Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 61
61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
Hrafnhildur Guð-
jónsdóttir - Minning
Fædd 23. apríl 1930
Dáin 8. október 1987
Móðir okkar Haddy Friðriksson,
fædd Hrafnhildur Guðjónsdóttir,
lést 8. október 1987 á Eisenhower
Memorial-sjúkrahúsinu í Palm
Springs í Kalifomíu. Hún var 57
ára. Við hlið hennar voru böm
hennar, Berglind, Friðrik Rúnar og
Gunnar, einnig eiginmaður hennar
og besti vinur, Guðni Karl Friðriks-
son.
Hrafnhildur lést úr krabbameini
eftir nokkurra vikna legu á sjúkra-
húsinu. Hún var með meðvitund
fram undir það síðasta og minntist
af ástríki allra þeirra er reyndust
henni vel á lífsleiðinni. Margir vinir
hennar, íslendingar og Bandaríkja-
menn, heimsóttu hana í veikindum
hennar. Síðustu orð hennar vom
blessunaróskir og ástarkveðjur til
sonar hennar og bróður okkar, Gísla
Grétar Gunnarssonar, sem býr með
fjölskyldu sinni í Reykjavík.
Hrafnhildur var dóttir Guðrúnar
Einarsdóttur og Guðjóns Pétursson-
ar, en ekki varð af frekari samvem
þeirra. Elskuleg amma okkar ól
Hrafnhildi upp frá barnæsku, en
síðar dvaldist hún á heimili Guð-
jóns, föður síns, um tíma, þá ung
stúlka.
Þegar Hrafnhildur var 17 ára
giftist hún Gunnari B. Gíslasyni og
eignuðust þau saman tvo syni; Gísla
Grétar, árið 1949, og Gunnar, árið
1950. Þau slitu samvistum eftir
nokkurra ára hjónaband.
Eftir skilnað þeirra Gunnars gift-
ist Hrafnhildur Guðna K. Friðriks-
syni og áttu þau saman tvö böm.
Friðrik Rúnar, árið_ 1955, og Berg-
lind, árið 1960. Árið 1957 fóm
Hrafnhildur og Guðni með drengina
Gunnar og Friðrik til Vancouver í
Kanada, en Gísli varð eftir hjá föð-
Minning:
Fæddur 2. júlí 1898
Dáinn 21. október 1987
Með fáeinum orðum vil ég
minnast móðurbróður míns, Jakobs
Þorsteinssonar.
Jakob ólst upp í heimahúsum í
stómm systkinahóp. Eins og þá var
til siðs fór hann snemma að vinna
fyrir sér. Á yngri ámm stundaði
hann sjóróðra á opnum bátum við
ísafjarðardjúp.
Foreldrar Jakobs vom Þorsteinn
Gíslason, bóndi og sjómaður frá
Borg, og kona hans, Jóhanna María
Jóhannesdóttir. Böm þeirra vom
Jóhannes, Hafliði, Mikkalína, Gísli,
Jakob, Kristjana, Guðjón og Marí-
as. Jakob kveður síðastur systkina
sinna. Jakob kvæntist 12. júlí 1924
Friðgerði Torfadóttur frá Hattar-
dal. Friðgerður átti þá tvö böm,
Alfreð Sigurðsson sem ólst upp á
heimili þeirra, en hann andaðist
1965, og Guðrúnu Guðvarðardóttur
sem ólst upp í Álftafirði, en hún
býr nú ekkja í Eskihlíð 14. Þau
FViðgerður og Jakob bjuggu sinn
búskap á ísafirði. Friðgerður an-
daðist árið 1943. Árið 1950 flutti
Jakob til Reykjavíkur og hefur
lengst af átt heima í Kirkjustræti
2. Hann tók þátt í starfi Hjálpræðis-
hersins í Reykjavík.
Jakob var sjómaður að atvinnu
fratn eftir ámm, en eftir að hann
kom til Reykjavíkur stundaði hann
mest verkamannavinnu við höfnina.
Jakob var ættrækinn, kynntist
mörgum um sfna daga. Síðustu
§ögur árin dvaldi Jakob á Hrafn-
istu í Reykjavík. Þá var heilsa hans
ur sínum og ólst upp með fjölskyldu
hans.
I Kanada var vemleg efnahags-
kreppa á þessum ámm og átti
fjölskyldan við ýmsa erfiðleika að
etja í nýja landinu. íslenskur gjald-
keri átti erfitt með að fá vinnu við
sitt hæfi og stundaði aðallega vinnu
við múrverk og trésmíðar. Guðni
og mamma unnu langan og strang-
an vinnudag á þessum ámm til að
endar næðu saman.
