Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B 250. tbl. 75. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgimblaðsins Bandaríkin: Tekur Carlucci við af Weinberger? Washington, Reuter. CASPAR Weinberger, vamar- málaráðherra Bandaríkjanna og einn nánasti ráðgjafi Ronalds Reagan forseta um sjö ára skeið, ætlar að segja af sér embætti á næstu dögum. Talsmenn Hvíta hússins vildu ekkert segja um fréttir blaða um væntanlega afsögn Weinbergers en Robert Dole, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði eftir fund með Reagan, að Weinberger ætlaði að segja af sér af persónulegum ástæðum. í blöðum segir, að mikil veikindi konu hans en ekki ágrein- ingur við Reagan hafí orðið til þess, að Weinberger tók þessa ákvörðun. Er því spáð, að Frank Carlucci, yfirmaður þjóðaröryggisráðsins, muni taka við sem vamarmálaráð- herra. Caspar Weinberger Frakkland: Blóm fyrir fallna félaga Tveir vestur-þýskir lögreglumenn voru skotnir I ar flugbrautar við flugvöllinn í Frankfurt. til bana í fyrrakvöld þegar til átaka kom við Blómin lögðu félagar lögreglumannanna á stað- nokkura hóp manna, sem mótmæltu opnun nýrr- | inn þar sem þeir létu lífið. DoUaragengið það lægsta í áratugi New York, London, Frankfurt, Reuter. GENGI dollarans hélt áfram að Högnuðust sósíal- istar á vopnasölu? París, Reuter. iækka í gær og hefur ekki verið lægra gagnvart vestur-þýska markinu frá upphafi, árið 1948, og var nærri því lægsta gagnvart japönsku jeni eftir stríð. I kaup- höllinni í Wall Street féllu hlutabréf nokkuð í verði eftir að hafa hækkað fimm daga í röð og gengisfall dollarans olli verð- Noregur: Fiskeldi í kælivatni Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunbladsins. í Tysvær á Rogalandi er mikill áhugi á að nýta heitt vatn frá gasorkuveri, sem þar á að rísa, og koma upp mikiUi eldisstöð fyrir sandhverfu og aðra sjávar- fiska. Ríkisolíufélagið og landsvirkjun- in norska eru að kanna hvort unnt er að nota kælivatnið til fiskeldis •en um er að ræða sjó, um 14-15 gráða heitan þegar hann kemur út úr orkuverinu. Er það talið kjörhiti sandhverfunnar og annarra verð- mætra matfíska. falli á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og Asíu. í Frankfurt í Vestur-Þýskalandi var dollarinn skráður á rúmlega 1,70 mörk og í Tókýó í Japan feng- ust fyrir hann 136 jen. Hefur dollarinn þá lækkað um 46% gagn- vart þessum tveimur gjaldmiðlum frá því hann var hæstur í janúar árið 1985. Gengisfall dollarans olli því, að hlutabréf féllu í verði í Evr- ópu og Asíu enda þyngist nú róðurinn hjá útflutningsfyrirtækj- um í þessum heimsálfum en bandarískar vörur verða að sama skapi ódýrari. í Wall Street lækkuðu hlutabréf verulega þegar kauphöllin var opn- uð og hafði raunar verið búist við því eftir að þau höfðu hækkað fimm daga í röð. Þegar á leið hækkuðu þau aftur og reyndist verðfallið 50 stig þegar kauphöllinni var lokað. Alla jafna er lægra dollaragengi góðar fréttir fyrir bandarísk fyrir- tæki en það er farið að valda áhyggjum hvað gengisfallið er mik- ið. Er óttast, að bandaríski seðla- bankinn bregðist við fallinu við með því að þrengja að lánamarkaðinum. Nigel Lawson, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að breskt efnahagslíf væri með góðum blóma og útlit fyrir, að hagvöxturinn yrði 4% á þessu ári en að vísu ekki nema 2,5% á næsta ári. Þessi tíðindi urðu þó ekki til að koma í veg fyrir verð- fall í kauphöllinni í London enda eru bresk hlutabréf mjög viðkvæm fyrir verðbreytingum í Banda- ríkjunum. Segja gjaldeyrissalar, að hlutabréfamarkaðurinn róist ekki fyrr en stjómvöld í Bandaríkjunum hafi ákveðið hvemig þau ætla að draga úr fjárlagahallanum. TVÖ frönsk tímarit fluttu um síðustu helgi þá frétt, að Sósial- istaflokkurinn hefði hagnast á Reuter Frá kauphöllinni í Frankfurt í ólöglegri vopnasölu til trans þeg- ar hann var við völd. Undir þessa frétt tók í gær eitt frönsku dag- blaðanna en frammámaður í röðum sósíalista vísar henni á bug. Tímaritin Le Point og L’Express sögðu, að 3-5% hagnaðar af ólög- legri sölu 500.000 fallbyssukúlna til írans hefðu mnnið í sjóði sósíal- ista og hefði Jean-Francois Dubos, ráðgjafi Charies Hemu, fyrrum vamarmálaráðherra, haft hönd í bagga með þessum viðskiptum. Dubos vísaði þessum fréttum á bug i gær en blaðið Liberation, sem er vinstrisinnað, sagði, að margt benti til, að fréttimar væm réttar. Le Point sagði, að þessar upplýs- ingar kæmu fram í leyniskýrslu, sem franski herinn hefði tekið sam- an og sent Andre Giraud, núverandi vamarmálaráðherra. Þegar ríkis- stjóm sósíalista var við völd ákvað hún sjálf að banna vopnasölu til írans. gær. Grænlenska alþýðu- sambandíð klofnar Nuuk, frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. TIL klofnings er komið i græn- lensku verkalýðshreyfingunni og leystist þing alþýðusam- bandsins í Julianeháb upp með heitingum og stóryrðum. Gengu 18 af 47 fulltrúum út af þinginu en hinir sátu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þeir 29, sem eftir sátu, hafa nú kosið uppstillingamefnd og ætla síðan að velja grænlenska alþýðusambandinu, SIK, nýja for- ystu en útgöngumennimir, þar á meðal formaðurinn, Finn Heil- mann, og varaformaðurinn, Ole Lynge, segjast líta á hina sem umboðslausa menn á einkafundi. Þeir svara því aftur til, að þeir séu fulltrúar meirihluta græn- lenskra verkalýðsfélaga og þess vegna í fullum rétti. Deilumar innan SIK em að sumu leyti af pólitískum toga spunnar en einnig kemur það til, að mikil óreiða er á bókhaldinu fyrir tvö sl. ár. Hefur það t.d. verið upplýst, að 25 núverandi og fyrrverandi starfsmenn sam- bandsins og aðrir áhrifamenn innan þess skulda því stórfé, jafn- vel nokkrar milljónir fsl. kr. Endurskoðunarskrifstofa, sem var fengin til að endurskoða reikningana fyrir tvö sl. ár, skil- aði þeim af sér með þeim orðum, að á þeim væri ekkert byggjandi. Jonathan Motzfeldt, formaður landstjómarinnar, og fyrrum formaður SIK, Jens Lyberth land- stjómarmaður, komu í fyrradag til Julianeháb til að reyna að átta sig á ósköpunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.