Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
ffclk í
fréttum
Walter horfir vonaraugum á sérfrœðinginn sem ætlar að hjálpa honum að losna
við 445 kíló.
I
FITUBOLLUR
Walter feiti vill
komast á fætur
húfupott-
lokið gc
„Betra
nokkur
hjálmur".
POPPARAR
Húfupottlokin
eru til margs nýt
Curiosity Killed the Cat er
hljómsveit sem skaust upp á
stjömuhimininn fyrr á árinu.
Frægðin getur verið lýjandi og því
tóku þeir félagar sér frí nú fyrir
skemmstu og brugðu sér til Seyc-
heiles-eyja sem eru austur af
Afríku. Ekki varð sú för þó tii ein-
tómrar sælu, því söngvara hljóm-
sveitarinnar, Ben „Voi Voi Pentax",
tókst að stingast á höfuðið ofan í
kanóa sem þar lá í sakleysi sínu.
Það varð Ben þó til bjargar að hann
var með húfupottlok á kollinum en
það skilur hann helst ekki við sig.
Varði pottlokið höfuð hans svo vel
skemmdum, að hann fékk einungis
smávægilegan heilahristing. Svo
þurfti hann auðvitað að greiða eig-
endum bátsins skaðabætur því á
hann kom gat eftir höfuð Bens. En
hann ætti nú að hafa efni á því?
GRIMALDI-FJÖLSKYLDAN
KARÓLÍNl!
að kann að hljóma ótrúlega,
en það hafði ekki hvarflað að
Walter Hudson að hann ætti við
offituvandamál að stríða fyrr en
morguninn hræðilega sem hann
rann á hálu gólfinu á leið frá bað-
herberginu og gat ekki staðið á
fætur. Walter þessi komst í heims-
frettimar fyrir skömmu þegar hann
tilkjmnti hátíðlega að hann ætlaði
að fara í megrun. Það sem mönnum
þótti fréttnæmt við megrunina var
sú staðreynd að Walter vegur um
540 kló og hefur ekki hreyft sig
út úr húsi síðustu 27 árin.
Nú, Walter lá spriklandi út öllum
öngum á gólfmu en algerlega ófær
um að komast á fætur af eigin
rammleik, fyrr en lögregla, slökkvi-
lið og björgunarsveitir bæjarins
komu honum til hjálpar. Það tók
þá nærri þijá tíma að bijóta upp
dyrastafina þar sem hann lá í bjarg-
arleysi og mjaka honum yfir á
krossviðarplanka og átta manns
þurfti til að koma honum í rúmið
aftur. Það sem kom þeim mest á
óvart, var hversu rólegur og yfir-
vegaður hann var.
Þó að hann hafi ekki farið út
úr húsi síðastliðin 27 ár, segist
hann vera hamingjusamur. Innilok-
unin angrar hann ekki vitundarögn,
en hann býr með systkinum sínum
og fjölskyldum þeirra. Hann iiggur
daginn út og inn í risastóra rúminu
sínu og leitar stuðnings í biblíunni
og í sífelldu áti.
En slysið breytti öllu. Það rann
upp fyrir Walter að hann væri dauð-
legur eins og aðrir menn. „Ég
hugsaði sisvona með sjálfum mér
að ef það nú kviknaði í, þá væri
ég sama sem dauður. Svo ég ákvað
að grenna mig,“ sagði hann við
upphaf megruninnar miklu. Fjöld-
inn allur af sérfræðingum var
kallaður til og sættist Walter á að
fá Dick Gregory til starfans, en sá
góði maður er fyrrverandi skemmti-
kraftur og ætti því að geta haldið
uppi §öri á meðan hinni erfiðu
megrun stendur. Sá hafði þetta um
málið að segja: „Jafnvel mér brá
þegarég sá þetta liggjandi þama."
