Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
Handjámin
af bændunum!
eftir Gunnar
Bjarnason
A. Offramleiðsla stöðvuð árið
1988. Kjðr bænda sem hætta fram-
leiðslu sauðíjár- og nautgripaaf-
urða tryggð, svo að byggðaröskun
orsakist ekki vegna opinberra að-
gerða. Fólkið getur sjálft ráðið
búsetu sinni.
I. OUum sauðfjár- og kúa-
bændum, sem náð hafa 65 ára
aldri, verði greidd rífleg eftirla-
un úr ríkissjóði, sem komi til
framkvæmda um leið og þeir hafa
afhent bústofn sinn til förgunar.
Förgunarbústofni verði slátrað í
september á þvf ári, sem þetta verð-
ur framkvæmt, áður en öðrum
bústofni er fargað. Landbúnaðar-
ráðuneytið annist framkvæmdina
og það sér um sölu alls þessa kjöts
af sauðfé og nautgripum og lætur
flytja til útlanda kælt eða frosið.
Verði um skilaverð til bænda að
ræða, þá fá eigendur það án út-
flutningsuppbóta. Verði halli á
viðskiptunum greiðist hann úr
rfkissjóði.
Þeir bændur, sem ekki ganga
að þessu samkomulagi, fá engin
eftirlaun greidd og verða að sæta
því verði, sem útflutningur á afurð-
um þeirra gefur án uppbóta úr
ríkissjóði.
Framleiðslukvótinn skal gilda
framleiðsluárið, sem hefst með
þessari bústofnsförgun. Eftir það
er framleiðsla af sauðfé og naut-
gripum fijáls hjá bændum undir
65 ára aldri.
Þessi framkvæmd verði gerð
með lögum og öll önnur lög um
framleiðslu og verzlun með þessar
afurðir verði numin úr gildi. Bú-
greinafélögin sjálf geta stjómað
sfnum framleiðslu- og sölumálum.
Æskilegt er að bændur myndi hér-
aðasamtök, án landssamtaka, um
sölusamkeppni á markaðssvæðum
landsins.
Samkeppni milli búgreina á kjöt-
markaðinum mun tryggja rétt
matvælaverð, gæði og síbatnandi
þjónustu við neytendur. Framleið-
endur kæfa aldrei sjálfa sig í fijálsri
samkeppni. Þeir sem kunna til
verka og eru hæfir tryggja
ávallt nægilegt framboð.
Það eru engu meiri þrautir fyrir
bændur að farga bústofni á þennan
hátt en þegar niðurskurður er gerð-
ur vegna ijárpesta. Þessu em
bændur vanir.
Niðurgreiðslum verði hætt á
landbúnaðarvörum.
II. Launakjörín. Eðlilegt er að
taka mið af lqomm opinberra
starfsmanna eða bústjóraJaunum
hjá landbúnaðarráðuneytinu, en
þau em í flokki BSRB 1/ LFL
231/ 7. þrep. Árslaun þeirra em
nú ca. kr. 560 þús. og mánaðar-
laun þá ca. 47 þús. Ef bænda-
eftirlaunin væm sett í háan skala,
t.d. 80% af fullum launum, þá
fengju þeir greiddar mánaðarlega
kr. 37.600. Þeir, sem em komnir
yfir 67 ára aldur, fá auk þess frá
Tryggingastofnun ca. kr. 8.200.
Þá nálgast tekjurnar að vera 50
þúsund á mánuði og er miðað
við laun nú eftir 1. október 1987.
Þessum bændum væri auðvelt
að tvöfalda tekjur sínar með broti
af þeim tilkostnaði, sem fjárræktin
og mjólkurframleiðslan krefst, t.d.
með eldi ullarkanina og loðdýra-
rækt. Þeim yngri og hraustari
væri auðvelt að stunda atvinnu
utan heimilis tímabundið hvert ár,
t.d. í sjávarplássum og við hvers
konar störf í þéttbýli, en geta sem
best átt heimili sitt áfram í heima-
byggð sinni og „sveitasælunni",
greitt þar sín sveitargjöld og hjálp-
að hinum í göngunum! en það em
algengustu vandkvæðin talin hjá
„íhaldsmönnum" á fækkun bænda
við „hefðbundinn búskap".
Samtímis þessum aðgerðum
þyrfti að koma upp nokkmm verk-
stæðum og sölustofnunum, þar
sem notaðar vélar yrðu endurbætt-
ar og gerðar að nýju að góðum
vélakosti. Slíkt gæti sparað mjög
innflutning á nýjum búvélum næsta
áratuginn.