Fjölskyldunni vegnaði þó vel og
smám saman batnaði hagurinn. Þau
gátu keypt góðan bfl og lítið hús,
krökkunum gekk vel í skólanum og
margir góðir vinir vom stoð og
stytta, þegar á reyndi. Það var
mikið af íslendingum í Vancouver
á þessum ámm og einnig íslensk
kirkja og á heimili okkar komu oft
íslenskir vinir til að rabba saman á
kvöldin yfir kaffíbolla við eldhús-
borðið. Mamma var kunn fyrir
gestrisni og hafði ánægju af að
umgangast fólk og veita aðstoð
sína. Hún var að því leyti lík móður
sinni.
Árið 1959 varð þeim þó mjög
erfítt og litlir atvinnumöguleikar
urðu til þess að þau héldu aftur
heim 1960. Það var löng ferð fýrir
okkur fjögur, margra daga akstur
með Greyhound-rútu frá Vancouver
til New York-borgar, þar sem við
vomm í nokkrar vikur áður en við
fengum far með Goðafossi yfír Atl-
antshafíð í febrúarmánuði.
Gunnari varð ekki svefnsamt þar
til hann sá landið rísa úr hafí.
Skömmu eftir að við komum aftur
heim til Reykjavíkur'fæddist elsku-
leg systir okkar, Berglind. Nú hafði
mamma loks eignast litlu telpuna,
sem hún hafði svo lengi þráð, og
var gleðin mikil í flölskyldunni. Þó
var afkoman á íslandi ekki betri
en ytra. Erfítt var að fá atvinnu
farin að gefa sig. Hann naut mjög
góðrar aðhlynningar á Hrafnistu
og vil ég senda starfsfólki þar sér-
stakar þakkir.
Að leiðarlokum vil ég þakka fyr-
ir samfýlgdina.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hijóta skalt.
(Vald. Briem.)
Guð blessi minningu Jakobs.
Friðrik Friðriksson
og kaupið var víst lágt. Húsnæði
var erfítt að eignast og bjuggum
við í mörgum leiguíbúðum, í Gnoð-
arvoginum, Hvassaleiti og í Sörla-
skjóli. Brátt kom í ljós að aim.k.
fyrir okkar fyölskyldu voru fá tæki-
færi í íslensku þjóðfélagi. Hugur
mömmu og Guðna leitaði aftur yfír
hafíð, en nú til Bandaríkjanna, þar
sem allt virtist ganga betur. íslend-
ingar höfðu komist frá Kanada til
Kalifomiu og bréf þeirra og lit-
myndir lýstu mikilli velmegun.
Árið 1963 fékk fjölskyldan inn-
flytjendaleyfí til Bandaríkjanna.
Guðni og Friðrik fóru fyrst vestur
um haf, en skömmu síðar fór
mamma með Gunnar og Berglind
litlu. Á flugvellinum stóð Guðrún
amma með Gísla bróður okkar sér
við hönd og þau veifuðu í kveðju-
skyni.
Eftir nokkrar vikur í New York
flugum við öll til San Francisco.
Það var blíður sumardagur er ijöl-
skyldan ók frá flugvellinum í opnum
bflum yfir Golden Gate-brúna til
Marin-hrepps þar sem við bjuggum
næstu 15 ár. Þó Guðni hefði lengst
af starfað sem gjaldkeri sneri hann
sér nú aðallega að húsamálningu
til að sjá fjölskyldu sinni farborða.
Með því að vinna langan vinnudag
árum saman tókst honum að koma
sér upp ágætu eigin fyrirtæki. Við
gerðum það sem margir nútíma
Islendingar í útlegð hafa gert í
nýju landi, þ.e. öll fjölskyldan lagði
fyrir fé og við keyptum lítið hús,
endurbættum það og seldum innan
árs með góðum hagnaði, keyptum
stærra hús og höfðum sama hátt á
uns nokkrum árum seinna að við
eignuðumst mjög stórt hús í San
Rafael með sundlaug og öllu því
sem amerískt velferðarríki hefur
upp á að bjóða. Mamma hafði
kynnst amerísku þjóðlífí vel og hún
vissi að við bömin ættum kost á
betri skólum ef við byggjum í góð-
um hverfum og hún sá til þess að
svo yrði. Hún var mjög ákveðin í
skoðunum og fylgin sér.
Á síðari árum, þegar krakkamir
voru farnir að heiman, fluttu Guðni
og mamma til Palm Springs, í Suð-
ur-Kalifomíu. Þau keyptu sér
glæsilegt hús þar og þeim vegnaði
vel. Undanfarin ár höfðu þau hjón-
in tvisvar tækifæri til að fara heim
til íslands í heimsókn og Gísli bróð-
ir okkra kom líka seinni árin með
fyölskyldu sína í heimsókn til þeirra
í San Rafael. Það var mömmu mik-
ið gleðiefni að geta endumýjað
sambandið við Gísla son sinn eftir
öll þessi ár.
