Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Mig langar til að minnast Birgis Grétarssonar örfáum orðum. Hann kom til okkar í vor ungur verk- fræðinemi, hress og kátur og óskaði eftir vinnu í sumar. Það var auðsótt mál því alltaf er þörf fyrir unga dugmikla menn. Hann var fljótur að átta sig á hlutunum og varð fljótt fullgildur starfsmaður þó hann væri óvanur málmiðnaði. Seinni part sumars falaðist hann eftir vinnu áfram til áramóta enda var hann að stofna fjölskyldu. Ég spurði hann hvemig færi þá með námið. Það verður ekkert mál, sagði hann þá, ég vinn það upp seinna. Svona var hann, kappsfullur, hörku- duglegur, alltaf tilbúinn að drífa í hlutunum, hespa þetta af eins og hann sagði. Þegar hann hafði lokið einhveiju verkefni í smiðjunni var hann óðara farinn að spyija eftir næsta verkefni, hvort það væri ekki eitthvað fleira, sem hann gæti gert. Hann settist ekki niður og beið eftir næsta verki, honum lá á í lífinu full- ur af orku. Og nú er hann skyndilega farinn, það er oft óskiljanlegt og nístings sárt þetta líf okkar mann- anna. Það læðist stundum að manni sá grunur að líf okkar hér á jörð sé skóli, sem eigi að leiða okkur til meiri þroska og góðvildar, enda veit- ir okkur ekki af. í slíkum skóla virðist oft, sem bestu nemendumir útskrifist fyrstir af öllum, en við hin, skussamir, verðum að sitja áfram. Ef til vill var Birgir úrvals námsmaður í slíkum skóla og hverf- ur þess vegna nú á braut. En sárt er það engu að síður fyrir þá nán- ustu, að sjá á eftir ástvini sínum útskrifast svo fljótt úr skóla lífsins. Ég tala fyrir munn alls starfsfólks Vélsmiðjunnar Kletts þegar ég sendi okkar innilegustu samúðarkveðjur til unnustu, foreldra, systkina auk annarra ættingja og vina. Við þökk- um fyrir að hafa fengið að kynnast góðum manni. Við vitum að minn- ingin um góðan dreng fölnar seint. Matthías Matthíasson, Vélsmiðjunni Kletti hf. Þriðjudaginn 27. október barst mér sú hörmulega frétt að kunningi minn, Birgir Grétarsson, væri látinn. Þegar maður fær slíka frétt, þá spyr maður: Af hveiju hann? Hann var ungur og átti framtíðina fyrir sér. Það þýðir ekki að deila við skapar- ann. Þeir deyja ungir sem guðimir elska. Það riíjast upp í huga mér marg- ar samverustundir sem við Biggi áttum saman. Ég kynntist Bigga í Flensborgarskólanum í Hafnarfírði á mínum seinustu árum þar (1983—85). Við sungum saman í kór skólans og var hann ötull kórfélagi. Hann var virkur í félagslífí skólans og tók á sig ýmis ábyrgðarhlutverk innan nemendafélagsins. Við spiluð- um mikið saman í bridsklúbbnum og í frímínútum og fórum stundum heim eftir skólann til mín eða til Einars Sveinbjöms og spiluðum þar langt fram á nótt. Einnig spiluðum við badminton einn vetur (1985—86) og höfðum gaman af. Ég vil þakka fyrir að hafa kynnst Bigga og bið góðan Guð um að styrkja Hönnu Björk, unnustu hans, og fjölskyldu Bigga í þeirri miklu sorg sem hvílir á þeim. Þá mælti Almítra: Mál er nú að spyija um dauðann. Og hann sagði: Þú leitar að ieyndardómi dauðans. En hvemig ættir þú að fínna hann ef þú leitar hans ekki í æðaslögum lífsins? Uglan, sem sér í myrkri, en blindast af dagsbirtu, ræður ekki gátu ljóssins. Leitaðu að sál dauðans í líkama lífsins, því að líf og dauði er eitt eins og fljótið og særinn. (Tilvitnun úr Spámanninum) Sigurður Jónsson Nú, þegar Birgir er fallinn frá, langt fyrir aldur fram, viljum við starfs- fólk Flensborgarskólans minnast hans fáum orðum. Birgir var nemandi við Flens- borgarskóla í Hafnarfírði frá haust- inu 1982 þar til hann