Einnig er mikilvægt að nema úr
gildi lög um jarðasölur. Jarðeig-
endur búa nú við kúgunarlög og
hefur svo verið í mörg ár. For-
kaupsréttur og verðákvörðun
sveitarstjórna á þessum eignum
er smánarblettur á nútímaþjóð-
félagi. Verzlun með bújarðir og
hlunnindi þarf að gefa ftjálsa, svo
að gildi þar sömu ákvæði og um
verzlun um eignir manna í bæjum
og í útvegi.
B. Kostnaður ríkissjóðs. Örð-
ugt er að ákveða með nákvæmni
íjölda bænda hveiju sinni. Búnað-
arfélag íslands áætlar að bænda-
fjöldinn árið 1983 sé 4.750, en þar
að auki smábændur (tómstunda-
bændur) 750 talsins. Bændabýlum
í ábúð fækkaði um 1.161 á árinu
1970 til 1983, eða 89 á ári. Bænd-
um ætti að hafa fækkað um svipaða
tölu, eða 89 á ári. Samkvæmt þessu
ætti bændafjöldi (atvinnubændur)
að vera um 4.400 áríð 1987.
Fjöldi bænda 65 ára og aldri er
um 18—20% (67 ára 15% samkv.
lífeyrissj. bænda). Reiknað með
18% gerir það: 4.400x18/100 =
792. Miðað við árslaun kr. 451.200
yrði heildarupphæð eftirlauna
úr ríkissjóði ca. kr. 357 milljónir.
Auk þess mætti styrkja þessa
ca. 750 tómstundabændur (með
minna en 100 ærgildi) með ca.
fjórðungi af eftirlaunum at-
vinnubænda. Það mundi gera alls:
140.000x750 = kr. 105 milljónir.
Heildarkostnaður ríkissjóðs
yrði þá með núverandi verðlagi
ca. 462 milljónir á árí meðan
þetta fyrirkomulag gildir.
Með þessum aðgerðum verður
Gunnar Bjaraason
„Jarðeigendur búa nú
við kúgunarlög og hef-
ur svo verið í mörg ár.
Forkaupsréttur og
verðákvörðun sveitar-
stjórna á þessum
eignum er smánarblett-
ur á nútimaþjóðfélagi.
Verzlun með bújarðir
og hlunnindi þarf að
gefa frjálsa, svo að
gildi þar sömu ákvæði
og um verzlun um eign-
ir manna í bæjum og í
útvegi.“
framleiðslan til að byija með tals-
vert minni en neyzlan í landinu á
þessum „hefðbundnu búsafurðum".
Ástæðulaust er að óttast matar-
skort, t.d. nýmjólkurskort, sem
„íhaldsmennimir" nota iðulega til
að hræða neytendur, þegar um
samdrátt er að ræða. Staðreyndin
er, að aðeins um helmingur fram-
leiddrar mjólkur er drykkjar-
mjólk; hitt er í vinnslu. Það væri
góð lausn að flytja inn smjör og
osta í 1—2 ár meðan atvinnu-
bændumir eru að komast yfir
hörmungar kvótakerfisins.
Svína- og alifuglabændur tryggja
nægt kjötframboð og í framtíðinni
verða þeir, sem hér framleiða
nauta- og kindakjöt, að finna leiðir
til að standast eðlilega samkeppni
við aðrar kjöttegundir, eins og ger-
ist hjá öðrum þjóðum. Annað
fyrirkomulag stenzt ekki í nútíma-
þjóðfélagi.
C. Ný tollalög og verzlunar-
frelsi. í stað þessa staðnaða
sölukerfis landbúnaðarins nægja
skynsamleg tollalög og verzlunar-
frelsi með matvæli til að leysa allan
vandann og skapa að nýju fram-
leiðendasjónarmið hjá bænda-
stéttinni í stað þess að vera í
sífelldu snuðri í kring um Alþingi
og ríkiskassann betlandi um ríkis-
framlög til að geta lifað. Stéttin
er orðin að eins konar „þurfalingi"
undir núverandi ofstjómarkerfi.
