Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.11.1987, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 44 Minninff: Barði Guðmundsson Fæddur 21. febrúar 1951 Dáinn 23. október 1987 Að kveðjja vini mína hefur aldrei verið mér raun, því að það hef ég á.vallt gert í þeirri vissu að sjá þá senn aftur. Það er því sárt að þurfa í dag að kveðrja vin minn, Barða Guðmundsson, í hinsta sinn. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir rúmum fimm árum. Eg var þá nýfluttur til Noregs, en hann hafði þá búið þar um árabil. Eg átti síðan því láni að fagna að eign- ast þar frábæran vin og vinnufé- laga. Því Barði var virkilega vinur vina sinna. Hann var góðum gáfum gæddur, úrræðagóður og ávallt reiðubúinn að leysa hvers manns vanda. Það var hans skoðun að það fyndust engin vandamál, aðeins misjafnlega góðar lausnir. Þau fímm ár sem ég bjó í Noregi urðu ýmsir erfiðleikar á vegi mínum og bjó ég þá vel að eiga Barða að. Hann var með afbrigðum hjálpsam- ur og fómfús og taldi aldrei eftir sér að hjálpa öðrum. Barði var ýmsum kostum búinn, m.a. var hann frábær kokkur. Ég hafði alltaf á tilfínningunni að mart- argerð væri honum meðfædd, því honum tókst að gera einföldustu rétti að sannkölluðum hátíðarmat. í fyrrasumar lét hann gamlan draum sinn rætast og festi kaup á seglskútu og átti hún hug hans all- an fram á síðasta dag. Skúta þessi er ein sú fallegasta sem siglt hefur um Oslóflörð og áttum við á henni margar ógleymanlegar stundir. En ekkert fannst honum unaðslegra, en að líða hljóðlaust um íjörðinn á skútunni, laus við amstur og skark- ala stórborgarinnar. Þessar stundir, sem og allar aðr- ar samverustundir með honum, verða mér ógleymanlegar. Góður drengur er genginn í blóma lífsins. Ég sendi fjölskyldu hans innileg- ar samúðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Atli Isaksson Vinur okkar, Barði Guðmunds- son, er borinn til moldar í dag. Við kveðjum nú bæði ljúfan vin og góð- an dreng. Minningin lifír áfram um glaðlyndan félaga og hjálpfúsan þegar á þurfti að halda. Hann var alltaf umvafínn sérstakri hlýju. Síðustu árin freistaði Barði gæf- unnar í öðrum löndum og nú hafa leiðir skilið í bili. Við sendum Elínu, Kveðjuorð: Hinn 26. október síðastliðinn lést af slysförum skipsfélagi okkar, Jón Bragi Ásgrímsson háseti. Við, sem eftir stöndum, eigum erfítt með að trúa, erfítt með að viðurkenna, að þessi vaski ungi maður, sem fyrir stundu var svo kátur og lifandi hér um borð í skipi okkar, skuli svo skyndilega hafa verið frá okkur tekinn. Jón Bragi var skarpgreindur, glaðlyndur drengur. Hann var fljót- ur til verka. Vanda hverjum sem að höndum bar tók hann með ró- semi og af æðruleysi, en ávallt var stutt í hlátur hjá Jóni Braga. Það er þungt að þurfa að horfa á bak slíkum mannkostamanni langt fyrir aldur fram. En við viljum þakka fyrir bjarta og skemmtilega en alltof skamma samveru. systkinum og öðrum ástvinum nær og fjær okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja þau á þessari stundu. Bíbí og Elísabet Barði Guðmundsson, vinur minn, verður til moldar borinn í dag. Þegar mér barst harmafregnin um að minn gamli og kæri vinur hefði látist af slysförum í Svíþjóð urðu ósjálfráð viðbrögð mín þau að bregða yfír mig kápu vantrúarinn- ar, ég neitaði að trúa, en kápunni var svipt af mér og hin ömurlega staðreynd byrgði mér sýn til lífsins um stund, já, mikið er gæðum þess misskipt. Vinátta okkar Barða hófst þegar við vorum níu ára gamlir og við urðum fljótlega óaðskiljanlegir. Sú vinátta stóð ætíð síðan, og