Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Gömul hesthús í Votadal brennd. Morgunblaðið/Theodór K. Þórðarson Hús brennd í Votadal BÆJARSTARFSMENN í Borg- arnesi brenndu nokkur gömul og aflögð hesthús í svonefndum Votadal um daginn. Að sögn Bjama Johansen byggingafulltrúa er fyrirhugað að þama rísi um 8 einbýlishús og 3 þriggja til fimm íbúða fjölbýlis- hús. Hefur gatan hlotið nafnið Hamravík. Sagði Bjami að í vetur yrði unnið að hönnun og frekara skipulagi Votadalsins. Saltsíldarsalan til Sovétríkjanna: Sairniingamir voru undir- ritadir um hádegisbilið Hæpið að skilaboð utanríkisráðherra hafi getað borizt sovézku samninganefndinni fyrir undirritun SAMNINGAR um saltsíldar- kaup Sovétmanna héðan voru ekki undírritaðir siðdegis Reykjavík: Ný jólaljós BORGARRÁÐ hefur samþykkt að keypt verði ný ljósasamstæða til skreytingar í miðbænum um jólin, en Ijósin sem hingað til hafa verið notuð eru úr sér geng- in. Borgarráð samþykkti að Reykjavíkurborg legði fram helm- ing kostnaðarins, 1.250.000 krónur, á móti Rafmagnsveitu Reykjavíkur. í dag ll\ ADKR ÍBMDIMJ? síðastliðinn föstudag eins og fram hefur komið í ýmsum fjöl- miðlum. Þeir voru undirritaðir fyrir klukkan 13 að íslenzkum tíma, en þá höfðu viðræður staðið yfir í islenzka sendiráð- inu frá klukkan 9 um morgun- inn. Um klukkan 14 var skeyti komið til íslands, þar sem skýrt var frá samningum. Morgun- blaðið hafði samband við samningamenn í Moskvu klukk- an rúmlega 14 og voru þeir þá á leið úr sendiráðinu út á flug- völl og staðfestu þessar tíma- setningar. Aldrei slitnaði upp úr viðræðunum. Klukkan 12 voru samningar komnir svo langt að aðeins um 1% bar á milli. Um það leyti hringdi Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra í formann Stálu og breyttu skellinöðru LÖGREGLAN í Reykjavík kom á íslenzku sendinefndarinnar, eins og fram hefur komið, og sagði honum að hann hefði rétt í því rætt við sendiherra Sovétríkjanna hér á landi og gert honum grein fyrir því, sem hann hefði talið al- gjörlega ljóst, að yrði ekki af þessum viðskiptum, hlyti það að hafa mjög mikil áhrif á heildarvið- skipti landanna, til dæmis olíukaup og fleira. Rúmlega hálfri stundu síðar voru samningarnir undirrit- aðir. Skilaboð utanríkisráðherra með milligöngu sovézka sendiherr- ans hér á landi gátu því tæpast borizt sovézku sendinefndinni áður en samningar voru undirritaðir. Samningaviðræður hófust á þriðrjudag. Fundum á miðvikudag var frestað að beiðni sovézku samninganefndarinnar, en á fímmtudag var viðræðum haldið áfram. Um miðjan dag á fímmtu- dag var samhljóða skeyti sent sjávarútvegsráðherra og utanrík- isráðherra, þar sem þeim var gerð grein fyrir gangi mála. Aldrei slitnaði upp úr samningaviðræð- um, en á fímmtudag var staðan talin mjög erfíð. Á föstudagsmorg- un komst skriður á málin og samningar voru því aldrei komnir í strand. Kostnaðarhækkanir valda erfiðleikum - segir Friðrik Pálsson forstjóri SH FRIÐRIK Pálsson forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna segir að fiskvinnslan muni lenda í verulegum erfið- leikum á næstu mánuðum, ef kostnaðarhækkanir innanlands stöðvast ekki. Hann segir að fastgengisstefna ríkisstjórnar- innar gangi ekki upp nema fylgt sé um leið „fastkostnaðar- stefnu". Friðrik segir þetta í viðtali við Frost, fréttablað SH. Hann segir þar að fískvinnslan standi frammi fyrir vaxandi rekstrarerfíðleikum í kjölfar lækkunar á gengi dollars á undanfömum misserum. Þá hækki kostnaður um 2% á mánuði og sé það erfitt að axla þar sem markaðsverð hafi staðið í stað undanfama mánuði. Verðhækkun á loðnuafurðum: Kemur okkur fyrst til góða eftir áramótin 30.000 lestir af mjöli seldar á mark- aðsverði liðins sumars UM 30.000 tonn af loðnumjöli og 10.000 af lýsi voru seld fyrirfram af islenzkum útflytjendum og framleiðendum fyrir þessa vertíð. Fyrirfram sala hefur tiðkazt árum saman og ýmist valdið því, að verð hefur hækkað eða lækkað, þegar mjölið hefur verið afhent. Að þessu sinni bjuggust framleiðendur við því að vertíðin færi af stað á svipuð- um tima og með svipuðum hætti og í fyrra eða í júlímánuði og vildu því fyrirbyggja birgðasöfn- un. Vegna þessa eru þessar afurðir nú afhentar á verði, sem er undir markaðsverði og hækk- un afurðaverðs kemur íslending- um tæpast tíl góða fyrr en eftir áramót. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenzkra fískmjölsframleið- enda, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að auðvitað væri erfítt að sjá þróun mála fyrir fram. Af því, sem selt hefði verið fyrirfram, hefðu um 20.000 tonn af mjöli átt að fara utan í september og október. Mjöl- skorturinn hefði valdið mönnum óþægindum, en menn hefðu komizt hjá klandri, að minnsta kosti enn. Þá gat Jón þess, að Félag físk- mjölsframleiðenda væri fylgjandi því að loðnukvótinn félli áfram í hlut skipanna, en þó með þeim hætti að einhver hluti leyfílegs afla yrði ekki inni í kvótanum, heldur yrði skipunum ftjálst að sækja í hann þar til hann væri upp urinn. Það gæti orðið hvati til að hefja veiðar fyrr en ella og einhver skip- anna myndu þá eiga möguleika á aflaaukningu. Þetta þýddi ennfrem- ur að betra gæti orðið að standa við gerða sölusamninga svo mark- aðir töpuðust ekki vegna óáreiðan- leika í viðskiptum. Jón sagði að sjávarútvegsráðherra hefði verið kynnt þessi hugmynd félagsins. Bremerhaven: 50 krónur fyrirkarfa ÖGRI RE seldi á mánudag og þriðjudag 259 lestir, mest karfa í Bremerhaven. Meðalverð var fremur lágt, en þó hærra en í síðustu viku, er það fór niður fyrir 40 krónur í nokkrum tilfell- um. Ögri seldi alls fyrir 13 milljónir króna, meðalverð var 50,29 krónur. Önnur íslenzk fiskiskip selja ekki afla í Þýzkalandi í þessari viku, en héðan verða um 15 gámar á mark- aðnum, tæpar 200 lestir. Hins vegar er mikið framboð af físki úr heima- bátum, en þeir eru að mestu ieyti með mjög smáan ufsa og því næst hærra verð fyrir karfann en í síðustu viku. Nýtt hlutafélag stofnað um sauma- stofu Hagkaups NÝTT hlutafélag hefur verið komið í frétt Morgunblaðsins stofnað um rekstur saumastofu hafði Hagkaup ákveðið að leggja Hagkaups. Eins og fram hefur saumastofuna niður frá og með --------------- síðustu mánaðamótum. Mikið slasaður eftir slys á skellinöðru mánudagskvöld upp um fjóra unglingspilta, sem höfðu stolið skellinöðru og unnu að þvi að breyta henni, svo hún þekktist ekki. Skellinöðrunni var stolið fyrir um mánuði frá eigandanum, sem býr við Langholtsveg. Lögreglunni barst ábending um að fjórir piltar væru eitthvað að pukrast með skellinöðru í kofaræskni í austur- bænum og ákvað að kanna málið á mánudagskvöld. Þá kom í ljós, að piltamir unnu í kofanum að því að breyta stolna hjólinu, til dæmis með því áð mála það að nýju. Málið er nú að fullu upplýst. Einn piltanna er Qórtán ára, en félagar hans þrír eru sextán ára. FJÓRTÁN ára piltur liggur nú mikið slasaður á sjúkrahúsi, eftir slys sem hann varð fyrir i Hafn- arfirði á föstudagskvöld. Piltur- inn, sem ók skellinöðru, hafði ekki réttindi til þess og hjól hans var óskráð. Pilturinn ók skellinöðrunni suður Hringbraut í Hafnarfírði um kl. 21.30 á föstudagskvöld. Við gatna- mót Hringbrautar og Suðurgötu var bifreið sveigt í veg fyrir piltinn, sem skall á henni. Pilturinn er mikið brotinn, á sex eða sjö stöðum. Hjól- ið hans er ónýtt og bifreiðin mikið skemmd'. Að sögn rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfírði hafði pilturinn ekki réttindi til að aka skellinöðru og hjólið var ekki skráð. Því er hann ótryggður gegn slíku slysi. Að sögn Stefáns Jörundssonar, sem verið hefur forstöðumaður saumastofunnar undanfarin fjögur ár og er einn af hinum nýju hluthöf- um, er ætlunin að gefa starfsfólki saumastofunnar kost á að gerast hluthafar í nýja fyrirtækinu. Hann sagði að í ráði væri að fara út í nýja vöruþróun og vörutegundir. Fimmtán manns eru nú starfandi hjá fyrirtækinu og sagði Stefán að fólki yrði bætt við eftir því sem verkefnum fjölgaði. „Við höfum næg verkefni eins og er og lítum björtum augum á framtíðina þrátt fyrir allar hrakspár um íslenska fataiðnaðinn. Það erenginn barlóm- ur í okkur“, sagði Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.