í fyrsta lagi þyrfti landbúnaðar-
ráðuneytið að fylgjast náið með
öllum niðurgreiðslum á erlendum
búsafurðum, sem til greina kæmi
að flytja inn til landsins, t.d. kom-
vöram (fóðurkomi), smjöri og
ostum, eggjum, garðávöxtum og
grænmeti. Þessar niðurgreiðslur
þarf að taka hér í ríkiskassann
sem grundvallartoll. Síðan þarf
að meta með hve háum innflutn-
ingstollum þyrfti að vemda okkar
landbúnað svo að réttlætanlegt sé
gagnvart íslenzkum neytendum.
Það er þó ekki vegna þess að við
teljum okkar bændur verr kunn-
andi og verr vinnandi en bændur
annarra þjóða, heldur vegna þess
að landið okkar er verr fallið til
fjölbreytilegs landbúnaðar en ná-
grannalöndin. Hversu hár þessi
slétti tollur ætti að vera er örðugt
að segja, en nefna má tölu eins og
20% á aðfangavörur, s.s. kjara-
fóður og áburð.
Áburðarverksmiðjuna ætti að
selja eða gefa hana t.d. Stéttarsam-
bandi bænda. Bændur geta þá
sjálfir valið um, hvort þeir vilja
kaupa rándýran innlendan áburð
eða flytja hann inn með eitthvað
breytilegu verðlagi frá ári til árs.
Niðurgreiðslum á áburðarverði
á kostnað ríkissjóðs og alifugla-
og svínabænda verður að linna.
Hins vegar gæti ég trúað, að
40% innflutningstollur fram yfir
grundvallartollinn á markaðs-
neyzluvörum muni vera hæfileg-
ur til að bæta okkur upp
vanhæfni fósturj arðarinnar til
matvælaframleiðslu í samkeppni
við önnur lönd.
í fyrra (1986) voru settar 720
miljj. króna í fjárlög tíl niður-
greiðslna á útfl. búsafurðum, en
nú eru settar 915 milljónir fyrir
1987. Þessar 462 milljónir, sem ég
benti á, að gætu leyst vandann
með einföldum hætti, eru aðeins
helmingur af þessum útflutn-
ingsuppbótum. Það hefur því
miður lengi verið sá siður í búnað-
arbransanum að bannfæra í snatri
allar tillögur um einfaldar og auð-
veldar leiðir til bjargar bændum
og landbúnaði. Forystumenn
bænda hafa í hálfa öld, þ.e. aldar-
helming dr. Halldórs Pálssonar,
aðeins séð sauðkindina sem um-
ræðanlegan bústofn. Nú má spyija
í ljósi þessara staðreynda, sem ég
hef hér bent á, hvort ekki væri
réttara að gera þessar ráðstaf-
anir strax, faiga bústofni í næsta
mánuði, selja eða urða afurðirn-
ar og setja þessa bændur á
launaskrá. Nota svo næsta ár til
að hjálpa þeim, sem þess óska til
að læra á nýjar búgreinar og vit-
ræna framleiðslu. Það liggja til
þess á lausu ca. 450 milljónir eða
helmingur af greiðslum til útflutn-
ingsuppbóta, auk þess sem miklar
tekjur gætu fengist fyrir toll á inn-
fluttum matvælum.
Útflutningsuppbæturnar era
raunar ekkert annað en atvinnu-
leysisbætur til bænda, en þeim
hefur verið „þröngvað" af
heimsku kerfisins til að afla þess-
ara atvinnuleysisbóta með því að
framleiða afurðir af sauðfé og
nautgripum, sem oft fæst ekkert
fyrir erlendis, nema kostnaður við
slátran, vinnslu og sölu. Ríkið
borgar hlut bóndans alveg eða
að mestu. Fyrir þjóðfélagið skiptir
það engu máli, hvort þessu kjöti
eða ostum er hent á haugana eða
sent á yfirfulla fæðumarkaði er-
lendis. Eg tel frystigeymslumar
ekki með þjóðfélagsþegnunum, en
þær era einu aðilamir, sem njóta
þessarar landsvitleysu. Aðrir, sem
þessu tengjast og hafa af því at-
vinnu, myndu strax fínna verkefni
við vitræna framleiðslu. Það fer
mikill kostnaður á verkagjöld og
kaup á gjaldeyrisvöram, s.s. vélum,
olíu, áþurði og fóðri við að fram-
leiða þennan „götuslóða" bænd-
anna, sem þeir þurfa að ganga til
að ná í þessa atvinnuleysis-styrki.
Höfundur hefur verið ráðunautur
Búnaðarfélags íslands ogland-
búnaðarráðuneytisins.
