Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 25
25 Árangnr vinnur traust Innstreymi erlends lánsfjár hefur skapað vandamál á undanfömum árum og hið opinbera hefur gengið á undan með erlendar lántökur. Sú stefna hefur síðan verið tekin upp að reyna að færa erlendar lántökur og ábyrgð á þeim yfír á einkaaðila. Það var jákvætt og því kom sú ónauðsynlega ráðstöfun stjómar- innar að takmarka heimildir einka- aðila til lántöku vegna kaupleigu og fjármögnunarleigu verulega á óvart. Það skref sem nú á að stíga með því að gefa innlendum aðilum kost á að lána útlendingum fé er mun líklegra til að skila árangri og mun heilbrigðari viðbrögð við vanda vegna erlendrar lántöku heldur en boð og bönn. í reynd hefur verið meira og minna takmarkað eða bannað að taka erlend lán allan lýðveldistímann en samt erum við stórskuldug í útlöndum. Þessi boð og bönn hafa ekki skilað árangri fremur en verðstöðvun til að lækka verðbólgu. En það sem þarf að gera er að koma umbótunum í fram- kvæmd strax og fara í gang með umfangsmikinn áróður og kynningu til þess að fólk taki við sér. A þessari stundu er aðeins hægt að spá fyrir um verðbólgu á næsta ári og væntanlega atburðarás. Skattahækkanir ríkisstjómarinnar minnka líkumar á árangri en fyrir- hugaðar aðgerðir í peningamálum auka þær. Meginmáli skiptir að árangur af aðgerðum stjómarinnar komi sem fyrst fram. Verðbólgan verður að vera dottin niður um og eftir áramót til þess að góðar líkur séu á skynsamlegum samningum. Ef fólk sér árangur í hendi hef ég ekki trú á að það vilji glutra niður tækifærinu tii þess að lifa við lága verðbólgu. En árangurinn verður að sjást ef hægt á að vera að treysta stjóminni. Með skatta- hækkunum og verðhækkunum á opinberri þjónustu er búið að taka svo mikið til baka af því sem talað var um að stjómvöld hafa almennt séð glatað trausti. Og traustið vinnst ekki aftur nema að árangur sjáist. Ríkisstjómin verður því að leggja allt kapp á markvissar aðgerðir í peningamálum ef hún á að geta vænst þess að verðbólga verði lítil á næsta ári. Líkumar á árangri í þeim efnum em fyrir hendi en stjómin verður að breyta þeim mik- ið sér í hag. Þjóðhagsáætlun hvílir á pólitískum forsendum í þjóðhagsáætlun koma fram þær forsendur sem fjálagafrumvarpið hvílir á. Þessar forsendur eru bæði efnahagslegar og pólitískar. Á und- anfömum árum hafa pólitískar forsendur þjóðhagsáætlana brostið með kerfísbundnum hætti. Til- hneiging hefur verið til þess að vanmeta ýmsar þjóðhagsstærðir s.s. samneyslu, einkaneyslu og þjóð- arframleiðslu. Á mynd 2. sjáum við nokkra þætti úr fyrirliggjandi áætl- un og hvemig þeir líta út þegar tekið er tillit til frávika fyrri ára. I núverandi áætlun er einka- neysla talin aukast um 0,5% að magni til á næsta ári en á gmnd- velli fyrri reynslu má búast við 4,5% aukningu. Spáð er 2,0% magnaukn- ingu á samneyslu en fyrri reynsla segir þá 5,8% aukning. Þjóðhags- áætlun segir 3,1% aukningu verða á innflutningi en reynslan segir þá 7,8%. Þjóðarframleiðslan á að vera óbreytt að magni til en dómur sög- unnar er 3,1% aukning. Endurtaki sagan sig má búast við um átta milljarða króna viðskiptahalla á næsta ári eða um 3,5% af þjóðar- framleiðslu. Núverandi ríkisstjórn nýtur þess að hafa ekki fortíð í áætlanagerð af þessu tagi. Því er ekki unnt að fullyrða með sama hætti og á und- anfömum ámm að pólitískar forsendur bresti. Hins vegar er því ekki að neita að mér þykir tekjuspá áætlunarinn- ar vera full íhaldssöm. Jafnvel þótt staðgreiðsla verði komin á um ára- mót trúi ég því ekki að atvinnutekj- ur á næsta ári verði óbreyttar að raungildi m.v. þetta ár. Sérstaklega þykir mér það ólíklegt ef verðbólgan verður jafn