Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 9 Hjartans þakkir flyt ég öllum þeim, sem heiÖr- uðu mig meÖ blómum, gjöfum og heimsóknum á nírœÖisafmœli mínu þann 18. október. Kœrar kveÖjur til ykkar allra, Bóthildur Jónsdóttir. Innilegar þakkir til þeirra mörgu œttingja og vina, sem glöddu mig á 80 ára afmœli mínu 28. október sl. meÖ gjöfum og blómum. Guð blessi ykkur öll. LifiÖ heil. GuÖrún Ólafía Zoega. S \ \ ✓ V ÍSLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiðstöðinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavík ■ Island ■ Simi 84590 10. leikvika - 31. október 1987 Vinningsröð: X1 1 -X2X-22 2-2 1 X 1. vinníngur: 12 réttlr, kr. 541.853,76,- flyst tll 11. leikviku þar sem enginn var med 12 rétta. 2. vinningun 11 róttir, kr. 33.174v- 46065+ 46598+ 51882 125321* 128044 649380 *=2/10 Kærufrestur er til mánudagsins 23. nóvember 1987 kl. 12.00 á hádegi. | J \ m\ i L™, ll n % (4 i tfcls HERRAFRAKKAR Vinsælu dönsku herrafrakkarnir komnir, einnig með lausu ullarfóðri. VELDU &TDK ÞEGARÞÚ VILT HAFAALLTÁ HREINU Skattarnir í Svíþjóð Staksteinar staldra í dag við grein dr. Þorvaldar Gylfasonar í Vísbendingu, sem fjallar meðal annars um skatta af launum í Svíþjóð. Einnig verður stungið niður fæti í viðtali Iðnaðarblaðs- ins við Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra. Sænskur bisk- upogfátækt- armörk Grein dr. Þorvaldar Gylfasonar fjallar að meginefni um innlendar skuldir og verðbólgu og markmið og áhrif skatt- heimtu. í lok greinarinn- ar er kafli með yfirskrift- inni „Dæmi Svía“, en þar segir in.a.: „í Sviþjóð greiða laun- þegar að meðaltali 70% af viðbótartelgum í skatt til rfldsins, og er þá tekið tillit til tekjuskatts og trygginga, virðisauka- skatts og launaskatts. Markaskatturinn er ekki hafður svona hár i tekju- öfiunarskyni, þvi telgu- missir sflpnska rfldsins yrði hverfandi, ef marka- skatturinn væri lækkað- ur niður i til dæmis 50%. Skattdnum er ætlað það hlutverk fyrst og fremst að jafna tekju- og eigna- skiptingu með þvi að koma i veg fyrir að menn geti auðgazt af mikill vinnu, [leturbreyting hér]. Skatturinn kemur i veg fyrir, að hægt sé að framfleyta fjögurra manna fjölskyldu á vinnulaunum húsbónd- ans eins. (Sænskur biskup, sem á tvö böm, og biskupsfrúin vinnur heima, hafnar undir op- inberum fátæktarmörk- um i Sviþjóð.) Með þessu móti tryggir tekjuskatts- kerfið, að sænskar konur verða að vinna utan heimilis, hvort sem þeim líkar það vel eða illa, eigi heimili þeirra að geta búið við sæmileg lgör“ Neðanjarðar- hagkerfið Síðan segir i grein dr. Þorvaldar: „Hinn hái markaskatt- ur Svia hefur mikil og margvisleg önnur áhrif á vinnuframlag, verka- skiptingu og efnahagslif i landinu. Vinnandi fólk hefur takmörkuð tæld- færi til að bæta afkomu Qölskyldna sinna með aukavinnu. Heimili vinna í vaxandi mæli ýmis verk, sem fyrirtæki unnu áður, svo sem við húsbygging- ar og bílaviðgerðir. Stofnanir taka aftur á móti í siauknu umfangi við öðrum verkefnum, sem áður var sinnt á heimilum, til dæmis gæzlu barna og gamal- menna. Og neðanjarðar- hagkerfið bómstrar." Dæmiðog dagheimilin Loks segir greinar- höfundur: „Þessi verkaskipting- aráhrif hárra marka- skatta má skýra með einföldu dæmi. Dag- heimili greiðir 50% markatekjuskatt til rflds- ins og 40% launaskatt. Ef dagheimilið telur sig þurfa að bera 10.000 krónur úr býtum að greiddum sköttum, þarf það að fá 33.333 krónur fyrir þjónustu sina (af þvi að (1-0,5) (1-0,4) 33.333 = 10.000). Ef foreldrarnir greiða rfldnu 70% markatekjuskatt, þurfa þeir að vinna sér inn 111.111 krónur aukalega tdl að geta greht dag- heimilinu þessar 33.333 krónur (það eð (1-0,7) 111.111 = 33.333). Þann- ig er ríflega ellefufaldur munur á þeirri upphæð, sem dagheimilið fær í hendur að greiddum sköttum, og fjárhæðinni, sem fóreldrarnir þurfa að vinna sér inn að nnki tdl að geta haft bam á dagheimilinu. Nærri má geta, að dagheimili { einkaeign gætu ekki starfað við þessi sldlyrði, enda er dagheimilarekstur i Sviþjóð í höndum rflds og sveitarfélaga. Kostn- aður þeirra af þessum rekstri nemur nú um hálfum meðalárslaunum verkamanns á hvert dag- heimilisbara. Aðeins þriðja hvert bara í landinu á kost á dag- heimilisrými. Og Svium fækkar, þótt landið sé stórt og stijálbýlt. Gæti þetta gerzt hér?“ Virkur hluta- bréfa- markaður Iðnaðarblaðið spyr Friðrik Sophusson, iðn- aðarráðherra, hvort búast megi við þvi að iðn- fyrirtæki, sem heyra undir ráðuneytdð, verði seld til einkaaðila. Hann svaran „Stefnan er sú að koma þeim framleiðslu- fyrirtækjum, sem eru i eigu rfldsins og heyra undir iðnaðarráðuneytdð, i hendur einkaaðila. Og það er á engan hallað þó ég segi að þetta ráðu- neytd hafi staðið framar- lega í þeim efnum. Þessari stefnu verður auðvitað haldið áfram en við megum ekld fara of hratt í þeim efnum. Okk- ur ber einnig og fyrst og fremst skylda tdl að koma á fót virkum hlutabréfa- markaði þannig að einkavæðingin fari þann- ig fram að einstaklingar getd keypt hlutabréf í rfldsfyrirtælgum . . .“ FYRSTA OG FJÓRÐA HEILRÆÐIFRÁ VERÐB RÉFAMARKAÐIIÐNAÐARB ANKANS TIL ÞEIRRA SEM ERU AÐ BYRJA AÐ SPARA. 1 Leggiö fyrir fasta fjárhæð viö hverja út- borgun. Það er nteira virði að halda þessa reglu en hversu há fjárhæðin er. 4 Haldiö lausafé í lágmarki og á sem hæstum vöxtum. Þegar vextir eru háir er dýrt að liggja með fé sem ekki ávaxtast. ... OG ÞAÐ ER EKKERT ERFTTT AÐ STÍGA FYRSTU SKREFIN! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi 681530
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.