Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
Sendiherra Svía í Rúm-
eníu kallaður heim
Stokkhólmi, Reuter.
SVÍAR hafa ákveðið að kalla
heim sendiherra sinn í Rúmeníu.
Astæðan er óánægja Svía með
neitun rúmenskra yfirvalda við
beiðni um að rúmenskur lög-
fræðingur fái að koma til
sænskrar eiginkonu sinnar.
Talsmaður sænsku stjómarinnar,
Sven G. Linder, sagði að sendiherr-
ann hefði verið kallaður heim til
skrafs og ráðagerða vegna máls
Stoican-hjónanna, en muni snúa
aftur til Rúmeníu þegar málið sé
ieyst.
Lottó:
Lánsamur
blaða-
fulltrúi
Springfield, Reuter.
DAVID Fields, blaðafulltrúi Ja-
mes Thompson, ríkisstjóra í
Illinois, datt heldur betur í lukku-
pottinn í gær er hann vann 6,7
milljónir dollara, jafnvirði 253
milljóna króna í ríkislottóinu.
Fields er 36 ára og fyrrum blaða-
maður hjá United Press Intematio-
nal (UPI). Hann sagðist ætla að
halda áfram blaðafulltrúastarfínu
þrátt fyrir auðæfín.
Fields vann helming stóra potts-
ins, rúmar 13 milljónir dollara, því
annar maður hafði líka allar tölur
réttar. Fyrsta útborgun nemur
335.834 dollurum og síðan fá þeir
hvor um sig 343.000 dollara ávísun
árlega næstu 19 árin.
Fields var með svokallaðan
áskriftarmiða og rennur áskriftin
út í næstu viku. Ætti hann því að
eiga fyrir endumýjuninni.
Mihail Stoican er rúmenskur lög-
fræðingur, sem kynntist sænskri
konu sinni fyrir 13 áram, er hann
var við nám í Svíþjóð. Þau gengu
í hjónaband í Búkarest í fyrra og
eiga litla dóttur. Skömmu eftir
brúðkaupið fór Anna-Lisa Stoikan
heim til Svíþjóðar með bamið.
Anna-Lisa hóf 30 daga hungur-
verkfall fyrir utan rúmenska
sendiráðið í Stokkhólmi 1. október
síðastliðinn, en Mihail hefur verið
neitað um að fara frá Rúmeníu.
Sænsk yfírvöld hafa sagt að þau
styðji Stoikan-hjónin og hafa kraf-
ist þess að Mihail fái að flytja til
Svíþjóðar.
Á föstudaginn var sögðu stjóm-
völd í Rúmeníu að ekki væri hægt
að leyfa Mihail Stoikan að fara frá
Rúmeníu vegna þess að hann hefði
haft aðgang að ríkisleyndarmálum
er hann starfaði hjá ríkisfyrirtæki.
Sænsk stjómvöld hafa vegna þess-
arar neitunar kallað sendiherrann
heim og Anna-Lisa segist ætla að
halda áfram hungurverkfallinu þar
til eiginmaður hennar fær að yfir-
gefa Rúmeníu.
Reuter
Karl og Díana í V-Þýskalandi
Karl Bretaprins og eiginkona hans, Díana prinsessa, heilsa aðdáendum
sínum í Bonn í gær. Hjónin hafa undanfama daga heiðrað Vestur-
Þjóðveija með nærvera sinni. í gær sóttu þau heim nemendur og
kennara skóla sem rekinn er á vegum breska sendiráðsins í Bonn
og flykktist hópur manna að til að beija hina tignu gesti augum.
America’s Cup:
21 klúbbur
tilkynnir
þátttöku
San Diego, Reuter.
ALLS hefur 21 siglingaklúbbur
tilkynnt þátttöku í siglinga-
keppninni America’s Cup, sem
fram fer við San Diego í Kali-
fomíu árið 1991.
Um helgina rann út frestur, sem
siglingaklúbbar höfðu til að til-
kynna þátttöku í America’s Cup.
