Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Mataræði námsfólks fyrr og nú eftir Margrétí Þorvaldsdóttur Heilsusamlegt mataræði og góðir lifnaðarhættir hafa ætíð verið fors- enda fyrir viðhaldi andlegrar orku og góðrar líkamlegrar heilsu. Af hvoru tveggja þarf væna skammta, svo hægt sé að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru tii ungs fólks í námi og starfí. Mataræði og gott viðurværi ungs fólks í námi er ekkert hégómamál, hér fyrrum réð það beinlínis úrslitum í námi og skólaveru nemenda. Það getur þvi verið fróðlegt að líta um öxl og skyggnast aftur í aldir og kanna þær aðstæður sem nemendum voru búnar til náms í höfuðstaðnum, hér á öldum áður. f „Öldinni okkar" segir frá því að á haustdögum árið 1786, eða fyrir um það bil 200 árum, hafi verið vígt nýtt skólasetur við Reykjavík sem gefið var nafnið Hólavallaskóli. Skól- inn mun hafa staðið í brekkunni upp af Tjöminni fyrir norðan gamla kirkjugarðinn, nálægt Hólatorgi. Sagan segir að til vígslunnar hafi komið aliir helstu fyrirmennn lands- ins innan nesja. En þó að skólahúsið hafi kostað rösklega 2.300 dali eða tvöfalt meira en áætlað var, þá reyndist það á allan hátt illa. Það þótti illa byggt og var gisið. Mötuneyti nemenda var þegar í upphafi í hinum mesta ólestri. Þýsk- ur skósmiður, Höyer að nafni, var ráðinn skólabryti. Hann fékk í byij- un skólaárs greiddan flórðung ölmusupeninga skólasveina, sem voru 29 við skólann. Ölmusa voru námsstyrkir þeirra tíma kallaðir. En I desember sama ár var allur sá peningur upp etinn og urðu févana skólapiltar að leita sér fæðu, á eigin kostnað, í kotunum í hringum skóla- setrið. Það þótti skólapiltum slæmt, því þar misstu þeir hluta af þeim styrk sem vera átti fyrir námskostn- aði. í desember árið 1795 er þess get- ið að Hólavallaskólinn hafi fengið á sig mjög slæmt orð. Húsakynni voru bæði köld og lek, þegar frost var úti þá var frost inni, vatn hripaði inn í rigningum og það snjóaði inn á nemendur í hríðarveðrum. Oft sultu efnalitir nemendur í skólanum. Þess er einnig getið, að eitt árið hafí átta nemendur horfið á brott úr skólanum sakir hungurs og bjargarleysis og farið til sjóróðra á Seltjamamesi. Ölmusupeningar þeirra voru þrotnir. Ekki bætti það ástandið að skóla- stjórinn, sem þótti æði brokkgengur, sektaði þá fyrir óhlýðni og dró hann sektina af námsstyrkjunum veturinn á eftir. Árið 1804 var ástandið orðið svo slæmt að vistaskortur var yfírvof- andi. Undir vorið var helmingur nemenda orðinn veikur vegna skyr- bjúgs og hors og vom nokkrir þeirra rúmliggjandi. Leituðu nemendur þá til biskups og skrifar hann stiftamt- manni. Yfirvaldið sýndi skilning á erfiðleikum nemenda. Hann féllst á beiðni þeirra um að verða sleppt úr skóla vegna yfírvofandi hungurs- neyðar. Það vor var skólasetrinu á Hólavöllum lokað fyrir fullt og allt. Þessi skóli var undanfari Bessa- staðaskóla. Það er öllum hollt að gefa sér tíma öðm hvora og íhuga þær aðstæður sem landsmenn urðu að búa við hér fyrram, þó ekki væri nema rétt til viðmiðunar. Á öndverðri 19. öld réð lélegt við- urværi úrslitum í námi og skólavera íslensks skólafólks. í dag era sem betur fer aðrar aðstæður í þjóðfélag- inu. Híbýlin era hlý í frostum, þau halda snjó utan dyra í hríðarveðram og flest era þau sæmilega vatnsheld í rigningum. Matarkistur þjóðarinn- ar era svo fullar matar að umfram- framleiðslunni er beinlínis fleygt á haugana. Námsmenn greiða ekki lengur §órðung námslána sinna fyr- ir fæði til áramóta eins og gera þurfti forðum. Kemur þar til