Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B
250. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
Prentsmiðja Morgimblaðsins
Bandaríkin:
Tekur Carlucci við
af Weinberger?
Washington, Reuter.
CASPAR Weinberger, vamar-
málaráðherra Bandaríkjanna og
einn nánasti ráðgjafi Ronalds
Reagan forseta um sjö ára skeið,
ætlar að segja af sér embætti á
næstu dögum.
Talsmenn Hvíta hússins vildu
ekkert segja um fréttir blaða um
væntanlega afsögn Weinbergers en
Robert Dole, leiðtogi repúblikana í
öldungadeildinni, sagði eftir fund
með Reagan, að Weinberger ætlaði
að segja af sér af persónulegum
ástæðum. í blöðum segir, að mikil
veikindi konu hans en ekki ágrein-
ingur við Reagan hafí orðið til þess,
að Weinberger tók þessa ákvörðun.
Er því spáð, að Frank Carlucci,
yfirmaður þjóðaröryggisráðsins,
muni taka við sem vamarmálaráð-
herra.
Caspar Weinberger
Frakkland:
Blóm fyrir fallna félaga
Tveir vestur-þýskir lögreglumenn voru skotnir I ar flugbrautar við flugvöllinn í Frankfurt.
til bana í fyrrakvöld þegar til átaka kom við Blómin lögðu félagar lögreglumannanna á stað-
nokkura hóp manna, sem mótmæltu opnun nýrr- | inn þar sem þeir létu lífið.
DoUaragengið það
lægsta í áratugi
New York, London, Frankfurt, Reuter.
GENGI dollarans hélt áfram að
Högnuðust sósíal-
istar á vopnasölu?
París, Reuter.
iækka í gær og hefur ekki verið
lægra gagnvart vestur-þýska
markinu frá upphafi, árið 1948,
og var nærri því lægsta gagnvart
japönsku jeni eftir stríð. I kaup-
höllinni í Wall Street féllu
hlutabréf nokkuð í verði eftir að
hafa hækkað fimm daga í röð
og gengisfall dollarans olli verð-
Noregur:
Fiskeldi í
kælivatni
Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara
Morgunbladsins.
í Tysvær á Rogalandi er mikill
áhugi á að nýta heitt vatn frá
gasorkuveri, sem þar á að rísa,
og koma upp mikiUi eldisstöð
fyrir sandhverfu og aðra sjávar-
fiska.
Ríkisolíufélagið og landsvirkjun-
in norska eru að kanna hvort unnt
er að nota kælivatnið til fiskeldis
•en um er að ræða sjó, um 14-15
gráða heitan þegar hann kemur út
úr orkuverinu. Er það talið kjörhiti
sandhverfunnar og annarra verð-
mætra matfíska.
falli á hlutabréfamörkuðum í
Evrópu og Asíu.
í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi
var dollarinn skráður á rúmlega
1,70 mörk og í Tókýó í Japan feng-
ust fyrir hann 136 jen. Hefur
dollarinn þá lækkað um 46% gagn-
vart þessum tveimur gjaldmiðlum
frá því hann var hæstur í janúar
árið 1985. Gengisfall dollarans olli
því, að hlutabréf féllu í verði í Evr-
ópu og Asíu enda þyngist nú
róðurinn hjá útflutningsfyrirtækj-
um í þessum heimsálfum en
bandarískar vörur verða að sama
skapi ódýrari.
í Wall Street lækkuðu hlutabréf
verulega þegar kauphöllin var opn-
uð og hafði raunar verið búist við
því eftir að þau höfðu hækkað fimm
daga í röð. Þegar á leið hækkuðu
þau aftur og reyndist verðfallið 50
stig þegar kauphöllinni var lokað.
Alla jafna er lægra dollaragengi
góðar fréttir fyrir bandarísk fyrir-
tæki en það er farið að valda
áhyggjum hvað gengisfallið er mik-
ið. Er óttast, að bandaríski seðla-
bankinn bregðist við fallinu við með
því að þrengja að lánamarkaðinum.