Þrír brezkir klúbbar tilkynntu
þátttöku á lokadegi og eru sigl-
ingafélögin því orðin 21. Á þessu
stigi liggur ekki fyrir hversu
margar skútur koma til með að
keppa því hvert siglingafélag get-
ur sent fleiri en eina.
America’s Cup-keppnin var háð
við Fremantle í Ástralíu í byijun
þessa árs og endurheimti þá
Bandaríkjamaðurinn Dennis
Connor bikarinn.
Varnarmálaráðherrafundur NATO:
Ræða eflíngu kjamorku-
vama Vestur-Evrópu
Monterev í Kaliforníu. Reuter.
Monterey í Kalifomíu, Reuter.
FJÖLGUN bandarískra vamarmálaráðherrar Atlants- ananefnd bandalagsins í kali-
sprengjuflugvéla í Vestur-Evr- hafsbandalagsins velta fyrir sér forniska bænum Monterey.
ópu er meðal þeirra kosta, sem á fundi sínum í kjarnorkuáætl- Fundarefni ráðherranna er
Umbótastefna Gorbachevs Sovétleiðtoga:
Gagnrýni Boris Yeltsin endur-
speglar alvarlegan ágreining
Leiðtogafundinum var frestað sökum deilna sovéskra ráðamanna
BORIS Yeltsin, yfirmaður
Moskvudeildar sovéska kom-
múnistaflokksins og einn
dyggasti stuðningsmaður Mik-
hails Gorbachev, gagnrýndi
stjómarhætti Sovétleiðtogans
harðlega á fundi miðstjómar
flokksins þann 21. október.
Ónafngreindir sovéskir emb-
ættismenn segja að frestun sú
sem varð á fyrirhuguðum fundi
Gorbachevs og Ronalds Reagan
Bandaríkjaforseta hafi komið
til vegna deilna þessara innan
Kremlarmúra. Er Gorbachev
hafði tekist að lægja ófriðar-
öldurnar tilkynnti hann
Bandaríkjastjórn að hann væri
reiðubúinn að koma til leið-
togafundar í Washington þann
7. desember næstkomandi.
Frestun fundarins þykir hins
vegar sýna að deilumar um
stefnu Gorbachevs innan so-
véska valdakerfisins séu alvar-
legs eðlis og búast megi við
ágreiningi um framkvæmd
umbótastefnunnar á næstu
árum.
Yeltsin gegnir ýmsum ábyrgð-
armiklum embættum. Hann er
sem fyrr sagði formaður Moskvu-
deildar kommúnistaflokksins,
situr í miðstjóminni og á einnig
sæti í stjómmálaráði Sovétríkj-
anna, sem fulltrúi án atkvæðis-
réttar.
Að sögn sovésku embættis-
Yegor Ligachev.
mannanna hélt Yeltsin óvænt
ræðu er miðstjóm flokksins kom
saman til fundar þann 21. fyrra
mánaðar. Sagði hann umbóta-
stefnu stjómvalda snúast um of
um persónu Gorbachevs og það
kynni ekki góðri lukku að stýra
um framgang stefnunnar. Urðu
miðstjómarmennimir að vonum
undrandi þar sem Yeltsin hefur
ævinlega fylgt Gorbachev dyggi-
lega að málum. Tilkynnti Yeltsin
að hann hefði afráðið að segja af
sér embætti flokksleiðtoga í
Moskvu þar sem hægt hefði miðað
í umbótaátt í borginni einkum
sökum þvermóðsku skriffinna.
Fáeinum dögum síðar tilkynnti
Boris Yeltsin.
Yeltsin að sér hefði snúist hugur.
Sovéskur embættismaður sagði
hins vegar að Yeltsin myndi
líklega gegna stöðunni að minnsta
kosti fram yfír býltingarafmælið
þann sjöunda þessa mánaðar. Eft-
ir það gæti allt gerst.
Yeltsin gagnrýndi ekki einungis
Gorbachev heldur veittist hann
einnig að Yegor Ligachev, hug-
myndafræðingi flokksins sem
gengur næstur; Gorbachev að
völdum. Sagði hann viðhorf Ligac-
hevs vera „kuldalegt". Ligachev
brást hinn versti við og sagði
Yeltsin vera lélegan stjómanda.