var jafn fölskvalaus allt til þess dags er vin- ur minn var í einni svipan hrifínn burt úr þessum heimi. Síðustu árin sáumst við ekki oft vegna veru Barða í öðru landi, en sem böm, unglingar og ungir menn urðu Barði og Brósi af mörgum þekktir, mun fleirum en þeim sem þekktu Barða eða þeim sem þekktu Brósa. Heimili Barða á Básenda 6 var mér sem annað heimili, og þar var ætíð tekið á móti mér sem einum af íjölskyldunni. Foreldrar Barða, þau Haddi og Ella, voru mér alla tíð miklir vinir. Haddi Iést einnig allt of ungur og mér er minningin um hann afar skýr. Ella er mikil persóna í mínum augum, hún á um sárt að binda vegna fráfalls Barða, sem henni þótti mikið vænt um. Við Barði áttum alla tíð mikla og stóra drauma. Margir þeirra rættust, en alls ekki allir. í einum af draumum okkar sáum við okkur sjálfa komna á efri ár, eigandi sam- an góða, náðuga daga eftir amstur Iífsins. Nú er ég einn eftir, og hug- urinn reikar aftur til unglingsár- anna. Margt var brallað, og ekki var það allt að skapi foreldra okkar þá, en verður vonandi dæmt af mildi í ljósi reynslunnar. Við störf- uðum mikið saman í skátahreyfíng- unni og ferðuðumst mikið. Misjafnlega er mönnunum skammt- að af ævidögum og illt að sjá hvers vegna svo fáir komu í hlut Barða, hans sem átti sér svo marga fram- tíðardrauma og var svo staðráðinn í að láta þá rætast. Þó að samverustundir okkar Barða væru ekki margar síðustu árin, þar sem Atlantshafíð aðskildi okkur, þá ræddumst við oft við í síma að hans frumkvæði og oft Móður Jóns Braga og bræðrum vottum við innilegustu samúð. Við vonum að Guð muni um siðir græða hin djúpu sár, sem seint munu þó gróa. Skipsfélagar á mb. Akurey SF-31. heimsótti hann mig á heimili mitt við Laugateig þegar hann var staddur á íslandi. Þá hafði hann ætíð einhveijar nýjungar á pijónun- um og vann kappsamlega að því að koma hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Margt var skeggrætt í þeim heimsóknum og margt af því vissi ég að varð að veruleika síðar, þótt annað yrði aldrei-nema hug- mynd, góð hugmynd. Ég er sann- færður um að margar af hinum snjöllu hugmyndurri Barða hefðu tekið á sig form raunveruleikans ef honum hefði enst aldur til að vinna að-þeim. Barði giftist ungur Þórunni Kristinsdóttur, en þau slitu sam- vistir eftir stutt hjónaband. Þórunn var með Barða á námsárum hans í Noregi, en þar nam hann matvæla- fræði. Noregur náði sterkum tökum á Barða og þar bjó hann síðustu 11 ár ævi sinnar. Af og til kom hann þó heim og dvaldi um stund. I einni af þeim heimsóknum stofn- aði hann fyrirtækið Humal og starfaði við það í u.þ.b. eitt og hálft ár. Barði Guðmundsson er genginn á vit æðri tilveru, því hann var góður drengur og sannur vinur. Fráfall hans er okkur öllum sem þekktum hann þungbært, en þó engum sem móður hans og systkin- um. Ég bið að þeim veitist styrkur og blessun Guðs. Brósi Sumar fréttir eru of sárar og ótrúlegar til að maður vilji trúa þeim. Þannig leið mér þegar ég frétti að Barði hefði lent í bílslysi og væri ekki hugað líf. Næstu tveir sólarhringar voru barátta lífs og dauða. En Barða var ekki ætlað að vera lengur á meðal okkar. Að hugsa um Barða og dauðann í sömu hugsun var svo víðsfjarri, svo lif- andi var hann. Fyrir 15 árum kynntist ég Barða þegar ég giftist bróður hans og frá þeim tíma hefur hann verið mér sem bróðir. Lífsgleði og hjálpsemi voru hans sterkustu persónueinkenni. Hann var alltaf boðinn og búinn að gera öðrum greiða, en ætlaðist ekki til endurgjalds. Barði var bú- settur í Ósló síðustu 10 