Guðni, eftirlifandi eiginmaður
Hrafnhildar, mun búa enn um sinn
í Palm Springs í Kalifomíu, en hef-
ur sýnt áhuga á að flytja aftur til
íslc.nds á komandi árum. Berglind
er tannlæknanemi og vinnur á tann-
læknastofu í Freemont, Norður-
Kalifomíu, maður hennar er
William Petmcci, tölvufræðingur.
Friðrik er giftur Cindy Miller, sem
er hjúkrunamemi, og eiga þau tvö
böm, fimm ára telpu, Heidi Rae,
og tveggja ára dreng, Lukas Leif.
Friðrik stundaði nám í líffræði við
Califomia State University og eftir
fímm ára dvöl í Alphine í Texas-
fylki við rannsóknir á Peregrin-
fálkanum fyrir Chicuahuan Desert
Research Institute hefur hann ný-
lega sett á stofn eigið fyrirtæki í
landslagsarkitektúr í Santa Rosa í
Norður-Kalifomiu.
Gunnar hefur gráður í hagfræði
frá University of Califomia og frá
The Graduate Faculty of the New
School for Social Reserch í New
York-borg, hann var aðstoðarpró-
fessor í hagfræði við ríkisháskóla í
Montana- og Colorado-fylkjum í
fjögur ár og vann þar áður sem
hagfræðingur fyrir Cheyenne-indí-
ánaþjóðina í Montana í nokkur ár.
Gunnar býr nú í New York þar sem
hann vinnur við hagfræðirannsókn-
ir. Gísli Grétar er giftur Unni Bimu
Magnúsdóttur, snyrtifræðingi, og
eiga þau níu ára son, Magnús Geir.
Gísli nam húsasmíði og síðan
byggingafræði í Kaupmannahöfn.
Gísli er eigandi teiknistofunnar
Kvarða í Reykjavík og gefur hann
út ársritið Húsbyggjandinn.
Guðrún, móðir Hrafnhildar, sem
bjó lengi á Laugavegi 81 í
Reykjavík og vann í Félagsprent-
smiðjunni, býr nú í vistheimilinu
Seljahlíð í Reykjavík.
Börnin í Ameríku.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hiýhug við andlát eigin-
konu minnar, móður og fósturmóður okkar, ömmu og langömmu,
AÐALHEIÐAR ÁRNADÓTTUR
frá Vestmannaeyjum,
Kleppsvegi 118.
Sérstaklega þökkum við laeknum og starfsfólki á deild 3 á Vifils-
staðaspítala fyrir frábæra umönnun í langvarandi veikindum
hennar.
Ágúst Bjarnason,
Birgir Sigurðsson, Jóna Kristjánsdóttir,
iris Sigurðardóttir, Hafsteinn Ágústsson,
Hörður Ágústsson, Margrét Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar,
HELGAJ. HALLDÓRSSONAR
fyrrverandi kennara,
Vatnsholti 8.
Guðbjörg Guðbjartsdóttir,
Sigrún Helgadóttir, Ari Arnalds,
Guðný Helgadóttir,
Þorbjörg Helgadóttir,
Áslaug Helgadóttir,
Jörgen H. Jörgensen,
NicholasJ.G. Hall
og barnabörn.
Við þökkum samúð og + hlýhug við andlát og útför föður okkar.
tengdafööur og afa, INGÓLFS GUÐMUNDSSONAR
Helga Ingólfsdóttir, frá Lómatjörn. Sigurjón Þórhallsson,
Alda Ingólfsdóttir, Jóhann Jóhannsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jaröarför,
KRISTINS JÓHANNS ÁRNASONAR
sklpstjóra.
Freyja Jónsdóttir,
Auðunn Kristinsson,
Árni Kristinsson,
Gunnar B. Árnason,
Magnús Fr. Árnason.
Lokað
verður miðvikudaginn 4. nóvember vegna jarðarfarar
BIRGIS GRÉTARSSONAR.
Vélsmiðjan Klettur hf.,
Hafnarfirði.
Lokað
vegna jarðarfarar BARÐA GUÐMUNDSSONAR í dag
miðvikudaginn 4. nóv.
Blóm og kerti.
Lokað
vegna jarðarfarar BARÐA GUÐMUNDSSONAR í dag
miðvikudaginn 4. nóv.
Hlölla bátar.
Jakob Þorsteins-
son frá Borg