útskrifaðist af eðlisfræðibraut vorið 1986. Framhaldsskólaárin eru mikil mótunarár og ekki varð annað séð en að Birgir brygðist af atorku og jákvæðu hugarfari við þeim fjöl- breytilegu viðfangsefnum sem lífið færir ungu fólki. Hann var farsæll í námi og þægilegur í viðmóti. Hann tók að sér ýmis störf í þágu nem- enda og var um skeið fulltrúi þeirra í skólastjóm. Ef vil vill óttuðumst við kennarar hans að annríkið við félagsstörfin kynni að koma niður á námsferlinum. Þess gætti þó lítt eða ekki og þessi glaðbeitti og hressi nemandi átti ætíð hin bestu sam- skipti við starfslið skólans. Birgir varð heimagangur á kennarastof- unni þar sem hann kom oft til að ræða um alla heima og geima. Hann var viðræðugóður og hafði alltaf sínar skoðanir á málunum. Sam- skiptin við hann urðu á þann hátt óvenjuleg að þeim lauk ekki þó Birg- ir lyki hér námi og héldi á vit annarra verkefna. Við áttum þess áfram kost að fylgjast með ferli Birgis heitins þar eð hann hélt uppteknum hætti að heimsækja okkur á kenn- arastofuna þegar hann átti leið hjá. Þannig fréttum við jafnan af högum hans og vissum að hann hafði lokið einu námsári í verkfræði við Há- skóla íslands og vegnaði ágætlega. Við kveðjum Birgi Grétarsson með söknuði og þakklæti fyrir allt það góða sem í honum bjó og sem hann var svo óspar á að miðla öðrum. Unnustu Birgis, foreldrum og öðr- um aðstandendum vottum við einlæga samúð okkar. Starfsfólk Flensborgarskóla í Hafnarfirði. - Með söknuði fyllist hugur trega - Það var þriðjudagskvöldið 6. októ- ber að unga parið kom í heimsókn, eins og svo oft endranær. Það var ekki af neinu sérstöku tilefni. Þau komu bara svona eins og sagt er. Og það var sest niður í skálanum, eitthvað borið fram, skrafað og skeggrætt um eitt og annað, með gamni og alvöru í bland. Það var glettni í augum þeirra og spaugsyrði fuku af vörum. Sjónvarpið sýndi stutta og áhrifaríka náttúrulífsmynd og Birgir fylgdist af áhuga með og svalaði fróðleiksþorsta sínum. Þetta var kyrrlát og notaleg stund, en heimsóknin varð ekki löng. Unga fólkið þarf svo margt að gera og hugsa. Tíminn skiptir máli, nám og aðrar skyldur kalla. Og svo var erf- ingi í vændum. Það þurfti líka að huga frekar að litlu, snotru íbúðinni og búa í haginn fyrir framtíðina. Svo kvöddu þau með bros á vör. Útidyrahurðin féll hljóðlega að stöf- um og þau hröðuðu sér út í bílinn, spenntu á sig öryggisbeltin og óku síðan hægt og varlega fyrir garðs- homið og hurfu út í umferðina og lífíð. Hugurinn glaðnaði til og maður stóð eftir og velti fyrir sér hvað framtíðin myndi nú bera í skauti sínu hjá þessum myndarlegu og lífsglöðu hjónakomum. Þau myndu áreiðanlega bjarga sér. Hvað ætti svo sem að geta komið í veg fyrir það? En lífið er fallvalt. Þetta var í síðasta sinn, sem við hjónin sáum Birgi Grétarsson í lifanda lífi. Um miðjan næsta dag, eða 7. október, barst okkur fregnin um hið hörmu- lega vinnuslys í Vélsmiðjunni Kletti þar sem Birgir hafði unnið sl. sumar og hugðist starfa til áramóta. Örlög hans voru ráðin. I tuttugu langa daga og nætur háði hann helstríð sitt uns yfír lauk þann 27. október. Þann tíma vöktu foreldrar við bana- beð hans og vonuðu. En allt kom fyrir ekki. Læknar gátu ekki hjálpað honum og engum vömum varð við komið. Ævi Birgis Grétarssonar varð stutt og kynnin ekki löng að ámm. En það er bjart yfír þeim á kveðju- stund. Aðeins tvítugur að aldri, í blóma lífsins og undirbúningsár- anna, er hann skyndilega kallaður burt. Það er erfítt að trúa því og sætta sig við það. Birgir var um margt athyglisvert