lág og stefnt er að. Það MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 er staðreynd að lækkandi verðbólga og umbætur á peningamarkaði hafa gjörbreytt rekstrarskilyrðum íslensks atvinnulífs. Stjómendur fyrirtækja hafa getað einbeitt sér að því að bæta reksturinn í stað þess að eyða tímanum í að fínna leiðir til þess að veijast verðbólg- unni. Fyrirtækin hafa því aukið framleiðni og verðmætasköpun og starfsfólk þeirra hefur notið þess í hærri launum. Það sem hefur gerst í fyrirtækjunum hveiju og einu em ekki hlutir sem auðvelt er að semja um í kjarasamningum vegna þess að hver vinnustaður er heimur út af fyrir sig. En fó'.kið hefur notið velgengninnar og kaupmáttur er nú hærri en nokkm sinni fyrr. Mér þykir ólíklegt að þessi þróun stöðvist ef verðbólgan næst niður. En spumingin er hvort þessi tekju- aukning fer öll út í aukna neyslu eða hvort unnt er að auka spamað- inn. Og þar koma til aðgerðir stjómarinnar í peningamálum. Þær þurfa að takast vel ef búast á við auknum spamaði. Sá uppgangur sem hefur verið í helstu útflutningsgreinum okkar á undanfömum ámm er nú líklega að taka enda. Sjávarútvegurinn á erfíðara en áður með að standast stöðugt gengi. Eina vonin til þess að hann geti það og jafnframt tek- ið þátt í samkeppninni um vinnuafl- ið er að verðbólgan snögglækki niður fyrir 10%. Ef hún lækkar og spamaður eykst gæti þjóðarfram- leiðslan jafnvel vaxið án þess að til kæmi innflutningur á erlendu fjár- magni. Fastir liðir eins og venjulega? Ef við skoðum þjóðhagsáætlun- ina í ljósi hefðbundinna frávika má sjá náið samhengi á milli útkomunn- ar og þess að það mistekst að ná niður verðbólgu og hemja skulda- söfnun erlendis. Sú atburðarás gæti orðið að vemleika ef ríkis- stjómin kemur ekki umbótum sínum í framkvæmd fyrr en eftir dúk og disk og stendur slælega að kynningu á hinum nýju spamaðar- kostum. Verðbólgan verður þá áfram á 20%—30% stiginu þegar að samningum kemur í lok janúar eða bytjun febrúar og enginn trúir því lengur að dugur sé í stjóminni enda ráðherrar og þingmenn stjóm- arflokkanna ömgglega þá eins og nú í innbyrðis deilum. Framhaldið gæti orðið á þá leið að verðbólgusamningar væm gerðir í lok febrúar og gengið fellt til þess að koma til móts við útflutnings- greinamar. Sú afsökun væri notuð af hálfu stjómarinnar að allt væri hvort eð er ábyrgðarleysi aðila vinnumarkaðarins að kenna en skýring annarra að ríkisstjómin hefði þá þegar klúðrað svo mörgu að það munaði ekki um þótt gengis- felling kæmi til viðbótar. Þá væri almennt agaleysi í peningamálum og ríkisstjómin sjálf djarftækust í að taka erlend lán. Því myndu út- flutningsgreinar beijast í bökkum þrátt fyrir gengissig en launaskrið grassera vegna þeirrar eftirspumar sem innstreymi af lánsfé skapaði. Einkaneysla, samneysla og inn- flutningur myndu því aukast stómm og átta milljarða viðskipta- halli verða að vemleika. Við skulum hætta hér sögunni áður en við fáum þunglyndiskast. Ríkisstjórnin í aðalhlutverkinu Núverandi ríkisstjóm hefur lagt fram stefnupakka með blöndu af skattahækkunum, aðhaldi í ríkisút- gjöldum og ýmsum merkum nýmælum í peningamálum. Fram til þessa hefur mest farið fyrir skattahækkunum sem færa stjóm- ina að mörgu leyti fjær settum markmiðum en minna hefur farið fyrir því sem getur skilað stjóminni árangri. Hún verður því að breyta um áherslur. Númer eitt, tvö og þijú verður að vera að koma umbót- um í peningamálum í verk og sjá til þess að þær skili tilætluðum ár- angri. Það væri hægt að afskrifa áætl- anir ríkisstjómarinnar strax ef ekki komu til fyrirhugaðar aðgerðir í peningamálunum. Og það hik sem virðist vera á því að koma þeim fram er ekki traustvekjandi. Reyndar