Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 42

Morgunblaðið - 23.10.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐB), FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 Mitt í öllu fjölmiðlafárinu sem hefur dunið yfir landslýð stendur gamla gufan, rás 1, lítið breytt. Hún á sér tryggan hlust- endahóp og sá hópur hefur án efa tekið eftir þvf að nýir þulir eru að taka við. Fólki í fréttum lék for- vitni á að kynnast einum þeirra örlítið náuar og brá sér í vikunni upp í Efstaleiti. Þar hitti blaðamað- ur Sigríði Guðmundsdóttur í þula- stofu og ræddi við hana á milli kynninga undir dunandi harmón- ikkutónlist. Sigríður er ein af fjórum nýjum þulum sem hófu störf um miðjan október og hefur því fengið nasa- sjón af þularstarfínu. Hvemig Ukar þér starfíð? „Mér lfkar það vel enn sem kom- ið er, en þetta er dálítið einmana- legt. Því er heldur ekki hægt að neita að ég er ennþá óskaplega taugaóstyrk og hrædd um að eitt- hvað fari úrskeiðis. En það lagast þegar ég er byijuð að lesa. Það getur verið snúið að bera fram sum erlend nöfn og heiti en auðvitað á maður að vera búinn að kynna sér það sem maður er að lesa upp. Þulurinn er nokkurs konar verk- stjóri þeirrar dagskrár sem fer í loftið, hann þarf að vera fljótur að átta sig ef eitthvað fer úrskeiðis. Vonandi minnkar svo taugaóstyrk- urinn þegar starfíð kemst upp í vana, en maður má ekki slappa al- veg af, því þá eykst hættan á að maður gleymi sér.“ Jívað starfaðiru áður? „Ég varð stúdent frá MA 1956 og átti mitt fyrsta barn það ár. Á sama ári bauðst mér að verða skóla- stjóri í forföllum í Öngulstaðahreppi sem ég þáði. í skólanum voru fímmtíu böm í tveimur deildum á aldrinum 8 til 14 ára. Þar var ég í tvö ár og fékk mína eldskím sem kennari, en þetta var þó eitt ljúf- asta tímabil lffsins. Ég ákvað að taka próf upp á kennsluna og fór f kennaraskólann. Lauk prófí þaðan 1959, gifti mig sama ár og varð heimavinnandi húsmóðir allt til árs- ins 1972, þegar ég fór að kenna við Fossvogsskólann. Ég byrjaði að vinna þar fyrst og fremst vegna þess að þar er opinn skóli, en þann- ig hefði ég viljað hafa kennsluna í Ongulstaðahreppi." Hvað varð til þess að þú sóttir um þularstarfið? „Ég var ryksuga heima hjá mér þegar ég heyrði auglýst f útvarpinu eftir þulum og ákvað að fara S prufu. Ég hef alltaf haft áhuga á útvarpi og hef áður lesið fram- haldssögur fyrir böm í útvarp. Ég var byijuð að kenna og ætlaði ekk- ert að fara f þessa vinnu þegar mér var boðið starfið. Ég er ennþá í forfallakennslu vegna þess að þörf- in fyrir kennara er mikil. Þó kemur að því að ég þarf að skilja við bömin og það er ekki átakalaust. Mér fínnst ég hálfþart- inn vera að svíkja þau. En kennslan er kre^andi starf og maður verður að fínna þegar maður er orðinn staðnaður og hlutimir ganga of vel. Sú staða var komin upp, nú og langi konu á mfnum aldri til að Sigrfður fylgist með timannm í þularstofunni:„Ég er ennþá að reyna að læra á klukkuna héma." Morgunblaðið/BAR takast á við nýtt starf, þá er það ekki seinna vænna því að konur um fímmtugt em ekki eftirsóttustu starfskraftamir á vinnumarkaðn- um. Ég er elst þeirra sem ^ögurra sem byijuðu núna en það háir mér alls ekki. Þularstarfíð á margt skylt við kennslu, maður þarf að vera fljótur að átta sig og að taka ákvarðanir. Það hefur án efa komið mér til góða að ég hef kennt lengi og hef mikinn áhuga á íslensku, en hann þakka ég fyrst og fremt föður mínum sem var mikill mál- vöndunarmaður og talaði um málvillur sem rassbögur. Hann kenndi mér að lesa þegar ég var fjögurra ára.“ Tveir íslendingar við Viðskiptaaka- demíuna í Osló En hvað finnst fjölskyldunni um. nýja starSð? „Móður minni sem býr á Akur- eyri fínnst óskup notalegt að fá mig inn f stofu til sín og bömunum mínum fínnst frábært að gamla konan sé komin ínn í Qölmiðlaheim- inn.“ Kvikmyndastjömur Nýtt par á stj örnuhimninum Námsmenn Demi Moore er búin að losa sig við Emilio Estevez. Þau vora komin langleiðina í hnapp- helduna en aldrei vannst tími til Bruce og Demi eru afar lukku- leg þessa dagana að sinna formsatriðunum. Demi hefur snúið sér að kvennagullinu ógurlega, sjálfum Brace Willis. Eftir sat Emilio með sárt ennið og sleikti sárin. Eitthvað virðist þó vera að rætast úr hjá honum því hann hefur undanfarið sést á röltinu með Súsönnu Hoffs úr kvennahljómsveitinni Bangles. Þetta var nú allt og sumt f bili... Tveir íslendingar, Eyþór Áma- son og Kristinn Ólafsson stunda nú nám við Viðskiptaakade- míuna í Osló. Þeir eru meiðal þeirra 240 af 1450 umsækjendum sem fengu inngöngu, en mun fleiri sækja um að komast f framhalds- nám í Noregi en fá inngöngu. Akademían er 4 ára viðskiptahá- skóli sem veitir réttindi sem við- skiptafræðingur að afloknu fullu námi. Þar er öflugt félagsslíf og era á ári hveiju settar upp revíur, farið í ferðalög, heimsóknir á vinnu- staði og haldnar ráðstefnur svo eitthvað sé nefíit. Eyþór er stúdent frá Flensborg í Hafharfirði og langaði til að kom- ast erlendis og sótti þess vegna um að stunda nám í Noregi. Kristinn er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og hefur starfað við sölumennsku, inn- og útflutning í 6 ár. Hann ætlar sér að vinna í 1 til 2 ár að afloknu námi í Noregi. Töluverður áhugi er hérlendis og í Noregi á að koma á nemendaskipt- um milli Viðskiptaakademíunnar og Viðskiptadeildar Háskóla íslands og er nú unnið að því að á hverri önn stundi nokkrir nemendur skipt- inám. Eyþór Áraason og Kristinn Olafsson. fclk í fréttum Útvarpið Þulurinn er nokkurskonar verkstjóri þeirrar dag- skrár sem fer í loftið -segir Sigríður Guðmundsdóttir þulur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.