ungmenni. Hann var sagður snemma bráðþroska, fylginn sér og duglegur. Hann var greindur að eðlisfari og sóttist því nám í skóla einkar vel og sér í lagi á lokasprettum þegar kröfur um ástundun og árangur vom hvað mestar. Þá setti hann markið hátt og hlífði sér hvergi. Þetta kom vel fram á stúdentsprófí, sem hann lauk með sóma, eða í verkfræðideild há- skólans í harðri samkeppni og miskunnarlausum kröfum. Þar kom fram manndómur Birgis og atorka, enda kom hann fölur undan vetrin- um. Hann kunni að einbeita sér og skipuleggja tíma sinn. I félagsstörfum var Birgir góður liðsmaður og þótti vel til forystu fallinn. Strax í gmnnskólanum varð hann formaður nemendafélagsins, og í Flensborg var hann fulltrúi fé- laga sinna innan skóla og utan. Hann tók m.a. þátt í ræðukeppni, leikstarfsemi og kórsöng, virkur, trúr og heill skóla sínum og félögum. Hann talaði vel um skóla sinn og kennara og taldi sig hafa fengið hjá þeim gott veganesti, einkum í raun- greinum, stærðfræði, sem nýttist honum svo vel í glímunni í verk- fræðideildinni. Við stúdentspróf þótti félögum hans hann sjálfsagður til þess að flytja ávarpið, kveðja skólann, kennara og nemendur, og Birgir gerði það með sóma. Þannig var Birgir, vinmargur og vinsæll. A öðmm vinnustöðum var hann líka áhugasamur, laginn og velvirkur, greiðvikinn og hjálpsamur og fljótur til þegar eitthvað bjátaði á, og kannski varð það honum að aldur- tila? Birgir var hress í framkomu og yfirbragð hans var bjart og fagurt. Óllum sem kynntust Birgi væntu mikils af honum. Við útför hans í dag er hópurinn stór sem drúpir höfði, stór frændgarður, skólasystk- ini, vinir, foreldrar og unnusta. En hinum megin siglir kempan Eymundur, lygnan og sléttan ósinn, tekur þétt í hönd dóttursonar síns 59 og leiðir hann eftir hvítum sandinum — og heimkoman verður góð. Það er alkunna og mörgum undr- unar- og umhugsunarefni, hve miklar og stórar fómir sumar §öl- skyldur verða að færa. Það er eins og dauði og sorg setjist upp á heimil- um þeirra. Makar, böm, bamaböm og aðrir ástvinir eru fyrirvaralaust sviptir lífi og svo snögglega kippt af sjónarsviðinu. Og á ströndinni standa menn agndofa eftir og skilja ekki þennan skapadóm og spyija hvers vegna og um rök. Við fráfall Birgis Grétarssonar verður mörgum tíðhugsað til mæðr- anna. Þær harðna við hvem missi og hveija raun. Hetjur hversdagsins eru ekki margorðar. Æðmlausar og hljóðar, með reisn og stillingu ganga ömmumar um stofur. — Það gildir að vera sterkur á svona stundum. Tíminn læknar öll sár. — Það er allt og sumt. Það er kannski best að vera fáorður. Kannski er feijutoll- urinn ekki enn að fullu greiddur þrátt fyrir stór högg og miskunnar- laus? Lífið er sem blaktandi, blakt- andi strá, og enginn veit hvenær næst blikar á dauðans sigð. Haustið hefur nú kvatt, náttúran skipt um lit, og vetur gengur í garð og kaldir vindar taka að blása. Það næðir um mannanna böm og vetrar- myrkrið og skamdegisskuggamir verða ennþá lengri og þyngri fyrir þá sem þjást. Einlæg samúð og hlý- hugur vina og samferðafólks veitir huggun og styrkir. Hrynur að hausti hneigjast krónur tijánna. Með söknuði kveðja blóm. Fýkur blaðafyöldinn um stræti og torg. Með söknuði fyllist hugur trega. Stilltur hneigir höfuð hinn aldni. (LÁ.) Svo mælir skáldið frá Víkum. Að lokum skulu þeim Agnesi og Grétari færðar einlægar þakkir for- eldra og fjölskyldna Hönnu Bjarkar fyrir frábæra umönnun og ástúð allt frá þeirra fyrstu kynnum og ekki síst nú á sameiginlegri rauna- stund. Sonar- og ástvinamissir er sár og