Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
71
KNATTSPYRNA / NOREGUR
Þjálfar Teitur Brann?
Ræddi við forráðamenn félagsins í Bergen á dögunum — hefur mikinn áhuga á starfinu
TEITUR Þórðarson gœti orðið
nœsti þjálfari norska iiðsins
Brann, sem Bjarni Sigurðs-
son leikur með. Forráðamenn
félagsins hafa mikinn áhuga
á að fá hann í stað Tony
Knapp, sem var rekinn í
haust.
Teitur fór til Bergen síðastlið-
inn föstudag og ræddi við
forráðamenn Brann. Skv. heimild-
um Morgunblaðsins hefur hann
mikinn áhuga á að taka tilboði
norska liðsins, en hvort það verð-
ur veltur á því hvort hann losnar
frá sænska liðinu Skövde, sem
hann þjálfaði í sumar. Skövde
féil niður um deiid í sumar.
Brann er eitt stærsta og ríkasta
félag Noregs, þannig að þetta er
spennandi starf. Félagið hefur
rokkað á milli deilda undanfarin
ár, leikur næsta sumar annað árið
í röð í deildinni. Liðið tapaði úr-
slitaleik bikarkeppninnar naum-
lega á dögunum sem kunnugt er.
Þjátfari Gautaborgar hreyfst
af Bjama í gœrkvöldi
Brann lék í gærkvöldi vináttuleik
gegn IFK Gautaborg, nýkrýndum
Teitur Þórðarson.
Bjarnl Slgurðsson.
sænskum meisturum, og tapaði
0:2. Leikurinn fór fran í Bergen.
Þrátt fyrir að fá á sig tvö mörk
stóð Bjami sig með mikilli prýði.
Þjálfari Gautaborgarliðsins,
Gunter Bengtsson, hrejrfst mjög
af honum, og sagði í samtali við
norska blaðamann að honum
fyndist mikið til Bjama koma.
Enn er þó allt á hujdu um það
hvar Bjami leikur næsta keppn-
istímabil. Forráðamenn Gauta-
borgarliðsins hafa enn ekki rætt
við hann, en sögusagnir hafa ver-
ið á kreiki í nokkum tíma að þeir
hafi viijað kaupa hann.
KNATTSPYRNA / BELGÍA
Amór reiknar með að
fara frá Anderi echt
„Ég hef verið á stöðugum fund-
um með þjálfara og forráða-
mönnum Anderlecht f rá því á
mánudaginn. Mér vartilkynnt
að ég ætti að æfa með varaliði
Anderlecht um óákveðinn tíma.
Þá á ég yfir höfði mér fjársekt.
Ég mun þó vera á varamanna-
bekknum í Evrópuleik okkar
gegn Spartak Prag," sagði Arn-
ór Guðjohnsen í spjalli við
Morgunblaðið í gær. Eins og
sagt hefur verið frá þá lenti
Arnór upp á kant við þjálfara
Anderlecht, Georges Leekens.
Sagði nokkur vel valin orð um
hann í blaðaviðtali við belgíska
blaðið De Morgen.
Framkvæmdastjóri Anderlecht,
Michel Verchuren, hótaði Am-
óri öllu illu, eins og að „frysta"
hann um ókomna framtíð, ef hann
drægi ummæli sín ekki opinberlega
til baka. „Að vel hugsuðu máli, þá
ákvað ég að biðja Anderlecht og
forseta félagsins afsökunar. Ég
veit að ég hefði ekki átt að mót-
mæla framkomu þjálfarans í minn
garð, með því að fara í burtu áður
en leikur okkar gegn Waregem
hófst,“ sagði Amór.
