild. Hvaðan yfirdýralækn- ir fær upplýsingar um rottugang á Bfldudal væri gaman að vita. Ef ég væri landbúnaðarráðherra myndi ég krefja hann skýringa á þessu og bréf- inu í heild," sagði Matthías Bjama- son. Brotist inn í Verknámshús Fjölbrautaskóla Suðurnesja BROTIST var ínn f verknáms- hús Fjölbrautaskóla Suðurnesja víð Iðavelli aðfaranótt miðviku- dags og þaðan stolið 7 þúsund krónum. Að sögn lögreglunnar komst þjófurinn eða þjófamir inn í húsið með því að losa um stormjám í glugga sem var notaður sem inn- komuleið. Engin teljandi spjöll voru unnin i innbrotinu. Lögreglan biður þá sem hafa orðið varir við grun- samlegar mannaferðir í nágrenni skólans þessa umræddu nótt að hafa samband við rannsóknarlög- regluna í Keflavík. _ gjj Leiðrétting í GREIN sem birtist í blaðinu á miðvikudaginn, 21. október, um ræðukeppni milli Verslunarskól- ans og Fjölbrautarskólans f Garðabæ, var rangt farið með föðumafn eins keppandans. Var ein þeirra er héldu ræður sögð heita Margrét Einarsdóttir. Hið rétta er að Margrét er Hrafns- dóttir og biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.