gæti ríkisstjómin aukið líkumar á árangri með því að gera enn frekari umbætur á peninga- málasviðinu. Það þarf að afnema hólfaskiptinguna á lánamarkaðnum og fyrstu skrefin í þá átt em einka- væðing ríkisbanka og fjárfesting- arlánasjóða. Strax á morgun ætti að taka ágætu tilboði 33 aðila um kaup á hlutabréfum ríkissjóðs í Útvegsbankanum. Síðan þarf enn frekar að hreinsa til í gjaldeyrislög- gjöfínni og rýmka heimildir til viðskipta erlendis. Núverandi fyrir- komulag stendur framþróun fyrir þrifum á ýmsum sviðum Sé litið á áætlanir stjómarinnar í heild verður að segja að það er tvísýnt um árangur. Því er nauðsyn- legt að láta það hafa forgang sem helst getur orðið til að snúa líkunum á árangri til betri vegar. Ég held að enginn óski annars en að efnahagslegur árangur náist á næsta ári. Og ég held líka að allir aðilar sem hlut eiga að máli hljóti að vera tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þess að kveða niður verðbólgudrauginn. En ríkis- stjómin er sjálf í aðalhlutverkinu. Það þýðir ekki fyrir hana að gleyma sinni rullu og kenna svo aukaleikur- um um ef sýningin er hrópuð niður. Höfundur er framkvæmdastjári Verzlunarráðs fslands. Bændaskólinn Hólum: > Námskeið í loðdýrarækt BÆNDASKÓLINN Hólum í Hjaltadal heldur námskeið í loð- dýrarækt dagana 6. til 7. nóvember. Eins dags námskeið í mati á feld- gæðum verða haldin dagana 6. - 9. nóvember. Þá verður námskeið í samvinnu við Búnaðarfélag íslands fyrir ráðunauta og aðra sem starfa við flokkun á mink föstudaginn 6. nóvember. Síðan gefst bændum kost- ur á slíku námskeiði ásamt nemend- um og starfsmönnum skólans er sinna loðdýrarækt dagana 7. til 9. nóvember. Leiðbeinendur eru tveir danskir flokkunarmenn. Þar sem feldur minka er almennt ekki orðinn fullþroskaður á þessum tíma voru hátt á annað hundrað minkar af skólabúinu settir í myrkv- un til að flýta feldmyndun þeirra. Gefst þátttakendum þvi kostur á að handleika dýr með fullþroskaðan feld, áður en minkar í landinu hafa almennt náð því stigi. Einnig verður boðið upp á nám- skeið í förgun og fláningu á mink og verkun minka- og refaskinna. 5 MISMUNANDI GERÐIR • Súkkulaöisósa • Bláberjasósa • Hindberjasósa • Jarðaberjasósa • Kirsuberjasósa Heildsölubirgðir: I P.Marelsson Hjallavegi 27, 104 Reykjavik g 91-37390 - 985-20676_ ZENTIS VÖ.RUR FYRIR VANDLÁTA INNRfTUN TIL 13.NÓV. SÍMI: 621066 RITARANÁMSKEIÐI 16.11. HÉR KYNNAST RITARAR HÁUM, ALPJÓÐLEGUM STAÐLl í STARFI SÍNU. Samtök ritara og íslandsdeild Evrópusamtaka ritara (EAPS) standa að námskeiðinu. Nokkur starfsreynsla er nauðsynleg til þátttöku í námskeiði þessu. MEÐAL EFNIS: Skipulagning og tímastjórnun • Starfssvið ritara • Samskipti á vinnustað • Efling sjálfstrausts • Tölvukynning. LEIÐBEINENDUR: María Sigmunds- dóttir, Snjólaug Sigurðardóttir, Guðrún Snæþjörnsdóttir og Kolþrún Þórhallsdóttir. TÍMI OG STAÐUR: 16.-18. nóvemþer kl. 8.30-12.30 að Ánanaustum 15. 621066 HVERT ER AUT VIÐSKIPTAMANN- ANNA Á PÉR OG ÞINNI VÖRU? Getur bætt þekking á þörfum neytenda og áformum þeirra fært þér forskot í samkeppninni og aukið hagnaðinn? Þátttakendur semja spurningalista, taka úrtök og vinna úr niðurstöðum. LEIÐBEINANDI: Dr. Benedikt Jóhannesson, tölfræðingur. TÍMI OG STAÐUR: 16. og 17. nóv. kl. 13.30 til 17.30 að Ananaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA __________________________TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SRf.__________________ INNRITUN ER AÐ LJÚKA í: Samskipti við fjölmiðla 9.-10. nóv., Ákveðniþjálfun fyrir konur 10.-11. nóv. og Vörusýningar 13. nóv. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 GYLMIR/SIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.