Kvaðst Ligachev hafa varað við
því árið 1985 að Yeltsin yrði gerð-
ur að flokksleiðtoga í Moskvu þar
eð hann væri ekki hæfur til starf-
ans. Vandamál Moskvubúa mætti
því rekja til slælegar stjómunar
Yeltsins. Sökum þess hve náin
samvinna hefur verið með þeim
Gorbachev og Yeltsin era um-
mæli Ligachevs einnig túlkuð sem
árás á Gorbachev. Fundarmenn
deildu hart og herma fréttir að
fjölmargir þeirra hafí tekið upp
hanskann fyrir Gorbachev.
Anatoli Lukyanov, sem á sæti
í miðstjóm flokksins, sagði á
blaðamannafundi síðasta laugar-
dag að Yeltsin hefði gagnrýnt
framgöngu ráðamanna og hótað
að segja af sér. Af orðum hans
mátti ráða að Yeltsin myndi afram
gegna stöðu flokksformanns í
Moskvu þar sem hann hefði „við-
urkennt mistök sín“.
Þótt 300 menn sitji í miðstjóm
sovéska kommúnistaflokksins er
fátftt að deilt sé þar af slíkri
hörku. Þykja þetta váleg tíðindi
fyrir Gorbachev og er talið að
deila þessi hafí veikt nokkuð stöðu
hans. Telja vestrænir sérfræðing-
ar um málefni Sovétríkjanna að
deilur róttækra umbótasinna og
þeirra sem vilja fara hægar í sak-
imar muni setja svip sinn á sovésk
stjómmál á næstu áram líkt og
gerst hefur í Kína allt frá því
stjómvöld þar gerðust umbótas-
innuð árið 1978.
Heimildír: The New York Ti-
mes og Financial Times.
hvernig halda megi uppi trúverð-
ugri kjarnorkufælingu eftir að
skamm- og meðaldrægar flaugar
Bandaríkjanna verða upprættar,
samkvæmt væntanlegum af-
vopnunarsáttmála risaveldanna.
Á blaðamannafundi á mánudag
vildi Caspar Weinberger, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, ekkert
segja um hvaða möguleikar yrðu
ræddir. „En við viljum ekki útiloka
neitt, sem við megum [skv. gerðum
samningum] gera, sem eflt getur
áframhaldandi fælingu,“ sagði
embættismaður nokkur, sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
Kjamorkuáætlananefnd NATO,
sem kemur saman tvisvar á ári,
þarf nú að glíma við tvöfaldan
vanda: í fyrsta lagi hvemig bregð-
ast eigi við upprætingu meðal-
drægra kjamorkuvopna og í öðra
lagi hvemig mæta eigi ofurefli
kommúnistaríkjanna í hefðbundn-
um vígbúnaði.
Vestrænir embættismenn lögðu
á það áherslu að engar ákvarðanir
yrðu teknar á fundinum, en sögðu
að meðal þess, sem helst væri til
umræðu, væri að taka í notkun
stýriflaugar, sem skotið væri úr
flugvélum. Slíkum skeytum yrði
beint að hemaðarmannvirkjum í
Sovétríkjunum, hvort sem þeim yrði
skotið úr B-52 vélum, sem staðsett-
ar era í Bandaríkjunum, eða F-lll,
sem eru í Evrópu. í síðustu viku
sagði sendiherra Bandaríkjanna í
aðalstöðvum Atlantshafsbanda-
lagsins, Alton Klein, að einnig kæmi
til greina að treysta á stýriflaugar
um borð í kafbátum.
í kjarnorkuáætlananefnd NATO
sitja vamarmálaráðherrar 14
NATO-ríkja. Þá situr Einar Bene-
diktsson, sendiherra og fastafulltrúi
íslands hjá Atlantshafsbandalag-
inu, fundinn sem áheymarfulltrúi
íslendinga og er það í fyrsta sinn,
sem íslendingar fylgjast með störf-
um nefndarinnar.
ERLENT