árin. Við fjölskyldan bjuggum í Ósló í 3 ár og voru þá dagleg samskipti okkar í millum. Sá tími mun verða okkur öllum ógleymanlegur. Glaðværðin og frískleikinn sem fylgdi Barða yljar okkur um ókomin ár. Sonum okkar var hann í senn vinur og góður frændi. Sl. sumar dvaldi Guðmundur sonur okkar hjá frænda sínum. Þetta sumar er í huga hans samfellt ævintýri. Barði hafði ein- stakt lag á að umgangast fólk þannig að allir gætu notið sín. Allir voru jafn mikilvægir, það breytti ekki hvort var um að ræða bam eða fullorðinn. Spumingin sem brann á Guð- mundi, „af hveiju Barði?“, er spuming sem við spyijum öll en við fáum ekki svör við. „Þeir sem guð- imir elska deyja ungir.“ Það voru ekki bara guðimir sem elskuðu Barða, það gerðum við öll. Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Gibran) Hildur Elsku vinur minn og mágur, Barði, er dáinn. Hann sem alltaf var mér svo góður. Ég sit hljóður og reyni að hripa niður nokkrar línur til að kveðja vin minn. Það er erfítt. Á ég virkilega ekki eftir að geta talað við Barða, tekið utan um hann, hlegið með honum, og ekki síst hlustað á Barða og fengið góð ráð hjá honum. Þegar ég lít til baka fínn ég hve stór þáttur Barði var í lífí mínu. Það er stórt skarð höggvið með fráfalli vinar míns. Barði var mér svo tryggur og hjálpsamur, það var alveg sama hvar og hvenær ég bað Barða bónar, hann bauð hjálpina með opnum örmum og hlýhug sem var með ólíkindum. Elsku Barði minn var oft misnot- aður fyrir góðmennsku og hjálpsemi sína. Barði var allra hugljúfí og hrókur alls fagnaðar, hann eignað- ist góða vini alls staðar þar sem hann kom, hann hafði svo létta lund og ekki sparaði hann brosið sitt fallega. Það eru ekki öllum mönnum gefnir þessir eiginleikar, sem Barði hafði, en það er heldur ekki á hvers manns færi að nota og deila svona eiginleikum meðal manna. Maður spyr: Af hveiju hverfur svona persónuleiki af sjónarsviðinu svona ungur, hann sem átti allt lífíð framundan, hann sem gæddi allt hlýju og góðleik, hann sem vildi öllum hjálpa. Ég deili ekki við Guð almáttug- an, ég veit að Barða hefur verið falið stærra verkefni og við sem elskum Barða höldum áfram með minningu hans í hjarta okkar, sem gerir okkur sterkari og betri mann- eskjur. Eg bið góðan Guð að blessa og varðveita Barða, vin minn, og hlúa vel að honum. Elsku tengdamamma og fjöl- skylda, góður Guð styrki ykkur og varðveiti. Hlöðver Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim sér góðan getur. (Hávamál) Ljúflingurinn Barði Guðmunds- son er látinn. Helfregninni sló niður sem eldingu, ungur maður í blóma lífsins, sem framtíðin blasti við. Draumar, væntingar, þrár — á einni nóttu hrunið. En lífið er tor- ráðin gáta og hefur sinn gang, hvort sem okkur líkar betur eða verr, skiljum eða skynjum. Og dauðinn verður ætíð jafn óvæntur, óskiljan- legur, þrátt fyrir vissuna um að eitt sinn skal hver deyja. Barði hafði verið búsettur í Nor- egi og þar hófust okkar kynni, sem ekki urðu löng, því miður. En þeim mun einlægari, sannari og dýpri eftir því sem á leið. Og nú streyma minningamar fram, fullar af gleði og gáska, sem vissulega voru ríkir þættir í fari Barða, sem eðlilegra var að gefa en þiggja. Samfélag við hann gerði gott. Hann var svo blíður og hug- myndaríkur og hress. Fullur lífs- gleði og bjartsýni á tilveruna og allt sem var framundan. En skjótt skipast veður í lofti. Og skyndilega stendur maður ráðþrota á gatnamótum lífs og dauða og þakkar af alhug það sem liðið er, því frekari dagskrá hefur verið aflýst. íslendingafélagið í Osló