Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
39
Heimsmeistaraeinvígið aftur jafnt:
Kasparov vann bið-
skákina glæsilega
Skák
Bragi Kristjánsson
Heimsmeistarinn .Gary Ka-
sparov vann öruggan sigur í
biðskák 8. einvígisskákarinnar um
heimsmeistaratitilinn í Sevilla í
gær. Karpov reyndi óvænta leið
eftir bið, en Kasparov fómaði
tveim mönnum fyrir hrók og vann
með glæsilegri sókn.
Skáksérfræðingar hrósa Kasp-
arov mjög fyrir góða taflmennsku
í áttundu skákinni, sem talin er
sú besta í einvíginu. Hann hefur
þar með jafnað stöðuna í einvíg-
inu, og virðist kominn í mikinn
ham.
Fyrrverandi heimsmeistari,
Anatoly Karpov, átti sér ekki við-
reisnar von í áttundu skákinni.
Ef til vill hefur hann enn verið
að syrgja úrslit þeirrar sjöundu,
en þar komst hann mjög nálægt
sigri. Hann tefldi áttundu skákina
óvirkt og kom engum vömum við.
Karpov verður því að sætta sig
við jafna stöðu í einvíginu í stað
þess að komast tveim vinningum
yfir á laugardag, eins og útlit var
fyrir.
Áttunda skákin fór í bið í gær-
kvöldi í eftirfarandi stöðu:
í blaðinu í gær vantaði hvítu
drottninguna á dl og er beðist
velvirðingar á þeim bagalegu mi-
stökum.
Kasparov lék síðast 42. f4, og
biðleikur Karpovs eftir 25
mínútna umhugsun var:
42. — exf4
Hraustlega leikið í biðleik, en
Karpov hefur ekki löngun til að
tefla stöðuna eftir 42. - Hee8, 43.
Haf2 og hótunin f4-f5 er afar
óþægileg.
42. Rgxf4 - He5!?
Eftir 43.-Bxf4, 44. Rxf4 -
Hef6, 45. Haf2 er svartur í mjög
erfiðri stöðu, t.d. 45. - De8, 46.
Dc2 og við hótuninni 47. Rxg6
er lítið að gera (46. - Bf5, 47.
Rxh5-i— gxh5, 48. Bxf5 o.s.frv.).
44. Rxg6! - Hxfl, 45. Dxfl -
Hxe4, 46. dxe4 - Kxg6, 47. Hf2
- De8
Eftir 47. - Bg7, 48. Hf7 -
Be6, 49. He7! - Bxd5, 50. Df5+
—■ Kh6, 51. Dg5+ verður svartur
mát á g7.
48. e5
Með þessari peðsfóm kemur
hvítur í veg fyrir að svarta drottn-
ingin fái góðan reit á e5.
48. — dxe5
Ekki gengur 48. - Dxe5, 49.
He2 — Dh8 (annars kemur 49.
Re7+) 50. Dbl+ - Kf7, 51. He7+
og svartur verður mát.
49. Hf6+ - Kg7
Eða 49.-Kh7, 50. Hf7+ -
Kg8, 51. Re7+ og vinnur létt.
50. Hd6
og Karpov gafst upp, því eina
leiðin til að koma í veg fyrir 51.
Df6 er 50. - Df7, en þá fær hvítur
auðunnið endatafl eftir 51. Dxf7+
— Kxf7, 52. Hxh6 o.s.frv. Staðan
í einvíginu er nú jöfn, og verður
níunda skákin tefld í dag, ef
Karpov tekur sér ekki frí til að
jafna sig eftir hörmungamar.
Kasparov og Karpov við upphaf áttundu skákarinnar. Rcuter
Christopher Walken í mynd-
inni Vitni á vígvelli.
Laugarásbíó:
Vitni á
vígvelli
LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið
sýningar á myndinni Vitni á
vígvelli þar sem Christopher
Walken og Hywel Bennett
fara með aðalhlutverkin.
Myndin fjallar um Stevens
fréttamann ABS-fréttastofunn-
ar sem er sendur með hraði til
Beirút til að hlaupa í skarðið
fyrir félaga sinn sem veiktist
skyndilega. Skömmu eftir komu
Stevens gefur ung kona sig á
tal við hann og spyr hvort hann
hafi áhuga á að tala við einn
af foringjum PLO-manna, Yass-
in. Stevens þiggur boðið og hittir
manninn sem lýsir því yfir að
tímabært sé að ræða við Israels-
menn og jafnvel friðmælast við
þá og hætta hryðjuverkum. Ekki
líður á löngu þar til aðrir foringj-
ar PLO hafa samband við
Stevens og vilja vita við hvem
hann hafl rætt því Yassin hafí
farið úr borginni tveim dögum
áður en viðtalið hafí átt sér stað,
segir m.a. í frétt frá kvikmynda-
húsinu.
Um 44.000 tonn
af loðnu veidd
Um 2.100 krónur
greiddar fyrir
hvert tonn
LOÐNUVEIÐI fer nú vaxandi,
enda fleiri skip haldin til veið-
anna og aðstæður hafa verið
góðar undanfarna dag. Bræla
hamlaði þó veiðum á þriðjudag.
Alls hafa frá upphafi vertíðar
veiðst um 44.000 tonn. Verð
fyrir hvert tonn upp úr sjó er
víðast hvar nálægt 2.100 krón-
um.
