Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 47 Þá ber á það að líta að með markvissri fiskveiðistjómun eftir kvótakerfí er von til þess að físk- stofnamir braggist og að þeir komist smám saman í þá stærð sem gefur mestu arðsemi veiðanna. Þá mun hagur sjávarútvegs batna verulega. Eigi að ausa af þeim arði yfír alla þjóðina með háu gengi krónunnar verður hér vart stundað- ur annar atvinnuvegur en innflutn- ingsverslun auk þjónustu (þó ekki ferðamannaþjónusta!). Sala veiðileyfa tryggir að arð- inum af sameign okkar, fiskimið- unum, sé skipt milli landsmanna án röskunar á hag annarra at- vinnuvega en útvegsins. Á hinn bóginn er það ekki meg- intilgangur með opinberri kvótasölu að skattleggja sjávarútveg. A.m.k. fyrstu árin er það mun mikilvægara að kvótasala er aðferð til þess að úthluta kvótum. Og reyndar er það svo að uppboð veiðileyfa leggur ekki þyngri skatt á útgerðina en hún er sjálf reiðubúin að gjalda. Andmæli gegn kvótasölu Ein helstu andmæli gegn kvóta- sölu hins opinbera em þau, að hún geti valdið mikilli röskun milli byggðarlaga. Minni byggðarlögin geti ekki keppt um kvótana við hin stærri. Lítil útgerðarfyrirtæki tapi kvótum til stórútgerða. Afleiðingin verði sú að öll útgerð komist í hend- ur stórra fyrirtækja sem einungis séu og verði í stærstu útgerðar- plássum. Því er fyrst til að svara að sú reynsla, sem fengist hefur með frjálsri sölu kvóta undanfarin ár, bendir ekki til samþjöppunar þeirra á fáa staði. Að svo miklu leyti sem þeir hafa gengið kaupum og sölum virðist tilfærsla kvótanna fremur endurspegla mismun í gæftum og árferði milli landshluta. En annað kemur til í kjölfar kvótasölu. Með sölu eða öllu heldur uppboði á aflakvótum er ekki leng- ur nauðsynlegt að nota gengi til þess að dreifa hagnaði af útgerð yfír allan landslýð eins og fyrr seg- ir. En um leið yrði þá fyrrgreindum „auðlindaskatti" sjávarútvegs létt af öðrum útflutnings- og sam- keppnisgreinum. En einmitt hér er mikilvægt at- riði á ferðinni: Fiskvinnsla er ein þeirra atvinnugreina sem líður fyrir að útgerðin notar ókeypis auðlind. Um leið og fískur hefur verið dreg- inn um borð er hann orðinn markaðsvara sem íslensk físk- vinnsla þarf að kaupa í samkeppni við erlenda fiskkaupendur, einkum nú síðustu árin. Auðlindaskattur á útgerð í formi hás gengis skerðir samkeppnisaðstöðu innlendrar fisk- vinnslu miðað við erlenda. Lægra gengi breytir engu um hráefnis- kostnað en annar innlendur kostn- aður verður hlutfallslega minni í samanburði við tilkostnað erlendra fískkaupenda. Þess vegna er engin furða, þótt fískvinnslan og starfs- menn hennar vilji nú bæta stöðu sína með þeim vafasama hætti að krefjast hlutdeildar í gjafakvótum. Kvótasala ásamt samsvarandi uppstokkun á gengi ætti að auð- velda fískvinnslu, ekki síst í litlum plássum, að keppa um físk eða jafn- vel að kaupa kvóta til þess að tryggja sér og sínum afla. Sé þrátt fyrir allt talið að byggða- röskun gæti hlotist af almennri kvótasölu er engin goðgá að setja einhveijar hömlur á söluna, til dæmis með því að binda hluta kvót- anna við byggðarlög á einn eða annan hátt. Gengisfelling var nefnd og þykist ég þá vita, að stjómmálamenn og verkalýðsforingjar sjái nýjan agnúa á kvótasölu: Hún leiði bersýnilega til aukinnar verðbólgu. En þetta er ekki einhlítt: Ríkið hefur tekjur af kvótasölunni sem mætti nota til að vega að verðbólgunni á beinan eða óbeinan hátt til mótvægis við verð- hækkun af völdum gengisfellingar. Á hinn bóginn er gengisfelling engan veginn nauðsynlegur fylgi- fískur almenns kvótaútboðs. Utgerðarmenn bjóða hver og einn ekki meira í kvótana en þeir hafa efni á að gefnum rekstrarskilyrð- um. Fyrstu skref aö kvótasölu Kollsteypur í efnahagsmálum eru að jafnaði ekki til góðs. Þannig tel ég ekki rétt að skella almennri kvótasölu á skyndilega. Rétt er að byggja ofan á það kerfí sem verið hefur í gildi frá árinu 1984 og koma almennri sölu aflakvóta á í áföng- um. Þetta mætti gera þannig að skerða núverandi aflaleyfí árlega um 20% eða svo og selja það sem þá gengur af á almennum mark- aði. Það tæki þá u.