ákveð- inn skilningur yfirvalda. En þó gnægð matar sé í boði hér á landi, þá er eins og menn hér geri sér ekki alltaf fullkomlega ljóst hve hollt og íjölbreytt fæði er nauð- synlegt heilbrigði og allri vellíðan. Fæðan er ekki aðeins eitthvað sem gott er að bragða á, fæðan er brennsluefni líkamans, hún er okkar orkugjafi. Úr góðri fjölbreyttri fæðu koma efiii sem sjá um eðlilega endumýjun og viðhald frama í veflum, stuðlar hún þannig að heilbrigði einstakl- ingsins. Slæm fæða og einhæf getur aftur á móti raskað öllu eðlilegu efnajafnvægi í líkamanum og valdið honum skaða. Viðurkennt er að mannslíkaminn er viðkvæmastur fyrir skakkaföllum vegna ónógrar eða rangrar fæðu á vaxtarskeiðinu. Þess vegna leggja jafnvel hinar fátækustu þjóðir áherslu á, að þeirra uppvaxandi kyn- slóðir fái góða skólamálsverði á viðunandi verði. Hér á landi þykir slíkt óþarfi, beinlínis braðl. Þrátt fyrir mikla baráttu, kvenna aðallega, fýrir sjálfsögðum réttindamálum bama og unglinga, þá hefur þeim málum ætíð verið ýtt til hliðar, rétt eins og bömin, framtíð þjóðarinnar, væra ómagar á þjóðfélaginu. Karlar hafa gjaman viljað líta á mál bama sinna og unglinga sem „mjúk mál“, eða einvörðungu kvennamál, sem sé fyrir neðan þeirra virðingu að ræða um. Þeir hafa sagt að þeim leiðist þau mál og ganga gjaman sem snarast á braut þegar þau ber á góma. Bjórmálið þykir áhugaverðara. Slík „hobbýmál" karla hafa löngum fengið forgang í umræðu fram yfír önnur mál nauðs ynlegri. Það má gjaman benda fslenskum feðram á, að böm þeirra era ekki eingetin fremur en böm annarra þjóða. Þar hafa feður lagt sitt af mörkum „sjálf-viljugir". Það er því feðra ekki síður en mæðra að sjá til þess að afkvæmin, böm þeirra, komst til eðlilegs þroska. Þess vegna ættu þeir að setja metn- að sinn í að gefa málefnum þeirra forgang fram yfír öll önnur. Það er áhugavert að gera nokk- um samanburð á viðhorfum íslend- inga til skólafólks fyrr og nú, því þrátt _ fyrir sárastu fátækt fyrram vora íslendingar t.d. fyrir 200 áram talsvert framsýnni en þeir era í dag. Þeim var ljóst að skóli væri ekki rekstrarhæfur nema hugsað væri um næringu nemenda. í dag era það aðeins nemendur í heimavistarskól- um úti á landi sem hugsað er um að fái viðunandi málsverði í skólum sínum. í þéttbýlinu mun óvíða vera heitur matur á heimilum í hádegi, þar sem flestir foreldrar vinna báðir utan heimilis. Á vinnustöðum hinna full- orðnu þykir sjálfsagt að til staðar sé mötuneyti þar sem boðið er upp á lystuga heita hádegisverði. En bömin aftur á móti era send heim að köldu eldhúsi um hádegisbil og borða þau oft lítið. Þeim er þó ætlað að halda fullri orku og athygli dag- inn á enda, þó lítið hafi þau nærst mörg hver nema ef vera kynni af fljótfengnu næringarlitlu sjoppu- fæði. Kennarar hafa t.d. sín mötuneyti á vinnustað en bömin ekki. Hinir fullorðnu telja sig ekki hafa úthald til starfa nema þeir fái næringu á matmálstímum. Ungir nemendur, illa nærðir og svangir, hafa sennilega enn minna úthald til hans, því vill námsathygli þeirra og hegðun oft fara úr skorðum. Það þarf reyndar að huga að næringu fleiri bama en þeirra sem era á skólaaldri. Mörg böm era frá unga aldri, eða á sínu allra viðkvæm- asta þroskaskeiði, í forsjá annarra Margrét Þorvaldsdóttir „Hinir fullorðnu telja sig ekki hafa úthald til starfa nema þeir fái næringn á matmálstím- um. Ungir nemendur, illa nærðir og svangir, hafa sennilega enn minna úthald til hans, því vill námsathygli þeirra og hegðun oft fara úr skorðum.