Á laugardag tilkynntu eftirtalin
skip um afla: Öm KE 750 tonn
til Krossaness, Skarðsvík SH 650
til Siglufjarðar, Kap II VE 720
til Vestmannaeyja, Hrafn GK 650
til Bolungarvíkur, Rauðsey AK
630 til Bolungarvíkur, Þórður
Jónasson EA 720 til Krossaness,
Gullberg VE 620 til Hafnarfjarðar
og Magnús NK 470 til Siglufjarð-
ar.
Á sunnudag vom eftirtalin skip
með afla: Guðrún Þorkelsdóttir
SU 720 til Eskifjarðar, Súlan EA
760 til Raufarhafnar, Jón Finnson
RE 1.050 til Siglufjarðar og Hrafn
GK 300 til Bolungarvíkur.
Á mánudag tilkynntu eftirtalin
skip um afla: Þórshamar GK 550
til Bolungarvíkur, Sighvatur
Bjamason VE 700 til Eyja,
Skarðsvík SH 600 til Siglufjarðar,
Öm KE 700 til Krossaness, Hrafn
GK 650 til Krossaness, Börkur
NK 1.170 til Neskaupstaðar,
Rauðsey AK 600 til Bolungarvík-
ur, Magnús NK 530 til Siglufjarð-
ar og Víkingur AK 900 tonn til
Akraness.
Á þriðjudag hafði eitt skip til-
kynnt um afla, Þórður Jónasson
EA með 400 tonn til Krossaness.
Nú hefur verið hætt að styðjast
við mælingar á fítu og þurrefni í
loðnu við verðmyndun. Ákveðið
fast verð gildir þess í stað fyrir
hverja lest, en verksmiðjumar
sjálfar taka þessar mælingar til
að fylgjast með nýtingu hjá sér.
Unglingabók í
bandi og kilju
MÁL og menning hefur gefið út
bókina Vinur minn Lúki, sem er
unglingasaga eftir Chriostine
Nöstlinger.
í fréttatilkynningu frá útgefanda
segir: „Söguhetjumar, Maríanna og
Lúki, hafa verið vinir síðan þau
vom smákrakkar. Maríanna hefur
alltaf haft Lúka í vasanum, en þeg-
ar hann kemur heim til Vínarborgar
úr sumarskólanum í Englandi er
hann gerbreyttur; byltingarmaður
bæði í klæðaburði og hegðun. For-
eldrar hans verða hissa, kennaram-
ir hneykslaðir, skólafélagamir
stórhrifnir — nema Maríanna, hún
veit ekki alveg hvemig hún á að
bregðast við.
Vinur minn Lúki er 196 bls. að
stærð og er í nýjum flokki bama-
og unglingabóka frá Máli og menn-
ingu sem koma út bæði í bandi og
í kilju. Það er Jómnn Sigurðardótt-
ir sem þýðir söguna en káputeikn-
ingu gerði Brian Pilkington. Bókin
er gefín út með styrk úr þýðingar-
sjóði og prentuð hjá Norhaven
bogtryggeri a/s í Danmörku.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Byggingaframkvæmdir við íbúðir aldraða við Kirkjuveg 11 í Keflavík
ganga samkvæmt áætlun. Verkið er unnið af Húsagerðinni sf. í
Keflavík.
19 íbúðir fyrir aldraða í Keflavík:
Um 80 umsóknir bárust
KefUvik.
Byggingaframkvæmdir á 19
ibúðum fyrir aldraða eru nú í
fullum gangi og er ráðgert að
þær verði teknar í notkun i júní
á næsta ári. Mikill áhugi er hjá
eldri borgurum í bænum fyrir
þessum íbúðum og nú hafa um
80 umsóknir borist til bæjaryfir-
valda um úthlutun.
„íbúðimar em sérstaklega hann-
aðar og miðaðar við að aldraðir
geti búið sem lengst, ömggu og
sjálfstæðu búi fram eftir ævi-
kvöldi," sagði Hannes Amar
Ragnarsson formaður bygginga-
nefndar í samtali við Morgunblaðið.
Hannes sagði að nú væm rúm-
lega 500 íbúar Keflavíkur orðnir
65 ára og eldri og væm 38 íbúðir
fyrir aldraða í notkun. í bígerð
væri að byggja 100 íbúðir sem
væm sérstaklega ætlaðar öldmðum
og væri þetta fyrsta skrefíð í þeim
áfanga. BB
Háskólinn:
Fyrirlestur um sí-
frera og freðmýrar
VIACHESLAV N. Konischev,
prófessor við landafræðideild
Moskvuháskóla, heldur fyrirlest-
ur í stofu 101 i Odda í kvöld,
miðvikudagskvöld, klukkan
20:30.
Fyrirlersturinn er haldinn á veg-
um jarðfræðiskorar Háskóla íslands
og fjallar um sífrera og freðmýrar.
í fréttatilkynningu frá jarðfræði-
skor HÍ segir, að Sovétmenn hafi
manna mest og best rannsakað
þessi fyrirbæri og séu komnir lengst
í mannvirkjagerð og nýtingu jarð-
efna við þessar aðstæður. I fynr-
lestrinum mun prófessor Konischev
segja frá freðmýmm í Sovétríkjun-
um svo og frá hinni þykku íshellu,
sem liggur undir öllum norðan-
verðum Sovétríkjunum. í fyrirlestr-
inum verður gerð grein fyrir
uppmna sífrerans og freðmýranna
svo og núverandi frostfyrirbæmm
á yfírborði og vandamálum vegna
yfírborðsleysinga. Hann mun gera
grein fyrir mannvirkjagerð og
vandamálum sem þeim fylgja á
hinm sífreðnu svæðum og lausn
vandamálanna.