tómleiki sest að. Það er erf- itt að sætta sig við að Birgir gengur nú ekki lengur um garða. En minn- ingin um góðan dreng, sem svo miklar vonir vom bundnar við, er skír, björt og hlý. Megi hún verða öllum vandamönnum og Qölmörgu vinum huggun harmi gegn. Vilbergur Júlíusson þau 3 börn, Signý kennari á Akur- eyri, gift Ágústi Berg og eiga þau 4 böm og Guðrún Benedikta, hús- móðir búsett í Beilstein í Þýskalandi, gift Helfried- Heine og eiga þau eina dóttur bama. Auk þess ólu þau Guðrún og Guðmundur upp fósturd- óttur, Guðfínnu Gunnarsdóttur. Er hún búsett á Sauðárkróki, gift Bald- vini Jónssyni og eiga þau 8 böm. Á Barði dvöldust hjá þeim mörg vanda- laus böm á sumrin og nutu þar hins besta atlætis og tóku mikla tryggð við húsráðendur og sýndu hana margvíslega í verki. í 33 ár gegndi sr. Guðmundur preststörfum á Barði í Fljótum eða alla prestskapartíð sína. Varð hann brátt mjög vinsæll meðal sóknar- bama sinna enda var hann þeim á allan hátt hjálpsamur. Hann lifði sig inn í lq'ör þess fólks, er honum var falið að þjóna og tók heilshugar þátt í lífí þess, jafnt í gleði sem sorg. Öll embættisverk fórust honum vel úr hendi. Ævinlega kom hann fram sem hinn hógværi og auðmjúki þjónn, er bar djúpa lotningu fyrir höfundi sínum og skapara og því lífsstarfí er orðið hafði hlutskipti hans. Þegar biskupinn vísiteraði Barðs- og Knappstaðasóknir í prest- skapartíð sr. Guðmundur fékk hann þann vitnisburð safnaðarmanna sinna, að hann predikaði guðsríkið ekkert síður með lífi sínu og breytni en af stólnum, svo grandvöru lífi lifði hann. Auk prestskapar í Barðspre- stakalli gegndi sr. Guðmundur einnig aukaþjónustu um skeið síðari árin í Fellssókn í Sléttuhlíð og Hofs- óssókn. Svo sem flestum er kunnugt, eru Fljótin ákaflega sumarfögur sveit, en á vetrum er oft snjóþungt og fannfergi mikið svo að erfítt var fyrr á tíð um allar samgöngur. En sr. Guðmundur lét ekki slíkt aftra sér, er ferðast skyldi til embættis- verka. Hann var frískleikamaður, viljasterkur og áræðinn og hreint frábær göngugarpur. Fór hann iðu- lega á skíðum til embættisverka svo sem þegar messað var á annexí- unni. Auk prestskaparins hlóðust á sr. Guðmund ýmis trúnaðarstörf í sveitinni. Hann átti sæti í hrepps- nefnd og var um árabil oddviti sveitarinnar. Hann sá um sjúkra- samlagið og var endurskoðandi reikninga Samvinnufélags Fljóta- manna. Jafnframt stundaði hann kennslustörf og var bamaskólinn haldinn á prestsheimilinu í 8—9 ár eða þar til nýtt skólahús var reist í Barðslandi árið 1942. í öllum þess- um störfum naut sr. Guðmundur óskoraðs trausts, enda var hann gætinn maður og glöggur, en um- fram allt heiðvirður og samvisku- samur. Sr. Guðmundur bjó dágóðu búi á Barði einkum fyrri hluta prest- skaparára sinna og gekk til allra verka á búinu, eftir því sem tími hans leyfði. Þótt sr. Guðmundur væri mikill hamingjumaður í störfum og einka- lífí fór hann þó ekki varhluta af sorginni. Drenginn sinn, Ármann Benedikt, hið mesta efnisbarn, missti hann svo sem fyrr greinir og rétt fyrir jólin árið 1959 varð Guðrún, kona hans, bráðkvödd og varð hún öllum harm- dauði, er henni kynntust. Sá missir var honum ákaflega sár, því að ævinlega hafði verið mjög kært með þeim hjónum og þau samhuga og samhent í einu og öllu. En sr. Guð- mundur bar harm sinn með hljóðri hetjulund og æðraðist ekki. Arið 1966 um vorið, lét sr. Guð- mundur af prestsstörfum, þá 65 ára að aldri og fluttist hingað suður til Reykjavíkur um haustið. Hefur hann síðan verið heimilisfastur hjá dr. Guðmundi, syni sínum, og