þ.b. 5 ár að koma hinu nýja almenna sölukerfi á. Sóknarkvótann mætti og ætti þá að afnema strax. Þeir sem telja sig nú hafa litla aflakvóta geta þá keypt sér viðbótarkvóta og þurfa ekki sóknarmarkskerfíð til að bæta stöðu sína. Sama mætti segja við nýliða í útgerð. Til greina kæmi að þessir tveir hópar fengju einhvem forgang í verði eða magni á al- menna sölumarkaðinum á meðan kerfið er ekki að fullu komið í fram- kvæmd. Mælt var með slíkum skrefum í átt að almennri sölu í skýrslu um þróun sjávarútvegs frá Rannsókn- arráði ríkisins þegar á árinu 1981. Vissulega eru ýmis álitamál varð- andi framkvæmd kvótasölu. Grein- arhöfundur fjallar um nokkur þeirra í 33. tbl. þessa árgangs af tímarit- inu Vísbending. Lokaorð Ekki leikur vafi á því að kvóta- kerfið sem tekið var upp 1984 er spor í rétta átt. Úthlutun kvóta mun þó sífellt valda úlfúð. Eina færa leiðin er sú að hið opinbera selji aflakvótana. Kvótasala stuðlar að hagkvæmastri útgerð og tryggir jafnframt eðlilega hlutdeild allrar þjóðarinnar í þeim aukna arði sem vænta má af fiskveiðum í kjölfar bættrar stjórnunar. Brýnt er að ekki sé hikað við að koma slíkri skipan á áður enn upp er risin ný kyn- slóð útgerðarmanna sem hefur þurft að kaupa sér aðild að veið- unum frá þeim sem fyrir voru og fengu milljarðaverðmæti í aflakvótum ókeypis upp í hend- urnar. Höfundur er prófeasor í aðgvrða- greiningu við Háskóla tslands og hefur um árabil starfað að gerð reiknilíkanaf sjávarútvegi. Tvær nýjar Stínubækur MÁL og menning hefur gefið út tvær nýjar Stínubækur fyrir yngstu börnin. Stína og leyndarmálið segir frá því þegar Kalli og Stína fengu að vita um litla bamið sem var að vaxa inni í maganum á mömmu. Og eina kalda febrúamótt fæðist litli bróðir. í hinni bókinni, sem heitir Stína stóra systir, fylgjumst við með hvemig Stínu tekst upp í nýja hlutverkinu, það er ekki tómt grín að vera stóra systir, segir í fréttatilkynningu. Höfundur Stínu-bókanna er Kristiina Louhi, en Olga Guðrún Ámadóttir þýðir. Skák og mát eftir Gunnar Þorsteinsson Haust hinna reiðu presta er að verða að vetri. Enn verðum við fyrir því að hempuklæddur maður verður til þess að hella úr skálum heiftar sinnar á síðum Morgunblaðsins. Þorbjöm Hlynur Ámason hefur á loft merki hins rökþrota manns og nær að þjappa saman fúkyrðum og svívirðingum í stuttan pistil, sem birtist í blaðinu okkar þann 21.10. sl. Ég undrast ekki reiði mannsins því að staða hans er höll og margt sem valdið getur óstöðugleika hug- ans. Pirrandi hlutskipti Það hlýtur að vera til að æra óstöðugan að vera 'í því hlutverki að vera stöðugt að leiðrétta Guð. Það er undarlegt að Guð Gamla Testamentisins skuli ekki meina það sem Hann segir nema með undantekningum og enn undarlegra er að hann skuli ætla lúterskum að sortera hvað er satt og hvað er ekki satt af orðum Hans. Það er einnig erfítt að meðtaka að Drottinn dýrðarinnar á jarðvist- ardögum sínum hafí ekki talað svo umbúðalaust að allur þorri manna gæti skilið. Það hlýtur einnig að vera erfítt að lifa með þeim stóra sannleika að opinberanir Lúters séu punktur- inn fyrir aftan allan opinberandi kraft Guðs og þar með sé þekking- arleit mannsins lokið. Rök Þorbjörn Hlynur æmtir undan því að rökum hans varðandi bama- skím er ekki svarað. í svari við spumingu um skím í Morgunblaðinu 4.10. sl. segir Þor- bjöm Hlynur: „Rök fyrir kristinni skím eru þjónusta Jesú frá Nasar- et, dauði Hans og upprisa." Þessi svokölluðu rök Þorbjarnar Hlyns eru rök gegn bamaskíminni, rök skímar hinnar trúuðu. Ég bendi mönnum á að lesa sjötta kaflann í Rómveijabréfínu og taka síðan af- stöðu á þeim grunni. Fullyrðingar og tilvísun til þess sem gert er er ekki rök í þessari umræðu. í svari Þorbjamar Hljms um bamaskím er ekki einn einasti ritningarstaður lagður til grundvall- ar. Hvar eru þá rökin? Erum við ekki að ræða málefni sem varða hið heilaga orð? Eilífðarmálin og skírnin Þorbjöm Hlynur talar um rang- færslur og ósannindi er ég bendi á að öllum þorra manna er kennt að þeir hafi afgreitt sín eilífðarmál í skíminni. Þá má ef til vill hressa upp á minni manna. í Ágsborgaijátning- unni segir: „Skírnin er nauðsynleg til sálu- hjálpar og er náð Guðs veitt í henni. Á að skíra börnin, sem í skíminni em færð Guði og tekin til náðar hjá Guði. Þeir fordæma end- urskírendur, sem hafna bamaskím og fullyrða, að böm verði hólpin án skímar.