hefur misst sinn Iitríkasta persónu- leika. En stærstur harmur er þó kveð- inn að fjölskyldunni stóru, hvar Jón Bragi Asgrímsson ijölskyldubönd em sterkari en ég hef áður kynnst. Elsku Elín, systk- ini og fjölskyldur þeirra, aðrir ættingjar og vinir, megi góður Guð veita ykkur styrk í ykkar miklu sorg og þolraun. Minningin um mætan dreng mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem) Osló í októberlok 1987, Kjartan Trausti Sigurðsson Föstudaginn 23. október bámst okkur þau hörmulegu tíðindi að elskulegur frændi okkar og vinur, Barði Guðmundsson, hefði farist af slysfömm. Hann var á hátindi lífs síns kall- aður burt úr þessum heimi og okkur setur hljóð við slíka harmafregn. Barði fæddist og ólst upp í Reykjavík, hann var sonur hjónanna Elínar Guðjónsdóttur og Guðmund- ar H. Kristjánssonar sem lést árið 1974 langt fyrir aldur fram. Þau hjón áttu 5 böm og Barði var þeirra næstelstur. Elstur er Kristján en yngri em Kolfínna, María og Haraldur. Þó Barði væri búsettur í Noregi síðustu 12 árin, fyrst við nám í matvælafræðum en síðan við eigin atvinnurekstur, kom það ekki í veg fyrir mikla og góða samheldni þessarar elskulegu fjöl- skyldu. María systir hans og hennar fyöl- skylda er reyndar búsett í Noregi og um tíma bjuggu Kristján og fjöl- skylda hans þar einnig. Nú þegar við kveðjum Barða frænda koma fram í hugann bjartar minningar um drenginn, hjartahlýj- an og góðan. Hann vildi allt fyrir alla gera, það var beinlínis hans aðalsmerki, og það vom ekki ein- ungis vinir og vandamenn sem nutu greiðvikni hans heldur allir sem hann mætti á lífsleiðinni, enda þótti öllum sem kynntust honum vænt um hann. Barði var alltaf sérstaklega blíður og glaðlyndur og þegar mað- ur kallar fram mynd hans í huganum er hann alltaf hlæjandi. Hann hafði afar ríka samúðartil- finningu og við minnumst þess þegar hann lítill strákur fór með pabba sínum á knattspymulands- leik, allir hrópuðu „Áfram ísland“ þá hrópaði litli snáðinn „Áfram hin- ir“ því honum þótti ekki fallegt að skilja neinn útundan. Kolfínna móðuramma hans lét þau orð falla einhveiju sinni að hann Barði hefði átt að verða prest- ur. Það hefur alltaf verið mikill sam- gangur milli fjölskyldna okkar bæði sem heildar og einstaklinga og Barði lá ekki á liði sínu að viðhalda því góða sambandi. Minningamar um símtölin við hann frá Noregi eru okkur dýrmætar. Í síðasta sam- tali hans við fjölskyldu okkar, tveimur vikum áður en hann lést, sagði hann okkur, svo hamingju- samur að hann væri að stofna heimili með Gerd, konunni sem hann elskaði, og þau væru að und- irbúa heimsókn til íslands. Við biðjum Guð að milda sorg hennar. Það væri ekki í anda Barða að vola eða víla, því munum við heiðra minningu hans með því að rifja upp minningar um samveruna við hann sem var að vísu mest á hans bemsku- og unglingsárum, rifya upp gleðina og gáskann þar sem gæðin og greiðasemin höfðu þó allt- af yfírhöndina. Hann átti svo sem ekki langt að sækja þessa kosti, þá hefur hann sótt til beggja for- eldra sinna. Heimilið í Básenda 6 var gest- kvæmt í meira lagi og þar ríkti glaðværð og hlýja og allir voru allt- af velkomnir, þótt mikið væri að gera. Stór skörð hafa verið höggvin í fjölskyldu okkar en það er ekki í okkar valdi að skilja hvers vegna ungt fólk er rifíð burtu svo fyrir- varalaust. En við setjum allt okkar traust á að Barða hafi beðið hlut- verk í æðri heimi. Og við erum þess fullviss að opnir armar horf- inna ástvina hafi beðið hans í Guðsríki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.