fjölskyldu hans, fyrst í Hraunbænum í Árbæj- arhverfi en síðan á Akranesi. Auk þess hefur hann um lengri eða skemmri tíma heimsótt böm sín önnur og fjölskyldur þeirra og dva- list hjá þeim og hvarvetna var hann aufúsugestur. Hin síðari árin má segja að öll hugsun hans hafí snúist um þau og allt vildi hann gjöra þeim til hags og heilla, svo umhyggjusamur faðir, tengdafaðir og afí sem hann var. Á þessari stundu er mér þó efst í huga mikið og náið samband hans við fjöl- skyldu mína og Steinnesfjölskyld- una. Okkur öllum reyndist hann alveg ómetanlegur velgjörðamaður og vinur, ævinlega boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd, ef ein- hvers þurfti við. Móðir mín og hann voru ævinlega nvjög samrýmd og mikill systkinakærleikur ríkjandi þeirra í millum. Ógleymanlegt og aldrei fullþakkað verður það, hversu vel hann reyndist henni alla tíð ekki síst eftir að hún var orðin ekkja. Sá bróðurkærleiki er hann sýndi fímist ekki, þótt fenni í sporin. Ég minnist ferða flölskyldu minnar norður að Barði á bemsku- og æskuárum mínum. Þær standa mér glöggt fyrir hugskotssjónum, gestrisnin, glaðværðin, góðvildin, þetta allt óviðjafnanlegt á allan hátt og þá gleymist hitt ekki, þegar sr. Guðmundur var gestkomandi á æskuheimili mínu. Það var ævinlega hátíð í bæ, þegar hann kom í heim- sókn og það var sem gleðibros breiddist yfír alla við nærveru hans, svo heillandi og skemmtilegur var hann og við hlökkuðum ævinlega til þess að fá að hitta hann að nýju. Þegar hugsað er um það, hvaðan honum kom þessi innri gleði koma upp í hugann orð postulans: „Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin, ég segi aftur, verið glaðir, ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum." Það er sem þessi orð hafí ræst fagurlega í lífí sr. Guðmundar, frænda míns. Trú hans á Drottin, föðurforsjón hans og handleiðslu var örugg og óbifanleg. Hann var glaður vegna samfélagsins við Drottin og hann sá í hveijum náunga sínum bróður, er hann mætti af sínu al- kunna ljúflyndi. Styrkur hans var einnig af þessu trúartrausti runninn. Harm var ákaf- lega viljasterkur maður ókvartsár og harður af sér. Aldrei heyrðust frá honum æðruorð, þótt heilsa og þrótt- ur færu þverrandi og hann ætti við sjúkleika að stríða, enda vildi hann síst af öllu íþyngja öðrum. Daglega gekk hann út sér til hressingar, meðan hann mátti því við koma, ævinlega keikur og beinn í baki, þótt þessar gönguferðir hans væru famar meira af vilja en mætti. Þrátt fyrir hrumleika hans kom andl- át hans á óvart eins og oftast, en Drottinn dæmdi honum mildan dauða kom andlát hans á óvart eins og oftast, en Drottinn dæmdi honum mildan dauða og sú er sannfæring okkar, að þeir sem feta hina beinu braut Drottins og þjóna honum muni innganga til friðar, sælu og hvíldar. Sr. Guðmundur Benediktsson hef- ur nú lokið lífsgöngu sinni hér á jörð og orðin úr Opinberunarbókinni verða svo ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum: „Sælir eru dánir, þeir er í Drottni deyja. Þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Vð blessum og heiðrum minningu sr. Guðmundar og biðjum honum fararheilla inn í himininn, í gleðisal Guðs eilífa ríkis. Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar, móður minnar og systkina er honum flutt hjartans þökk fyrir allt það er hann var okkur og gaf okkur úr góðum sjóði sálar sinnar. Guði sé lof og þökk fyrir líf hans. Bömum hans og íjolskyldum þeirra er hér vottuð dýpsta samúð. Guðmundur Þorsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.