“ Ennfremur segir í Ágsborgar- játningunni: „Þessi uppmnasjúkdómur eða spilling er raunvemleg synd, sem dæmir seka og steypir í eilífa glötun þeim sem ekki endurfæðast fyrir skím og heilagan anda.“ Hér er verið að tala um uppruna- syndina í játningunni og sú skím sem vísað er til er að sjálfsögðu bamaskírn. Ennfremur má benda á algenga bæn sem farið er með við barna- skím og er í handbók íslensku kirkjunnar: „Álmáttugur Guð, faðir Drottins vors Jesú Krists, sem nú hefur end- urfætt þig fyrir vatn og heilagan anda, tekið þig í ríki síns elskaða sonar, þar sem er fyrirgefning synd- anna, líf og sáluhjálp — hann styrki þig með náð sinni til eilífs lífs. Frið- ur sé með þér.“ Víðsýn kirkja Kirkja Þorbjamar telur sig víðsýna kirkju. Slík er víðsýnin orð- in að hvað sem er fær þar heimilis- festu. Synd og saumgleiki á þar greið- an aðgang inni. Andatrúin á þar marga málsvara. Hvers kyns heims- hyggja hefur hreiðrað þar um sig. Nýguðfræði og nýheiðni á þar mál- svara og þannig mætti halda áfram að telja lengi. Ef menn vilja reiðast þá er næg ástæða til heilagrar reiði. Það er rétt og jafnframt ljúft að geta þess að innan kirkjunnar em ýmsir sem standa fast með sann- leika fagnaðarerindisins og láta ekki bifast. íslenska þjóðkirkjan hefur í mörgum greinum verið bijóstvöm kristinnar trúar hér á landi. Ég vil ekki gera lítið úr hlut- verki eða tilvist kirkjunnar sem slíkrar, en ljóst er að í mörgu er af sem áður var. Það er að sjálf- sögðu ósk mín og von að hér verði bætt um betur. Það er mér skilt að viðra þá skoð- un mína að ég tel Lúter einn mætasta mann samanlagðrar kirkjusögunnar. Ég tel að tæpast hafí Guð átt öflugra verkfæri að undanteknum Páli postula. Borg á bjargi Hinir trúuðu eiga að vera sem borg á bjargi og lýsa öðmm með sannleika fagnaðarerindisins. Ljós Gunnar Þorsteinsson „Hinir trúuðu eiga að vera sem borg á bjargi og lýsa öðrum með sannleika fagnaðarer- indisins. Ljós okkar á ekki að vera undir mælikeri, heldur í ljósa- stikunni.“ okkar á ekki að vera undir mæli- keri, heldur í ljósastikunni. Oft fínnst mér ljós trúarinnar í landi okkar vera fremur borg í mýri, en borg á fjalli. Ég hef oft leitt hugann að því hvílíkt ástand væri með þjóð okkar ef allir þeir sem þiggja laun fyrir boðun trúar tækju starf sitt af meiri alvöm. Ég er sannfærður um að Guð mundi gefa hér þjóðarvakningu ef allir þjónar Drottins boðuðu orð trú- arinnar í krafti heilags anda. Það er eilífur sköpunarkraftur í orði Guðs og ef það er predikað af heilum hug yrði hugarfarsbreyting með þjóð okkar. Hugarfarsbreyting sem er knýjandi að eigi sér stað. Verum glöð Páll postuli hvetur okkur til gleði. Hann segir: „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glað- ir.“ Þeir sem eiga lifandi trú hafa alla ástæðu til að vera glaðir. í blóði Drottins er friðþæging fyrir allar syndir okkar, við emm blóðkeyptur lýður Hans. Heilagsandagjöfín er okkar, tungutal og gjafir andans er fjársjóður sem við eigum aðgang að. Við höfum alla ástæðu til að vera glöð vegna samfélagsins við Drottin. Það er ekkert stærra og meira í þessum heimi en kærleikur Guðs og þeir sem velja það hlutskipti að njóta hans hafa öllum fremur ástæðu til að vera hressir. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Málarar - málarar Sérstakur kynningaraf sláttur til málara út nóvember á BETT, MILLTEX og VITRETEX Kynnid ykkur k)örin. Málningarver ksmidj a Slippf élagsins, Dugguvogi4; Reykjavík, sími 91-84255. — SSETTASEM TREYSTERÁ &TDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.