Amór sagði að framkoma þjálfar-
ans hafí verið fyrir neðan allar
hellur. í íjórum síðustu leikjum
Anderlecht hef ég leikið fjórar mis-
munandi stöður. í fyrri Evrópu-
leiknum gegn Spartak Prag fann
ég mig vel í minni gömlu góðu stöðu
á miðjunni og náði að sýna góðan
leik. Þá kallaði þjálfarinn mig af
leikvelli í byijun seinni hálfleiksins
öllum til undrunar. Þjálfarinn hefur
hreinlega verið á bakinu á mér eft-
ir að ég skrifaði undir nýjan
samning við Anderlecht. Hann hef-
ur rótað mér til og frá. Ég hef
aldrei fengið að leika sömu stöðuna
tvo leiki í röð. Þetta var orðið óþol-
andi. Ég var hættur að vita hvað
ég ætti að gera inn á vellinum.
ÞásauAuppúr
Framkoma hans við mig fyrir leik-
inn gegn Waregem var furðuleg.
Ég fékk ekki að vita það fyrr en
þremur tímum fyrir leikinn að ég
ætti ekki að leika. Þjálfarinn til-
kynnti mér það þegar leikmenn
Anderlecht voru að borða. Þjálfar-
inn bað mig þá að ræða við sig
undir fjögur augu og segja mitt
álit. Það gerði ég. Þegar við mætt-
um út á völl gekk ég beint inn í
búningsklefann - klæddi mig og
fór. Nei, þjálfarinn sagði aldrei að
ég gæti farið. Ég ákvað að mót-
mæla framkomu hans með því að
fara. Auðvitað átti ég ekki að gera
það,“ sagði Amór.
Hvemig hafa aðrir leikmenn And-
erlecht tekið þessum mótmælum
Amór GuAjohnson er úti í kuldanum hjá Anderlecht.
Amórs? „Ég hef fengið hringingar
frá mörgum leikmönnum þar sem
þeir hafa lýst stuðningi við mig.
Ég er ekki eini leikmaðurunn hjá
Anderlecht sem er óánægður með
skipulagsleysi þjálfarans. Arie Ha-
an skildi eftir sig stórt skarð hjá
Anderlecht þegar hann fór til
Stuttgart. Gengi Anderlecht hefur
verið lélegt að undanfömu. Það er
eins og þjálfarinn sé að skella skuld-
inni á mig fyrir slakt gengi
Anderlecht undir hans stjóm,“
sagði Amór og síðan sagði hann:
„Eg er ekki að óska eftir því að
stjómendur Anderlecht geri mér
stóran greiða. Ég óska aðeins eftir
að þeir sýni sanngimi.
„Þetta mál mun alltaf skapa vissa
spennu milli mín og þjálfarans. Ég
reikna fastlega með að fara frá
Anderlecht í vor. Fara þá til liðs
við annað félag úti eða þá að ég
kem heim til íslands og leik þar,“
sagði Amór.
HANDKNATTLEIKUR
KNATTSPYRNA
Frábært í Bremen
Werderáfram, 7:6, eftirsögulega viðureign
Pólveijar í Höllinni
ólska landsliðið í handknatt- áttuleikjum í Laugardalshöll áður
■ leik, sem kemur hingað til en mótið hefst. Mótið fer fram á
lands síðar í mánuðinum, til þátt- Akureyri og á Húsavík 20. til 22.
töku í alþjóðlegu móti ásamt nóvember, 18. og 19. nóvember,
landsliðum ísrael, Portúgals og á miðvikudegi og fímmtudegi,
ísrael mætir íslandi í tveimur vin- verða ieikimir í Höllinni.
KNATTSPYRNA / ÞÝSKALAND
Madjer til Bayern
Bayem Munchen keypti í gær
Alsírbúann Rabah Madjer frá
Evrópumeisturum Porto í Portúgal
fyrir upphæð sem samsvarar rúm-
um 66 milljónum króna. Madjer er
framheiji, 28 ára að aldri, og vakti
athygli er Porto sigraði Bayem í
úrslitaleik Evrópukeppni meistara-
liða í fyrra. Skoraði þá annað mark
liðs síns með hælspymu af stuttu
færi í 2:1 sigri, eins og mönnum
er ef til vill í fersku minni. Hann
hefur gert þriggja ára samning við
Bayem en kemur ekki til félagsins
fyrr en f júlí næsta sumar. Því vinna
for-ráðamenn Bayem enn í því að
fá Wales-búann Mark Hughes frá
Barcelona út þetta keppnis-tímabil
— þar til Madjer kemur. Þeir em
tilbúnir að greiða Barcelona tæpar
12 milljónir króna fyrir afnot af
Hughes á því tímabili. Hughes var
í Múnchen í gær en bað um 24
stunda frest til að hugleiða síðasta
tilboð Bayem. Svars er því að vænta
í dag og enn er mögulegt að hann
leiki með liðinu á laugardaginn í
deildinni.