Fyrst af öllu var að komast að
þvi hversu mörgum klóum hann
þyrfti að ná af sér. Hópur vaxtar-
ræktunarmanna lyftu Walter upp á
vigt sem þoldi hálft tonn, en hún
féll saman með slíku brauki og
bramli að Gregory áætlaði þyngd
hans 540 kfló. Walter viðurkennir
að ástæðan fyrir þessari ógurlegu
þyngd sé hreint og klárt ofát.
Venjulegur dagskammtur taldist
honum vera: I morgunmat: tvær
dósir af pulsum, hálft kíló af fleski,
einn bakki af eggjum og einn brauð-
hleifur. í hádegismat: fjórir
hamborgarar, fjórir tvöfaldir osta-
borgarar og átta stórir skammtar
af frönskum. í kvöldmat: þijár stór-
ar steikur eða tveir kjúklingar,
fjórar bökunarkartöflur, fjórar
brúnaðar kartöflur og fjórir hausar
af brokkolikáli. Venjulega skolar
Walter hverri máltíð niður með sex
flöskum af sódavatni og fær sér
síðan bróðurpartinn úr hnallþóru
af einhveiju tagi. Hann borðar líka
nasl.
„Maðurinn er háður mat“ segir
sérfræðingurinn sem ætlar að
hjálpa honum, „og því hef ég búið
til matseðil sem inniheldur aðeins
1800 kaloríur á dag af ávaxtasafa
og prótíndrykkjum. Sex aðstoðar-
menn munu aðstoða Walter, en
lykillinn að árangri er að komast
að því hvað veldur þessu.“
„Walter er svo hamingjusamur
og hann nýtur þess svo mjög að
borða. Hann hefur líklega ekki gert
sér grein fyrir því hvað þetta skað-
aði hann. Við gerðum okkur
auðvitað grein fyrir því að hann
þyrfti á megrun að halda, en við
vissum líka að þá þyrfti hann á
lyfjaaðstoð að halda sem við hefðum
ekki efni á,“ segir fjölskyldan.
En núna er megrunin hafin og
það mun líklega taka mörg ár að
ná Walter niður í 95 kíló eins og
ætlunin er. Margur maðurinn hefur
komið honum til hjálpar eins og
klæðskerinn sem saumaði handa
honum buxur sem eru 2,60 metrar
í mittið, en Walter hefur ekki geng-
ið í fötum síðastliðin sautján ár.
Þegar hann er orðinn grannur ætlar
klæðskerinn að sauma á hann
tvíhneppt jakkaföt, en þangað til
er það megrun.
eir sem muna þá tíð er Ka-
rólína Mónakóprinsessa var
öllu heiðvirðu fólki hneykslunar-
hella muna svo sannarlega tímana
tvenna. Henni þykir nú skemmtileg-
ast af öllu að leika við litlu ungana
sína og er hamingjusamari en
nokkru sinni segja kunnugir. Á
þeim rúmu þremur árum sem liðin
eru síðan hún gifti sig, hefur hún
eignast þrjú böm; Andrea sem er
orðinn þriggja ára, Karlottu eins
árs og nú síðast Pierre litla sem
er rétt tveggja mánaða. Þessar stór-
skemmtilegu myndir vom teknar
þegar íjölskyldan var samankomin
í St. Tropez til að skoða freigátu
þar í bæ. Þau dvöldu á eigin
skemmtisnekkju á meðan heim-
sókninni stóð, Pierre litli svaf neðan
ÆTTLEIÐING
Von á fjölgnn hjá
BURT
og:
LONI
Burt og Loni eru miklir dýravinir.
Burt Reynolds er enginn
nískupúki og þarf það
vart að koma nokkmm manni
á óvart. Um daginn eyddi hann
sem svarar 650.000 krónum í
að ættleiða hlébarðaunga.
Þótti honum það hæfileg gjöf
handa elskunni sinni henni
Loni Andersson, en hún mun
vera mjög gefin fyrir gælu-
dýr. Hvort hlébarðaunginn
falli í kramið er svo annað
mál.