Nigel Lawson, fjármálaráðherra
Bretlands, sagði í gær, að breskt
efnahagslíf væri með góðum blóma
og útlit fyrir, að hagvöxturinn yrði
4% á þessu ári en að vísu ekki nema
2,5% á næsta ári. Þessi tíðindi urðu
þó ekki til að koma í veg fyrir verð-
fall í kauphöllinni í London enda
eru bresk hlutabréf mjög viðkvæm
fyrir verðbreytingum í Banda-
ríkjunum. Segja gjaldeyrissalar, að
hlutabréfamarkaðurinn róist ekki
fyrr en stjómvöld í Bandaríkjunum
hafi ákveðið hvemig þau ætla að
draga úr fjárlagahallanum.
TVÖ frönsk tímarit fluttu um
síðustu helgi þá frétt, að Sósial-
istaflokkurinn hefði hagnast á
Reuter
Frá kauphöllinni í Frankfurt í
ólöglegri vopnasölu til trans þeg-
ar hann var við völd. Undir þessa
frétt tók í gær eitt frönsku dag-
blaðanna en frammámaður í
röðum sósíalista vísar henni á
bug.
Tímaritin Le Point og L’Express
sögðu, að 3-5% hagnaðar af ólög-
legri sölu 500.000 fallbyssukúlna
til írans hefðu mnnið í sjóði sósíal-
ista og hefði Jean-Francois Dubos,
ráðgjafi Charies Hemu, fyrrum
vamarmálaráðherra, haft hönd í
bagga með þessum viðskiptum.
Dubos vísaði þessum fréttum á bug
i gær en blaðið Liberation, sem er
vinstrisinnað, sagði, að margt benti
til, að fréttimar væm réttar.
Le Point sagði, að þessar upplýs-
ingar kæmu fram í leyniskýrslu,
sem franski herinn hefði tekið sam-
an og sent Andre Giraud, núverandi
vamarmálaráðherra. Þegar ríkis-
stjóm sósíalista var við völd ákvað
hún sjálf að banna vopnasölu til
írans.
gær.
Grænlenska alþýðu-
sambandíð klofnar
Nuuk, frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
TIL klofnings er komið i græn-
lensku verkalýðshreyfingunni
og leystist þing alþýðusam-
bandsins í Julianeháb upp með
heitingum og stóryrðum.
Gengu 18 af 47 fulltrúum út
af þinginu en hinir sátu áfram
eins og ekkert hefði í skorist.
Þeir 29, sem eftir sátu, hafa
nú kosið uppstillingamefnd og
ætla síðan að velja grænlenska
alþýðusambandinu, SIK, nýja for-
ystu en útgöngumennimir, þar á
meðal formaðurinn, Finn Heil-
mann, og varaformaðurinn, Ole
Lynge, segjast líta á hina sem
umboðslausa menn á einkafundi.
Þeir svara því aftur til, að þeir
séu fulltrúar meirihluta græn-
lenskra verkalýðsfélaga og þess
vegna í fullum rétti.
Deilumar innan SIK em að
sumu leyti af pólitískum toga
spunnar en einnig kemur það til,
að mikil óreiða er á bókhaldinu
fyrir tvö sl. ár. Hefur það t.d.
verið upplýst, að 25 núverandi og
fyrrverandi starfsmenn sam-
bandsins og aðrir áhrifamenn
innan þess skulda því stórfé, jafn-
vel nokkrar milljónir fsl. kr.
Endurskoðunarskrifstofa, sem
var fengin til að endurskoða
reikningana fyrir tvö sl. ár, skil-
aði þeim af sér með þeim orðum,
að á þeim væri ekkert byggjandi.
Jonathan Motzfeldt, formaður
landstjómarinnar, og fyrrum
formaður SIK, Jens Lyberth land-
stjómarmaður, komu í fyrradag
til Julianeháb til að reyna að átta
sig á ósköpunum.