Stoln til Frankfurt
Markvörðurinn Uli Stein var í gær
seldur frá Hamburger Sport Verein
til Eintract Frankfurt fyrir upphæð
sem samsvarar tæpum 12 milljón-
um króna. Hann var gerður brott-
rækur úr liði HSV eftir að hafa
barið einn leikmanna Bayem Múnc-
hen í leik í haust. Hann er 33 ára
að aldri og leikur fyrsta sinni fyrir
sitt nýja lið á laugardag gegn
Schalke 04 í deildinni.
Vestur-þýska liðið Werder
Bremen komst áfram í UEFA-
keppninni í knattspymu í gærkvöldi
með því að sigra Spartak Mosvku,
nýkiýnda sovéska
Frá meistara, 6:2, í
Jóhannilnga Bremen.
Gunnarssyniog Lejkurinn var frá-
Bob Hennessy ^ bæði ,jð ^
stórvel og fengu urmul tækifæra
til að skora. En Werder var betra
og vann stóran og sanngjaman sig-
ur.
Spartak vann fyrri leikinn 4:1 og
stóð því vel að vígi. En eftir aðeins
25 mínútur í gær var staðan orðin
3:0 fyrir Bremen og hefði leikurinn
endað þannig hefði þýska liðið fari
áfram á jafnri markatölu en mark
gert á útivelli hefði fleytt liðinu í
næstu umferð. Staðan var 3:0 í leik-
hléi og höfðu Neubarth (2) og
Ordenewitz þá gert mörkin. Char-
enko minnkaði muninn í seinni
hálfleik en á 80. mín. gerði Bremen
fjórða markið, Saver skoraði. Leik-
urinn endaði 4:1 og því varð að
framlengja. Riedl gerði glæsimark
með skalla á 100. mín., staðan 5:1,
og gamla kempan Manny Burgs-
Reuter
Karl-Helnz Rledle, framheiji
Werder Bremen (t.h.) í baráttu um
boltann við Susloparow, einn vamar-
manna Spartak Moskvu, f leiknum í
gærkvöldi. Riedle skoraði eitt marka
Bremen í leiknum.
múller skoraði sjötta markið á 108.
mín. Aðeins tveimur mín. síðar
skoraði Pasulko annað mark Sovét-
mannanna, staðan 6:2 og allt á
suðupunkti. En þannig lauk viður-
eigninni, og Bremen fer því áfram.
Arsenal A topplnn
Arsenal skaust á topp ensku 1.
deildarinnar í knattspymu í gær-
kvöldi með því að sigra Chelsea 3:1
á Highbury. Kevin Richardson skor-
aði tvívegis fyrir Arsenal í fyrri
hálfleik. Pat Nevin minnkaði mun-
inn en sjálfsmark Joe McLaughlin
gulltryggði sigur Arsenal. Liðið
hefur nú leikið 12 sigurleiki í röð,
deild og bikar og hefur 32 stig
úr 14 leikjum. Liverpool hefur 31
stig eftir 11 leiki og QPR 29 stig
úr 13 leikjum.
í þriðju umferð deildarkeppninnar
sigraði Watford Swindon 4:2 og
mætir 1. deildarliðið því Manchester
City í næstu umferð. í 2. deúd voru
þessir leikir:
Birmingham-Bamsley...........2:0
Cr. Palace-Plymouth..........5:1
Hull-Bradford................0:0
Ipswich-Huddersfield.........3:0
Millwall-Boumemouth..........1:2
Shrewsbury-Aston Villa.......1:2
í síðastneftida leiknum var Mark
Walters, framheiji hjá Aston Villa,
rekinn af velli.