Slysavamaskóli sjómanna
eftir Ingva
Einarsson
Þar sem í fjárlagaframvarpi
ríkisstjómarinnar er ekkert fjár-
magn til úthlutunar til hins nýja
skóla slysavama get ég ekki annað
en sest niður og ritað nókkur orð
um nauðsyn á skóla þessum, sjó-
mönnum til handa.
Ég, undirritaður, hef ekki getað
gefið mér tíma sökum starfa til að
sækja skóla þennan fyrr en nú, eða
rúmlega tveim áram eftir að hann
tók til starfa.
En það má til sanns vegar færa
að skóla þennan hefur ekki skort
nemendur. Rúmlega 2.200 sjómenn
hafa sótt skólann á þessum tveim
áram, eða rúmlega 1.000 nemend-
ur á ári.
Ég spyr: Hvaða skóli getur mikl-
ast af því að útskrifa 1.000
nemendur á ári með aðeins þremur
fostum kennuram?
Ekki má gleyma hinni umdeildu
áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunn-
ar, sem ætíð er reiðubúin, þó annir
hennar séu miklar, að leggja skól-
anum lið.
Auðvitað koma fleiri leiðbeinend-
ur við sögu í ákveðnum greinum.
Má nefna Kristínu Einarsdóttur frá
líffræðistofnun háskólans. Hún
skýrir nýjan vísdóm um ofkælingu,
sem gerir flesta bæklinga um
skyndihjálp úrelta.
Það er því áskoran mín að allir
bæklingar sem era í umferð verði
afturkallaðir og að gefnir verði út
nýir með þeim breytingum sem að
ofkælingu lýtur.
Erindi Kristínar þarf að koma á
framfæri við alþjóð í gegnum sjón-
varp hið fyrsta.
Rekstur skólans
Eins og í upphafi greinarinnar
má sjá er það fjárhagur og rekstur
skólans, sem ég vildi koma gera
að umtalsefni.
Það er eins með þennan skóla
og fleira, að það þarf fjármagn til
að reka hann.
Því er það dauðadómur fyrir
hann, ef ríkisstjómin sér sér ekki
fært að leggja eitthvað af mörkum
til rekstrar hans.
Vissulega má viðurkenna að
ríkisstjómin og þingmenn hafa í
mörg hom að líta. En það má aldr-
ei gleyma því að eitt mannslíf er
meira virði en allar þær upphæðir,
sem fjárlög kunna að nefna.
Þó að skóli þessi sé nefndur
Öryggisskóli sjómanna, er hér skóli
sem er og getur verið öryggisskóli
allra landsmanna.
Það má segja að hér hafi verið
farið vel af stað. En málið er það
að þótt rúmlega 2.000 sjómenn
hafi hlotið útskrift, er það ekki
nema um 40% af starfandi sjómönn-
Ingvi Einarsson
„Þó að skóli þessi sé
nefndur Oryg-g-isskóli
sjómanna, er hér skóli
sem er og getur verið
öryggisskóli allra
landsmanna.“
um, sem þýðir að þijú ár þarf til
að útskrifa þá sem nú era starfandi.
Það má áætla að um 10% end-
umýjun sé í stéttinni, svo að 2—3
ár þarf til viðbótar.
Ég mun mæla með því við alla
skipstjóra að þeir ráði ekki til sín
sjómenn nema að þeir hafi hlotið
útskrift frá skóla þessum. Vona ég
að Siglingamálastofnun svo og
hagsmunasamtök sjávarútvegs
standi að því.
Það er oft spurt að því hver eigi
að borga brúsann? Um það þarf
ekki að vera neinn ágreiningur. Hér
getur í raun og vera enginn sagt,
eins og í „Litlu gulu hænunni",
ekki ég, ekki ég. Ég vil nefna
nokkra af þeim aðilum, sem er þó
ekki tæmandi, sem er akkur í að
þessari starfsemi verði haldið
áfram.
Þar er fyrst til að nefna ríkið og
sveitarfélög, tryggingarfélög og
útgerðir, sjómenn og aðstandendur
þeirra.
Ég mun ekki nefna þau rök sem
eru þess valdandi að þessir aðilar
eru dregnir fram.
Heldur vil ég að þeir aðilar sem
standa að þeim hugsi sig um og
geri sér Ijóst, hversu mikils virði
þessi skóli er þeim og vænti þess
að þeir stuðli að því að hann fái
fastan sess í þjóðfélaginu.
Höfundurer formaður Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Kára í
Hafnarfirði.