“ en foreldra. Það er vel séð fyrir þeim bömum sem era í gæslu á dag- heimilum, en hver fylgist t.d. með næringu þeirra bama sem alla sína bemsku era í gæslu einhverra óvið- komandi aðila úti í bæ. Gera má ráð fyrir að foreldrar geri það, þeirra er ábyrgðin, en hafa þeir aðstöðu til þess? Það gæti því verið mikill stuðningur af einföldum almennum ráðum í sambandi við hollustu og matarvenjur. Flestum næringarfræðingum ber saman um, að ein mikilvægasta máltíð dagsins sé morgunverðurinn. Hann á að veita einstaklingnum góða undirstöðu til að takast á við erfiði dagsins. En að sjálfsögðu þurfa menn að gefa sér tíma til að útbúa morgunverð og neyta hans. Hafa má hugfast að heitur morgun- matur gefur meiri fyllingu en kaldur. Það þarf ekki að taka langan tíma að steikja sér egg eða að hleypa á pönnu eggjahræra, eða sjóða hafra- graut á meðan hellt er upp á kaffi eða te. Landbúnaðarafurðir eins og súr- mjólk, jógúrt og ostur á brauðið er einnig ágætur morgunverður. En það getur líka verið gott að breyta til og hafa ekki alltaf samskonar morgunverð frá degi til dags. Ef borðaður er góður morgunverður geta fullorðnir komist af með léttan hádegisverð eins og brauð og súpu, en það nægir bömum ekki. Það er nauðsynlegt að hafa aðal- máltíð dagsins sem íjölbreyttasta. Við íslendingar höfum mjög gott hráefni til matargerðar sem er fisk- urinn. Honum má breyta fyrirhafn- arlítið í ljúffengan málsverð. Fiskur er, eins og flestir vita, hin mesta hollustufæða sem vera ætti á hvers manns diski að minnsta kosti tvisvar í viku. í fiski era alls konar ómettað- ar fitusýrar sem gera heilsunni gott og svo er hann viðurkennt heilsufóð- ur. Við íslendingar höfum ekki efni á að sniðganga það! Grænmeti er hér á boðstólum árið um kring. Grænmeti ætti að vera á borðum sem oftast, annað hvort létt- soðið eða hrátt í salati sem meðlæti með fiski og kjöti. Kartöflur ætti ekki að forðast, þær era svo næring- arríkar að hægt er að lifa á þeim eingöngu langtímum saman. Kjötneysla er hluti af okkar mat- arhefð. Kjöt er uppistaðan í mörgum matartegundum eins og t.d. pylsum og áleggi. „Fjallalambið" höfum við á borðum öðrum hvora þó dýrt sé. Þar gildir að geta útbúið sem mest úr sem minnstu, verðsins vegna. Það má t.d. útbúa marga ódýra og ljúf- fenga fljótlagaða rétti í daglegan mat t.d. úr hökkuðu lambakjöti. Ágæta rétti má einnig útbúa úr lif- ur. Lifur er óvíða uppáhaldsréttur unga fólksins í dag, en hún er ódýr og bætiefnarík og það má bæta bragðið með því að steikja með henni beikon, og setja lárviðarblað og létt krydd út í sósuna. Ávextir era ekki mjög dýrir miðað við það sem áður var og þeir era vítamínríkir. Sagt er að epli á dag komi heilsunni í lag. Þar er verið að vekja athygli á c-vítamíni í ávöxt- unum sem áhrifamikla vöm gegn ýmsum algengum kvillum. Það er sjálfsagt að hafa þessa áminningu hugfasta og neyta eins fjölbreyttrar fæðu og mögulegt er. Fjölbreytt fæða er ekki aðeins nauð- synlegur sem orkugjafi, hún heldur blóðsykrinum í jafnvægi. Það er mikilvægt vegna þess að blóðsykur hefur bein áhrif á vellíðan og ein- beitingu í námi og starfi. Gott fæði og reglulegir matmálstímar era nauðsynlegir, því svangir verða menn oft uppstökkir og jafnvel þras- gjamir og öll einbeiting skerðist. íslendingar hafa sjaldan haft betri möguleika og nú á að veita bömum sínum gott viðurværi. Hér á öldum áður, eins og á tímum Hólavalla- skóla, var þjóðin fátæk, þá var það vannæring sem réð örlögum nem- enda í skólum. Nú á þjóðin fullar kistur matar, en samt hefur vannær- ingu ekki verið útrýmt. íslenska