Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Fréttir sjón- varpsstöðva: Aukið fram- boð hefur fækkað á- horfendum ÁHORFENDUM frétta í sjón- varpi virðist stöðugt vera að fækka ef marka má könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði um miðjan október. Sam- kvæmt henni fækkar áhorfend- um frétta rikissjónvarpsins en áhorfendafjöldi frétta Stöðvar 2 stendur nokkurn veginn i stað. Ólafur Sigurðsson fréttamaður og staðgengill fréttastjóra ríkissjón- varpsins sagði við Morgunblaðið að samkvæmt könnuninni horfi nú færri á báðar stöðvamar á frétta- tíma ríkissjónvarpsins en þegar ríkissjónvarpið var eitt með fréttir og sýni þetta að aukið framboð á ijölmiðlum hafi ekki orðið til þess að auka notkunina. Samkvæmt könnuninni horfa um og yfir 30% áhorfenda á fréttir Stöðvar 2 þar sem báðar sjónvarps- stöðvamar nást en milli 37-49% horfðu á fréttir ríkissjónvarpsins og um 17% áhorfenda horfðu á sama tíma á lok þáttarins 19.19 á Stöð 2. í mars á þessu ári horfðu yfír 70% á fréttir ríkissjónvarpsins en rétt um 30% á fréttir Stöðvar 2. Sjá nánar á bls. 34. Brögð að því að ungling- ar beri kylfur og hnífa NOKKUR brögð hafa veríð að þvi að unglingar noti svokallaðar homaboltakylfur eða „baseball- kylfur“ sem vopn á jafnaldra sína. Börnum og unglingum er kennt að smiða kylfumar í smiðakennslu sumra grunnskól- anna. Þá hefur orðið vart við að unglingar berí hnífa. Undanfarin ár hafa homabolta- kylfur verið smíðaðar í Breiðagerð- isskóla. Foreldrar bama, sem hafa komið heim með kylfumar, hafa sumir hveijir átt erfitt með að skilja tilganginn með smíðinni, enda homabolti lítt eða ekkert stundaður hérlendis. Eftir spumingakeppni grunnskóla, sem haldin var í Bú- stöðum á miðvikudagskvöld, sáu starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar til ungiinga með slíkar kylfur. Þá hefur einnig orðið vart við að unglingar sveifli sérstökum hnífum. Hnífar þessir em með tveimur sköftum, en einu blaði, sem Morgunblaðið/Þorkell Barn í Breiðagerðisskóla smiðaði þessa kylfu, sem hefur ekki nýst því ’síðan, enda leggur bamið ekki stund á horaabolta fremur en flest önnur islensk böra. er sagarblað öðmm megin, en egg hinum megin. Ekki er vitað til þess að unglingar hafi hlotið meiðsli af slíkum hnífum enn sem komið er, fyrir utan að hnífakappamir sjálfír em með reifaða fingur eftir mis- heppnaðar sveiflur. Haraldur Finnsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, sagði að undan- farið hefði borið óvenju mikið á að unglingar væm með hnífa. „Það þykir ekki lengur fínt að hafa venju- lega vasahnlfa, því nú em unglingar með hnífa sem virðast eingöngu gerðir til þess að stinga með," sagði Haraldur. „Kennarar við skólann hafa brýnt fyrir þeim að ganga ekki með hnífa á sér og þeir em teknir af unglingunum, beri þeir þá innan veggja skólans. Ungling- amir fullyrða að þessir hnífar séu keyptir erlendis." Sjá bls 2: Spuraingakeppni grunnskóla: Skólar hætta þátt- töku vegna óláta unglinga Jóhann Hjartarson 50% vimiinga duga í 2600 skákstig FÁI Jóh&nn Hjartarson 50% vinninga, eða 5 >/2 vinning af 11 mögulegum á alþjóðaskákmótinu i Belgrad í Júgóslavfu, má búast við að hann hafi náð 2600 ELO- skákstigum. Engum islenskum skákmanni hefur tekist að ná þessu marki sfðan skákstig voru tekin upp fyrir um 15 árum en sennilega má meta árangur Fríð- riks Ólafssonar fyrir þann tíma sem jafngildi þessa stigafjölda. Jóhann er skráður með 2550 stig en þar em óreiknuð stig hans úr mótum sumarsins, þ.e. skákmótinu í Moskvu og millisvæðamótinu í Ungveijalandi, og segja fróðir menn að rétt stig hans nú séu 2595. í mótinu í Belgrad er hinsvegar mið- að við skráð stig og því þarf Jóhann aðeins 5 vinninga til að halda raun- stigum sínum. Hver hálfur vinning- ur fram yfír það jafngildir síðan 5 ELO-stigum. Ekki er ljóst hve margir skák- menn em með 2600 skákstig og yfír en sennilega em þeir milli 15 og 20 talsins. Fjórum umferðum er nú Iokið á skákmótinu í Belgrad og er Jóhann efstur með 3 vinninga. Fimmta umferðin verður tefld í dag. Heimaey VE 1 á siglingu við Vestmannaeyjar. Mikíð Ijón þegar eldur kom upp í Heimaey VE Vestmaxmaeyjum. ELDUR kom upp í mb. Heimaey VE i gærmorgun, þar sem skip- ið liggur í slipp í Esbjerg i Danmörku. Mikið tjón varð, en það er ekki fullkannað. Eldur- inn kom upp á milliþilfari skipsins er veríð var að sjóða þilfarið á efradekki. Mest tjón virðist hafa orðið f íbúðum, milliþilfars, en þær voru allar endurnýjaðar og end- urbyggðar í Slippstöðinni á Akureyrí f fyrra. í viðtali við Garðar Ásbjömsson útgerðarstjóra Hraðfrystistöðvar Vestmannaeyja, en hún er eigandi bátsins, kom fram að Heimaey væri í mikilli viðgerð og endur- byggingu í Esbjerg. Verið væri að slá bátinn út að aftan, setja á hann perustefni, skipta um spil- kerfi og sandblása að innan og utan. Hefði viðgerðinni átt að ljúka seinnipartinn í nóvember. Eldurinn virðist hafa kviknað þegar danskir voru að sjóða nýtt þilfar ofaná hið eldra á efra dekki. Skemmdir væru ekki fullkannaðar, en ljóst væri að tjónið hefði orðið mikið. Þijár íbúð- ir á millidekki hefðu alveg bmnnið. Einnig hefði komist reykur og sót í eldhús og matsal og einnig í brú skipsins. Garðar sagði lfklegt að skipið myndi teflast talsvert í slippnum, nema að slippurinn danski setti því meiri mannskap í að gera við skemmdimar, til að vinna tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.