þjóðin telur sig til velmegunarþjóða og hún hefur tamið sér lífsstíl sem ein slík. En þegar vinna á að fram- gangi mála sem snerta beint uppeldi og velferð eigin bama, þá er sem framkvæmdavilja skorti til að vinna þeim málum brautargengi. Gengnar kynslóðir stórþjóða gerðu sér ljóst, að örlög þjóða era komin undir uppeldi æskulýðsins. Það á einnig við í dag, því munu af uppeldi okkar eigin æsku örlög þjóðar ráðast. Höfundur sér um þáttinn „Rétt dagsins “ hérí blaðinu. Lí feyrissj óðirnir eftír Kristján Thorlacius Svar tíl formanns BHMR. Ég þykist þess fullviss, að þú viljir hreinskilnar og upplýsandi umræður um lífeyrismálin. Þess vegna er ég undrandi, að þú skyld- ir láta það viðgangast, að haldin var fjölmenn ráðstefna um þessi mál á vegum BHMR og samtaka kennara án þess að þátttakendur ráðstefnunnar fengju í hendur frumvarpið, sem til umræðu var. í þess stað var látin nægja ein- hliða málflutningur framsögu- manna gegn framvarpinu og fullyrðingar um málið, sem ekki fá staðist. í hreinskilni sagt finnst mér að ekki sé við hæfí að forastumenn háskólamenntaðra manna skuli bjóða fundarmönnum upp á slíkan undirbúning ráðstefnu og kalla þannig fram samþykkt ályktunar, sem öðram er ætlað að taka mark á. Því miður er allur málflutningur fulltrúa BHMR f þessu stórmáli á sama veg og undirbúningur þessar- ar ráðstefnu. Ráðstefnan auglýst Á fundaferð um landið rakst ég alls staðar á auglýsingu um ráð- stefnu BHMR og kennara, sem halda átti 24. okt. 1987. Ekkert frumvarp um lífeyrismál- in fylgdi þessari auglýsingu. Hins vegar var þar að finna slagorð og fullyrðingar, án alls rökstuðnings. Það var verið að biðja fólk að koma saman til fundar í Reykjavík til að mótmæla frumvarpi, sem það fékk aldrei að sjá og var greinilega ekki ætlast til að það læsi. Júlíus Bjömsson, þú ættir að sjá til þess að félagsmenn þínir, sem Qalla um þessi mál, fái frumvarpið í hendur. Það stuðlar að heilbrigðri umræðu. Hvers vegna samkomulag? En hver var ástæðan fyrir því að BSRB ákvað að ganga til sam- komulags í 17 manna nefndinni? Hversvegna ekki að taka sömu af- stöðu og fulltrúi BHMR að halda fast við kröfu um að frumvarp um rammalöggjöf um lífeyrissjóði næði ekki til lífeyrissjóða opinberra starfsmanna. Þegar stjóm BSRB ákvað að ganga til samkomulags hafði verið lagt fram fullbúið frumvarp frá fulltrúm Alþýðusambandsins, Vinnuveitendasambandinu og vara- formanni 17 manna nefndarinnar, Hallgrími Snorrasyni. Þetta frumvarp hefði einfald- lega afnumið öll umframréttindi í lífeyrissjóðum opinberra starfs- „Ég fullyrði að sam- kvæmt sérákvæðum frumvarpsins um lífeyrismál opinberra starfsmanna (bráða- birgðaákvæðum) eru tryggð sömu réttindi og opinberir starfsmenn búa nú við samkvæmt lögum og reglugerðum, nema um annað semi- ist.“ manna, sem tekið hefur BSRB áratugi að semja um og fá i lög. Það hefði verið fullkomið ábyrgð- arleysi að velja ekki frekar þá leið sem farin var að semja um sérá- kvæði fyrir opinbera starfsmenn en að þvo hendur sínar með því að láta sitja við mótmælin en láta taka stórfelld réttindi af félagsmönnum. Stjóm BSRB valdi þann kost að ganga til samkomulags og hafa þannig úrslitaáhrif á afgreiðslu þess Kristján Thorlacius þáttar er snerti lífeyrismál opin- berra starfsmanna og tryggja þar með rétt félagsmanna með sér- ákvæði í framvarpinu sem nefndin sendi ráðherra. BSRB hefur allt frá stofnun bandalagsins 1942 samið um lífeyr- ismálin með ágætum árangri og mun halda því áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.